Dagur - 11.04.1963, Blaðsíða 8

Dagur - 11.04.1963, Blaðsíða 8
8 DORGVEIÐI Á MÝVATNI r Isinn á vatninu var Hvers vegna tollaskra? MÝVATNSSVEIT er eitt mesta jarðfræðiundur veraldar, auk þess að vera frábærlega fögur bæði sumar og vetur. Fegurð og fjölbreytni landslagsins laðar til sín fjölda ferðamanna, bæði listamenn, fræðimenn og allan almenning. í Mývatnssveit eru kraum- andi leirhverir, brennisteinsnám ur miklar, öskrandi gufuhverir, ný og gömul hraun af marg- breytilegri gerð og sum orðin kjarri vaxin, margra metra þykk og verðmæt kísilleðja ligg- ur á botni Mývatns, í vatninu er hinn frægi Mývatnssilungur, sem ekki á sinn líka, við Mý- vatn eru fleiri tegundir sjald- gæfra andategunda, en annars staðar þekkist í Evrópu, þar finnast hellar stórir og neðan- jarðar-sundlaugar með volgu vatni og hraunþaki yfir, og svo svo mætti lengi telja. Á laugardaginn skrapp ég austur í Mývatnssveit ásamt góðum félögum, til að dorga á vatninu, með fyrirgreiðslu Gests bónda og bílstjóra í Álftagerði. Þegar austur kom voru margir komnir á dorg og var langan veg þangað að fara fram á vatn- ið. En ekki var hikað og ekið út á ísinn og svo beint af aug- um í stefnu á önnur farartæki, dorgveiðimanna. Mér þótti ísinn ekki tryggilegur, enda mjög heitt. í veðri og ísinn gljúpur á yfirborðinu. En félag- ar mínir töldu að óhætt myndi Fann upp sparibauk BRAGI magister Magrrússon Péturssonar kennara frá Akur- eyri, sem er búsettur í Minnea- polis, hefur fundið upp nýja gerð sparibauka. Hyggst hann sækja um einkaleyfi á hinni nýju gerð og hefja síðan fram- leiðslu. Sparibaukar þessir eru úr plasti og sagðir hinir hagan- legustu. □ 60-80 sm. þykkur og gripu til netsis síns og fór ég að dæmi þeirra, hugsandi það, að maður færi þá etandi inn í eilífðina ef ísinn brysti. Jeppar, dráttarvélar og einn tugur veiðimanna voru á einum stað. Sá aflahæsti hafði þegar dorgað 50 silunga og komst upp í 70 fyrir kvöldið. Aflinn var nær allt smá bleikja, sem er mjög góð til matar. En stundum hafa veiðzt á dorg um 4 punda bleikjur og mestur afli hefur verið eitthvað á annað hundrað stykki hjá þeim aflahæstu yfir daginn. En fremur mun það sjaldgæft. Þegar komið er á „miðin“ er ísbroddurinn notaður til að höggva vökina. ísinn var nú 60 —80 sm á þykkt, en hann var fljóthöggvinn af þeim, sem það verk kunna. Og þegar vökin er tilbúin er öngullinn beittur hvít maðki á sérstakan hátt og látinn sígá varlega niður. Setið er á skrínu, sem bæði er gott sæti og jafnframt notuð undir veið- ina. Smásilungi, sem mælist inn an við 13 tommur á lengd, er sleppt. Aldrei komst ég í takt við dorgina og silunginn, svo í lagi væri, en „losaði* þó eins og það er kallað. Þó réttu næstu veiðimenn mér hjálparhönd, svo sem bezt varð á kosið. Hvítmaðkurinn er vandmeðr farin beita. Hann er feitur og gefur frá sér fitubrák, eftir að hann hefur verið þræddur á öngulinn. Einhvern tíma var þess getið sem furðufrétt, að Mývetningar hefðu maðkinn stundum upp í sér, er þeir sátu á dorg. Aðrir mótmæltu slíku og töldu ærumeiðandi. Ég veit »-kki betur en að þessi siður sé enn við líði austur þar, og þegar ég hafði prófað þessa handhægu geymslu sjálfur, eins