Dagur - 25.07.1973, Blaðsíða 6

Dagur - 25.07.1973, Blaðsíða 6
MESSAÐ í Akureyrarkirkju kl. 11 f. h. á sunnudaginn. [ Pálmi Matthíasson stud. theol. predikar og séra Þór- hallur Höskuldsson, MöSru- völlum, þjónar fyrir altari. Sálmar nr. 447 — 450 — 183 — 308 — 518. — P. S. MESSAÐ í Lögmannshlíðar- kirkju kl. 5 á sunnudaginn. Pálmi Matthíasson stud. theol. predikar og séra Þór- hallur Höskuldsson, Möðru- völlum, þjónar fyrir altari. Sálmar nr. 43 — 207 — 360 — 534 — 684. Athugið að messan er kl. 5. — P. S. MUNIÐ Minningarsjóð Hlífar. Allur ágóði rennur til barna- deildar Fjórðungssjúkrahúss- ins á Akureyri. Spjöldin fást í Bókabúðinni Huld og hjá Laufeyju Sigurðardóttur, Hlíðargötu 3. GEYSISFÉLAGAR, yngri og eldri. Áríðandi æfing í kvöld, miðvikudag, kl. 8.30 í hús- næði Tónlistarskólans. Æfing in er vegna útfarar Odds Kristjánssonar. — Geysir. FRÁ íþróttafélaginu Þór, Akur- eyri. Dregið hefur verið í happdrætti félagsins. Eftir- talin númer hlutu vinning: Nr. 2352 utanlandsferð. Nr. 831 húsgögn. Nr. 1046 flugferð. Nr. 1965 flugferð. ____ SLYSAVARNAFÉLAGSKON- UR! í tilefni af 80 ára afmæli Sesselju Eldjárn er fyrirhug- að að fara með henni f skemmtiferð vestur í Vatns- dal laugardaginn 28. júlí. Lagt af stað kl. 8.30 f. h. frá Ferða- skrifstofu Akureyrar. Snædd ur hádegisverður í Húsmæðra skólanum á Blönduósi, síðan ekið í Vatnsdal og Svínvetn- ingabraut heim. Nánari upþ- lýsingar í símum 12108, 12777, 11522 og 21851. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir fimmtudagskvöld. Fjölmenn- ið. — Ferðanefndin. Þann 14 júlí sl. voru gefin saman í hjónaband í Akur- eyrarkirkju, ungfrú Anna Helgadóttir og Sigurpáll Jóns son. Heimili þeirra verður að Ránargötu 28, Akureyri. — Ljósmyndastofa Páls. HJÁLPRÆÐISHERINN Kveðjusamkoma fyrir CvWÍ?/) kaptein Berit Lian verð- ur n. k. sunnudagskvöld kl. 20.30 í sal Hjálpræðishers- ins. Börn úr Æskulýðsfélag- inu syngja og spila, ennfrem- ur verður einsöngur og tví- söngur. Allir hjartanlega vel- komnir. ZION. Biblíulestur fimmtudags kvöld kl. 9 í litla salnum (niðri). Bannað innan sextán ára. Þann 10. júní sl. voru gefin saman í hjónabarid í Hjarðar- holtskirkju í Dölum af séra Þórarni Þór, ungfrú Ásta Sig- urðardóttir og Gunnlaugur Magnússon. Heimili þeirra verður að Aðalgötu 30, Ólafs- firði. — Ljósmyndastofa Páls. GJAFIR og áheit: Til líknar- mála frá föður og syni kr. 200. — Til kristniboðs í Lambar- ene í Afríku frá hjónunum Guðrúnu og Birni Jónssyni kr. 10.000. — Til Lögmanns- hlíðarkirkju frá K. G. kl. 1.000. — Til Strandarkirkju 1 frá N. N. kr. 100. — Beztu þakkir. — Pétur Sigurgeirs- son. 