Dagur - 22.12.1972, Blaðsíða 1

Dagur - 22.12.1972, Blaðsíða 1
Dagur LV. árg. — Akureyri, föstudaginn 22. des. 1972 — 61. tölublað XodaK ndaiéW m pappu FILMUhúsið akureyri SR. PETUR SIGURGEIRSSON VÍGSLUBISKUP í HOLASTIFTI: Jólasálmur Klettaf j allaskáldsins VART mun sá vegfarandi fara um Vatns- skarð hjá minnisvarða Klettafjallaskálds- ins mót víðum Skagafirði, að hann hugsi ekki til skáldjöfursins með mynd hans þar greipta í bergstöpli. Stephan G. Stephans- son var fæddur á Kirkjubóli við Víðimýri í Skagafirði 3. október 1853. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Stefánsson og Guðbjörg Hannesdóttir að Reykjarhóli í Skagafirði, Þorvaldssonar. Hjá þeim ólst hann þar upp fram yfir fermingu. Tvítugur að aldi'i fluttist hann með for- eldrum sínum vestur um haf og gerðist bóndi og landnámsmaður í Islandi hinu nýja. Þar ól hann síðan aldur sinn unz hann lézt 10. ágúst 1927. — Stephan G. Stephansson var meðal vitrustu og bezt menntuðu manna, sem Island, austan hafs og vestan, hefir átt og þó naut hann aldrei skólamenntunar sökum fátæktar. Mennt- unarþrá hans og þorsti var óslökkvandi. Allir þekkja skáldskap hans. Þó að hann lifði mestan hluta ævi sinnar fjarri ætt- landinu, vestur undir Klettafjöllum, voru yrkisefni hans íslenzkrar ættar. Hann minnir á elztu þjóðskáld vor og er öðrum fremur gagnauðugur af íslenzku máli og orðmyndum. Naumast verður sagt, að Stephan G. hafi verið trúarskáld, og þó slær hann á þann streng hjarta síns, eins og fram kem- ur í kvæðasafni hans. Þegar það gerist, er ekki um að villast, að hann er trúmaður og ber fölskvalausa lotningu fyrit höfundi kristinnar trúar, Kristi sjálfum. Og þegar hann yrkir þannig, er handbragð meistar- ans á verkinu, eins og í öðrum kvæðum hans. I æsku sinni’ ólst hann upp við lestur Vídalínspostillu, og það var honum æ síð- an kær bók. Hann segir þó sjálfur frá því, að það hafi ekki verið vegna guðfræðinnar hjá meistara Jóni, heldur hinu „hve brýnt var talað“. Mesta kvæði Stephans G. Stephansson- ar um trúarleg efni1, er vafalaust: „Eloi lamma sabakhthani!" (Guð mihn, hví hef- ir þú yfirgefið mig — orð Krists á kross- inum). Það er stórbrotið og máttugt kvæði um Jesú frá Nazaret. Byrjar hann á þessu Gleðileg jól farsælt nýtt ár! s -fss -«•? -wþ ^ -ísí-- <'& -ís'í j-ö'S* • kunna erindi': „Svo lítil frétt var fæðing hans, í fjárhúsjötu hirðingjans, að dag og ártal enginn reit, um aldur hans ei nokkur veit.“ Stephan G. er öllu tamara að yrkja um Jesú á leið hans til Golgata, um þjáningu hans, heldur en að taka til meðferðar aðra þætti1 úr lífi hans. „Það er ekki Kristur á klæðum-breidda veginum, sem að mann- kyninu varð minnisstæðastur. Það er Kristur með þyrnikórónuna, staddur í spotti spjátrunganna,“ segir hann. En það var á aðfangadagskvöld fyrir réttum 90 árum, 24. des. 1882, að skáldið setzt niður og yrkir um jólin og Jesú- barnið. Snortinn eins og barn á jólanótt heima í Skagafirði segir hann: Fyrir nokkru nú er hnigin sól, nálægð kveldsins boða aftanskuggar, nú er komin nótt og blessuð jól, náð og friður gleður jörð og huggar. Dásamlega, drottinn, faðir þín dýrð og tign á himnum uppi skín. Uppfyllt lotning undrast sálin mín ást og speki, er breytist ei né dvín. Þó ei lengur lýsi stjarnan skær, ljóma-björt og hinum öllum íegri, þessar fölu, fagurt skína þær, fagna komu barnsins hátiðlegri! Sérhver geisli sannleiksboði er, sendur hingað, drottinn Guð, af þér. Til þín, faðir, Ijós það lyftir mér, ljós þitt í, sem hvorki deyr né þverr. Það er nótt og klukkur kveða við, köldum hljómar gleðirödd í málmi, þær til lýðsins kalla: „Komið þið, Kristi fagnið glöð með jólasálmi.“ „Góða nótt og gleðilegust jól,“ gjörvalt óska virðist jarðar ból. Berst til himna, brennheit eins og sól, bæn sú upp að drottins veldisstól. Skáldið Stephan G. Stephansson horfir upp í stjörnubjartan himinninn, sem helg- ast af heilagri jólanótt. Kvöldið, kyrrðin og dýrðin, snertir hann eins og þegar hann var barn. Hann hugsar til Bethlehems- stjörnunnar, hvernig hún hafi lýst og ljóm- að meir en allar aðrar stjörnur þessarar helgu nætur. Nú er sú stjarna þar ekki lengur, en þá fá allar hinar fölu sinn jóla- ljóma, verða svo skærar og lýsandi, allar að fagna fæðingu barnsi'ns. Skáldið hrífst af þessarri ljósadýrð, og hverfur með geisl- unum til ljóssins sala á Guðs himni. Stephan G. heyrir með sínum innri eyr- um himneska hljóma. Það berst ti'l hans hjómur úr klukkum fermingarkirkjunnar hans. Hann veit, að málmur kirkjuklukk- unnar er kaldur í næturfrostinu, en klukk- an hljómar þó allt annað en kuldalega. Það er gleðirödd, sem þaðan heyrist. Hann þekkir öll þessi blæbrigði' í kvöld. Hátíð barnssálarinnar er komin. Ekkert á jörðu jafnast á við það, að alsælt barnið veiti jólunum viðtöku. Og þar er bænin heitust, — eins og Klettafjallasól getur orðið, bænin um gleðileg jól.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.