Dagur - 07.07.1971, Blaðsíða 1

Dagur - 07.07.1971, Blaðsíða 1
LIV. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 7. júlí 1971 — 41. tölublað Marga kennara vantar enn NÝLEGA hafa sjö kennarastöð- ur verið auglýstar til umsóknar við barnaskólana á Akureyri, og fimm kennarastöður við Gagnfræðaskólann á Akureyri. Horfur eru taldar sæmilegar á, að kennarar fáist við barnaskól- ana en yfirleitt er talið erfitt að fá sæmilega góða kennara að gagnfræðaskólum landsins. Gert er ráð fyrir, að barna- skólarnir á Akureyri hefji starf í septemberbyrjun en Gagn- fræðaskólinn um 20. september. Enn vona menn að hafizt verði rösklega handa um bygg- ingu Glerárskóla. En dráttur framkvæmda er nú orðinn nægur, að því er flestum finnst. Banaslys í Öxnadal NOKKRU eftir hádegi á mánu- daginn fóru varnarliðsmenn frá Keflavík um Oxnadal í nokkr- FYRSTI ÁFANGI GLERÁRSKÓLANS FYRSTI áfangi Glerárskólans nýja, sem lengi hefur verið á dagskrá, verður boðinn út nú í vikunni. Hann verður reistur á flötinni norðan og vestan nú- verandi barnaskólahúss, á mik- illi flöt þar. Á því svæði er gert ráð fyrir, að byggt verði íþrótta hús fyrir skólann og íþróttavöll ur fyrir íþróttafélögin. Má búast við auglýsingu um þetta efni nú í vikulokin, ef ekkert óvænt kemur fyrir. □ um bílum. Voru þeir í fríi með fjölskyldur sínar. Þá bar það við, er varnarliðs- maður er var við myndatöku milli Engimýrar og Gloppu féll niður í gljúfur er Stóragil nefn- ist og er í landi Fagraness. Hrapaði maðurinn fyrst niður snarbratta skriðu en síðan nið- ur margra metra hengiflug og lézt samstundis af höfuðhöggi í fallinu. Ungir menn úr Oxnadal, er voru að fara á tófugreni, komu fyrstir íslendinga á staðinn. Sjúkrabíll, læknir og flug- björgunarsveitin komu á vett- vang og náðu líkinu. En flug- vél var send norður til að sækja það og nána aðstandendur, er voru með í för hér nyrðra. □ Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. lýir starlshæltir á ha (Ljósm.: E. D.)| inaadeild SJÚKRAHÚSMÁLIN á Akur- eyri hafa verið í brennidepli undanfarin misseri. Yfirvöld landsins hafa loks fallizt í aðal- atriðum á tillögur sjúkrahús- stjórnar og bæjarstjórnar Akur eyrar um stækkun og stöðu stofnunarinnar. í umræðum um þessi mál hef ur því löngum verið haldið fram af hálfu norðanmaanana, og notað sem áhrifaríkt atriði í baráttunni fyrir stækkun og VEGIR OG NÝTT BINDIEFNI NÝR vegarkafli hjá Fagraskógi, þar sem vegur spilltist mjög í vor og varð efni sjónvarps- mynda og lengi ófær nema fuglinum fljúgandi, verður byggður upp í sumar, 6.5 km. að lengd. Þessi vegarspotti var boðinn út af Vegagerðinni og kom eitt tilboð, frá Norður- verki, og er verið að athuga tilboðið. Þá hefur Vegagerðin boðið út -nt SPANSKFLUGAN LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR kom til Akureyrar eins og stormsveipur á laugardaginn og sogaði til sín stóran hluta bæjarbúa, er kusu að sitja í hita svækju hálfa þriðja klukku- NÝ RAFVINNUSTOFA UM siðustu mánaðamót var opnuð rafvinnustofa í Hjalteyr- argötu 4, Akureyri. Þar er ann- ast um viðgerðir og nýlagnir, gert við heimilistæki, teiknað- ar raflagnir o. s. frv. Eigendur fyrirtækisins, sem nefnist Rafljós h.f., eru raf- virkjarnir Hákon Guðmunds- son, Vilhelm Guðmundsson og Jóhann Sigurðsson. □ stund og rifja upp hvernig það er að hæja sig máttlausa- að Spanskflugu Arnolds og Bachs. Það hafði jafnvel tvær sýning- ar sama kvöldið, laugardag, og auglýsti enn sýningu í gær, þriðjudag, og í kvöld. Leikfélagið er í mikilli leik- för um landið. Leikendur fylla vel tylftina en leikstjóri er Guð rún Ásmundsdóttir, en auk hennar leilta: Gísli Ilalldórsson, Margrét Olafsdóttir, Ásdís Skúladóttir, Soffía Jakobsdótt- ir, Steindór Hjiirleifsson, Helga Stephensen, Karl Guð'munds- son, Sigurður Karlsson, Guð- mundur Pálsson, Kristinn Halls son, Jón Hjartarson og Auróra Halldórsdóttir. □ hraðbrautarkafla frá Höphner að