Dagur - 15.01.1964, Blaðsíða 4

Dagur - 15.01.1964, Blaðsíða 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1166 og 1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Raddir á afómöld GUÐJÓN í Iðju vildi fyrir nokkrum árum fækka bændum um helming. Dr. Björn Sigurbjörnsson sagði í Ar- bók landbúnaðarins í fyrra, að ís- lenzkum húsmæðrum væri sama „hvort fleskið, gulræturnar, eða jafn- vel mjólkin er framleitt austur í Hreppum eða suður á Fjóni, svo framarlega, sem verð og gæði er hag- stætt“ og að ekki mætti „stunda land- búnað á íslandi til þess eins að forða fögrum byggðarlögum frá því að fara í eyði né til þess að viðhalda eða skapa jafnvægi í byggð landsins“. Líklega eru þeir nú fáir, sem stunda landbúnað „til þess eins“. En í þessa Árbókargrein frá í fyrra vitn- aði Gylfi I*. Gíslason viðskiptamála- ráðherra óspart á Alþingi í vetur, er hann flutti hina frægu ræðu sína um skort á framleiðni í landbúnaði og kostnað þjóðarinnar við að neyta inn lendra búvara. Ráðherrann hefur sjálfsagt ekki ætlað sér að halla réttu máli, en upplýsingar, er síðar komu fram, frá fróðum mönnum sýndu, að kostnaðarreikningar hans voru á mis skilningi byggðir. Ræðan kom líka úr hörðustu átt, því að stjórn sú, sem ráðherrann á sæti í, hefur með stefnu sinni gert bændum erfitt fyrir að auka framleiðnina á búum sínum. Síðasta innlegg af sama tagi, er hin mikla ritgerð Gunnars Bjarna- sonar fyrrv. skólastjóra á Hólum í Hjaltadal um „kjötpólitík og kjöt- fræði“, sem Mbl. birti 5. þ. m. Gunn- ar segir þar, að íslenzkt dilkakjöt sé alltof dýrt til að vera „daglega á borð um þjóðarinnar“. Hann vill draga úr kindakjötsframleiðslu en taka upp framleiðslu á svína- og hænsna- kjöti, sem því svarar. En Gunnar er nýbakaður ráðunautur í þessum bú- greinum. Hann telur, að bændum megi að skaðlausu fækka úr 6 þús- undum niður í 11 liundruð, og geti bændastéttin þá lagt öðrum stéttum til mikið og gott starfslið. Þessir 1100 bændur eiga að framleiða 4000 tonn af svínakjöti og 4000 af nautakjöti, 4000 tonn af hrossakjöti og 4000 tonn af hænsnakjöti, eða samtals IfiOOO tonn, sem er rúmlega það, sem þjóðin notar nú. 800 bændur eigi að framleiða mjólk og nautakjöt, 200 bændur kindakjöt en 104 eigi að framleiða svínakjöt, egg og hænsna- kjöt. Þetta er allt nákvæmlega út- reiknað! Tölurnar líka einkar hent- ugar. Gunnar er maður opinskár og fljóthuga, en ekki munu blaðamenn við Mbl. hafa áttað sig á því, að var- hugavert gæti verið að birta grein uin landsmál eftir einn af fyrrver- andi frambjóðendum Sjálfstæðis- flokksins, sem þar að auki hefur hlot- ið trúnaðarstarf hjá núverandi land- búnaðarráðherra, eftir að hann hætti (Framh. á bls. 7) Ólafur Tryggvason: Tveggja heima sýn. Bókaútgáfan Fróði, Reykjavík 1963. Árið 1961 kom út hjá Kvöld- vökuútgáfunni á Akureyri bók eftir Ólaf Tryggvason, er nefnd- ist: Huglækningar. Hugboð og sýnir. Vakti hún óvenjumikla athygli og mun hafa orðið met- sölubók, enda er Ólafur Tryggvason kunnur um land allt fyrir dulrænar gáfur og and legar lækningar. Nú er komin út önnur bók eftir þnnan sama höfund, sem verðskuldar ekki minni eftirtekt, þar sem hann geuir enn ítarlegri grein fyrir trúarreynslu sinni og lífsskoð- un. Heitir sú bók Tveggja heinia sýn, og