og ég sá aðra gera, fann ég ekki að þetta væri neitt óeðlilegra en t. d. að smiður hafi upp í sér smánagla, sem hann er að nota við smíð- arnar. Það er ekki eins og maðk urinn sé í neinum loftköstum uppi í manni. En viðbjóðurinn, sem sumir hafa á þessu, á ef- laust sterkastar rætur til þess, sem flestir hafa séð á sumar- degi, þar sem fiskúrgangur eða hræ liggja úti og maðka. Það er betra að vera vel klæddur á dorg. Tvennar föður- landsbrækur, tvennir ullarsokk ar, tvær eða þrjár peysur og kuldaúlpa er ekki of mikill klæðnaður við þann veiðiskap. Það var glaðlegur hópur heimamanna, sem við dorgina sat. Skammt var á milli vaka og gamanmál flugu frá manni til manns. Mývatn hefur löngum verið matarkista Mývetninga og ná- grannasveitanna einnig. Síðari (Framh. á bls. 7.) FORSTJÓRI Eimskipafélagsins, Óttár Möller, undirritaði hiiin 21. þ. m. í Kaupmannahöfn, samning um kaup á vöruflutn- ingaskipinu m. s. „Mille Hee- ring“ með þeim fyrirvara að samþykki stjórnar Eimskipafé- lagsins fengist fyrir kaupunum, au knauðsynlegra leyfa af hálfu opinberra aðila. Á fundi sínum í gær sam- þykkti stjórn Eimskipafélagsins að festa kaupin á skipinu. Seljandi skipsins er Fabrikant Peter F. S. Heering í Kaup- mannahöfn. Stærð skipsins er, sem lokað hlífðarþiufarsskip 2360 tonn D. W. og sem opið hlífðarþilfars- skip 1500 tonn D. W. Lestarrými er 99.300 rúmfet (Bale). Skipið er smíðar 1958. Það er styrkt til siglinga í ís. Aðalvél skipsins er af Burmeister & Wain gerð, 1400 hestöfl, og ganghraði um 12 sjómílur. Skipshöfnin er 21 manns. Eitt 2ja marma herbergi er fyrir far- LOKSINS kom þá að því, hinn 27. marz sl., að stjórnarfrum- varpinu um tollskrá váeri út- býtt á Alþingi. Að kvöldi sama dags lagði fjármálaráðherrann það fyrir flokksfélagið Vörð í Reykjavík og daginn eftir hóf- ust umræðurnar á þingi. Þetta er síðbúið stjórnarfrum varp um slíkt stórmál, en efni þess er hvorki meira né minna en það, hvernig leggja skal á þjóðina nálega helming ríkis- skattanna. Þingið er búið að bíða eftir þessu máli allan tím- ann síðan það kom saman að nýju eftir áramótin. Fyrst var málið undirbúið í sérfræðinganefnd, samkvæmt meginreglum frá fjármálaráð- herra og afhent ráðuneytinu. Síðan virðist það hafa verið til sýnis hjá ýmsum verzlunar- og atvinnurekendasamtökum í höf uðstaðnum langa hríð. Ýmsir munu hafa lagt á ráð um breyt- ingar og almennt umræðuefni var það orðið í verzlunarbúðum áður en þingmenn fengu það í hendur. Þetta var erfið fæðing og fyrirhafnarsöm. Efni frumvarpsins hefur þeg- ar verið mikið rætt í sumum blöðum. Um lækkun er að ræða í heild, en þó litla, eins og vænta mátti, sem auðvelt er að bæta rikissjóði upp síðar, ef stjórnin hefði á valdi sínu, og þyrfti ekki mikla gengisbreyt- ingu til þess. En sú aðferð heyr- ir undir stjórn Seðlabankans, án afskipta Alþingis. Tekið hefur verið nokkurt tillit til tillagna Framsóknarmanna t. d. um lækkun gjalda á landbúnaðar- vélum. Þó verða þær enn miklu dýrari en þær voru þegar „við- reisn“ hófst. En hvers vegna leggur stjórn- in áherzlu á að fá þessa nýju tollskrá samþykkta nú á síðustu dögum þingsins úr því hún gat þega og eitt sjúkraherbergi. Skipið