Dagur - 01.06.1968, Blaðsíða 1

Dagur - 01.06.1968, Blaðsíða 1
EFNAVERKSMIÐJAN SJOFN Dagur LI. árg. — Akureyri, laugardaginn 1. júní 1968 — 24. tölublað FILMU HÚSIÐ Hafnarstræti 104 Akureyri Sími 12771 • P.O. Box 397 SÉRVERZLUN: LJOSMYNDAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KOPIERING Útsvöriii á Akureyri eru nú 71,7 millj. kr. SKRÁ um útsvör og aðstöðugjöld á Akureyri fyrir árið 1968 voru lagðar fram föstudaginn 31. maí 1968. Álögð útsvör nema samtals kr. 71.725.300.00. Lagt var á 3249 gjaldendur. Þar af eru einstakl- ingar 3146 og bera kr. 66.745.900.00 og félög 103 og bera kr. 4.979.400.00. Lagt var á eftir gildandi útsvarsstiga (sbr. meðfylgj- andi greinargerð framtalsnefndar). • Efíirtaldir gjaldendur bera yfir kr. 100.000.00 í útsvar: Éinstaklingar: Jónas H. Traustason, forstjóri................... kr. 260.500.00 Oddur Carl Thorarensen, lyfsali.................. — 203.900.00 Sigurður Ólason, læknir.......................... — 195.100.00 Baldur Ingimarsson, lyfjafræðingur............... — 185.200.00 Guðmundur Karl Pétursson, yfirlæknir............. — 185.000.00 Baldur Jónsson, læknir........................... — 170.000.00 Sverrir Ragnars, forstjóri....................... — 131.500.00 Ólafur Sigurðsson, yfirælknir ................... — 131.400.00 Knútur Otterstedt, rafveitustjóri................ — 130.300.00 Magnús Ásmundsson, læknir ....................... — 128.400.00 Þórarinn Stefánsson, læknir ..................... — 127.500.00 Snorri Kristjánsson, bakari ..................... — 126.400.00 Jóhann Þorkelsson, héraðslæknir.................. — 124.900.00 Halldór Halldórsson, læknir...................... — 123.200.00 Tryggvi Helgason, flugmaður...................... — 112.800.00 Ágúst Jónsson, byggingameistari.................. — 110.500.00 Ásmundur Jóhannsson, fulltrúi.................... — 109.300.00 Jón K. Guðmundsson, forstjóri.................... — 106.800.00 Sigtryggur Stefánsson, byggingafulltrúi.......... — 104.800.00 Sævar Hallgrímsson, kjötiðnaðarmaður............. — 104.600.00 Bjarni Rafnar, læknir............................ — 100.300.00 Félög: Amaro h.f........................................kr. 759.800.00 Smjörlíkisgerð Akureyringa h.f................... — 680.300.00 I. O. G. T....................................... — 355.500.00 Kaupfélag Eyfirðinga ............................ — 359.200.00 Brjótur h.f...................................... — 212.000.00 Kaffibrennsla Akureyrar h.f...................... — 180.600.00 Byggingavöruverzlun Tómasar Björnssonar h.f. ... — 117.200.00 Klæðaverzlun Sigurðar Guðmundssonar h.f.......... — 112.000.00 Trésmíðaverkstæðið Reynir s.f.................... —- 101.200.00 Aðstöðugjöld voru lögð á 494 gjaldendur, samtals kr. 16.673.700.00. Einstaklingar eru 332 og bera samtals.......... kr. 2.147.000.00 Félög eru 162 og bera samtals................. — 14.526.700.00 Hæstu aðstöðugjöld bera eftirtaldir aðilar: Einstaklingar: Oddur Carl Thorarensen, lyfsali.................kr. 120.300.00 Valdimar Baldvinsson, heildsali ................ — 110.200.00 Félög: Kaupfélag Eyfirðinga ........................... kr. 4.170.900.00 Samband ísl. samvinnufélaga ................... — 1.744.600.00 Útgerðarfélag Akureyringa h.f................... — 767.800.00 Slippstöðin h.f................................ — 516.800.00 Amaro h.f....................................... — 360.800.00 (Framhald á blaðsíðu 2). : Bíllinn, sem brann í Kaupangssveit í fyrrakvöld, og svo sem sjá má eru slökkviliðsmenn hér að starfi. (Ljósmyndastofa Páls) Andstæður •nar 1 natturum NORÐLENDINGAR hafa notið veðurblíðu um hálfs mánaðar skeið, svo sem bezt verður á kosið. Á Akureyri hefur hitinn komizt í 20 stig. Grasið grær, sauðburður gengur vel og víða fiskast vel. Hæg, suðlæg átt hef ur ríkt. En hafísinn liggur með öllu Norðurlandi — hafþök af ís, mjög þéttum nema á mjóu belti við land, þar sem flugvélar leiðbeina skipum þessa blíðu vordaga. Á meðan sunnanáttin ríkir er bjart í hugum manna. En heljar kuldinn er á næstu grösum og munu menn finna til þess, er verði enn um sinn næsti ná- granni, og sömu skoðunar virð- átt breytist og vindar blása af hafi. Svo eru andstæður náttúr unnar miklar, að hitamismunur við sjó og til dala er oft 6—10 stig. Gamlir menn, sem lifað hafa ísár og kunna frá þeim að Dagui kemur næst út