flugvelli. Tilboðin verða opnuð 22. júní. Innan skamms verður bvrjað á byggingu nýrrar Glerárbrúar. En þá er ósagt það, sem e. t. v. er merkilegast. En það eru tilraunir Vegagerðarinnar með olíublandaðan ofaníburð, í stað vegarsalts, sem hefur reynzt illa. Þetta olíublandaða efni hefur verið lagt á veginn frá Akureyri að Hrafnagili, á kafla kísilgúrvegar og við Laxamýri. Verður fróðlegt að sjá, hvernig þetta reynist í sumar. □ umbótum stofnunarinnar, að húsakynni væru orðin alltof lítil, enda nær tveir áratugir síðan sjúkrahúsið var bvggt og hið fullbúna, deildarskipta sjúkrahús væri þá fyrst mögu- legt þegar nýjar byggingar risu. Þetta er bæði rétt og satt þegar litið er til framtíðarinnar, a. m. k. í ljósi þeirrar viðurkenndu heildarstefnu þessara mála, að góð sjúkrahúsþjónusta verði í hinum ýmsu landshlutum í stað þess að flytja sjúklinga til höf- u'ðborgarinnar og láta aðra deyja drottni sínum, sem þang- að komast ekki. En þrátt fyrir allt þetta, býr gamla Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri yfir ýmsum möguleik um, sem unnt er að nýta þar til „draumasjúkrahúsið“ rís af grunni og verður tekið í notk- un, eftir nokkur ár. Fréttamönnum gafst kostur á að kynnast breytingum á hand- lækningadeild á mánudaginn, sem þegar er búið að gera, og að sjá ný tæki, eina sendingu af mörgum, sem senn koma og bæði auðvelda og tryggja betri árangur hverskonar aðgerða á hinum sjúku. . Breytingarnar eru þær helzt- Eyfirðingamót á Sprengisandi EYFIRÐIN G AFÉLAGIÐ í Reykjavík hefir ákveðið að efna til hópferðar gamalla Ey- firðinga og fólks af eyfirzkum ættum- frá Reykjavík norður á Sprengisand um verzlunar- mannahelgina 31. júlí til 2. ágúst næstkomandi. Ætlað er að dvelja í sæluhúsinu „Tungna felli'1 við Jökuldal. Vænta sunnanmenn þess, að Eyfirðing ar norðan fjalla komi þar til móts við þá og blandi við þá geði og eigi með þeim glaðar stundir. Ferðafélag Akureyrar mun veita frekari upplýsingar um mót þetta og gangast fyrir ferð frá Akurevri inn á Sprengisand fyrir þó, er þess kynnu að óska. Skrifstofa Ferðafélagsins er opin á fimmtudagskvöldum frá kl. 18—19.30. □ Jón Aðalsteinsson til hægri og Gauti Arnþórsson. (Ljósm.: K D.)j ar, að nýr læknir, sem bæði er svæfingarlæknir og skurðlækn- ir, sérlærður í báðum greinum, sem mun harla óvenjulegt, er tekinn til starfa hjá þessari deild Fjórðungssjúkrahússins og er það Jón Aðalsteinsson frá Kristnesi. En aðrir sérlækn- ar eru Gissur Pétursson augn- læknir og Eiríkur Sveinsson háls-, nef- og eyrnalæknir, sem báðir hafa lækningaaðstöðu í sjúkrahúsinu, en jafnframt lækningastofur sínar úti í bæ. Þá hefur handlækningadeildin sérfræðing í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp, Bjarna Rafn- ar. Og sjálfur er nýi yfirlæknir- inn, Gauti Arnþórsson, skurð- læknir, mjög fjölmenntaður læknir í mörgum greinum hand (Framhald á blaðsíðu 4) HREYFING Á JÖKLINUM SVARFAÐARDALSÁ er korg- lituð mjög um þessar mundir og er óttast að silungur gangi ekki í hana fyrr en breyting verður á. Veiðimaður, sem fyrir nokkr- um dögum renndi fyrir silung í Svarfaðardalsá, varð ekki var og undrað'ist lit árinnar. Hann gekk nú upp með Teig- ará, sem var kolmórauð og allt til jökulsins, sem hún kemur undan. Mun hreyfing vera á jöklinum og orsaka korg árinn- ar, sem felhir í Svarfaðardalsá milli Búrfells og Mela og litar ána allt til sjávar. Skíðadalsá er hins vegar tær. □ Líffræðilegar rann- sóknir við Mývatn J LÍFFRÆÐILEGAR rannsóknir á Mývatni hófust fyrir viku, og verða þær til að byrja með fram kvæmdar af þeim Jóni Ólafs- syni haffræðingi og Hákoni Aðalsteinssyni, en síðar í sumar munu fleiri menn bætast við. Rannsóknir þessar eru fram- kvæmdar á vegum Iðnaðarmála ráðuneytisins og eiga niðurstöð ur þeirra að skera úr um stærð stíflu þeirrar sem áformað er að setja í Laxá. — Rannsóknir þessar munu taka um tvö ár. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.