er vandað og líkist í mörgu öðrum skipum Eimskipa félagsins hvað útbúnað snertir. Samkvæmt samningi á skipið að afhendast eigi síðar en í maí n. k. Eins og áður héfur komið fram í fréttum, verða verkefni þessa nýja skips svipuð og m. s. „Mánafoss“. VIÐ TRÚUM VARLA eftirfar- andi sögu, en hún birtist í „Fishing News“ 25. janúar 1963: Fiskimaður nokkur í Tromsö veiddi fyrir nokkru þorsk, sem vó 41 kg og hafði all óvenjulega kviðfylli. Það kom sem sé í ljós að hann hafði etið 2 kjúklinga. Þetta þótti hinn merkilegasti fundur og barst sagan víða um byggð Noregs. Bóndi nokkur í þorpinu Skrattend heyrði sög- Una og gat um leið upplýst mál- ekki haft hana tilbúna fyrr? Um það spyrja margir. Skýringin er ekki langt und- an. Bjarni Benediktsson form. Sjálfstæðisflokksins ritaði ára- mótagrein í Morgunblaðið á gamlársdag. Þar ræddi hann m. a. um kosningar á næsta vori. f þessari grein kenndi mikils ótta um það, að stjórnarflokk- arnir myndu tapa fylgi. Það var sagt allt að því berum orðum, að jafnvel þótt flokkar þessir kynnu að hafa meiri hlutann eft ir kosningarnar, myndi sá meiri hluti verða svo naumur, að stjórnarandstæðingar gætu fellt fyrir þeim mál í annarri þing- deildinni. Mikið af núverandi tollalög- gjöf gildir aðeins frá ári til árs og þarf því að „framlengja“ á hverju þingi ef ríkissjóður á að halda tekjum sínum. Til þess þarf samþykki beggja þing- deilda. Með nýrri tollskrá fá framlengingartollarnir varan- legt gildi. Samþykkt hinnar nýju toll- skrár fyrir kosningarnar, er því öryggisráðstöfun af hálfu stjórn arinnar, sem gæti komið henni að gagni um stund, ef hún héldi meirihluta eftir kosningar og hefði hann svo nauman, að hún yrði valdalaus í annarri þing- deildinni. í nýju tollskránni, sem vænt- anlega verður að lögum í vik- unni eftir páska, speglast ótti stjórnarflokkanna við kosninga- úrslitin, sem framundan eru. Björtustu vonir þfeirra sjálfra eru um svo veikan meirihluta, að hann nægir í raun og veru ekki til að stjórna landinu. En margir, sem greiddu þeim at- kvæði síðast, hafa nú hug á að láta einnig þá von verða tálvon. Þótt þessi tilgangur stjórnar- innar sé nokkurnveginn auðsær, verður því ekki neitað, að hin nýja tollskrá er að ýmsu leyti til bóta, þótt breytingin á toll- greiðslum í heild sé lítil. Enda hafa um hana fjallað ríkisstarfs menn, sem hafa bæði mikla reynslu og þekingu í þessum málum. Nýja tollskráin er ein- faldari að gerð, en hin fyrri var orðin með öllum þeim breyting- um, sem búið var á henni að gera. Ef söluskattur af innfluttum vörum á að gilda áfram, er eðli- ligt að hann sameinist tollunum, því að hann er í eðli sínu tollur, (Framh. á bls. 7.) ið. Hann hafði vaknað nótt eina, við hávaða ur hænsnakofanum. Hann brá skjótt við, en þegar hann kom á vettvang sá hann þorsk mikinn velta sér í sjóinn, fyrir neðan kofann. Hann sá að gat hafði verið bitið á vírnet, sem lokaði kofanum og að 2 kjúklingar voru horfnir. Geta má þess að slitrur úr vírnetinu komu með skilum úr maga þorsksins, og er ekki vitað um snjallari þorska í þessu fagi. □ Eimskipafélagið kaupir nýtf skip Þorskur ál Ivo kjúklinga!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.