Dagur - 01.09.1976, Blaðsíða 1

Dagur - 01.09.1976, Blaðsíða 1
öKimE SlGURÐUR ElNARSSON ;. s'imi 214 30 Akurcyri, miðvikudaginn 1. sept. 1976 — 36. tölublað Hey brann í Hrísgerði Á sunnudaginn lágu sldp og bátar inni á Þórshöfn og þá var hátíð haidin í tilefni af nýkeyptum tog- ara og nýju frystihúsi. (Ljósm.: E. D.) Nesi í Fnjóskadal, 30. ágúst. Fyrir fáum dögum brunnu um 800 hestar af heyi í Hrísgerði í Fnjóskadal. Þar býr Davíð Her- bertsson ásamt konu sinni og börnum. Heyið, sem brann, er mikill meirihlutinn af heyi bóndans og er tjónið því mjög tilfinnanlegt. Talið er, að kvikn að hafi í út frá rafsuðutækjum. Búið var að steypa grunn og nokkra veggi nýrrar hlöðu, en heyhlaðan átti að öðru leyti að vera stálgrindahús, og þetta mikla hey, sem brann, var í þessu hálfbyggða húsi, og mjög þurrt. Þá bættist það við, að nokkur vindur var og gerði það slökkvistarf erfiðara ásamt vatnsskorti. Slökkvilið kom frá Akureyri og margt manna úr sveitinni. En við eldinn varð ekki ráðið, nema fjárhús, þar nærri, voru varin. Hátíðahöld voru á Þórshöfn Þórshafnarbúar héldu hátíð um helgina í tilefni af nýkeypta togaranum Fonti og ennfremur í tilefni af því, að tekið er í notkun á staðnum nýtt frysti- hús. Þegar blaðamaður Dags var þarna á ferðinni á sunnu- daginn, voru bátar og skip í um helgina höfn, Fontur fánum prýddur, nýkominn úr annarri veiðiferð Raforkuframleiðsla' Laxárvirkj uuar Stjórn Larárvirkjunar kynnti fréttamönnum Laxárvirkjun á föstu- daginn, 27. ágúst. Vatnsaflstöðvar við Laxá framleiða um eða yfir 20 megavött. Fyrsta stöðin var tekin í notkun 1939 og skilaði 1,5 megavöttum. Árið 1944 var raforkuframleiðslan aukin um 3 megavött og 1953 um 8 megavött. Síðasta virkjunin var byggð 1973 og skilar hún 8—9 megavöttum. Samtals framleiða því Laxárstöðvarnar 20—21 megavött. Disilstöðvar á Oddeyri geta framleitt 7,5 megavött og nýja disil- stöðin á Rangárvöllum 6,9. Er þá ótalin gufustöðin í Bjarnarflagi, sem framleiðir 3 megavött. Samtals eru þetta 36,4—37,4 megavött. sinni með 75 tonna afla en 80 tonn fékk hann í þeirri fyrstu. Þá lá Langanes, nýtt stálskip, við bryggju þennan dag, en það stundar rækjuveiðar á djúp- miðum á vegum Hafrannsóknar stofnunarinnar. Götur á Þórshöfn eru mjög FRIÐA BJÖRNSDÓTTIR BLAÐAMAÐUR Um miðjan þennan mánuð heldur Fríða Björnsdóttir blaða maður vestur um haf og tekur við ritstjórastarfi við vestur- íslenska blaðið Lögberg-Heims- kringlu. Hefur hún verið ráðin þar um fjögurra mánaða skeið. Fríða hefur um margra ára skeið verið blaðamaður hjá Tímanum og er framúrskarandi fær og dugleg í starfi. □ Ytri-Nýpum í Vopnafirði, 30. ágúst. Það var aðeins frostkali í nótt, eftir mikla hita undan- farna daga. Hitinn fór í 26 gráð Ur á föstudaginn. Laxar, veiddir í Selá, eru farnir að nálgast 700 og í Hofsá hef ég heyrt að búið væri að veiða um 1100 laxa. En í báð- um þessum ám var mjög treg veiði fyrsta hálfa mánuðinn en síðan góð veiði. Og þriðja lax- veiðiáin er Vesturdalsá og þar hefur maður heyrt um góða veiði. í samtali við frystihússtjór- Leikfélag Akureyrar mun nú í þann veginn að hefja starf. Leik hússtjórinn, Eyvindur Erlends- son, er kominn úr sumarleyfi sínu og Suðurlandsrigningunni, fundur mun hafa verið haldinn í stjórn Leikfélagsins í gær og þá væntanlega tekin ákvörðun um fyrsta verkefni félagsins á því leikári, sem nú fer í hönd, og við það miðað að frumsýna klassiskan gamanleik í október- mánuði. □ ann kom fram, að vinna hefði verið samfelld í frystihúsinu, eftir að trillurnar fóru að fiska, þrátt fyrir