Dagur - 12.06.1968, Blaðsíða 1

Dagur - 12.06.1968, Blaðsíða 1
FÍLMU HÚSIÐ Hafnarstræti 104 Akureyri Sími 12771 • P.O. Box 397 SÉRVERZLUN: LjOSMYNDAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KOPIERING MEIRI BJARGFUGL í GRÍMSEY EN NOKKRU SINNIÁÐUR Grímsey 11. júní. Nú er allur ís farinn og nú eru sjómennirn- ir að byrja að fiska og er reit- ingsafli á færi. Komnir eru hingað bátar úr Ólafsfirði og Hrísey. Á sunnudaginn fór fram ferm ing í Miðgarðakirkju og voru sjónvarpsmenn viðstaddir og tóku einnig mvndir af bjargsigi. Aldrei hefur verið meira af bjargfugli en nú, enda hefur eggjatekja ekki verið stunduð að nokkru ráði undanfarin ár. Síga átti í björgin í síðustu viku en þá gerði norðangarð. Nú er hins vegar logn og lá- dauður sjór og hugsa menn þá meira um fiskinn, enda er nú að verða búinn sá tírni, sem beztur er til eggjatökunnar. S. S. Þjóðliátíðiii 17. júní Þ J ÓÐHÁTÍ Ð ARNEFND Akur eyrar eða 17. júní nefnd kallaði blaðamenn á sinn fund í fyrra- dag og sögðu þau tíðindi, að hátíðahöldin 17. júní á Akur- eyri yrðu að þessu sinni með sama sniði og áður. En á hinu hefðbundna eru margir leiðir orðnir. Dagskráin re í stórum drátt- um á þá leið, að blómabíll ekur um bæinn kl. 9 árdegis. Lúðra- sveitin leikur á Ráðhústorgi kl. 1.15, Jón Ingimarsson formaður þjóðhátíðarnefndar setur hátíð- ina og séra Pétur Sigurgeirsson flytur guðsþjónustu með aðstoð kirkjukórsins. Frú Saga Jóns- dóttir flytur ávarp fjallkonunn- ar og skrúðganga á íþróttavöll hefst kl. 2.45. Á íþróttasvæðinu flytur séra Bolli Gústavsson lýðveldisræðu og nýstúdentinn Gunnar Frí- mannsson minni Jóns Sigurðs- sonar. Keppt verður í frjálsum íþróttum og lögreglulið og slökkviliðsmenn keppa í knatt- spyrnu. Barnaskemmtun fer fram á Ráðhústorgi og hefst kl. 5. Kvöldskemmtun verður á Ráðhústorgi kl. 8.30. Þar verða ýmsir skemmtiþættir. Karlakór Akureyrar syngur á íþróttavellinum kl. 2.15, en Geysir syngur á Ráðhústorgi á kvöldskemmtuninni. □ (Ljósm.: G. P. K.) Fundargestir á ráðstefnu Sanibands ungra Framsóknarmanna. VILJA NÁNARISAMVÍNNU SlS og AS( SAMBAND ungra Framsóknar manna efndi til ráðstefnu á Ak- ureyri um síðustu helgi. Fjall- aði ráðstefnan um málefnið: Samvinnuhreyfingin á síðari hluta 20. aldar. Góð þátttaka var í þessari ráðstefnu, og sátu hana menn víðast hvar að af land- inu. Erindi, ræður og ávörp fluttu m. a. Indriði Ketilsson á Fjalli, Hjörtur Hjartar, fram- kvæmdastjóri, Erlendur Einars son, forstjóri, Jakob Frímanns- son, kaupfélagsstjóri, Brynjólf- ■i-'i! Umræðufundur um fiskirækt og fiskeldi ur Sveinsson, formaður Kaup- félags Eyfirðinga, Baldur Ósk- arsson, formaður SUF og Einar Olgeirsson, formaður S.A.S. en honum var sérstaklega boðið til ráðstefnunnar. í lok ráðstefnunnar var sam- þykkt eftirfarandi ályktun: 1. Félagsmálahreyfingar gegna mikilvægu hlutverki í lýðræðis þjóðfélagi. Þær eru mótandi afl í baráttu þjóðarinnar fyrir bætt um lífskjörum. Samtök eins og samvinnufélögin tryggja félags legt jafnræði þegnanna og þátt töku þeirra í sköpun eigin kjara, og tryggja jafnframt áhrif þeirra á undirstöður efnahags- lífsins, bæði í framleiðslu, verzl un og þjónustu. Bein áhrif fólks ins á framkvæmd efnahagsað- gerða og menningarmála eru grundvöllur hins félagslega lýð ræðis sem er lífæð samvinnu- samtakanna. Samvinnuhreyfing in hlýtur því að gegna mikil- vægu hlutverki í efnahags- og menningarmálum þjóðfélagsins. Til þess að samvinnuhreyfing- unni takist að rækja þetta í framtíðinni verður ríkisvaldið að viðurkenna hlutverk hennar, og tryggja rétt samvinnuhreyf- ingarinnar við skiptingu rekstr ar- og framkvæmdafjármagns. 