Dagur - 11.05.1963, Blaðsíða 8

Dagur - 11.05.1963, Blaðsíða 8
8 Sjónleikuriiin „Mýs og rnenn” í mjög athyglisverðri meðíerð Mývetninga SÍÐASTLIÐIN laugardagskvöld sýndi Ungmennafélagið Mývetn ingur sjónleikinn Mýs og menn eftir John Steinbeck í félags- heimilinu að Freyvangi, við hús fylli og góðar viðtökur. ji Höfundur þessa leiks, John . Steinbeck, er fæddur í Salinas í Kaliforninu hinn 27. febrúar 1902, af írskum og þýzkum ætt- um. Um 6 ára bil stundaði hann nám við Standford University, með nokkrum hvíldum þó, og hvarflaði frá einni námsgrein til annarrar, eftir því sem honum gott þótti, án þess að ljúka námi í nokkurri þeirra. Þegar hann hvarf svo frá skólanámi sneri hann sér að ýmsum störf- um; uppskeruvinnu, húsamáln- ingu, trésmíði, gripahirðingu, skógarhöggi og kúrekstri. Um skeið var hann fréttaritari hjá stórblaði einu í New York en varð ekki langlífur í því starfi. Síðan flyzt hann aftur til Kali forníu og sneri sér þá að rit- störfum, en fyrstu bækur hans sem komu út á árunum 1929— 1933 vöktu ekki mikla athygli. Það er fyrst þegar sögurnar „Kátir voru karlar“ og „Mýs og menn“ koma út, sem hann verð ur í einni svipan einn af vin- sælustu höfundum Bandaríkj- anna. Hinni síðari var fljótlega snúið í leikrit, sem náði miklum vinsældum í Bandaríkjunum og hefur enda farið sigurför víða um heim. , Fyrir bók sína „Þrúgur reið- innar“ hlaut Steinbeck æðstu bókmenntaverðlaun Bandaríkj- anna, Pulitzerverðlaunin. Leikritið „Mýs og menn“ er f senn fagurt og stórbrotið lista- verk, en það krefst þess að far- ið sé um það nærfærnum hönd- um, og djúpum sálrænum skiln- ingi, því það er viðkvæmt eins og brothætt gler. Það virðist því mikið áræði af fámennu sveitar félagi að ráðast í sýningu sem þessa, því vissulega má ekki mikið út af bera svo að illa fari. Það er því næsta furðulegt að Mývetningar skyldu komast nokkurnveginn heilskinnaðir frá þessari eldraun og sýningin í heild vera þeim til mikils sóma og menningarauka fyrir sveit þeirra og hérað. Persónur leiksins eru 10 tals- ins. Flest fólk sem á allt sitt undir sól og regni. Menn sem reika milli góðbúanna og snapa vinnu hér og þar en láta að öðru leyti Guð og lukkuna ráða sín- um næturstað. Félagarnir Georg og Lenni eru eftirminnilegustu persónur þessarar sögu. Milli þeirra hangir leyniþráður sem ekkert fær slitið og jafnvel byssukúlan sem Georg sendir gegnum höfuð Lenna í leikslok- in verður fagurt innsigli á vin- áttu. þeirra. Böðvar Jónsson frá Gautlönd- um fer með hlutverk Georgs og tekst að ýmsu leyti vel. Fram- sögn hans er skýr og látlaus, en ég hefði kosið hann kvikari í fasi. Lokaatriðið milli Georgs og Lenna er viðkvæmasta atriði leiksins og þarf að leikast mjög vel, svo að leikurinn í heild missi ekki marks. Það er vafa- IIREIN ORDEYÐA Á RAUFARHÖFN Raufarhöfn 9. maí. Rysjótt veð- ur hefur verið hér að undan- förnu, hríð annan daginn og rigning hinn. í vor hefur verið svo mikil aflatregða, að ördeyðu má kalla. — Aflalítið hefur verið hér síðan 1961. Helst hefur fiskazt í Axarfirði. Hingað