Dagur - 02.06.1978, Blaðsíða 6

Dagur - 02.06.1978, Blaðsíða 6
Karlakórinn Heimir í Skagafirði minnist 50 ára starfsafmælis Stofnendur karlakórsins Heimis. Karlakórinn Heimir á 50 ára starfsafmæli á þessum vetri, af því tilefni hafði kórinn samsöng og hóf í félagsheimilinu Miðgarði laugar- saginn 29. apríl. Kórinn var stofn- aður 28. des 1927. Helsti hvata- maður að stofnun kórsins var hinn kunni söngmaður Benedikt Sig- urðsson bóndi á Fjalli, en stofn- endur voru 10, þar á meðal þessir 2 frábæru raddmenn, Haraldur Jón- asson Völlum (tenor) og Benedikt Sigurðsson (bassi). Söngstjóri fyrsta árið var Gísli Magnússon Eyhildarholti. Pétur Sigurðsson frá Geirmundastöðum tók við söng- stjórninni um tíma og gaf kórnum nafnið Heimir, sem hann hefur borið síðan. Haustið 1929 tók Jón Björnsson þá bóndi í Brekku við stjórn kórsins og var söngstjóri Heimis óslitið um 40 ára skeið. Síðasti samsöngur Heimis undir stjóm Jóns Bjömssonar mun hafa verið er kórinn söng á vegum land- búnaðarsyningarinnar í Laugar- dalshöllinni síðia sumars 1968. Söngstjórar hafa verið síðan Árni Ingimundarson og Ingimar Pálsson núverandi söngstjóri. 40 söngfélag- ar eru nú í Heimi. Tveir úr hópi stofnendanna, þeir Bjöm Ólafsson og Halldór Bene- diktsson eru enn starfandi félagar í kórnum og hafa verið það óslitið í þau 50 ár sem kórinn hefur starfað. Formaður kórsins Þorvaldur Ósk- arsson þakkaði þeim mikil og óeigingjörn störf og færði þeim skrautrituð heiðursskjöl sem virð- ingar og þakklætisvott fyrir ómet- anleg störf fyrir kórinn öll þessi ár. Draflastaðakirkja í Fnjóskadal Á síðastliðnu ári, 1977, varð Draflastaðakirkja í Fnjóskadal fimmtíu ára gömul. Afmælisins var minnst með sér- stakri hátíðamessu 17. júní, og fór þá einnig fram ferming. Við þetta tækifæri bárust kirkj- unni ýmsar mikilsverðar gjafir: Ungu presthjónin á Hálsi, frú Ingibjörg Svava Siglaugsdóttir og séra Pétur Þórarinsson, gáfu altar- isklæði og síðar Messusöngbók. Kvenfélagið Björk í Draflastaða- sókn gaf messuklæði: rikkilín, hökul og stólu. Hefur það oft áður fært kirkju sinni verðmætar gjafir og veitt henni annan mikilsverðan stuðning. Þórey Jóhannesdóttir og Gísli Jónsson frá Grímsgerði gáfu skáp til þess að geyma í messuklæðin. Ásrún Pálsdóttirog Jón G. Pálsson, systkin frá Garði, gáfu fjórar blómasúlur með tilheyrandi dúk- um í minningu um foreldra sína, Pál G Jónsson og Elísabetu Árna- dóttur og systkin sín látin. Arnór Karlsson frá Veisu sendi blóm til að skreyta kirkjuna fagurlega þennan dag. Fyrstu fermingarbörn þessarrar kirkju - fyrir fimmtíu ár- um - og ýmsir fleiri færðu henni einnig peningagjafir, er námu á annað hundrað þúsund krónum. Þegar rafmagn var leitt í kirkjuna fyrir fáum árum gáfu böm Kari- tasar Sigurðardóttur og Karls Kr. Amgrímssonar og frændsystkin þeirra, sem einnig eru bamabörn 6.DAGUR Þá heiðraði hann Árna Ingimund- arson einnig á sama hátt. Þorvaldur Óskarsson afhenti Jóni Björnssyni þessu næst 2 góða hluti frá kórnum, tónsprota úr silfri með fíiabeins- skafti og áletruðu nafni Jóns Bjömssonar og hörpu greifta úr silfri á steinstétt og áletruðu nafni Jóns og þakkir fyrir 40 ára söng- stjóm, eru þetta kjörgripir hinir mestu. Kómum bárust einnig góðar gjafir á þessum merku tímamótum þ.