'GJAFIR í Kristínarsjóð: Frú Rósa Ingimarsdóttir, Þórs- götu 19, Reykjavík, kr. 5.000. Randver Jóhannesson, Dvergs i i stöðum, kr. 1.000. — Með þökkum móttekið. — Lilja Jónsdóttir. ÁHEIT. Minningarsjóði Kven- félagsins Hlífar hefur borizt áheit að upphæð kr. 200 frá j- F. E. — Með þökkum mót- tekið. — Laufey Sigurðar- [ | dóttir. | Þann 14 júlí sl. voru gefin saman í hjónaband í Kaup- angskirkju af séra Bjartmari Kristjánssyni, ungfrú Hrefna Hallvarðsdóttir og Tryggvi Geir Haraldsson. Heimili þeirra verður að Kringlu- mýri 16, Akureyri. — Ljós- myndastofa Páls. Hinn 21. júlí sl. voru gefin saman í Akureyrarkirkju, ungfrú Hrefna Gunnhildur Torfadóttir stud. phil. og Magnús Gauti Gautason stud. phil. Heimili þeirra verður að Austurbyggð 11, Akureyri. iÍÍIÍÍlÍÍÍB: Til sölu Opel Cadett árg. ‘64 í því ástandi sem hann er. Verð kiv 45.000,00. tippís í síma 1-23-70. Opel Record árg. 1968 til sölu, m jög vel með farinn. Bíll á góðu verði ef samið er strax. Uppl. í síma 2-11-76 eftir kl. 19,00. Til sölu Volvo 144 De lux, árg. 1971. Einnig nýupptekin DMC dísel- vél. Sími 1-16-61. ÓDÝR BÍLL! Ford Juníor árg. 1948 til sölu á kr. 7 þúsund. Sími 1-19-98 eða í Skarðshlíð 17. Til sölu Skoda Comby árg. 1967. Uppl. á Skodaverkstæð- inu, sími 1-25-20. Ung Iijón óska eftir 2ja —3ja herbergja íbúð í vetur. Uppl. í síma 1-28-08 eftir kl. 5 virka daga. jÞrjár stúlkur óska eftir stóru herbergi til leigu strax. Reglusemi heitið. Uppl. í síma 1-25-42. Skrifstofuherbergi til leigu í Glerárgötu 20. Kristján P. Guðmundss., sími 1-29-10. Herbergi óskast til leigu frá og með 1. september. Uppl; í síma 6-11-96. Vantar herbergi strax, Uppl. í símá 1-19-55 eftir kl. 7 á kvöldin. Óskum að taka á leigu litla íbúð núna strax eða 1. september. Uppl. í símum 2-18-18 eða 2-18-17. DREGIÐ hefur verið í happ- drætti Knattspyrnufélags Ak- ureyrar, handknattleiksdeild. Upp komu eftirtalin númer: Nr. 2579 Sunnuferð fyrir tvo til Kaupmannahafnar og Rín- arlanda; Nr. 1914 málverk; Nr. 3521 málverk; Nr. 1119 úttekt hjá Cesar; Nr. 449 mið- nætursólarferð með Drangi; Nr. 3346 úttekt á bókum hjá Skjaldborg; Nr. 1504 spila- borð; Nr. 3573 úttekt hjá Örk- inni hans Nóa; Nr. 2313 út- tekt hjá Kr. Jónssyni & Co.; Nr. 3362 úttekt í Bókabúð Jónasar Jóhannssonar; Nr. 2350 frímiði á leiki IBA í sumar; Nr. 2434 frímiði á leiki ÍBA í sumar. Upplýsingar í síma 21891. — Handknattleiks deild K. A. — (Birt án ábyrgðar). Barnakerra til sölu. Sími 2-15-58. Til sölu barnakerra. Uppl. í síma 2-13-26. Philips plötuspilari til sölu. Uppl. í síma 2-18-31. Fallegur 15 feta hrað- bátur til sölu. 28 hest- afla Johnson utanborðs- mótor. Sími 6-11-26 eftir kl. 7 e. h. Super 8 sýningarvél sem getur sýnt normal 