er komið ögn af að- komufólki til vinnu. Framundan er bygging bamaskólans og framkvæmdir hjá Síldarverk- smiðjunni. Unnið er stöðugt við stækkun landsímastöðvar, vegna hins væntanlega sjálf- virka símakerfis, sem hér á að koma á næstunni. Síldarsaltendur virðast von- góðir um síld í sumar og búa sig undir það eftir beztu getu. □ laust feil hjá leikaranum, eða leikstjóranum, að gera byssuna í þessu atriði að stóru númeri. Georg á ekki að setja byssuna í skotstillingu fyrr en á síðustu reblikku Lenna, „ég sé það, Ge- org, ég sé það.“ Ketill Þórisson, Baldursheimi, leikur Lenna, þetta furðulega tröllbarn, sem er hversdagslega gæfur, en hefur enga stjórn á taugaviðbrögðum sínum ef að eitthvað ber út af hinni afmörk- uðu braut. Ketill hefur öll skil- yrði til að leika þessa sérstæðu persónu vel, enda er margt gott um leik hans að segja. Lenni er erfiðasta persóna þessa leiks og ber þá fyrst og fremst að hafa í huga hið geysilega ósamræmi sem er á milli sálar og líkams þroska hans. Hann hefur enga stjórn á tilfinningum sínum. Þessvegna á bæði hlátur hans og grátur að vera með talsverð- um ólíkindum. í átökunum við Curley verð- ur Lenni yfir sig hræddur og fer algjörlega úr jafnvægi. Það er fyrst þegar hann fær skipun frá Georg um það, að taka á móti, að honum dettur í hug að neyta aflsmunar, og þá er það með einu krampakenndu heljartaki að hann molar andstæðing sinn niður. Þetta er eitt sterkasta atr iði leiksins en varð ekki eins á- hrifamikið og efni stóðu til. Steingrímur Jóhannesson frá Grímsstöðúm leikur Candy, fatl aðan umkomuleysingja sém á engan að nema hundinn sinn, sem kominn er að fótum fram, eins og raunar eigandinn. Stein- (Framhald á blaðsíðu 2). Hraðritarinn gerðist Viðtal við Kristinn Sigmundsson á Arnarhóli KRISTINN SIGMUNDSSON, oddviti Ongulsstaðahrepps, býr á minnstu jörð hreppsins, Arnar hóli, góðu búi. Frá 1930—1936 skráði hann ræður þingmanna á Alþingi og mun því ekki hafa verið spáð þá, að þar færi efni í einn af beztu bændum við Eyjafjörð, sem hefur sýnt, að með hagsýni og dugnaði er hægt að búa ágætu búi, þótt land sé takmarkað. En nú er bezt að snúa sér að efninu og beina nokkrum spurningum til odd- vitans og bóndans á Arnarhóli. Hvað ertu annars gamall, Kristinn? Ég er svo heppinn að vera fæddur 1910 og þarf því ekki annað en draga 10 frá ártalinu hverju sinni, ef ég man ekki ald- urinn. FAMENNUR FUNDUR AÐ BREIÐUMYRI ALÞÝÐUBANDALAGIÐ gerði tilraun til að halda kosninga- fund á Breiðumýri s.l. þriðju- dag og var hann boðaður í út- varpi. Þangað komu þrír efstu menn listans: Björn Jónsson, Arnór Sigurjónsson og Páll Kristjánsson. Sá síðastnefndi var þó ekki á fundi. Vegna tilmæla Arnórs Sigur- jónssonar kom Karl Kristjáns- son í Breiðumýri þennan dag, en þegar til kom reyndist varla fundarfært og varð að samkomu lagi, að ekki tæki því að hefja rökræður þær,-sem til mun hafa verið stofnað. Karl kvaddi því þá, er hann höfðu boðað til þessa móts. En síðar var fundur settur og mættu þar 11 manns. Kristinn Sigmundsson. Hvenær hófstu