á.m. kr. 100.000 — frá Kaupfélagi Skagfirðinga og Ingimar Pálsson söngstjóri afhenti form. kr. 50.000 — Páll Pétursson alþ.m. varaform. Heklu sambandi norðlezkra karla- kóra flutti kveðjur og árnaðaróskir og færði Heimismönnum fagra Helgu Sigurðardóttur og Sigurðar Jónssonar, er bjuggu á Draflastöð- um langa tíð, vandaðan ljósabúnað í kirkjuna, refil á kirkjugólfið og sálmabækur til minningar um þau. - Auk þessa, sem nefnt hefur verið, ber einnig að geta, að á liðnum ár- um og áratugum hefur kirkjunni borist margt mikilsvert í gjöfum, áheitum og vinnuframlögum, ómetanlegur stuðningur fámenn- um söfnuði. Sama ætt hefur setið staðinn meira en hálfa aðra öld og látið sér sérstaklega annt um það sem kirkj- unni við kemur. Hinn 7. maí síðastliðinn mættu við guðsþjónustu á Draflastöðum börn og afkomendur fyrrverandi hjóna, Jónasínu Dómhildar Jóhannsdóttur og Karls Ágústs Sigurðssonar, og færðu kirkjunni skímarfont, forkunnar vandaðan og fagran grip, til minningar um þau. Inga Karlsdóttir frá Drafla- stöðum skreytti kirkjuna með blómum. Við þetta tækifæri prédikaði séra Pétur Ingjaldsson prófastur á Skagaströnd, en hann er kvæntur elstu dótturdóttur hjóna þeirra, sem gjöfin er helguð. Fyrir allar hinar verðmætu gjaf- ir, vinarhug og trúnað við kirkjuna og hlutverk hennar, vill sóknar- nefndin þakka. Fyrir hönd sóknarnefndar Draflastaðakirkju Jón Kr. Kristjánsson Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak- ureyri berast gjafir. Frá Grími Valdemarssyni og Jónínu Ásg. Jakobsdóttur, Geislag. 9 kr. 50.000. Gjöf frá S.Á. kr. 25.000. Ágóði af hlutaveltu barna Eddu, Lindu og Rut kr. 4.850. Gjöf frá N.N. kr. 45.000. Til minningar um Klöru Gisladóttur frá dætrum hennar Heiðdísi, Hólmfríði og Sigríði Eysteinsdætrum kr. 40.000 Til minningar um Sæ- mund Guðmundsson frá Fagrabæ frá eiginkonu hans Guðrúnu Jónsdóttur kr. 100.000. Frá öskudagsliði Grjót og aska kr. 1.524. Frá öskudagsliði Sverris Árnason- ar Beykil. 7 kr. 2.143. Gjöf til bamadeildar frá ungum stúlkum kr. 12.000. Til minn- ingar um Sigrúnu Bergmann Tómasdóttur til barnadeildar frá M. kr. 25.000. Hlutavelta barna til barnadeildar frá Hrönn, Guðrúnu og Heiðdísi kr. 5.671. Gjöf frá Ingveldi Svanhildi Pálsdóttur Hóla- braut 15,kr. 10.000. Hlutavelta bama: Anna, Lilja og Hugrún kr. 3.100. Áheit frá A.G. kr. 10.000. Til minningar um Magnús Helga Sigurbjörns- son frá foreldrum hans kr. 100.000. Gjöf frá ónefndri konu kr. 5.000. Gjöf frá N.N. kr. 200. Gjöf frá Jónínu, Friðriku og Þóru kr. 2.000. Gjöf frá Ingibjörgu Bjarna- dóttur kr. 15.000. Gjöf frá Rósu Kristinsdóttur kr. 2.000. Áheit frá Önnu Ólafsdóttur kr. 5.000. Beztu þakkir Torfi Guðlaugsson. blómakörfu frá Heklu. Þá ávarpaði Þórður Þorsteinsson form. Karla- kórs Bólstaðahlíðarhrepps kórfél- agana óskaði þeim giftu og góðrar framtíðar og afhenti formanni Heimis blómakörfu frá vinum þeirra og nágrönnum í Bólstaðar- hlíðarkórnum en milli þessara ná- grannakór hefur ávallt verið gott