Dagur - 26.07.1978, Blaðsíða 8

Dagur - 26.07.1978, Blaðsíða 8
DAGUR RAFGEYMAR í BfLINN, BÁTINN, VINNUVÉUNA VEUIÐ RÉTT MERKI Kvenfélagasamband Suður-þingeyinga: Mótmæla hávaða á skemmtistöðum Aðalfundur Kvenfélagasambands Suður-Þingeyinga var haldinn í barnaskólanum i Bárðardal dagana 12. til 13. júlí. Mörg mál voru til mcðferðar á fundinum og m.a. var rætt um garðyrkjumál, ungbarna- , eftirlit og hávaða frá danshljóm- sveitum. Á fundinn mætti Sigurveig Sigurðardóttir, varaformaður Kvenfélagasambands Islands. Fær Bílaklúbbur Akureyrar svæði fyrir bílaíþróttir í nágrenni bæjarins? í síðustu dagskrá til bæjar- stjórnarfundar má lesa eftirfar- andi: „Borist hefur erindi frá bæjarráði, sem vísað er til skipulagsnefndar. Þar fer Bíla- klúbbur Akureyrar fram á það við bæjarstjórn, að fá veitingu fyrir landssvæði fyrir bifreiða- íþróttir, um 1 -1,5 ferkílómetrar að flatarmáli. Skipulagsnefnd felur bæjarverkfræðingi að kanna hvort hægt sé að verða við beiðni þessari í landi Akur- eyrarbæjar, og bendir á svæði ofan malbikunarstöðvar sem hugsanlegan möguleika“. Erindi var sent til Landbúnaðar- ráðuneytisins og Búnaðarfélags fs- lands, þar sem skorað var á ráða- menn að hlutast til um að fenginn væri sem fyrst garðyrkjuráðunaut- ur í hálft starf á vegum Ræktunar- félags Norðurlands. Ákveðið var að senda áskorun til Heilsugæslu- stöðvarinnar á Húsavík, um að aft- ur verði tekið upp eftirlit ungbarna í heimahúsum á svæðinu. Sam- þykkt var að skora á ráðamenn fé- lagsheimila að þeir hlutist til um að draga úr þeim mikla hávaða, sem nú tíðkast á skemmtistöðum og vitað er að getur valdið heyma- skemmdum. Farið hefur fram nokkur undan- farin ár merkjasala á vegum sam- bandsins til styrktar Dvalarheimili aldraðra á Húsavík og nemur söfn- unarfé nú á aðra milljón króna. Grunnskólabörn fá forgang til tannlækna í marzmánuði síðastliðnum gekkst Tannlæknafélag Norðurlands fyrir könnun á tannlæknisþjónustu við skólabörn á Akureyri Niðurstöður könnunarinnar staðfesta þann grun að aðeins röskur helmingur barn- anna á kost á nauðsynlegum tann- viðgerðum. Þar sem aldursflokkar grunn- skólans eru meðal þeirra sem sízt geta verið án tannlæknis, hafa tannlæknarnir á Akureyri ákveðið að gera tilraun til að veita þeim forgang, eftir vissum reglum sem hér verða kynntar. Fyrst um sinn nær þessi viðleitni eingöngu til barna fæddra I970 og búsett eru á svæðinu frá Arnarnes- hreppi til Grýtubakkahrepps (Ak- ureyri, Arnarneshr., Skriðuhr., Öxnadalshr., Glæsibæjarhr., Hrafngilshr., Saurbæjarhr., Öng- ulsstaðahr., Svalbarðsstrandarhr., og Grýtubakkahr.). Þau börn sem samkvæmt könn- uninni eiga tannlæknisþjónustu vísa, halda henni áfram hjá við- komandi tannlækni og þurfa ekki að láta heyra frá sért Þeir forráða- menn barna fæddra 1970 sem vilja notfæra sér þetta geta hringt í síma Byssueigendur verða að endurnýja byssuleyfi sín Samkvæmt nýjum lögum og reglu- gerðum, eiga allir byssueigendur hér á landi, að endurnýja byssuleyfi sín fyrir næstu áramót. Verður nú búin til nákvæm spjaldskrá yfir leyfishafa og ennfremur fyrir skot- vopnin. Eru byssueigendur minntir á þetta. Rólegt var hjá lögreglu bæjarins um helginá og umferðaróhöpp, svo sem árekstrar, hafa verið með minnsta móti. Á tjaldstæðum bæj- arins hefur verið einkar friðsamt það sem af er sumrinu, allt fram til síðustu helgar. 