kom hún út rétt fyrir jólin. Gæti ég trúað því að marg ur hafi dvalið við að lesa hana sér til sálubótar um hótíðarnar. Því að stórhátíðir kristninnar hefðu aldrei orðið til, nema fyr- ir tveggja heima sýn. Þess er vert að minnast. Þetta er allmikil bók, 219 blað síður, og skiptist í marga kafla. Tekur höfundur trúmálin al- mennt til rannsóknar og gerir grein fyrir þeim frá sýnum sjón arhól á hinn skörulegasta hátt. Ber öll málafærsla hans Ijóst vitni um það, að hann er víð- lesinn og vel heima í trúarbrögð ] um fornum og nýjum, glögg- skyggn og rökfimur í bezta lagi. Er þetta ein hin bezta bók um andleg mál, sem út kom á árinu 1963. Það er auðséð, að Ólafur Tryggvason er þaullesinn í Heilagri ritningu og er ekki í neinum vandræðum með að leggja út af henni, betur en gert er í margri prédikun. Stafar þetta ekki aðeins af því, að hann er óvenjuvel greindur, heldur og af hinu, að hann er gæddur dulrænum hæfileikum, en trúarbrögð verða aldrei skil- in að gagni af öðrum en þeim, sem einhverja reynslu hafa í þeim efnum. Enda skrifa margir alveg furðulega heimskulega um þessa hluti, sem aldrei hafa séð heilagan anda, enda þótt lærðir séu kallaðir í öðrum efn- um. Verða trúarbrögð aldrei skilin eða skynjuð nema á inn- sæjan hátt, en það skilningarvit er mörgum lokað. Þess vegna er líka hætt við, að öll rétttrún- aðarkerfi, sem reynt er að berja saman af skynsemi einni, verði utangátta, eins og blindir dæmi um lit. Til dæmis þykjast sumir . trúa á dulræn fyrirbrigði, sem gerðust fyrir þúsundum ára, og telja þau með helgum fræðum, þó að þeir haldi, að sams konar fyrirbrigði nú stafi öll frá óvini sálnanna, og á öllum tímum hafa verið uppi menn, sem að hæfileikum hafa líkzt spámönn- um Gamla testamentisins, hafa spáð og séð sýnir og unnið lækn ingakraftaverk, enda sagði sjálf ur meistarinn, að þessi tákn mundu fylgja þeim, sem trúa, og að lærisveinar sínir mundu gera jafnvel meiri kraftaverk HVERGI SVELL- BLETTURÁ VEGUM INNAN HÉRAÐS TÆPAST finnst svellblettur á vegum innan héraðs um þessar mundir og er óvenjulegt en þó ekki einsdæmi á þessum árs- tíma. Vegir á Vaðlaheiði og Fljótsheiði eru að þessu leyti sagðir svipaðir. Samgöngur eru því hinar greiðustu á landi. □ en hann. Þegar menn því af- neita slíkum táknum í nafni kristindómsins, stafar það af engu öðru en því, að þeir eru hættir að skilja kristindóminn og búnir að gera úr honum jj Séra BENJAMÍN jj ij skrifar um jj bækur ]j kreddu en ekki lifandi trúar- brögð. Sýnir Ólafur Tryggvason fram á þetta meðal annars og þá engu síður hitt, hvílík firra það er, að óttast sálarrannsókn- ir eða telja þær syndsamlegar og fordæma þær að ókönnuðu máli. Eru ritgerðir hans um spíritismann hinar skeleggustu, hitaðar af eldi sannfæringar og sjálfsreynslu, og koma þar fram hjá honum margar hinar athyglisverðustu skoðanir um samband anda og efnis. Það er athyglisvert, að á þessu sl. ári komu út bækur eft- ir tvo dulskyggna Akureyringa, sem kallaðir hefðu verið spá- GÍSIL GUÐMUNDSSON, Ingv- ar Gíslason og Karl Kristjáns- son fluttu á sameinuðu Alþingi tillögu til þingsályktunar, sem svo hljóðar: Alþingi ályktar að skora á rík isstjórnina að láta athuga mögu leika á því, að Skipaútgerð rík- isins, í samráði við hlutaðeig- andi