Dagur - 08.05.1968, Blaðsíða 1

Dagur - 08.05.1968, Blaðsíða 1
LI. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 8. maí 1968 — 241. tölublao FILMU HÚSIÐ Hafnarstræti 104 Akureyri Sími 12771 • P.O. Box 397 SÉRVERZLUN: LJÓSMYNDAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KOPIERING MiKiL LÖNDUN Á AKUREYRI Mokafli verið að undanförnu í net í Eyjafirði TOGARAR og togbátar hafa afl að allvel á norðlenzkum miðum í vor, þegar ís og óveður hafa ekki hindrað veiðar. Þá gekk mikið af þorski í Ólafur Jóliannesson, prófessor. FUNDURINN Á MORGUN ÓLAFUR JÓHANNESSON pró fessor formaður Framsóknar- flokksins flytur ræðu á fundi Framsóknarfélaganna á Akur- eyri á morgun, fimmtudag, á Hótel KEA kl. 8.30 e. h. Þess er fastlega vænst, að sem flest framsóknarfólk úr bæ og héraði mæti á fundinum. Sjá auglýsingu um fundinn á öðrum stað í blaðini: í dag. □ Eyjafjörð og hefur verið mok- afli, miðað við venju, á innan- verðum firðinum, einkum í net. Samkvæmt upplýsingum, sem blaðinu hafa borizt, hafa trillu- bátar lagt á land á Akureyri nær 204 tonn, mest hjá Fisk- móttöku KEA og togarar Ú. A. hafa á sama tíma landað 1687 tonnum, þ. e. í aprílmánuði. □ Frá aðalfundi Mjólkursamlags KEA í gær. (Ljósm.: E. D.) A AÐALFUNDIMJOLKURSAMLAGSINSIGÆR AÐALFUNDUR Mjólkursam- lags KEA var haldinn í Sam- komuhúsinu á Akureyri í gær, þriðjudaginn 7. maí. Fulltrúar mjólkurframleiðenda á sam- lagssvæðinu fylltu húsið. Jón Jónsson, Dalvík, varafor- maður stjórnar KEA, setti fund inn og stjórnaði honum á meðan fundarsókn fulltrúa var könnuð og upp lesin nöfn þeirra. Síðan tók við fundarstjórn Jón Hjálm arsson í Villingadal og honum til aðstoðar Árni Haraldsson frá Hallfríðarstöðum. Eftir þá kosn ingu voru kvaddir til ritara- starfa þeir Arnsteinn Stefáns- son í Dunhaga og Guðlaugur Halldórsson, Merkigili. Vernharður Sveinsson sam- lagsstjóri flutti síðan fundar- mönnum starfsskýrslu Mjólkur samlagsins fyrir árið 1967. í ársskýrslunni, sem dreift var meðal fundarmanna, kom m. a. þetta fram: Innlögð mjólk á árinu var 19.514.140 lítrar, meðalfita mjólkurinnar. 3.941% og 95.52% fóru í fyrsta og annan gæða- flokk. Útborgað verð til bænda mán aðarlega var kr. 6.28, til Búnaðar málasjóðs ganga 9.43 aurar pr. lítra og til Stofnlánasjóðs 8.45 Nýr „svarti dauði“ á Fljótsdalshéraði Egilsstöðum 7. maí. — í vetur var hér inflúensa. Á eftir breidd ist einhver vírussjúkdómur úr, hér stundum lcallaður svarti dauði og leggst illa á fólk, sem hálsbólga, beinyerkir, niður- gangur o. fl., ýmist allt í senn eða færra. — í þessari pest lágu samtímis í prófum, sem sumum varð að fresta. Blikur varð að snúa við út af Reyðarfirði, komst ekki norður vegna ísa. ís fyllir Austfirði.— Bátar eru ýmist lokaðir inni eða úti. V. S. aurar á lítra. Eftirstöðvar á lítra kr. 196 (hluta úr aurum sleppt) Þetta samanlegt er rúmlega kr. 8.42 á lítra og vantar því nokk- uð á, að bændur fái grundvallar verð fyrir þessa framleiðslu. Að lokinni skýrslu samlags- stjóra, sem var hin fróðlegasta, var gert fundarhlé og þágu full trúar hádegisverð á Hótel KEA í boði Mjólkursamlagsins. Að loknum hádegisverði áttu umræður að hefjast og verður e. t. v. vikið að þeim síðar. □ Fyrstu starfsmenn Mjólkursamlags KEA. Frá vinstri: Vernharður Sveinsson, samlagsstjóri; Þormóður Sveinsson; Hörður Eydal; Svavar Helgason, og Jónas Kristjánsson, fyrrverandi samlagsstjóri. Myndin var tekin á 40 ára starfsafmæli lijá Mjólkursamlagi KEA. (Ljósanynd: Gunnlaugur P. Kristinsson). T~- - L-'-i-Z-ar ... , ■ ■ ■.= Forsetakosningarnar 1952 ÝMSIR rifja nú upp fyrir sér hvernig atkvæði féllu í forsetakosningunum 1952, sem eru liinar einu, sem fram hafa farið með þjóðinni hér á landi til þessa. Samkvæmt hagskýrslum urðu úrslit þessi: Atkvæði greiddu 70447 kjósendur. Ásgeir Ásgeirs- son hlaut 32924 atkvæði, Bjarni Jónsson hlaut 31045 atkvæði og Gísli Sveinsscn hlaut 4255 atkvæði. í Reykjavík hlaut Ásgeir Ásgeirsson 14970 atkvæði, Bjarni Jónsson 11784 og Gísli Sveinsson 2053 at- kvæði. Á því svæði, sem nú er Norðurlandskjördæmi eystra hlaut Á. Á. 3728 atkv., B. J. 4090 atkv. og G. S. 230 atkv. Hólasveinar í skólaferð að afloknu prófi, ásamt skólastjóra og nokkrum kennurum. Haukur Jörundsson skólastjóri fyrir miðju. (Ljósm.: E. D.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.