2. Samvinnuhreyfingin hefur reynzt brjóstvörn og sóknarafl (Framhald á blaðsíðu 5). LAUGARDAGINN 8. þ. m. var haldinn fundur á vegum Rækt- unarfélags Norðurlands að Hótel Varðborg á Akureyri. Á fundinum voru mættir, auk fé- lagsstjórnarinnar, fulltrúar frá öllu félagssvæðinu, sem nær yfir allan Norðlendingafjórð- ung. Fundarefnið var að ræða um framkvæmdir í fiskirækt og fiskeldi á félagssvæðinu. Fundinn setti formaður fé- lagsstjórnarinnar, Steindór Steindórsson, skólameistari. Fundarstjóri var kjörinn Ar- mann Dalmannsson, en fundar ritari Egill Bjarnason. Formað- ur skýrði frá tilgangi fundar- haldsins, en hann væri sá, að hvetja til aukinna framkvæmda um stofnun og rekstur fiskeldis stöðvar, einnar eða fleiri í Norð lendingafjórðungi og að rann- sakaðir yrðu möguleikar fyrir fiskiræktar í ám og vötnum, er gæti orðið til hgasbóta og ánægju fyrir fólkið í sveitun- um. Óskað hafði verið eftir að veiðimálastjóri, Þór Guðjóns- son, mætti á þessum fundi til leiðbeiningar, skrafs og ráða- gerða, varðandi slíkar fram- kvæmdir, en því miður gat veiði málastjóri ekki orðið við þess- (Framhald á blaðsíðu 5). Aðalfuiidur (j A AÐALFUNDUR Utgerðarfélags Akureyringa hi. var haldinn í kaffistofu Hraðfrystihússins 10. júní sl. Fundarstjóri var Sverrir Ragnars. Stjórnarformaður, Al- bert Sölvason, flutti skýrslu stjórnarinnar en framkvæmda- stjórarnir Gísli Konráðsson og Vilhelm Þorsteinsson lásu og skýrðu reikninga félagsins. Reksturshalli fyrirtækisins í heild var rúmlega 4 millj. kr. og var þá búið að afskrifa eign- ir um nálega 3.6 milljónir króna. Stjórn U. A. var endurkosin. Hana skipa: Albert Sölvason, Arnþór Þorsteinsson, Jakob Frí mannsson, Steindór Jónsson og Tryggvi Helgason. Nánar í væntanlegri frétta- tilkynningu síðar. □ Forselaefnin á ferðinni SVO sem alþjóð er kunnugt, tóku stjórnmálaflokkarnir þá ákvörðun að taka ekki sem slík ir afstöðu til forsetakosning- anna, sem fram fara 30. júní n. k. En stuðningsmenn fram- bjóðendanna beggja, Kristjáns Eldjárns og Gunnars Thorodd- sens, hófu blaðaútgáfu. Nú hefur færzt meira fjör í kosningaundirbúninginn við þá ákvörðun Gunnars og síðan Kristjáns, að halda fundi víða um land, þar sem forsetaefnin koma fram og ávarpa kjósend- ur og eru konur þeirra með í för. í fyrrakvöld var slíkur fund- ur Gunnars-manna haldinn á Akureyi'i. í gær höfðu Kristj- áns-menn fund á ísafirði en hér á Akureyri mæta þau hjón á fundi 22. júní. Forsetaefnin hafa um 30 kosn ingaskrifstofur hvor á landinu. • ■tllllllillliiiilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllltll n* jPERLUSTEINN| I FYRIR nokkru var frá því | | sagt, að vaknaður væri áhugi 1 | á nýtingu perlusleins. En i | mikið er af honum í Loð- I I mundarfirði. Bandaríska stór i i fyrirtækið John-Mansville é É Ltd. vinnur perlustein í i É nokkrum löndum og hefur é É áhuga á að kynna sér magn É É perlusteinsins og aðstöðu til § 1 vinnslu hér á landi. Jarðfræð é é ingur fyrirtækisins hefur i i rannsakað staðinn og líklegt é é er, að fleiri athuganir fari I i þar fram innan skamms. = É Perlusteinn er notaður í § É byggingaiðnaðinum og fl. □ i '"iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiniiiii*

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.