bæjar- og sýslufélög, komi á fót á Akureyri útgerð strand- ferðaskips, er annist strandferð- ir norðanlands, enda séu ferðir þess í samræmi við ferðir strand ferðaskip úr Reykjavík til Aust fjarða og Vestfjarða. Niðurstöð- ur athugunarinnar verði lagðar fyrir Alþingi, svo fljótt sem unnt er. í greinargerð flutningsmanna segir: Tími er til þess kominn að endurskipulegg j a strandf erðir hér við land með tilliti til breyt- inga, sem orðið hafa í seinni tíð á atvinnulífi og samgöngum í landinu. Kemur þá mjög til at- hugunar að taka upp verkaskipt ingu á þá leið milli strandferða- skipa á hverjum tíma, að hvert skip veiti þjónustu afmörkuð- um landshluta, og séu þá ferðir þess sérstaklega við þarfir þess landshluta miðaðar. Á Alþingi hafa verið uppi tillögur, sem miða í þessa átt, að því er varð- ar Suður- Austur- og Vestur- land. Er þá gert ráð fyrir, að strandferðaskip, sem sinni þörf um þessara landshluta, séu gerð út frá Reykjavík. Sams konar þörf og eigi minni er á sérstöku strandferðaskipi fyrir Norður- land, en engin þörf er á og miklu fremur óhagræði, að það skip sé staðsett í Reykjavík eða gert út menn á Gamla testamenntis tímanum, þar sem þeir virðast vera gæddir mjög svipuðu gáfnafari og hæfileikum og margir hinir fornu sjáendur. Þetta eru menn, sem á frumleg- an hátt leitast við að ráða gátur tilverunnar og gera grein fyrir hinum huldu rökum hennar. Ég hefi áður minnst á bókina: Þeg- ar himnarnir opnast, eftir Arn- ald Árnason. Hefi ég orðið þess var, að sumir halda að ég hafi sagt það í skopi, er ég komst þannig að orði að svona bækur skrifuðu engir nema spámenn. En því fer fjarri. Ég meinti bók- staflega það, sem ég sagði. Ekki þarf nema hleypidómalausa at- hugun til að sjá, að fornir og nýir sjáendur eru af alveg sömu gerð, og einmitt vegna þess, að vitranamenn líða ekki undir lok, er von um, að trúin deyi ekki, og að gáta lífsins og dauð- ans verði einhvern tímann ráð- in. Ekki má minna vera, en að við Norðlendingar lesum okkar eigin spámenn. Þeir halda því meðal annars báðir fram, að nú líði að því, að sjálf raúnvísindin finni leið til að sanna framlíf sálnanna. Og þá muni upp renna ný öld. þaðan. Eðlilegt er, að Norður- landsskip sé gert út frá Akur- eyri, sem er höfuðstaður Norður lands og svo mjög vaxandi iðn- aðarbær, að þaðan er nú 'eða verður innan skamms hægt að fá flestar þær iðnaðarvörur, sem eru ekki keyptar frá útlöndum eða fluttar á sérstakan hátt ut- an strandferðaskipanna (áburð- ur, sement). Utlendum vörum til norðurhafna, sem nú er um- skipað í R.-vík, ætti þá að um- skipa á Akureyri, að því leyti sem þær verða ekki fluttar beint frá útlöndum til ákvörðunar- staðar, sem áður tíðkaðist í rík- ara mæli en nú er vitanlega æskilegt. Vel mætti hugsa sér t. d. að Akureyrarskip hefði endastöðv- ar á ísafirði og Seyðisfirði, sneri við þar í hverri ferð vestur eða austur frá Akureyri. Mundi þá norðan- og sunnanskip væntan- lega skiptast á vörum, farþegum og póstsendingum, án auka- gjalds, þannig að um samtengt flutningakerfi væri að ræða. En það fyrirkomulag þarf auðvitað nánari athugunar við. Akureyrarskipið gæti verið eign Skipaútgerðar ríkisins og útgerðin þar útibú frá skipaút- gerðinni í Reykjavík. Einnig er hægt að