24749 kl. 17-19 dagana 31.7. - 4.8. og á öðrum tímum frá 7. ágúst. Þá verður ákveðinn fjöldi nafna skrif- aður á lista hvers tannlæknis og farið þar að óskum fólks að eins miklu leyti og unnt reynist. Athygli skal vakin á því að þessi börn verða ekki kölluð inn til skoðunar, heldur þarf eftir sem áð- ur að panta tíma fyrir þau á tann- læknastofunum. Mörgum finnst eflaust að hér sé allt of skammt gengið, þetta sé brýn nauðsyn fyrir miklu stærri hóp. Því er til að svara að við núverandi að- stæður hlýtur aukin þjónusta við skólabörn því miður að þýða minni þjónustu við aðra sem á þurfa að halda, en reynslan mun hinsvegar sýna hvort þetta sé vísir að víðtæk- ari, skipulegri tannlæknisþjónustu fyrir börn, segir í tilkynningu frá Tannlæknafélagi Norðurlands um þetta efni. Sit í hreppsnefnd samkvæmt guðs dómi Gunnarsstööum, Þistilfirði 24. júlí. Hér er hin versta leiðindatíð. í allt vor hefur verið kalt og hiti naumast farið yfir 10 stig. Spretta er orðin nokkur, þrátt fyrir kuldana og flestir hófu slátt á föstudaginn í síðustu viku og einstaka maður fyrr. Á þremur bæjum er verulegt kal. Laxveiðimenn dunda við árn- ar, en ekki veit ég um árangur veiða í þeim. Togarinn okkar, Fontur, fór í söluferð með afla sinn í síðustu viku og seldi fyrir sæmilegt verð. í vondri tíð, svo sem nú er, yrkja vondir strákar vondar vísur. Það gerðist hér í vor, að mig skorti eitt atkvæði til að ná kosningu í hreppsnefndina, en í henni hef ég setið í tvo áratugí. En svo var ástatt, að við fengum jöfn atkvæði þrír og varð þá að draga og leita með því guðs dóms í málinu. Þar átti ég at- kvæðið víst og flaut inn á hlutkesti og gerði ég þá þessa vísu: Ég er aðeins maður púls og puðs og prýði naumast sveitir fyrir- manna En sit í hreppsnefnd samkvæmt vilja guðs en svo er ekki um alla mína granna. Ó. H. u • Ferða mannatíminn er hafinn Umlerð á vegum eykst stöð- ugt og nær eflaust hámarki um verslunarmannahelgina. Það hefur komið fram, í skýrslum Umferðarráðs, að slysum hefur fjölgað ískyggi- lega á árinu - sé miðað við liðið ár. Ástæður óhappanna eru eflaust margar, en of hraður akstur og ónóg tillit- semi við aðra vegfarendur vega þungt á metunum. Hins vegar má ekki gleyma þeim sem aka löturhægt, því þeir ökumenn halda öðrum fyrir aftan sig í lengri eða skemmri tíma eru ekki síður hættulegri en kappakstursmennirnir. Vegfarendur - stuðlum að bættri umferðarmenningu og fækkun slysa á vegum landsins. • Lítil þjónusta íbúi í Glerárhverfi hringdi og benti á að lítið væri um opin- bera þjónustu s.s. pósthús í Glerárhverfi. Sömu sögu er að segja um banka, en síðan Landsbanktnn lagði niður útibú sitt hafa íbúar hverfis- ins orðið að fara í Miðbæinn tll þess að reka erindi sín á þeim vettvangi. Með auknum íbúaf jölda í Glerárhverfi getur ekki talist óeðlilegt að fram- angreindar þjónustustofnan- ir, og e.t.v. fleiri leyti, eftir að- stöðu þar. Má vera að ein- hverjir aðilar séu þegar komnir af stað og ætli að setja upp útibú í Glerárhverfi, en ekki hefur blaðið frétt af neinum slíkum áformum. 