Dagur - 06.06.1968, Blaðsíða 1

Dagur - 06.06.1968, Blaðsíða 1
LI. árg. — Akureyri, fimmtudaginn G. júní 1968 — 25. tölublað FILMU HÚSIÐ Hafnarstrætj 104 Akureyri Sími 12771 • P.O. Box 397 SéRVERZLUN: LJÖSMYNDAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KOPIERING ENN ER TEKIÐ STÓRT LÁN HINN 30. maí sl. var undir- ritaður lánasamningur milli ríkisstjórnar íslands og Hambros Bank í London um 2 millj. sterlingspnuda lán (274 millj. kr.) vegna fram- kvæmdaáætkmar ársins 1968. Verðbréf verða seld fyrir láninu í London, en þau bera 8V-<% vexti og er söluverð þeirra 98%. Láns- tíminn er 25 ár og er lánið afborgunarlaust fyrstu fimm arm. Gripið var til þess ráðs að afla lánsfjár á erlendum pen ingamarkaði vegna erfið- leika á öflun lánsfjár á inn- lendum vettvangi, og þeirri kreppu í peningamálum, sem skapazt hefur og kennt er við viðreisnina — og þrátt fyrir mikla skerðingu á opin berri aðstoð nauðsynlegra framkvæmda í landini:. □ jslendingar og hafið' og Akureyri í GÆR var Akureyrardagur í sýningarhöllinni í Laugardal þar sem yfir stendur sýningin TÆKITIL AÐ GEISLA FISK BANDARÍKJASTJÓRN hefur unnið að því, að lána íslending um tæki til að geisla fisk í til- raunaskyni. En í Bandaríkjun- um hafa matvæli verið varin skemmdum í allstórum stíl með geislavirkum tækjum. Tæki þessi eru nú komin og verða reynd í fiskiðnaðinum. □ „íslendingar og hafið“. í tilefni þessa voru ýmsir svokallaðir skemmtikraftar kallaðir héðan frá Akureyri til að skemmta sýningargestum í gærkveldi. Hljómsveit Ingimars Eydals, ásamt söngvurunum Þorvaldi Halldórssyni og Helenu Eyjólfs dóttur, áttu að skemmta, Sig- rún Harðardóttir söng og síðast en ekki sízt má nefna einsöng Eiríks Stefánssonar, við undir- leik 14 ára gamallar dóttur sinn ar. Sextán aðilar frá Akureyri taka þátt í sýningunni í Laug- ardalshöll. □ Fyrsla skipið síSan í marz Langanesi 4. júní. í gær kom skip með áburð til Þórshafnar. En þangað hfeur ekkert skip komizt síðan í marz, nema FUNDUR HJÁ SJÓN- V ARPSNOTENDUM STOFNFUNDUR væntanlegra sjónvarpsnotenda á Akureyri og nágrenni verður í Nýja-Bíói á föstudaginn kl. 22.30. □ Stapafell, sem fi-aus inni á Rauf arhöfn og kunnugt er. Sýnir þetta flutningaerfiðleikana á sjó í þessum landshluta. Bændur eru mjög áhyggju- fullir út af því, að helzt er svo að sjá, að meira en helmingur af ræktuðu landi sé kalinn. Ferming var á Sauðanesi á hvítasunnudag og fermd 12 börn, sex drengir og sex telpur. íslaust er orðið í Þistilfirði og við norðanvert Langanes en austan við nesið er ísinn enn við land. G. Fulltrúar á aðalfundi KEA snæða hádegisverð á Hótel KEA. (Ljósm.: E. D.) ERFIÐASTA REKSTRARÁR KEA UM ÁRATUGI Aðalfundurinn hófst í gær og lýkur í dag AÐALFUNDUR Kaupfélags Ey firðinga hófst í gær, 5. júní, og var haldinn í Samkomuhúsinu. Þegar fulltrúar gengu á fund- inn, teygði hafísinn hramma sína inn fyrir Oddeyrartanga. Réít til fundarsetu átti 201 full- trúi frá 24 félagsdeildum, en mættur var 191 fulltrúi frá 21 deild, auk stjórnar KEA, kaup- félagsstjóra, endurskoðenda, ýmsra gesta og starfsmanna fé- lagsins. Fundarstjórar voru kjörnir þeir Ingvar Gíslason alþingis- maður og Sigurður Jósefsson bóndi Torfufelli. Fundarritarar Árni Jóhannesson mjólkurfræð ingur og Hjalti Kristjánsson bóndi Hjaltastöðum . Formaður félagsstjómar, Brynjólfur Sveinsson yfirkenn- ari, flutti skýrslu stjómarinnar fyrir liðið ár. Verklegar