hugsa sér, að stofnað yrði útgerðarfyrirtæki til strand ferða norðanlands, t. d. með samvinnu hlutaðeigandi bæjar- og sýslufélaga og S. R. og nyti það þá nauðsynlegs stuðnings frá ríkissjóði. Tillaga þessi var flutt á síð- asta þingi, en kom þá ekki til umræðu. □ Um sfrandferðir norðanlands og útgerð strandferðaskips frá Ak. 5 Arnheiður Skapladótlir MINNINGARORÐ ARNHEIÐUR Skaptadóttir, gjaldkeri í Kaupfélagi Eyfirð- inga, Akuryri, andaðist að heim- ili sínu, Hlíðargötu 1, 11. des. sl. og var jarðsungin frá Akureyr- arkirkju 17. s. m. Hún gekk að störfum sínum daginn áður en hún andaðist og hafði ekki kennt sér nins meins, svo að vitað væri. Öllum er ljóst, hversu syst- kinum hennar og öðrum ástvin- um hneit við hjarta fregnin um andlát hennar. En hún átti og marga fleiri vini, er syrgja og sakna. Arnheiður var í báðar ættir komin af merku og víðþekktu fólki. Forldrar hennar og þeirra systkinanna voru Bergljót Sig- urðardóttir og Skapti- Jóhanns- son, bóndi, frá Skarði í Fnjóska- dal. Föðurættin hefur búið í Fnjóskadal í marga ættliði og er að dáðum og drenglyndi kunn. Móðir Arnheiðar, Bergljót Sigurðardóttir, var austfirzk að ætt, dóttir Sigurðar Guttorms- sonar frá Arnheiðarstöðum í Fljótsdal og náskyld íslenzka skáldinu í Vesturheimi, Gutt- ormi J. Guttormssyni, sem full- tíða íslendingar kannast vel við. Ætt Arnheiðar verður ekki rakin hér nánar, en systkin hennar eru þessi: 1. Guðríður, vann lengi verzl- unarstörf, en er nú sjúklingur í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri. 2. Sigurlaug, nú við verzlun- arstörf hjá Kaupfélagi verka- manna á Akureyri. 3. Jóhann, bæjarfógeti í Húsa víkurkaupstað og sýslumaður Þingeyinga. 4. Þórey, fyrrum skólastjóri á ísafirði, látin. 5. Svava, var kennari í Eyja- firði og í Glerárhverfi, andaðist á sl. ári. 6. Sigríður, kennari við Barna skóla Akureyrar. Eftir lát manns síns fluttist Bergljót með Arnheiði dóttur sína og Jóhann son sinn hingað til Akureyrar, og voru þær mæðgur samvistum eftir það, meðan báðar lifðu. Ár liðu, en að því kom, að Arnheiður yrði aðalfyrirvinna heimilisins og tæki við umsjón þess. Meðan systkin hennar stund- uðu hér nám, voru þau á vegum þeirra mæðgna og hlíttu forsjá þeirra og umönnun. Mér þykir hlýða að tilfæra hér orð, sem ég heyrði af vörum einnar systra hennar: „Arnheið- ur var ekki einasta elskuleg systir. Hún var sá trausti og hollráði vinur, sem ávallt var óhætt að treysta og leita til með öll vandamál og áhyggjur okkar. Og henni tókst jafnan að greiða úr vandanum og dreifa áhyggj- unum“. Samúð hennar, næmur skilningur og kærleiksþel voru þá meginstyrkur hennar til liðsemdar öðrum. Aldrei heyrði ég hana tala illa um nokkurn mann. — Minningin um hana mun ekki fölna, og þakkarskuld okkar við hana ekki gleymast. Á æskualdri gekk Arnheiður í þjónustu Kaupfélags Eyfirð- inga á Akureyri og vann í þeirri stofnun yfir 40 ár. Fyrstu starfs- árin var hún við afgreiðslu í búðinni, en 10 árin síðustu hafði hún á hendi gjaldkerastarf í skrifstofu félagsins. Hún var trú, örugg og mikilvirk í starfi sínu, kröfuhörð við sjálfa sig og gætti sæmdar sinnar í öllu. Vegna starfs síns varð Arn- heiður gágnkunnug högum og viðskiptaháttum fjölmargra á viðskiptasvæði Kaupfélags