Dagur - 01.09.1965, Blaðsíða 1

Dagur - 01.09.1965, Blaðsíða 1
axminsfer góiffeppi jp****^ annað ekki 17ÍT J EINIR RE HAFNARSTRÆTI 81 . SÍMI 1 15 56 DAGU XLVIII. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 1. sept. 1965 — 63. tbl. Vanfar 30 þúsund hesta af heyi STÓRKOSTLEGUR fóðurskort ur er yfirvofandi í Múlasýslum vegna kalskemmdanna, sem þar urðu á túnum bænda. Talið er, að þar muni vanta 30—35 þús. hesta af töðu, ef ekki á að fækka á fóðrum. Gísli Kristjánsson, Kristján Karlsson og Pétur Gunnarsson hafa rannsakað þessi mál eystra, ásamt oddvitum sveitanna. Er nú setið á rökstólum og leitað, að heppilegustu leiðum til úr- bóta. Víða um land hefur heyj- ast mjög vel og munu bændur þar aflögufærir. Q Of lífið húsnæði hjá lögreglunni Mikil ölvun og slagsmál um síðustu helgi SAMKVÆMT upplýsingum lög xeglunar var mikil ölvun á Ak- xireyri um síðustu helgi og nokk RÁÐHERRASKIPTI GUÐMUNDURIGUÐMUNDS SON hefur nú beðist Iausnar irá ráðherrasförfum, mun hverfa lir landi og gegna sendi- herrasfarfi í London. Miðstjórn Alþýðuflokksins ákvað sl. sunnudag, að Emil Jónsson skyldi taka að sér stjórn utanríkismála en Eggert G. Þor- steinsson við ráðuneytum þeim, er Emil áður hafði, þ. e. félags- mál og sjávarútvegsmál. Guðmundur í Guðmundsson er annar ráðherrann í ríkis- stjóm Bjama Benediktssonar, sem yfirgefur ráðherrastól og flytur úr landi. En ýms störf þessara manna liafa verið nijög umdei’d og valdið þjóðinni mikl um vonbrigðum. ur slagsmál. Slys urðu þó ekki alvarleg, því þar undir heyra ekki glóðaraugu og skrámur. Fangageymslan var full, en hún rúmar aðeins þrjá menn, og sjá allir í hverjum vanda lögreglan er, þegar ölvun á almannafæri er teljandi eða taka þarf ölóða menn á öðrum stöðum til varð- veizlu á tryggum stað. Fimm bifreiðaárekstrar hafa orðið síðan á laugardag. Bíll valt við Glerárbrú á laugardag- inn, annar bíll valt í skurð skammt frá lögreglustöoinni, sá þriðji í Glerárhverfi, austur af Hörgárbraut og bílstjóri var handtekinn eftir eltingaleik í bænum, grunaður um ölvun. Þá tók lögreglan í sína vörzlu mann af brezkum togara, er fannst ofurölvi í fjörunni við Prentverk Odds Björnssonar. Hann var sjóblautur, og hugðu menn, er fyrst urðu hans varir, að þar væri sjórekið lík. □ FYRR í sumar birtum við mynd af kili hins nýja stálskips í Slippstöðinni á Akureyri. Nú er smíði skipsins komin Iengra áleiðis. (Ljósmynd: E. D.) Byrjað er á jargöngunum um Slráka TiiUusu menn á tveim vöktum vinna við gönsin NÚ ER vinna hafin við Stráka- jarðgöngin við Siglufjörð og gengur vel. Þar munu í vetur vinna 20 menn á tveim 10 klst. vöktum. Þar af tveir verkstjór- ar og sænskur „sprengjari“. En verkamennirnir eru allir sigl- firzkir. Aðalverkstjóri er Sigfús Thorarensen en verktaki er Efrafall, sem tók að sér að gera jarðgöng með einfaldri akbraut fyrir rúmlega 18 millj. kr. í jarðgöngunum eru gerðar Sexmannanefndin'' er enn óstarfhæf Fí SAMKVÆMT lögum á nýtt verð búvara að vera ákveðið fyrir 1. september ár hvert. „Sexmannanefndin", sem um búvöruverðið hefur fjallað um 20 ára skeið og skipuð er bæði íulltrúum framleiðenda og neyt enda, er nú óstarfhæf vegna brotthlaups fulltrúa A. S. í. Oftast hefur samkomulag orð ið um verðlagsgrundvöllinn KARTÖFLUSTRÍÐ í REYKJAVÍK hafa kaupmenn neitað að selja kartöflur nema álagning hækki verulega. Fisk- salar skárust þó úr leik og seldu kartöflurnar þar til nú, að þeir hafa flestir þokað sér að hlið þeirra, er neita kartöflusölunni. Álagning er kr. 7.30 á hvern 5 kg. kartöflupoka auk sölu- skatts. Grænmetisverzlu land- búnaðarins hefur nú opnað markað í Síðumúla 24 og í ráði er hjá stofnuninni að selja úr bifreiðum á ýmsum stöðum í höfuðborginni, ef þessu kart- öflustríði linnir ekki næstu daga. □ milli framleiðenda og neytenda, og er slíkt mikils virði. Niður- staða hefur þó oft ekki fengist á réttum tíma, þ. e. fyrir 1. sept. en ætíð heíur þó verið