heldur lélegan afla í allt sumar. En nú verður ekki tekið á móti fiski þegar sauð- fjárslátrun hefst um miðjan septembermánuð, því þetta er eitt og sama húsið. Sennilega hefur aldrei verið meira byggt í Vopnafjarðar- kauptúni. Bændur eiga mikil og ágætlega verkuð hey. Allan ágústmánuð var samfelldur þurrkur, en í júlí var tíu daga úrkomusöm veðrátta og þótt eitthvað lítils háttar af heyjum hrektust þá, er það varla til að hafa orð á því. Þ. Þ. Oddvar Nordli, í forsætisráðherra Noregs. Allvel sýnist ganga með Kröflulínuna. Stauralínan er komin og verið er að ganga frá þvertrjám á staurunum. Hey munu vera heldur minni hér í sveit en í fyrra, en þau eru einstaklega vel verkuð. V. K. sundur grafnar, enda verið að skipta um jarðveg í þeim og leggja nýjar leiðslur, til undir- búnings malbikun, sem fram á að fara næsta sumar. Blaðið hafði lauslegt samband við Bjarna Aðalgeirsson, nýráð- inn sveitarstjóra, og frystihús- stjórann, Sveinbjörn Hannes- son, og létu þeir báðir vel yfir atvinnumálum nú, enda þarf nú mikið til, að standa undir vöxt- um og afborgunum af miklum fjárfestingum, bæði þeim, sem nefndar hafa verið og íbúða- byggingum í kauptúninu. Q fallhlífarstökki Fallhlífarklúbbur Reykjavíkur hefur að undanförnu gengist fyrir námskeiði í fallhlífar- stökki fyrir byrjendur. Tuttugu manns tóku þátt í námskeiðinu, þar af fimm konur. Ákveðið er, segir í fréttatilkynningu til blaðsins, að halda slíkt nám- skeið á Akureyri og hefst það 6. september. Lágmarksaldur er 16 ár og ennfremur þurfa þátt- takendur að standast s. k. 3. flokks læknisskoðun. Allur út- búnaður verður til staðar s. s. hjálmar, stígvél, gallar, aðalfall hlíf og varafallhlíf. Notuð verð- ur flugvél af Cessna-gerð, sem hentar mjög vel til þessara nota. Kennari verður Sigurður Bjark lind. Að námskeiði loknu veður stofnfundur fallhlífaklúbbs hér á Akureyri. Q TÍU ÁRA Á þessu hausti eru tíu ár liðin síðan Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf. tók til starfa. Fyrsta bókin kom út 25. nóvember 1966. Það var bókin LANDIÐ ÞITT eftir Þorstein Jósepsson. Hún hefur verið ein mest selda bókin á landinu síðan. ásamt öðru bindi bókarinnar sem Steindór Steindórsson frá Hlöð- um samdi. í tilefni 10 ára afmæli bóka- útgáfunnar hefur fyrirtækið ákveðið að gefa almenningi kost á að eignast DÝRARÍKI í S- LANDS með sérstaklega hag- stæðum greiðsluskilmálum fram til afmælisdagsins 25. nóvem- ber n. k., en nú mun rétt rúmur helmingur upplagsins vera óseldur. Q FRÁ LÖGREGLUNNI Um helgina var rólegt. Tveir voru teknir fyrir meinta ölvun við akstur. Tíu manns gistu hjá okkur í fangageymslunum um helgina. Q Forsætisráðherra Noregs gestur Á sunnudaginn komu til Norður lands forsætisráðherra Noregs, Oddvar Nordli, og sjávarútvegs ráðherra, Eivind Bolle, ásamt Geir Hallgrímssyni forsætisráð- herra og Gunnari Thoroddsen iðnaðarráðherra, ráðuneytis- stjórum og sendiherrum, ásamt eiginkonum. Flugvél gestanna lenti á Aðal dalsflugvelli og þaðan var farið í Mývatnssveit og dvalist þar fram eftir degi. Kröfluvirkjun var m. a. skoðuð. Til Akureyrar kom svo hópurinn á sjöunda tímanum um kvöldið og bauð bæjarstjórn þá til kvöldverðar á Hótel KEA. í kvöldverðarboðinu ávarpaði Valur Arnþórsson forseti bæjar stjórnar Akureyrar gestina og forsætisráðherra Noregs þakk- aði móttökur. Oddvar Nordli forsætiráð- herra, samráðherra hans og frítt föruneyti, kom í opinbera heim- ,sókn hingað til lands á föstu- daginn og mun hafa haldið heimleiðis í gær. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.