Ey- firðinga. Hún var flestum minn- ugri á nöfn manna, ættatengsl þeirra og heimilisfang. Var því gott til hennar að leita fyrir þá, er fræðast vildu um þau efni. Spyrjandinn fékk góð svör og greið, svo lengi sem leitað var leyfilegra upplýsinga. Mér er í fersku minni, þegar við hjónin komum í fyrsta skipt ið á heimili Arnheiðar og systra hennar, Guðríðar og Sigurlaug- ar. Frá þeirri komu okkar þang- að eru nú liðin nálega 24 ár. Þar var alúð í viðmóti og ylur í handtaki. Og vináttuböndin, er þá tengdust, verða ekki slitin. Á ókunnum stað er auga gests ins jafnan glöggt og næmt. At- hygli mín beindist skjótlega að mynd, er við sjónum blasti, þeg- ar inn var gengið í viðhafnar- stofuna. Myndin var af unglegri konu, sviphreinni og aðlaðandi. •— Það er að vísu næsta algengt, að konumynd prýði vegg í hí- býlum manna. En staðurinn, sem þessari mynd var valinn, og skrautsveigurinn umhverfis hana varð mér „ljóð án orða“, fagurt og hugnæmt ljóð um virð ingu og ást dætra til móður. — Og miklu meira birti það „ljóð“ mér um þetta heimili. Því lengur sem ég kynntist Arnheiði, því meira fannst mér koma til persónugildis hennar og atgerfis. Hún hafði mikið yndi af börn- um og var með fágætum nær- færin og hlý í umgengni sinni við þau. NÝTT TÍMARIT UM ÍSL. GRASAFRÆÐI BLAÐINU hefur borizt fyrsta hefti nýs tímarits er ,nefnist Flóra, tímarit um islenzka grasa fræði. Ritstjórar þess eru, Helgi Hallgrimsson, Hörður Kristins- son og Steindór Steindórsson. Rit þetta er að mestu helgað aldarminningu Stefáns Stefáns- sonar skólameistara og grasa- fræðings og birtist þar grein um hann eftir Steindór Steindórs- son, áður komin í Ársriti Rækt- unarfélags Norðurlands. Annað (Framhald á bls. 7.) Það er gæfa sérhverjum manni að fá notið vináttu þirra, sem auðugir eru af mannkost- um og kærleik. Þeirra hönd er ávallt reiðubúin til hjálpar og líknar öðrum. Hönd Arnheiðar var það vissulega — stjórnað af kærleiksríkum huga. Þess mátti oft og víða vott finna. Ég flyt þér, Arnheiður, þakk- ir okkar hjónanna fyrir góðvild þina og greiðasemi við okkur (Framhald af blaðsíðu 8). í greinargerð tillögunar segir svo: „Allir þurfa á húsnæði að halda, engu síður en fæði og klæði. Siðferðisleg skylda ríkis- valdsins til að gera mönnum mögulegt að eignast þak yfir höfuðið er engu minni en að stuðla að nægilegri atvinnu og viðunandi lífskjörum að öðru leyti. Það verður jafnan eitt af fyrstu viðfangsefnum þeirra, er stofna heimili, að reyna að eign- ast íbúð. Flestir eru ungir að árum, þegar þeir mynda eigið heimili, og fæstir þeirra eru miklum efnum búnir. Hins veg- ar kostar íbúð fyrir fjölskyldu mikið fé, eins og nú er komið. Meðalstærð þeirra íbúða, er byggðar voru í landinu árið 1962, mun hafa verið 75 rúm- metrar. Slík íbúð kostar nú, samkv. vísutölu byggingarkostn aðar í okt. sl., um 688 þús. kr. frá fyrstu kynnum. Þakka þér allar gleði stundir, er við nutum á heimili þínu og hvar sem fundum bar saman. Við kveðjum með söknuði hógværa, hugljúfa og merka vin konu. Systkinum Arnheiðar Skaptadóttur og öðrum ástvin- um hennar sendum við samúðar kveðjur. Egill Þórláksson. og hefur þá hækkað í verði um 277 þús. kr. eða um 49% á síð- ustu fjórum árum, þ. e. frá 1. okt. 1959. Á sama tíma hafa lán úr