fram- kvæmdir og aðrar fjárfesting- ar höfðu orðið verulega minni á árinu en á undanförnum ár- um. Kaupfélagsstjórinn, Jakob Frímannsson, las reikninga fé- lagsins fyrir árið 1967 og skýrði ítarlega frá rekstri þess. Vegna minnkandi kaupgetu viðskipta- manna félagsins, einkum síðari hluta ársins, varð söluaukning í verzlunardeildum félagsins mun minni en undanfarin ái-, eða aðeins 1.4%. Heildarvörusala félagsins og fyrirtækja þess á innlendum og erlendum vönim, þegar með eru taldar útflutningsvörur, verksmiðjuframleiðsla og sala þjónustufyrirtækja, jókst hins vegar um 3.6%. eða úr 925 millj. kr. í 958.6 millj. kr. Afskriftir og aukning eigin sjóða félagsins námu á árinu alls tæplega 16 milljónum kr., en rekstrarhalli varð rúmlega 4.3 millj. kr., þannig að eigin fjármunamyndun varð rúmlega 11.6 millj. kr. Megin orsök hinnar slæmu af komu var mikill hallarekstur á hraðfrystihúsum félagsins og þó einkum í frystihúsinu í Hrísey, af völdum verðfalls utanlands og verðbólgu innanlands. En einnig varð félagið fyrir skakka falli af völdum gengisfellingar- innar á sl. hausti. í fundarbyrjun minntist for- maður félagsins þeirra félags- manna, er látizt höfðu frá því síðasti aðalfundur var haldinn, og þó alveg sérstaklega Þórar- ins Björnssonar skólameistara, sem andaðist í janúar sl., en Þórarinn var í stjórn Menning- arsjóðs KEA um langt árabil. (Framhald á blaðsíðu 3) Robert F. Kennedy sýnt banatilræði Mikla hafísfyllu rak inn undir Akureyri í fyrradag. (Ljósm.: E. D.) 5SSS$S$S««SS$$í$«$««$S«$5$$$S$S$$$$S$S$$$S$5$$SS$$$S5$5$«5$$$$5$$S1:5S$$í$$$5$$$$55$$5$$S$SS$S$$5$S$$$S5a SEINT í fyrrakvöld var Robert F. Kennedy öldungardeildar- þingmanni og forsetaefni demó krata, sýnt banatilræði í Los Angeles í Bandaríkjunum. Til- ræðismaðurinn, 23 ára ókennd- ur maður, hæfði hann tveim skotum og hitti annað skotið liann í liöfuðið og gékk kúlan að heila. Læknar náðu kúlunni í gær, en þegar síðustu fréttir bárust, var Robert enn í lífs- hættu. Nærstaddur lífvörð- ur tók árásarmanninn höndum þar til lögreglan kom. Árásar- maðurinn var án skilríkja og neitaði að segja til nafns og að svara öðrum spurningum. Er hann nú bak við lás og slá og á eftirleikur morðsins á Kenne dy Bandaríkjaforseta, bróður Róberts Kennedy, ekki að end urtaka sig. Reiðialda, ótti og örvænting hefur gripið um sig vestra og naumast verður annað sagt, en þessi atburður sé réttarörygg- inu mikið áfall — og að lög- reglan sé ekki starfi sínu vax- in í viðureign sinni við glæpa- menn og glæpafélög. Það vill svo til, að fyrir fáum dögum komst þó upp um flokk glæpa- manna, sem áformaði, að ráða núverandi Bandaríkjaforseta af dögum. Eftir þessa síðustu morðtil- raun og það, sem á undan er gengið, spyrja margir. Hvað er að gerast í Bandaríkjunum? □ «111111111111111III lllllllllll IIIIII ■ IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIM [ Ungir Framsóknar- | I menn á Norðurlandi j | RÁÐSTEFNA SUF er fjaU- I í ar um Samvinnuhreyfinguna i i á síðari hluta 20. aldar fer 1 i fram á Akureyri um næstu i I helgi (8. og 9. júní) og hefst j i kl. 9.30 árdegis á laugardag. | i Ungir Framsóknarmenn á i I Norðurlandi eru hvattir til \ i að fjöhnenna á ráðstefnuna, i \ en þar flytja ávörp og erindi i ! margir af helztu forystu- \ i mönnum Samvinnuhreyfing i I arinnar á íslandi. □ I 11111111111111111111111

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.