Dagur - 30.05.1970, Blaðsíða 1

Dagur - 30.05.1970, Blaðsíða 1
LIII. árg. — Akureyri, laugardaginu 30. ínaí 1970 — 25. tölublaö FILMU húsið Hafnarstræti 104 Akureyri Sími 12771 • P.O. Box 397 SÉRVERZLUN: LJÖSMYNDAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KOPIERING Á íundi Framsóknarmanna á Hótel KEA mættu á fjórða hundrað manns. Þar urðu miklar umræður og góðar um bæjarmál og þar átti fólk ánægjulegt kvöld. Þessi óvenjumikla aðsókn spáir góðu. (Ljósm.: G. P. K.) Sumir trúa á hið blinda vald fjármagnsins og elta það. Aðrir trúa á samhjálp og samvinnu. Vinnudeilurnar enn óleyslar HINAR miklu vinnudeilur eru enn óleystar en daglega bætast við starfsliópar, sem nota verkfallsrétt sinn til að knýja fram nýja kjarasamn- inga. Og því miður er ekkert x'itlit fyrir það nú, að þessi deila verði leyst næstu daga. Og í skugga þessara áíaka ganga menn að kjörborðinu á morgun, 31. maí. Verkföll- m hófust 27. maí lijá Ein- ingu á Akureyri, Dagshrún í Reykjavík Hlíf í Hafnar- firði, Vöku á Siglufirði, Bíl- stjórafélagi Akureyrar og Verkalýðsfélagi Gringavíkur. Daginn eftir bættust þessi félög við: Verkakvennafélag ið Framsókn í Reykjavík og Verkakvennafélagið Fram- tíðin í Hafnarfirði. Á miðnætti í nótt bættust við 11 félög í Málm- og skipa stníðasambandinu, m. a. Sveinafélag járniðnaðar- manna á Akureyri. 1 kvöld bætist við Málm- og skipasmíðadeild iðnsveina félags Suðurnesja og á þriöju dag Félag afgreiðslustúlkna í brauð- og mjólkurbúðuin í Reykjavík, þann 4. júní bæt- ast við fjöhnennir liópar byggingariðnaðar í Reylcja- vík og í Hafnarfirði. Komin eru í verkfall mörg verka- lýðsfélög austan fjalls. Oll þau félög, sem komin eru í verkfall eða hafa boðað verkföll, fjalla um sína samn inga við atvinnurekendur undir stjórn sáttasemjara ríkisins. (Framhald á blaðsíðu 5) Vonandi áfrarn bæjarstjóri FRAMSÓKNARMENN á Akur eyri hafa farið þess á leit við Bjarna Einarsson, að hann gefi kost á sér til bæjarstjórakjörs og gegni áfram embætti bæjar- stjóra og hefur hann gefið þess kost. En það er bæjarstjórn, sem í það embætti kýs eftir kosningar. Bjarni Einarsson er Borgfirð- ingur, sonur séra Einars Guðna sonar prófasts í Reykholti og Onnu Bjarnadóttur Sæmunds- sonar konu hans. Hann er ágæt Vill fólkið halda áfram að greiða milljónatöp braskara og spákaup- Imanna? lega menntaður, ungur maður og vaxandi í starfi, og bjartsýnn drengskaparmaður. Hann hefur tekið mikilli tryggð við Akur- eyri og Norðurland allt, enda vann hann sérstaklega að verk- efnum fyrir þennan landshluta áður en hann hóf bæjarstjóra- störf. Þessi bæjarstjóri elur í brjósti stóra drauma um hlut- verk, vöxt og viðgang Akureyr- ar og hefur vakið þá með mörg- um öðrum, og hann er manna líklegastur til þess, ásamt góðri bæjarstjórn, að láta marga þeirra rætast. Bjarni Einarsson vinnur mál- efnalega, svo sem embættis- mönnum ber, en hefur leitt flokkspólitíkina hjá sér. Sumir telja það löst, en Dagur telur það kost, enda eiga slík vinnu- brögð vel við hér á Akureyri, þar sem samstarf er jafn mikið í bæjarstjórn og enn hefur verið unnt að halda bæjarmálum svo mjög utan við flokkspólitíkina, að útávið stendur bæjarstjórn saman sem einn maður og inná- við einnig í stærstu málum. Fyrir skömmu birti blaðið viðtal við Bjarna Einarsson, og vöktu svör hans mikla og verð- skuldaða athygli. En þar skýrði 'hann vel viðhorf sitt til bæjar- málanna og til eigin embættis. Framsóknarmenn munu að kosningum loknum leita eftir stuðningi annarra flokka við kjör Bjarna Einarssonar í embætti bæjarstjóra. Kosning bæjarstjóra er hverju bæjarfélagi þýðingar- mikil. Bæjarbúar eiga fulla heimtingu á að vita hver afstaða flokkanna er til kosningu bæjar stjóra eins og Framsóknarflokk urinn gerir nú. □ Bjarni Einarsson, bæjarstjóri. Laxárdeiluna verður að leysa staðreynd. Þeim og mörgum fleiri þykir við vera frekar til fangsins og á vissan máta höf- um við verið það. En illvilji var þó ekki orsökin, heldui' sú bjarg fasta trú, að fullvirkjun Laxár væri öllum Norðlendingum til góðs, og voru fyrir því mörg rök og góð. En vegna baráttu Þingeyinga hafa mörg ný sjónarmið komið fram og þau vakið menn til um- hugsunar um ýmislegt, sem ekki var hugsað áður. Þessi deila undirstrikar mjög vel rétt mæti þeirrar kröfu okkar Fram sóknarmanna, sem sett var fram fyrir mörgum árum, að fulln- aðarrannsóknir á virkjunar- möguleikum norðlenzkra fall- vatna væri brýn. Ef þetta hefði verið gert, eins og ríkisstjórn- inni bar pð sjá um, hefði lausn þessarai' deilu verið miklu auð- veldari og hún kannski aldrei orðið til. En Það er von okkar, að enn sé ekki neinu spillt og rannsóknir leiði í ljós, hvaða leiðir verði bezt að fara og við munum gera okk.ar bezta til að sættir náist. UM Laxárvirkjun sagði Sigurð- ur Oli í útvarpsumræðum: Ég harma, að ósamkomulag milli íbúa við Laxá og okkur Akureyringa skuli ennþá vera B-Iistinn er Iisti Framsóknarmanna

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.