0 Víða hefur verið mokafli \s Fregnir hafa borist um það, að mokafli sé á flestum fiski- miðum umhverfis landið og hafi svo verið um tíma. Akur- eyrartogararnir hafa komíð með 200-300 tonn úr sínum veiðiferðum að undanförnu, svo nærtækt dæmí sé tekið og er sá fiskur af miðunum fyrir norðan og vestan land. Aflinn er góður þorskur og er þetta óvenjulegt á þessum árstíma. ÚA hefur reynt að selja hluta aflans til Suður- lands, Austurlands og einnig til Vesturlands, en þar hefur alls staðar verið fullt af físki. Sum útgerðarfélög hafa selt afla sinn í Færeyjum. í sum- um verstöðvum, svo sem á Snæfellsnesi hafa bændur hlaupið undir bagga til að bjarga miklum aflaverðmæt- um og hafa þeir þó ærið á sinni könnu á þessum árs- tfma. 0 30daga þorskveiði- bann Sjávarútvegsráðuneytið hef- ur gefið út reglugerð, sem felur í sér 30 daga þorsk- veiðibann skuttogaranna, sem eru með aflvél 900 bremsuhestöfl eða stærri. Banníð gildir á tímabilinu 12. júlí til 15. nóvember n.k. Þá felur reglugerðin einnig í sér, að á tímabilinu frá 1.-7. ágúst eru allar þorskveiðar í ís- lenskri landhelgi bannaðar 0 Tímispá- manna ókominn Spákerlíngar nútímans fóru enn einu sinni á stúfana, veifuðu sínum kaffibollum yf- ir höfði sér, lásu á stærsta hallamál heimsins, sem er aðal stöðvarhúsið við Kröflu, skrásettu rúnir margra jarð- skjálftamæla og þar af sjö nýrra, settu þrjár milljónir tonna af bráðnu grjóti þrjá kflómetra í jörðu niðri á sína vísdómsvog og spáðu eld- gosi. Spádómurinn kom ekki fram að þessu sinni. Tími hfnna tölvuvæddu spámanna nútímans til að spá óorðnum hlutum virðist enn ekki kom- inn. Mokafli Akureyrartogara Mannekla og helgarvinnubann torvelda vinnslu Samkvæmt upplýsingum frá skrif- stofu Útgerðarfélags Akureyringa hf. hafa togararnir aflað mjög vel undanfarið og svo mun vera um land allt. Landanir togaranna eru sem hér segir. Kaldbakur landaði 10. júli 229 tonnum. Aflaverðmæti 25 milljónir króna. Hann lauk löndun á mánu- daginn, 250 -300 tonn. Svalbakur landaði 5. júlí 194 tonn- um. Aflaverðmæti 21,4 milljónir krónur. Hann bíður nú löndunar með 300 tonna afla. Harðbakur landaði 13. júlí 192 tonnum. Aflaverðmæti 22 milj. kr. Sléttbakur landaði 17. júlí 176 tonnum. Aflaverðmæti 21,6 milljón króna. Sólbakur landaði 20. júlí 116 tonn. Aflaverðmæti 12,8 milljónir króna. Leitað hefur verið eftir löndun- um erlendis, en þar er ekki um markað að ræða eins og er. Hrað- frystihús Útgerðarfélagsins hefur, vegna manneklu og helgarvinnu- banns, þurft að salta verulegan hluta af afla togaranna undanfarið. En helgarvinnubannið, sem nú gildir í frystihúsum, þýðir ekki innan við 200 tonn á mánuði eða einn góðan togarafarm af fiski. Utflutningsbanninu frestað Á fundi hjá framkvæmdanefnd Verkamannasambands fs- lands á mánudaginn var sam- þykkt að beina því til aðildar- félaga sambandsins að út- flutningsbanni þeirra yrði frestað. Segir í samþykkt Verkamannasambandsins að þetta sé gert í trausti þess að gengið verði til samninga við það á grundvelli krafna þess um fullar og óskertar vfsitölu- bætur, og óskert álag á yfir- vinnu. Segist Verkamanna- sambandið munu grípa til nýrra aðgerða fáist ekki stað- festing á því að gengið verði til samninga.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.