Dagur - 14.03.1973, Blaðsíða 1

Dagur - 14.03.1973, Blaðsíða 1
Námskeið fyrir frúnaðarmenn MÁNUDAGINN 12. marz hófst á Akúfeyri námskeið á vegum Menningar- og fræðslusam- bands alþýðu og Alþýðusam- bands Norðurlands, fyrir trún- aðarmenn á vinnustöðum. Mun ■ námskeiðið standa til laugar- dagsins 17. marz. Nú þegar er fullbókað í námskeiðið, en óger- legt er að taka fleiri nemendur að þessu sinni en fjörutíu og fimm. Leiðbeinendur á námskeiðinu verða: Sigurður Líndal, prófessor, Guðjón Jónsson, formaður fé- lags járniðnaðarmanna í Rvík, Oskar Garibaldason, formaður verkalýðsfél. Vöku á Siglufirði, Jón Ingimarsson, form. Iðju, fé- lags verksmiðjuf. á Akureyri, Jón Ásgeirsson, form. verkalýðs félagsins Einingar á Akureyri. Björn Guðmundsson, heilbrigð- isfulltrúi, Sigmundur Magnús- son öryggiseftirlitsmaður og Þóroddur Jónasson héraðslækn- ir taka þátt í umræðum og svara fyrirspurnum um heilbrigðis- og öryggismál. Námskeiðið er haldið í AI- þýðuhúsinu. Hér er um að ræða annað námskeiðið, sem þessir aðilar halda í sameiningu á Akureyri. Hið fyrra var haldið fyrir um það bil einu ári og fjallaði um sjóði og tryggingar og stóð í þrjá daga. Sýning á vegum Listasafns ASÍ. í tengslum við námskeiðið er svo haldin sýning á málverkum úr Listasafni ASÍ. Sýningin var opnuð í Alþýðuhúsinu sunnu- daginn 11. marz kl. 17 og er op- in hvern dag frá kl. 18—22 til föstudgasins 16. marz. Laugar- daginn 17. marz verður hún op- in til kl. 17 og lýkur þá. Við opnun sýningarinnar flutti Hjörleifur Sigurðsson listmál- ari, starfsmaður Listasafnsins, erindi um safnið og starfsemi þess. Sýningin er öllum opin og aðgangur er ókeypis. (F réttatilkynning), 18% aukning HEILDARSALA Iðnaðardeildar á s.l. ári nam 983 millj. kr., sem er aukning um 150 millj. eða 18.1% frá 1971. Aukning varð hjá öllum verksmiðjum deildar- innar, en mest hjá Skinnaverk- smiðjunni Iðunni, 47 millj. eða 27,5%. Af þessari sölu nam útflutn- ingur 340 millj. kr., sem er langt um meira en árið áður. □ RÁÐSTEFNA UM síðustu helgi var ráðstefna haldin á Hótel KEA á Akur- eyri, sem Félag viðskiptafræði- nema við Háskóla íslands stóð fyrir. Viðfangsefni ráðstefnunn- ar var samvinnuhreyfingin. O- hætt er að segja, að þessi ráð- stefna var öllum, er að henni stóðu, til mikils sórna,, enda sýnilega til hennar vandað. í því sambandi má benda á, að viðskiptafræðinemar höfðu lagt mikla vinnu í að safna saman í 180 blaðsíðu skýrslu helztu þáttum í starfsemi samvinnu- Rosenborg hét þetta hús við Eyrarlandsveginn, þvert yfir gangstétt og þótti farartálmi. Nú er liúsið horfið, var brotið niður fyrir nokkrum dögum. (Ljósm.: Eðvarð Sigurgeirsson). hreyfingarinnar, sögu hennar og hlutverki. Ráðstefnan hófst laugardag- inn 10. marz kl. 10 f. h. Þar gerðu nemendur grein fyrir skýrslu sinni, sem skiptist í fjóra hluti, en þeir eru: Söguleg þróun samvinnuhreyfingarinn- ar, kaupfélögin og starfsemi þeirra, starfsemi nokkurra deilda sambandsins og félags- og efnahagslegir þættir sam- vinnustarfsins. Eftir framsöguerindi um skýrsluna urðu nokkrar umræð r