búskapinn? Ég byrjaði að rækta kartöflur 1936 og tveim árum siðar fór ég að reyna við kálrækt o. fl. teg- undir grænmetis, og jafnframt byrjaði ég á torgsölu. Þau árin átti ég heima á Akureyri og '! Arnheiður Skaptadóttir að saga greinar af vöxtulegu tré í garði ;; sínum, einn fagran vormorgun. (Ljósm. E. D.). Sjónleikur og föndumámskeið Ekki hefur mikið orð farið af leikstarfsemi í Oxnadal, kann það þó að hafa verið meira en um hefur verið rætt út í frá. En nú fyrir nokkru sýndi Ung- mennafélag Oxndæla sjónleik- inn Hreppstjórann á Hraun- hamri, á Melúm í Hörgárdal og hlaut lof fyrir framtakið og ár- angurinn. Aðsókn var góð. stundaði alls konar vinnu á vetr um. Haustið 1940 fluttum við svo í Arnarhól. Þar var þá aðeins ein bygging, lítið íbúðarhús, sem Sigfús á Hóli byggði á sín- um tíma af miklum dugnaðí en litlum efnum. Þar hafa mörg störf kallað að? Já, síðustu íbúarnir voru hænsn og rottur. Eigandinn hirti hænsnin en rotturnar voru í sjálfsmennsku og neituðu að víkja fyrir okkur. Sjálfur varð ég að gera húsið íbúðarhæft; fékk afnot af því ásamt skák af óræktuðu landi til 5 ára, gegn því að skila V2 hektara fullrækt- uðum fyrir hvert ár. Túnblett- inn nytjaði eigandinn sjálfur. Árið 1945 keypti ég svo býlið með 20 dagslátta landi og skák til viðbótar á erfðafestu. Þá fór ég að hugsa um. byggingu, en sumum fannst ég byrja á öf- ugum enda, því að fyrst byggði ég kartöflugeymslu, svo hlöðu, þá fjós og síðast íbúð- arhús. Allt gekk þetta ósköp seint. Mig langaði til að vinna sem mest að þessu sjálfur, en varð að láta framleiðslustörfin sitja fyrir. Svo var ég ekki nógu harður að skjóta mér und- (Framhald á blaðsíðu 2). Aðalhlutverk léku: Ari Jósa- vinsson á Auðnum, sem lék hreppstjórann og Sveinn Brynj- ólfsson Efstalandskoti, sem lék fóstursoninn. Þess má geta, að í hreppnum eru aðeins 14 bæir.'Er því í töl'u vert ráðizt, að taká’jafn viða- mikið verkefni til meðferðar. Um næstsíðustu helgi lauk föndurnámskeiði, sem haldið var á vegum UMF Möðruvalla- sóknar og kvenfélagsins Freyjú í sama hreppi, og var námskeið- ið til húsa í félagsheimili sveit- arinnar. Kennarar voru þau Helga Eiðsdóttir og Matthí- as Gestsson kennarar við Ár- skógarskóla, og þau kenndu einnig dans við barnaskólann. Nemendur föndurnámskeiðsins voru 28 og voru þeir mjög á- nægðir yfir þessari tilbreytrii. (Frá fréttaritaranum í Arn- arneshreppi). FÉÐ FENNTI OG FLÆDDI Haganesvík 9. maí. Hér er snjór niður í sjó. Og eiginlega er veg- arbann hér innan sveitar vegna aurbleytu. Lágheiði er lokuð núna vegna snjóa. Á nokkrum bæjum er sauð- burður hafinn og á fáeinum bæj um hefur þegar helmingur ánna borið. Ég fór og athugaði Strákaveg til að sjá hvernig hann kæmi undan snjó. Sýnist vel hafa tek- izt um vegarlagninguna. í páskahretinu fórust 18—20 ær á Hraunum í Fljótum. Bæði fennti féð og flæddi. Er þetta mikill skaði fyrir Pétur Guð- mundsson bónda þar. Unnið hefur verið við stýfl- una við Skeiðfossvirkjun. Var það bráðnauðsynleg viðgerð. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.