Dagur - 23.03.1977, Blaðsíða 1

Dagur - 23.03.1977, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI DAGTJR LX. ARG. AKUREYRI, MEÐVIKUDAGINN 23. MARS 1977 13. TÖLUBLAÐ 230 mannslífum bjargað Innan Slysavarnafélags ís- lands starfa nú 85 björg- unarsveitir víðs vegar um land. Við strendur landsins og á fjallvegum starfrækir félagið 72 skýli, auk 25 björgunarstöðvarhúsa. í skýlum þessum er nauð- synlegur búnaður. Björgunarsveitir SVFÍ eru skipaðar 2400 reynd- um mönnum, sem ætíð eru tilbúnir til hjálpar nauð- stöddum. Frá 1966 til 1975 hefur 230 mannslífum verið bjarg að úr strönduðum skipum hér við land, þar af 136 ís- lendingum, og þegar þær tölur eru hafðar í huga, má með sanni segja, að hið fórnfúsa starf fólksins í hin- um ýmsu deildum Slysa- varnafélags íslands beri ár- angur, og að störf þess beri að styðja. □ 8 Kirkjuvikan vel sótt að vanda Kirkjuvikan á Akureyri var vel sótt að venju. Þar voru mörg erindi flutt, m.a. af fólki, sem ekki leggur ræðumennskuna fyrir sig, en átti erindi í ræðustól. Margir hafa óskað þess við blaðið, að það birti sumar, eða jafnvel allar ræður, er þar voru fluttar. Því er til að svara, að enginn hlutur væri sjálfsagðari og ánægju legri en að fólk ætti þess kost að lesa ræður kirkju- vikunnar. En því miður leyfir hið takmarkaða rúm ekki birtingu þeirra hér í blaðinu, nema um stutta úrdrætti væri að ræða, eða leystur væri fjárhagsvandi af aukinni útgáfu í þessu skyni. Kirkjuvikur á Akureyri ná til fjölda fólks, sem færi nokkurs á mis ef þær legð- ust niður. Hin mikla aðsókn sýnir vinsældir þeirra. □ Tíminn 60 ára Hinn 17. mars varð Tím- inn sextíu ára. Fyrsti rit- stjóri hans var Guðbrand- ur Magnússon. En Jónas Jónsson frá Hriflu og Tryggvi Þórhallsson gerðu hann að miklu og út- breiddu áhrifablaði, öðr- um mönnum fremur. Hann var fyrst fjögurra síðna vikublað, málgagn nýstofn- aðs stjórnmálaflokks, Fram sóknarflokksins, s t u d d i samvinnuhreyfinguna og hafði alhliða framfarir á landsbyggðinni allri á dag- skrá. Dagur árnar Tíman- um allra heilla á ókomnum árum. □ Fjölmenni við útför Hermóðs Togararnir Marinó Þorsteinsson í hlutverki sölumannsins í leikriti Miller. Sölumaður deyr Leikfélag Akureyrar hefur nú sýnt sjónleikinn, Sölumaður deyr, við góðar undirtektir áhorfenda. Sérstaka athygli vekur Mar- inó Þorsteinsson í hlutverki sölumannsins, sem hann leikur af næmum skilningi og þrótti, á eftirminnilegan hátt. Sýningum fer að fækka og er fólki bent á að láta ekki þessa merkilegu sýningu fram hjá sér fara, ef það fer í leikhús á annað borð. □ Nú er Jötunn aftur kominn af stað á Laugalandi. Ljósm. Eðv. Sig. Útför Hermóðs Guðmundsson- ar í Árnesi var gerð frá Nes- kirkju í Aðaldal síðastliðinn fimmtudag að viðstöddu óvenju- legu fjölmenni. Búnaðarsamband sýslunnar, Ræktunarsambandið Akur og Búnaðarfélag Aðaldæla óskuðu að kosta útförina, en Hermóður var formaður allra þessara sam- taka. Húskveðju í Arnesi flutti Vigfús B. Jónsson á Laxamýri og þar flutti sóknarpresturinn, séra Sigurður Guðmundsson, kvæði Valtýs Guðmundssonar, og Heiðrekur Guðmundsson flutti kveðju hins látna til