Olafur bekkur afhentur í Japan Ólafsfirði 12 marz. Hér hefur verið þíðviðri síðustu daga og snjór sigið mikið. Skíðamenn æfa nú af kappi, einkum göngu, því hingað er kominn mjög fær leiðbeinandi frá Svíþjóð. Afli hefur verið heldur treg- ur undanfarið. Einna skárst hef- ur gengið hjá netabátunum og hafa þeir fengið upp í 4—5 smá- lestir í umvitjun, en í dag voru aflabrögðin yfirleitt rýr hjá þeim. Togveiðibátarnir lönduðu hér fyrir helgina: Stígandi rúm- um 30 smálestum og Sigurbjörg 25 smálestum. Mótorbáturinn DÍSARFELL Á LEIÐ TIL ÍSLANDS DÍSARFELL, hið nýja skip Sambandsins, var afhent í Frederikshavn í Danmörku hinn 23. febr. og er nú verið að setja á það hlífðarlista og gera á því nokkrar minni háttar lag- færingar, sem nauðsynlegar eru vegna íslenzkra aðstæðna. í næstu viku fer skipið svo til Svendborgar, þar sem það lest- ar, en síðan mun það sigla heim og losa á Austfjörðum, Norður- landi og Vestfjörðum. Skipstjóri á Dísarfelli er Jón Kristinsson og yfirvélstjóri Eiríkur Sigurðs- son. □ Arn'ar, sem rær með línu, fékk einn góðan róður fyrir skömmu, en þá beitti hann loðnu. Frétzt hefur, að veiði hjá togveiðibát- unum hafi verið heldur líflegri síðustu daga. Atvinna hefur ekki verið nærri nóg, sem ekki er von, þar sem togveiðibátarnir eru nú að- eins tveir, sem leggja upp hjá hraðfrystihúsunum og aflinn afl inn jafn tregur, sem raun er á. En vonir standa til, að úr þessu rætist á næstunni, því að Ut- gerðarfélag Ólafsfjarðar hf. fær nýbyggðan skuttogara frá Jap- an snemma í maí. Flluthafar í þessu félagi eru: Ólafsfjarðar- bær, Hraðírystihús Ólafsfjarðar hf. og Hraðfrystihús Magnúsar Gamalíelssonar. Stjórn félagsins er skipuð þrem mönnum og er Ásgrímur Hartmannsson bæjar- stjórn formaður hennar. Með- stjórnendur eru Haraldur Þórð- arson framkvæmdastjóri og Sig- urgeir Magnússon verkstjóri. Hinn 10. febrúar sl. fór fram- kvæmdastjóri félagsins, Harald- ur Þórðarson, ásamt skipstjóra og vélstjóra, frá Reykjavík til Japans, til að fylgjast með loka- áfanga í smíði skipsins. Hinn 28. febrúar fór svo skips- höfn togarans, ásamt Svavari B. Magnússyni, sem er í varastjórn félagsins. Togarinn, sem er um 460 smálestir, hlaut nafnið Ólaf- ur bekkur ÓF 2. Var hann af- hentur 8. marz og heldur heim- leiðis um næstu helgi. Heimsigl- ingin tekur 45—50 daga. Þeir Sveinn Magnússon og Hörður Sigurðsson komu hing- að á föstudaginn með ársgaml- an, 12 smálesta bát, Haföldu, sem keyptur var í Hafnarfirði, og voru þeir aðeins 40 klst. frá Hafnarfirði og hingað norður. Báturinn fer á handfæraveiðar. Grásleppuveiði er hafin hér og vitjuðu tveir um í dag, eftir fjórar nætur, og fékk annar 50 en hinn 70 stk. Lofar þetta góðu. Einnig fengu þeir nokkuð af rauðmaga. B. S. ur, þar sem forystumenn sam- vinnuhreyfingarinnar bentu á ýmislegt það, er tvímælis ork- aði í skýrslunni, sem þó hlaut viðurkenningu, sem mikið verk. Áskell Einarsson flutti erindi um samvinnuhreyfinguna og byggðaþróunina síðdegis þenn- an fyrri ráðstefnudag og benti á það með ljósum rökum hvern þátt samvinnuhreyfingin hefur átt