Dagur - 02.03.1977, Blaðsíða 1

Dagur - 02.03.1977, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI DAGUR LX. ARG. AKUREYRI, MIÐVIKUDAGINN 2. MARS 1977 9. TÖLUBLAÐ Hagi sló í gegn Hagi h.f. á Akureyri átti hagstæðasta tilboðið í smíði 184 eldhúsinnréttinga í nýjar íbúðarblokkir á Keflavíkurflugvelli. í þessu efni átti Hagi í samkepyni við erlenda aðila, sem inn- lenda. Tilboð Haga hljóð- aði upp á 40 milljónir króna, en þetta fyrirtæki hefur um margra ára skeið framleitt og selt staðlaðar eldhúsinnréttingar í eining um og hefur framleitt tvö þúsund. Haukur Árnason hefur einkum skipulagt framleiðslu þessa. Haga- eldhúsin, sem svo eru köll- uð, eru landsþekkt og talin hafa margt sér til ágætis. Er ánægjulegt að þetta norðlenska fyrirtæki hefur enn einu sinni vakið verð- skuldaða athygli. □ 8gæ . Kröfur ASÍ Á kjaramálaráðstefnu Al- þýðusambands íslands var samþykkt ályktun um kröfugerð í næstu samn- ingum og felst meðal ann- ars í henni eftirfarandi: Lágmarkslaun verði 100 þúsund á mánuði, að við- bættum hækkunum frá 1. nóv. sl. Fullar verðbætur verði greiddar á laun og fram- lengt verði samkomulag um lífeyrismál frá febrúar 1976. Þá voru samþykktar kröf ur um breytta efnahags- stefnu stjórnvalda og að- gerðir af þeirra hálfu. Áhersla er lögð á, að gengið verði frá sérkröfu- gerð fyrir 15. mars og öll- um kjarasamningum verði sagt upp þannig, að þeir verði úr gildi fallnir frá og með 1. maí n. k. □ Fjárhagsáætlun Akureyrar samþykkt Á síðasta bæjarstjórnar- fundi var fjárhagsáætlunin samþykkt við síðari -um ræðu og hafði ekki tekið verulegum breytingum frá því hún var lögð fram. Hækkun frá fyrra ári er um eða yfir 40%, enda má kalla áætlun þessa fram- kvæmdaáætlun, þar sem hitaveitan ber hæst. Niður stöðutölur fjárhagsáætlun- arinnar eru um 1480 millj. króna. Þá er það eftirtektarvert við afgreiðslu þessa máls, að áætlunin var sambykkt samhljóða, og sjálfstæðis- menn féllust þannig á stefnu hins leiðandi meiri- hluta bæjarstjórnar. □ Leikstjórarnir við Eyjafjörð um þetta leyti: Frá vinstri. Guðrún Alfreðsdóttir, Þórhildur Þorleifs- dóttir, Kristín Olsoni, Aðalsteinn Bergdal, Gestur E. Jónasson, Hallmundur Kristinsson leikmynda- teiknari, Eyvindur Erlendson og Herdís Þorvaldsdóttir. (Ljósm.: Norðurmynd) Togaraaflinn glæðist á Sauðárkróki Sauðárkróki 28. febrúar. Ein- kennileg er veðráttan, logn og bjartviðri dag eftir dag og vik- um saman. En stundum hefur mælst meira frost á Sauðár- króki en á öðrum stöðum á land- inu, af hverju sem það stafar. Sem betur fer þolum við vel þetta frost, því hitaveitan sér okkur fyrir góðum hita í hverju húsi, og þeir sem úti vinna að staðaidri, eru ekkert loppnir þótt eitthvað frjósi. En nú virð- ist hlákan á leiðinni. Nokkuð bar á dýrbýtum í Austurdal í haust og höfðu menn hug á að fækka . þeim nokkuð ef unnt reyndist. Krist- ján Guðjónsson, bóndi á Skata- stöðum skaut þrjá refi sömu nóttina og hafði skotið tvo áður og Helgi bóndi á Merkigili mun hafa verið búinn að skjóta tvo refi áður. Borið var út hræ til að auðvelda veiðiskapinn. Togarinn Skafti kom inn í dag með 110 tonn af fiski. Flot- varpa var um borð og var henni kastað einu sinni, en mest af aflanum var veitt í botnvörpu. Bjargaði lítilli telpu Gamall maður í Ægissíðu á Grenivík, Jóhannes að nafni, sá á föstudaginn eitthvað á floti í sjónum þar framundan og gerði tengdadóttur sinni, Hrafnhildi Hallgrímsdóttur, aðvart. Hún hljóp til, óð út í sjóinn og náði þar þriggja ára telpu, írisi Gísla dóttur. Óskar Valdimarsson bar þar að og lífgaði hann telpuna með blástursaðferð. Hún var svo flutt í sjúkrahús en er kom- in heim og er við góða heilsu. íris litla hafði verið að leik í fjörunni, ásamt fimm ára systur sinni, er þetta vildi til. □ Afli togaranna var fremur lé- legur í janúar og fram í febrúar- mánuð, en hefur glæðst veru- lega upp á síðkastið, svo að síðustu landanir voru sæmi- legar. Tónlistarskóli Skagafjarðar Gunnarsstöðum í Þistilfirði 1. mars. Sérstakt veðurfar hefur ríkt að undanförnu, eindæma stillt og gott. Bátarnir eru eitt- hvað byrjaðir að reyta, Langa- nesið