ekkj- unnar, Jóhönnu Steingríms- dóttur, er Heiðrekur hafði fært til bundins máls. Séx-a Sigurður Guðmundsson flutti líkræðu og jarðsöng, en í kirkju tóku til máls, auk hans, Þorgrímur Starri Björgvinsson, Stefán Jónsson og Heiðrekur Guðmundsson. Síðan var gestum boðið til veitinga í Hafralækjarskóla og munu hátt á fimmta hundrað manns hafa komið þangað, eftir að hafa fylgt hinum látna til grafar. □ Frá lögreglunni Um fyrri helgi var stolið ný- legu logskurðartæki af Harris- gerð, ásamt tilheyrandi slöngum og mælum. Tækjum þessum var stolið á Slippstöðvarbryggjunni, og eru þeir, sem upplýsingar kynnu að geta gefið, vinsam- lega beðnir að láta vita. Á mánudaginn landaði Kald- bakur um 180 tonn. Svalbakur landsaði 198 tonn- um 16. mars. Aflaverðmæti 13,34 milljónir króna. Harðbakur landaði 172 tonn- um 8. mars. Aflaverðmæti 13,6 milljónir króna. Sléttbakur landaði 11. mars 95 tonnum. Aflaverðmæti 6,5 milljónir króna. Sólbakur landaði 117 tonnum 14 mars. Aflaverðmæti 9 millj. Fyrir helgina fóru 10.793 kassar af freðfiski í skip frá ÚA á Bandaríkjamarkað og á mánudaginn var 1325 pökkum af skreið skipað út, væntanlega á Níferíumarkað. □ Nokkrir fulltrúar á ráðstefnunni. Nýráðinn æskulýðsfulltrúi er lengst til vinstri. (Ljósm. E. D.) Nýr æskulýðsfulltrúi fremur ræddu þeir við Her- mann Sigtryggson æskulýðs- fulltrúa Akureyrarbæjar. Kom fram hjá öllum mikill áhugi á starfi þessa nýja aðstoðaræsku- lýðsfulltrúa kirkjunnar og má vænta góðs samstarfs af þeirra hálfu. Ráðstefnunni lauk með kvöld fundi á laugardagskveldi. Þar fluttu nokkrir félagar í ÆFAK söngva úr væntanlegri söngbók, sem nefnd á vegum ÆSK hefur unnið að og gefin verður út í haust á vegum ÆSK og Æsku- lýðsskrifstofunnar í Reykjavík. Liðlega 20 manns sótti ráð- stefnu þessa, sem tókst í alla staði mjög vel. (Úr fréttatilkynningu). Auk ofanritaðra sátu ráðstefn- una sr. Jón A. Baldvinsson, sem tekið hefur við ritstjórn Æsku- lýðsblaðsins, sr. Pétur Þórarins- son sem er forstöðumaður bréfa- skóla ÆSK. Séra Jón Kr. ís- feld annaðist þennan þátt starfs- ins frá upphafi, en lét af því embætti eftir langt og giftu- drjúgt starf nú um síðustu ára- mót. Á laugardag sat einnig sumarbúðanefnd ÆSK ráð- stefnuna, en formaður hennar er sr. Sigurður Guðmundsson. Að kveldi laugardags heimsótti biskupinn, hr. Sigurbjörn Ein- arsson, ráðstefnuna. Ráðstefnugestir áttu viðræð- ur við bæjarstjórn og bæjar- stjóra Akureyrar í hádegis- verðarboði sem bæjarstjórnin bauð til á laugardag, og enn- Dagana 18.—20 mars sl. efndi Æ.S.K. í Hólastifti til ráðstefnu í Hvammi á Akureyri. Biskup íslands hefur nýverið skipað nýjan aðstoðaræskulýðsfull- trúa, akureyringinn Jóhann Baldvinsson, og mun hann hafa aðsetur á Akureyri. Hlutverk ráðstefnunnar var að ræða starfssvið og starfssvæði þessa nýja fulltrúa og tengsl hans við ÆSK. Ráðstefnuna sóttu, auk hans, stjórn og varastjórn ÆSK, æskulýðsfulltrúi sr. Þorvaldur Karl Helgason, ]aðstoðaræsku- lýðsfulltrúi Stína Gísladóttir og Hrefna Tynes starfsmaður æskulýðsskrifstofunnar í Rvík. í Hólastifti

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.