í því að halda uppi byggð í landinu. Yrði enn að treysta þessari hreyfingu fyrir stórum hlut í byggðajafnvægismálum. Síðan flutti Baldur Óskarsson ræðu um samvinnuhreyfinguna og lýðræðið og hvatti til aukinn- ar samvinnu á milli samvinnu- hreyfingarinnar og verkalýðs- hreyfingarinnar. Þá flutti Erlendur Einarsson ávarp og lýsti ánægju sinni yfir þeim áhuga, sem viðskiptafræði nemar sýndu samvinnustarfinu, en síðan hófust frjálsar umræð- ur og var þá m. a. beint spurn- ingum til Erlendar Einarssonar og Vals Arnþórssonar, sem þeir svöruðu, en gerðu jafnframt að umræðuefni ýmis atriði áður- nefndrar skýrslu, er þeir töldu rangar, eða á misskilningi byggðar. ' Á sunnudaginn hófst ráðstefn an að nýju með ræðu Gylfa Þ. Gíslasonar. Taldi hann sam- vinnuhreyfingna hafa miklu hlutverki að gegna í framtíð- VOR í GRÍMSEY Grímsey 12. marz, Nú er logn og vorblíða, og snjórinn að mestu horfinn. Bátarnir eru á sjó, dekkbátur og trilla með línu og aðrir með handfæri. Afl- inn hefur verið fremur lítill enn sem komið er. Fiskurinn er út- troðinn af loðnu og því er hann ekki gráðugur í beituna. Sjómenn afla rauðmaga í soð- ið, en stunda lítið þá veiði. Hins vegar munu einhverjir stunda grásleppuveiðina, en varla líður á löngu áður en grásleppan keYnur. Verði þorskafli sæmileg ur eða góður, munu flestir veiða POLLINN þorsk fremur en grasleppuna. í vor bætist 11 tonna dekkbát ur við bátaflota heimamanna. Hannes Guðmundsson og fleiri keyptu bát þennan frá Ólafsvík og kemur hann að lokinni vetr- arvertíð. inni, á tilteknum sviðum. Hún starfaði eftir þeim einkunnar- orðum, „hvað get ég gert fyrir meðbróður minn?“, sem þyrftu að vera enn meira ríkjandi í samvinnustarfinu en verið hefði. Þessu næst var þátttakendum skipt í umræðuhópa, er tóku ýmsa þætti samvinnumála til meðferðar og urðu umræður fjörugar og mjög gagnlegar. Skiptust menn þar á skoðunum og upplýsingum. Að síðustu gerðu talsmenn hópanna grein fyrir störfum þeirra á sameigin- legum fundi. í lok ráðstefnunnar flutti Stefán Reykjalín kveðjur bæjar stjórnar, en Ólafur Björnsson prófessor þakkaði móttökurnar fyrir hönd sunnanmanna en (Framhald á blaðsíðu 5) TVEIR BÁTAR TIL ÞÓRSHAFNAR TVEIR BÁTAR, hingað keyptir, komu til Þórshafnar á laugar- dagsnóttina. Annar heitir Vota- berg og var hann smíðaður fyr- ir mann frá Þórshöfn, sem bú- settur var í Vestmannaeyjum. Báturinn er 20 tonn, mjög álit- legur. Hinn bátinn á Árni Helga son, sem átti Fagranesið, og er báturinn 50 tonna stálbátur. Ég held, að Árni hafi verið í róðri í gær, en Votaberg mun stunda grásleppuveiðar. Ó. H. LOÐNA KOMIN í Þorrablót var fyrirhugað að halda, en það drógst og úr því varð svo ágætur góufagnaður um næstsíðustu helgi. — S. S. í GÆR veiddist ofurlítið af loðnu í Pollinum, og vona marg- ir, að framhald verði á þeirri veiði. Loðnan er óvenju snemma á ferðinni. Fisklítið hefur verið í firðinum undanfarið, en venj- an er sú, að þorskurinn fylgi loðnunni. Loðnan, sem veiddist í gær, var fryst, en einnig notuð í beitu. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.