Byggingarsjóði ríkisins hækk að aðeins um 50 þús. kr. á íbúð. Af þessu leiðir, að framlag hvers manns, sem byggir sér íbúð af fyrrnefndri stærð, þarf að vera um 538 þús. kr. Nærri má geta, hversu torvelt slíkt er ungu og efnalitlu fólki. Óhjákvæmilegt er því að stórhækka lán til hverrar íbúðar. Eins og allir vita, eru mögu- leikar til lánsfjáröflunar misjafn ir, en að því ber að stefna, að allir geti eignazt húsnæði til eigin nota. Einnig er hagkvæmt að veita mönnum nokkurt lánsfé til end- urbóta á gömlum húsum eða til að kaupa slík hús til eigin notk- unar. Með því má hagnýta bet- ur húsnæði, sem fyrir er, spara lánsfé, sem annast þyrfti í nýjar íbúðir, og koma í veg fyrir, að menn búi í óviðunandi íbúðum. - íbúðarlán tveir þriðju hlutar En Iðunn er laus rétt í svipinn. Björg og hinar hárgreiðslustúlk- urnar eru með síðustu viðskiptakonum dagsins. Þreyttar og útslitnar skrifstofu- og verzlunarstúlkur eru vanar að bregða sér inn í stofn- unina á fimmta tímanum á laugardögum. Og um það leyti verða hár- greiðslu-konurnar að brosa, dauðþreyttar og steinuppgefnar. Munnur þeirra þreyttur af að brosa samkvæmt fyrirmælum hundrað sinnum á dag frá klukkan níu að morgni til fimm síðdegis! En viðskipta- konurnar nutu hársnyrtingarinnar milli fjögur og fimm, því þá voru þær lausar. Á sprettinum til stofnunarinnar hafði allt skrifstofurykið fokið af þeim. Þær gátu tafarlaust sezt í hverfi-stólinn fyrir framan hárlaug- ina, hallað höfði aftur á bak í legu sína, fundið hæfilega heitt vatn seytla ofan í hárrótina, lokað augunum stundarkorn og notið löðr- unarinnar og hinna hægu handbragða sterkra, mjúkra handa. Og skrif- stofustúlkan gleymir á meðan talnadálkunum, og búðarstúlkan öllum óánægðu og erfiðu viðskiptavinunum. Um hvað dreymir allar þessar konur? Hvaða hugsanir felast fyrir innan þreytt enni einstaklingsins? Iðunn nemur oft staðar á hugar- rás sinni við þessi vegamót. Henni er svo eðlilegt að gefa gætur að konum þeim, sem ganga hér út og inn hjá Rossí. Sérstakt tækifæri gefst henni til að athuga nánar konur þær, sem hún sjálf fer höndum um. Þá virðist svo auðvelt að spyrja sjálfa sig um svo ótal margt, er hún fæst við að útmá og slétta úr hrukkum á andliti fólks á ýmsum aldri. Hvers vegna eru þessar hrukkur komnar á ennið? Hvers vegna er línan frá nefi og ofan að munnviki orðin svona djúp og skörp á þessari eða hinni konunni? Eða hví virðist andlitshörundið svo laust og slapandi? Þegar Iðunn nuddar slíkt andlit, hefir hún oft stutt fingrum sínum undir kinbein konunnar og ýtt hörundinu upp á við. Hana langar til að sjá, hvernig andlits-yfirbragðið verður, þegar þreytugríman er fjar- lægð. Hún gerir þetta án þess að viðkomandi verði þess vör. Aðeins sökum þess, að henni leikur forvitni á þessu. Síðan sleppir hún fingra- takinu og lætur hörundið falla aftur i sínar fyrri fellingar. En nú hefir hún séð, hvernig þetta andlit muni hafa verið, áður en lífið tók að rista í það örlagamörk sín og djúpar rúnir. Iðunn athugar rækilega konur þær, sem hún hefir undir höndum. Þá stundina hugsar hún ef til vill of lítið um verkið sjálft, fingur hennar verða of mjúkir og léttir i hreyfingum, augu hennar of fjarræn. En hún er þannig gerð. Hún hefir áhuga á öllu mannlegu og