samstarf og samvinna. Á þessari afmælissöngskrá kórs- ins voru 19 lög. Einsöngvari með kómum var Þórunn Ólafsdóttir frá Reykjavík (skagfirðingur að ætt) og undirleikari Árni Ingimundarson. Var einsöngvara og kór sérlega vel tekið og varð kórinn að endurtaka mörg lögin. Jón Björnsson hafði æft nokkra eldri Heimisfélaga, voru í þeim hópi nokkrirsem hættir eru að syngja með kórnum, svo og aðrir sem starfa enn í kórnum. Einsöngvari með þeim var Pétur Sigfússon, en hann var söngfélagi í Heimi í 27 ár og hefur sungið ein- söng á fleiri konsertum með kórn- um en nokkur annar. Að lokum söng svo kórinn Skagafjörðinn sem Jón Bjömsson stjórnaði, og voru þá kallaðir upp á pallinn allir núver- andi og fyrrverandi Heimisfélagar sem sátu hófið. Af heimamönnum fluttu ávörp Gísli Magnússin, Halldór Bene- diktsson og Ingimar Bógson flutti kvæði. Pálmi Runólfsson á Hjarð- arhaga mælti fyrir minni kórsins á léttan og skemmtilegan máta. G.Ó. Jón Sigurgelrsson Iðnskólanum slitið Iðnskóla Akureyrar var slitið 30. maí. Skólastjórinn, Jón Sigurgeirs- son, sem stjórnað hefur skólanum um langt árabil, hefur sagt upp starfi og formaður Iðnskólanefnd- ar, Halldór Arason, þakkaði hon- um mikil og heillarík störf í þágu skólans. Skúli Magnússon færði skóla- stjóranum gjöf frá samkennurum og öðrum samstarfsmönnum í tij- efni þessara tíma-móta. Nánar- verður sagt frá skólanum síðar. ORÐ DAGSINS SÍMI - 2 18 40 Taka undir áskoranir um aukið viðhaid og upp- byggingu vega Aðalfundur Kvenfélagsins Hjálpln í Saurbæjarhreppi, hald- inn að Sólgarðl 25,apríl s.l., vill taka undir áskoranlr, sem fram hafa komið um aukið viðhald og uppbyggingu vega í Eyjafjarðar- sýslu, ennfremur hversu brýn þörf er á brú yfir Eyjafjaröará í nágrenni Hrafnagilsskóla. Fundurinn minnir á vegarkafla norðan Saurbæjar, meira en hálfrar aldar gamlan, sem er eina umferð- arleiðin á þessu svæði. Einnig er vakin athygli á hættu þar sem Eyjafjarðará brýtur holbakka við vegakanta í nágrenni bamaskólans í Sólgarði og ekki hefur verið reynt að stemma stigu við þrátt fyrir endurteknar ábendingar. Þá hafa aldrei verið sett upp aðvörunar- merki við bamaskólann í Sólgarði, þó vegurinn liggi þar um hlaðið. Fimmíudaginn 11. maí s.l. færði kvennadeild Verkalýðsfélagsins Einingar fœðingardeild Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri að gjöf 16 stk. ung- barnakörfur. Um leið og við þökkum góða gjöf óskum við kvennadeildinni góðs gengis í framtið. F.h. F.S.A., Torfi Guðlaugsson tf\ Innilegar þakkir til allra þeirra mörgu, sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför, Marínu Baldursdóttur, Lundarbrekku, Bárðardal. Sérstakar þakkir viljum við færa læknum og starfsfólki Hand- læknisdeildar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri fyrir frábæra hjúkrun og umönnun [ erfiðri sjúkdómslegu hennar. Guð blessi ykkur öll. Sigurður Sigurgeirsson, Sigurgelr Sigurðsson, Hjördís KHstjánsdóttir, Baldur Slgurðsson, Amalía Jónsdóttir, Hjörtur Sigurðsson, Vera Kjartansdóttlr Atll Slgurðsson, Kristín Sigurðardóttir, og barnabörn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.