fimmtu- daginn 6. júní. segja, telja líklegt, að hafísinn ast a. m. k. sumir veðurfræð- ingar. Má, samkvæmt því, bú- ast við köldu sumri, þótt hér sé engu um það spáð. Hins er vert að geta, að bændastétt landsins, sem nú er í vanda stödd af völd um verra árferðis en áður og óvinsamlegra stjórnvalda, má sízt allra stétta landsins við meiri áföllum en þegar eru orð in. En afleiðing þeirra er m. a. sú, að ennþá er með öllu óvíst að bændur geti leyst út áburðar pantanir sínar að þessu sinni, vegna fjárskorts. □ BÆIR UTAN REYKJAVÍKUR SITJA VIÐ LAKARI HLUT Á SKÝRSLU þeirri um vega- gerð á árinu 1967, sem lögð var fram á Alþingi, er svo að sjá að ráSherra ætli hinum almenna vegasjóði að greiða kostnað við nýjan þjóðveg innan Reykja- víkurborgar — 8—10 millj. kr. —. Á öðrum stöðum er kaup- stöðum og kauptúnum ætlað að kosta slíka vegi hjá sér, eða aðalgötur af fé því, sem þau fá sjálf af benzínskatti, gúmmí- gjaldi og bifreiðaskatti, án þátt- töku hins almenna vegasjóðs. Vakin var athygli á þessu mis ræmi eða óréttlæti, væri réttara að segja, en svörin voru vífi- lengjur einar hjá ráðamönnum Umhyggja jslendings" fyrir samvinnufélögunum LEIÐARINN í síðasta íslend- ings ber fyrirsögnina, Kaup- félögin aðþrengd. Þessi rit- smíð er þannig, að sérstök ástæða er til að vekja á henni athygli. Greinarhöfundur reyn ir að telja lesendum trú um, að hann beri hag samvinnu- félaganna fyrir brjósti, en teksí ekki betur en svo, að úlfshárin sjást allsstaðar í gegn. Enginn, sem les þessa grein með athygli, getur geng ið þess dulinn hver tilgangur- inn er. Sumt er þó þannig framsett, að erfitt er að ráða í, við hvað höfi ndur á. Til dæm is þetta: Meira að segja Kaup félag Eyfirðinga, sem löngum hefur verið talið öruggt vígi samvinnusamtakanna í land- inu, gat ekki í fyrra skilað neytendum vörum á sann- virði. Við hvað er átt? Sé átt við það, að KEA gat ekki greitt arð til félagsmanna sinna af vöruiittekt fyrir árið 1966, þá er þarna á ferðinni mjög skemmtileg skilgreining á orð inu sannvirði í þessu sam- bandi. Nú er það vitað og viður- kennt af öllum, að vöruverð hjá kaupfélögunum er yfir- leitt lægra en hjá kaupmönn- um, þegar á heildina er litið. Ef kaupfélögin selja félags- mönnum sínum ekki með sann virði, nema greiða arð, hvenær láta þá kaupmenn sína viðskiptamenn þá fá vör- urnar með sannvirði, þar sem þeir greiða aldrei arð, hvað sem liagnaður þeirra er mikill af viðskiptunum? Ég lield að blað' auðhyggjunnar hafi ein- mitt komið þarna að kjarna málsins, þó ekki viljandi. Með því að beina viðskiptum sín- um til kaupfélaganna, tryggir almenningur sér að fá vörurn ar með sannvirði, en það gerir liann ekki með því að verzla við kaupmenn. Ilins vegar breytir það ekki á neinn hátt þeirri staðreynd þó það kæmi fyrir, að eitthvert kaupfélag gæti ekki borgað arð í eitt eða tvö ár, ef hagnaður verður ekki og því ekkert til að skila til baka. En það breytir því ekki, að félagsmenn liafi feng ið vörur sínar með sannvirði. Annað hvort er skilningur greinarhöfundar af skornum skammti, eða hann telur sér leik á borði, að sá fræi tor- tryggni í raðir samvinnu- manna og er líklegt að hvort- tveggja sé, þegar betur er að gáð. Á einum stað í leiðaran- um stendur: Mergur málsins er sá, að samvinnufyrirtækin virðast ekki geta þrifizt í jafn (Framhald á blaðsíðu 7). núverandi stjórnar þessara mála. □ BÍLL BRANN I FYRRAKVÖLD kviknaði í bíl, sem var á ferð í Kaupangs- sveit og eyðilagðist hann. Bíl- stjórinn var einn í bifreiðinni og slapp hann lítt eða ekki brenndur. Eldurinn mun hafa komið upp í mælaborðinu. Á þriðja tímanum í gær hafði ekkert óhapp skeð í umferðinni á Akureyri og ekkert í fyrra- dag. Á þriðjudaginn urðu hins vegar þrír minniháttar árekstr- ar, samkvæmt umsögn lögregl- unnar í gær. □ MÆLA UMFERÐA- HRAÐANN UNDANFARNA daga hefur lögreglan á Akureyri rannsak- að hraða ökutækja á nokkrum helztu umferðargötum bæjar- ins og mun halda því áfram. En löglegur hraði í umferðinni er talinn mjög mikils verður þátt- ur, ein'kum nú, eftir breyting- una til hægri umferðar Víða á landinu hafa margir freistast til að brjóta ákvæði um hámarks- ökuhraða og hlotið refsingar, svo sem vera ber. Hér hefur lít— ið á því borið, að sögn lögregl- unnar, og hafa menn vonandi í huga að hlýta einnig settum reglum framvegis í þessu efni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.