mann- legu eðli. Það er ekki aðeins hérna á stofnuninni, að þetta sækir á hana. Og ekki aðeins síðan hún varð fullorðin. Þetta hefir fylgt henni frá bernsku að sjá einhverja sögu í hverjum þeim, sem hún mætir á förnum vegi. Þetta er henni engin íþróttaæfing, engin hversdagsleg forvitni. Hún kærir sig eiginlega alls ekki um að afla sér vitneskju um kringumstæður annarra, raunverulegan feril þeirra hversdagslega. Nei, í þess stað skáldar hún sjálf ævisögu þeirra í eigin huga. Hún reynir að hugsa sér uppruna og undirstöðu andlitsdrátta einstaklings- ins, ástæðuna fyrir línum þess og hrukkum. Og þá augnasvipnum! Hve margt er það og mikið, sem speglast getur í mannsaugunum. Af AUÐHILDUR FRÁ VOGI: GULLNA BORGIN í góðu og illu, sælu og vansælu, af gleði og sorg. — Allt hefir sína meiningu, sinn tilgang, hafði Villi Rossí sagt við hana fyrsta daginn hennar í stofnuninni. — Allt hefir sinn tilgang! Iðunni virðist hún geta endurtekið þessi ummæli mörgum sinnum, áður en henni sé fyllilega ljóst hinn mikli sannleikur þeirra. Sé svo, er það þá ekki mikil og dýrðleg meining? Örugg og dásamleg hugs- un? Að vita með vissu, að allt sem skeður umhverfis oss, hafi ákveð- inn tilgang og er þannig ákvarðað af sjálfu almættinu? Já, hún verð- ur að trúa iþví og treysta. Um þetta fékk hún vitneskju þegar á bernskuheimili sínu, hjá foreldrum sínum, ef til vill þó helzt hjá móð- ur sinni, því hún er slík tilfinningamanneskja. Tilfinningar eru henni varnæmi, allt að því heilagar. Hún getur hvorki dulið gleði né sorg. Hún gerir aðra hluttakendur í hvortveggja, er hún finnur þessar sterku hreyfingar innra með sér. Hún getur ekki dulist undir kaldri grímu. Hún grætur af hjarta og brosir af hjarta. Pabbi hennar er allt öðruvísi. Tilfinningum ber að leyna í lengstu lög. Hann lætur þær ekki í ljós. Ef til vill gerir hann það í gleði, en ekki í sorg. Þannig er ef til vill mörgum karlmönnum farið. Og sennilega er sjaldgæfara að sjá karlmenn gráta heldur en konu. Karl- maður dylur oft tilfinningar sínar, byrgir hug sinn og hjarta, lokar sig inni, svo að enginn sjái, hvað í sálu hans felst. Sérstaklega sé um sorg að ræða. Þannig heldur Iðunn að föður sínum sé farið. Og þó er það einmitt þegar mönnum líður illa, að hann er til þeirra kallaður. Hann er læknirinn og vonin og ljósbjarmi sjúklingsins. Ekki getur hann mætt spyrjandi augum sjúklingsins með vonleysi. O nei, nei. Iðunn skilur föður sinn svo vel. Sjúklingur sem örvænt er um, má ekki sjá dóm sinn skráðan í augum læknisins. Vissulega hefir það oft verið erfitt fyrir pabba hennar. Ef til vill hefir hann oft virzt glaður mitt í svartasta vonleysi um sjúklinginn, sökum þess að vonina varð að kveikja, þótt aðeins væri um stutta stund að ræða, unz hún slokknaði skyndilega. En þá syrgir pabbi víst heldur ekki né lætur í Ijós, að hann taki sér nærri að sjá mann deyja. Það er ef til vill fátt, sem hefir augljós áhrif á lækni. — Einnig eru vissir sjúkdómar fróðlegt athugunarefni fyrir lækna og lækna- vísindin. Þess vegna hefir víst starfið sett mark sitt á föður hennar, jafnvel mark, sem hann varast ekki sjálfur. Ef til vill verða ókunnugir þess ekki varir, og ef til vill ekki heldur móðir hennar og Gunnhildur eldri systir. Það er ef til vill