8, er til sölu í Löngumýri 3. Til sölu notaður ísskáp- ur, Hoover þvottavél, •strauborð og fl. Uppl. í síma 1-27-40. Til sölu lítill bátur með utanborðsmótor. Einnig Volvo P 544. Uppl. gefur Ágúst Jóns- son Efnavérksmiðjunni Sjöfn. Til sölu nýlegt sófasett (1+2+3 sæti) og hjóna- rúm í Stórholti 3, neðri hæð eftir kl. 8. Til sölu Copper reið- hjól. Uppl. í síma 1-27-16. ORUGGUR AKSTUR KLÚBBURINN Öruggur Akst- ur á Akureyri og Eyjafjarðar- sýslu hefur látið fræ og áburðar fötur Landverndar á helztu benzínsölustaði í bænum og minnir enn einu sinni vegfar- endur á, að taka með sér fötu og dreifa fræinu á þá staði, sem helzt er í þörf fyrir gróður. Föturnar kosta sem fyrr kr. 150 og skal þeim sem styrkja vilja Landvernd með framlagi sínu bent á þaþ, að þetta er ekki stórt framlag, 'en ef nógu marg- ir taka þátt í starfinu muriar töluvert um það. Að endingu óskar klúbburinn Öruggur Akstur öllum -vegfar- endum óhappalausrar og ánægjulegrar ferðar og ekki hvað sízt um komandi verzl- unarmannahelgi. □ „VORIÐ K 0 M“ Tíu sönglög eftir Birgi Helgason ÚT ER komin og í snotrum bún ingi bókin „Vorið kom“ og eru þar tíu sönglög eftir Birgi Helga son. Nótnaskrift annaðist séra Friðrik A. Friðriksson en teikn- ingar Aðalsteinn Vestmann. Þessi tíu lög eru við texta eftir Kristján frá Djúpalæk, Rósberg G. Snædal, Tryggva Þorsteinsson, Steingrím Arason og Magnús Pétursson. Má því segja, að allt sé verkið norð- lenzkt, því að auk þess, sem getið er, annaðist Bókaforlag Odds Björnssonar offsetprent- unina og er útgefandi. Það er ósköp notalegt að hafa bók þessa handa á milli og trú- lega leikur mörgum forvitni á að kynna sér hvað hún hefur að geyma. □ Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð við andlát og útför dóttur, stjúpdóttur og dóttursonar, KRISTJÖNU SIGURÐARDÓTTUR MUTCH og jÓNS MUTCH. Guð blessi ykkur öll. Fyrir hönd eiginmanns og föður. Sigurveig Ásvaldsdóttir, Eriðrik Friðriksson, Sigurður Jörgensson, Sigrún Gissurardóttir, Júlíanna Andrésdóttir. Faðir okkar ODDUR KRISTJÁNSSON, Hríseyjargötu 15, verður jarðsunginn f rá Akureyrarl|irkju fimmtu- dagiríh 16. júlí kl. 13.30. Jóhann Oddsson, Júlíus Oddsson. Faðir okikar, tengdafaðir og afi, JÓHANN STEINSSON trésmíðameistari, Þórunnarstræti 114, sem arídaðist 18. júlí s. I., verður jarðsettur frá Akureyrarkirkju föstudaginn 27 .júlí kl. 13.30. jóhanná Jóhannsdóttir, Geirlaugur Jónssdn, Soffía Jóhannsdóttir, Hreiðar É. Jónsson, Aðalbjörg Kragh, Bjarni Kragh, Sigríður Jóhannsdóttir, Valtýr Bjarnason, Marsibil Jóhannsdóttir, Trausti Sveinsson, Gígja Jóhannsdóttir, Valdimar Ólafsson og barnabörn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.