unnið að lausn málsins. Nú er hinsvegar ekki um slíkt að ræða, þar sem „sexmannanefndin" er ekki full skipuð og starfar ekki. Engin ákvörðun hafði, er blað ið síðast frétti í gær, verið tek- in iil að leysa hinn nýja vanda. En eílaust er það í athugun hjá stjórnarvöldunum að gefa út bráðabirgðalög og láta t. d. Hæstarétt annast skipun í nefnd ina í stað fulltrúa A. S. í., eða þá að lögleiða, að „sexmanna- nefndin" verði aðeins skipuð 5 mönnum með sama verksviði og valdi. Þá mætti einnig hugsa sér, að bændur verðleggi nú sjálfir búvörurnar, án íhlutunar annarra, vegna hinna nýju við- horfa, og þá væntanlega í sam- ráði við stjórnarvöldin, eftir því sem unnt væri. Hvort sem ein- hver þessara leið verður valin, eða verðlagning búvaranna verði ákveðin með öðrum hætti, er víst, að málið þolir ekki langa bið. □ 2—3 sprengingar á sólarhring, sem hver lengir göngin um 3—4 metra. Grjótinu hefur til þessa verið rutt fram af brekkunni við op jarðgangnanna, en samkvæmt samningi verður það flutt á ákveðna staði til notkunar síðar. Jarðgöngin um Strákaveg verða 860 metra löng. Hafa þau jafnan verið talin til stórfram- kvæmda í vegagerð, jafnvel lítt framkvæmanlegra (nema fyrir kosningar). Færeyingar eru að Ijúka við tvenn jarðgöng til að auðvelda sínar samgöngur. Lengri göng- in eru sex Sinnum lengri en fyrirhuguð jarðgöng um Stráka. Siglufjarðarskarð hefur nú verið ófært í viku í ágústlok. Búið er að leggja veg að Strák- um, einnig að vestan. Enn mun óráðið, hvort jarðgöngin um Stráka verða með tvíbreiðum akvegi, en það mun kosta um það bil 4 millj. króna meira en ef um einíaldan akveg verður að ræða, og kosta þá um 22 milljónir króna. ÁTTA DAGA ÚTI í GEIMNUM BANDARÍKJAðlENN h a f a slegið öll fyrri meí í liinu mikla kapphlaupi um himingeiminn. Tveir geimfarar Iuku á sunnu- daginn S daga geimíerð sinni og 121 hringferð umhverfis jörðu, utan aðdráttarafls hennar. Þeim varð ekki meint af, samkvæmt siðustu fréttum og léku á alls oddi, er þeir voru teknir um borð í þyrlu á hafi úti. Um vís- indalegan árangur er fátí vitað ennþá. Hinir fræknu geimfarar heita Gordon Cooper og Charles Conrad og farartækið bcr nafn- ið Gemini V. □ Öklasnjór á fremstu bæjum JHúkkið” í Blöndu FULLYRT hefur verið, að lax- veiðimenn í Blöndu noti rudda- legar aðferðir við veiðarnar, noti m. a. stórar þríkrækjur og „húkki“ laxinn. Kennimaður einn, vandaður maður í orðum, kom nýlega hingað í bæinn með nýveiddan lax, er hann fékk í Svartá, þar sem hún fellur í Blöndu. Var sá lax með átta sár eftir öngla, er rifnað höfðu úr fiskinum, sum djúp og ljót. Kennimaðurinn athugaði veiði- bók árinnar og sá þar í athuga- semdum, að fiestir laxar þar veiddir voru meira og minna særðir. Taldi hann, að ekki myndu sögusagnir um „húkk- ið“ í Blöndu úr lausu lofti gripn ar og þyrfti um að bæta. Svarfaðardal á höfuðdaginn 1965. Hér var ágætis heyskap- artíð í sumar, fram í miðjan þennan mánuð. Þurrkur og stillt veður svo að segja dag hvern, en stundum kalt. Nætur- frost kom 26. júií og féll þá kartöflugras allvíða að nokkru. Grasspretta var með minna móti, einkum á harðlendum tún um. Töðufall mun því vera neð- an við meðallag. Hafa sumir bætt sár það upp með meiri engjaheyskap en verið heíur hin síðari ár. Um rniðjan þennan mánuð brá til óþurrka og hefur verið svo síðan og heyskapur tafizt mjög af þeim sökurn og hafa því mjög fáir lokið honum enn. Þann 2S. þ. m. gekk í illviðri: hvasst með rigningu og fann- komu. Fram í Svarfaðardals- botninum snjóaði niður í á og ökladjúpur snjór varð á fremstu bæjum. Dró þar í skafla. I gær var hér líka versta veður, snjó- koma til fjalla, og hitinn fór nið ur undir 0 stig. G. V. Heúðlax veiddist í Skjálfandafljóti UM daginn veiddist hnúðlax (bleiklax) í Skjálfandafljóti, hjá Granastöðum, sá fyrsti í sumar, en áður veiddist þar hnúðlax og á ýmsum stöðum öðrum. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.