aðeins Iðunn ein, sem sér það á þennan hátt og þykist sjá mildi, en þó sterka drætti í andliti og augum föð- ur síns. Drætti sem lýsa skilningi og tilliti til náungans. Sér hún þetta rétt? Er þetta svo? Eða er það hugarflug hennar, sem enn á ný hleyp- ur með hana í gönur, svo að hún þykist sjá meira heldur en hún raunverulega sér. Þannig að ekki verði full skil og greinileg á milli raunveruleika og hennar eigin skáldskapar. Ef til vill hefði Kristinn hugsað á sama hátt og hún. Skáldað í huganum eins og hún, haft sömu hugarhræringar um lífið og tilveruna umhverfis sig. Fundið hugann lyfta sér mót einhverju duldu tak- marki. Bara að Kristinn hefði lifað! Hún finnur í brjósti sér sára þrá eftir bróður sínum. Þrá sem veldur því að hún verður að þurrka tár úr augnakrókunum. Þau höfðu verið svo góðir vinir, systkinin. Hún minntist ekki nokkurs napuryrðis þeirra á milli, eins og þó oft vill verða milli systkina, þótt þeim þyki afar vænt hvort um hitt. Það var ekki hægt að reiðast Kristni. Hann var svo hjartans góður dreng- ur, miklu betri en hún sjálf. Hann var gáfaður og fjölfróður á marga vegu. Hún veit að foreldrarnir voru hreykin af honum. Ef til vill hefði hann getað sagt henni, hvað hugþrá væri. Hvað svalaö gæti lifsþörf hennar til fullnustu. Þau áttu svo margt sameiginlegt, systkin- in, — þótt hann væri fjórum árum eldri en hún. Iðunni flýgur skyndilega í hug: Er það þess vegna sem hún er hingað komin, til að vera nær Kristni, vita að hann sé ekki fjarri henni núna í kirkjugarðinum hérna? Henni -finnst hann vera nærri sér þessa stundina. Það er sem hann viti, að litla-systir sé hérna og sakni hans. Hana langi svo til að tala við hann og spyrja hann, hvers vegna hún sé hingað komin og búi nú í þessu glæsi-herbergi í stofn- uninni hans Villi Rossi hérna í bænum. Hvað vill hún hingað? Er henni ekki ætlað eitthvað annaö? Fór hún ekki hingað aðeins til að sjá aftur bæinn að gamni sínu, en annars tilgangslaust? Eða er þetta einn áfangi á lífsleið hennar til þess að átta sig á öllu því, sem hún veltir fyrir sér í hugar-órum sínum og finnur enga lausn á? Hver veit! Hún hrekkur við, er klukkan slær hálf sex. Suðan í hárþurrkurun- um er þögnuð, án þess hún hafi veitt því eftirtekt. Umsjónarstúlk- urnar tvær hafa þegar tekið til og eru nú að smyrja gljávaxi á tígla- gólf biðstofurnar. Björg hagræðir hári einnar hárgreiðslustúlknanna og snyrtir það fallega uppi á höfðinu. Hver hárlokkur á að segja sína sögu, því hann er eins konar veiðivopn á hinum eilífa karlmanna- vettvangi kvenna. Iðunn hrekkur upp úr hugsunum sínum. Er hún nú farin að henda gaman af kynsystrum sínum, þegar á sínum aldri. Þá er nú Sigríður miklu meira upp á heiminn en hárgreiðslustúlkurnar núna í svip- inn. Hún situr á gjaldkerastól sínum við peningakassann og telur peningana. Rauðir, bláir og gulir pappírsseðlarnir þyrlast og þeytast milli handa hennar eins og skrautkúlnadrífa á kaþólsku sprengikvöldi. Þarna er einn miði fyrir hverja einustu meðferð, sérstakur litur fyrir hverja þeirra, hár- og handsnytingu, fóta- og hörundssnyrtingu og fleira þessháttar. Viðskiptabókin liggur opin fyrir framan hana á stálstangaborðinu litla. Framhald.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.