með troll, Fagranesið og Borgþór með llínu, en þetta eru nú stærstu bátamir okkar. Auk þess er svo togarinn Fontur, sem hefur lent í bilunum á þessu ári, en hann er á veiðum núna og eitthvað er að glæðast hjá honum. Hér taka flestir bændur ull af fé sínu á vetrum og er rún- ingur hafinn. Hver tekur af hjá sér, en ekki er þó allt fé vetrar- rúið, þótt þetta hafi færst í vöxt og gefist vel. Allir eiga vélklipp- ur, en þó þykir þetta fremur erfitt verk, en ærnar eru fegnar að losna við reifið. Klaki er ekki mikill í jörðu en svellin eru ákaflega mikil hér hjá okkur, hvernig sem fer í vor. En svellin ógna kali, Fundur um skattamál Halldór Ásgrímsson alþingis- maður flytur erindi um skatta- mál á fundi framsóknarmanna á Hótel KEA 4. mars klukkan 20.30. Sjá auglýsingu um þetta efni á öðrum stað í blaðinu í dag. □ hefur ráðið norsk hjón til starfa og er að því mikill fengur. Á föstudaginn efndi kvenfélaga- samband Skagafjarðar til sam- komu í safnahúsinu. Dr. Jónas Kristjánsson sýndi þar gömul handrit og skýrði þau, en þá komu þessi hjón fram og skemmtu. Frúin lék á slag- hörpu en maðurinn söng og var gerður góður rómur að. G. Ó. hversu sem úr rætist að þessu sinni. Klúbbar og félög halda sam- komur og hafa ýmis konar fé- lagsstarfsemi. Kvenfélagið er að því leyti merkilegt, að það byggði sér hús á Þórshöfn, heilsuræktarstöð, og rekur hana. Þangað koma konurnar daglega og njóta baða og leik- fimi. Og mér skilst að karlarnir séu ánægðir með þetta, ásamt konunum, finna jafnvel ein- Undanfarin ár hefur félagið unnið að því að fá sérfræðinga í sykursýki hingað í heimsókn, svo að sjúklingar hér gætu feng ið sömu meðferð og á göngu- deild sykursjúkra í Reykjavík. í síðasta mánuði komst þetta í framkvæmd. Þá kom hingað Þórir Helgason, yfirlæknir, ásamt matarsérfræðingi og tóku til rannsóknar og leiðbeininga hóp félagsmanna, og er ákveðið að þessar heimsóknir haldi áfram. Þessi læknisheimsókn markar tímamót í sögu félags- ins. Síðan samtök sykursjúkra voru stofnuð í Reykjavík 25. nóv. 1971 hafa þau unnið mikið fyrir þetta málefni. Má þar nefna útgáfustarfsemi auk Líflegt er á Dalvík Dalvík 1. mars. Á föstudaginn var frumsýndur hér sjónleikur- inn Pétur og Rúna. Síðan var sýning í gær, sú þriðja verður í kvöld og næstu sýningar verða á föstudags- og laugar- dagskvöldið. Sex netabátar komu í gær með 46 tonn og Sólbakur land- aði hér 120 tonnum. Arnarborg er nýkomin með 7 tonn af rækju, af Grímseyjarmiðum. — Myndsýning Halldórs Halldór Pétursson listmálari opnaði yfirlitssýningu í Gallery Háhól, Glerárgötu 34, á laugar- daginn. Þar er fjöldi teikninga og vatnslita- og olíumynda. Flestar myndanna eru till sölu. Sýningin verður opin til sunnu- dagskvölds, 6. mars. Halldór Pétursson er kunnur listamaður. Á síðasta ári hélt hann rómaða sýningu á Kjar- valsstöðum. □ 2500. fundurinn Á þriðjudaginn í næstu viku verður þess minnst, að þá verð- ur 2500. bæjarstjórnarfundur Akureyrarkaupstaðar haldinn. Munu bæjarfulltrúarnir, og væntanlega fleiri, gera sér ein- hvern dagamun. □ hvern mun á konum sínum. En um þetta er ég ekki dómbær, af skiljanlegum ástæðum. Undanfarið hefur verið auð- velt að rekja tófuslóðir og hafa nokkrir menn hér um slóðir drepið á milli 20 og 30 tófur. Stutt er síðan ég lauk við skattaskýrsluna mína, og svo mikið er víst, að aldrei hefur á síðari árum verið eins léleg afkoma hjá bændum og síðast- liðið ár. Ó. H. göngudeildarinnar. Hefur Sam- hjálp dreift hér ritum samtak- anna s. s. „Nokkur orð um sykursýki11, þýtt fræðslurit og tímarit sykursjúkra „Jafnvægi“. Hafa þessi rit verið sjúklingun- um kærkomin. Þá hefur Sam- hjálp selt hér jólakort undan- farin ár til ágóða fyrir málefni sykursjúkra. Fólk með sykursýki á Norður landi getur snúið sér til ein- hvers úr stjórninni ef það óskar að gerast félagsmenn. í stjóm Samhjálpar eru: Gunnlaugur P. Kristinsson, for- maður, Þóra Franklín, María Pálsdóttir, Jóhann Bjarmi Sím- onarson og Eiríkur Sigurðsson. (Fréttatilkynning) Mikil svell - kalhætta Félag sykursjúkra

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.