Dagur - 22.09.1978, Blaðsíða 7

Dagur - 22.09.1978, Blaðsíða 7
a° sPyrna ^°8Ua ukufsveÍrJ6l'i PPHRBKjyK .Idursson.'^X'iW'K^^V^KM M'sigorvcgawr ^ i/»hannsson Bílaklúbbur Akureyrar hélt sina fyrstu sandspyrnukeppni við Dalvik þann 27. ágúst sl. Rúmlega 2000 áhorfendur voru viðstaddir. Til keppni höfðu verið skráð alls 15 farartœki og var þeim skipt í þrjá flokka: mótorhjóla-, fólksbíla- og jeppaflokk. Fyrir keppnina hafði farið fram mikil undirbúningsvinna. Fyrst var svœðið heflað, síðan bleytt og að lokum þjappað. Fengin voru að láni startljós og tímatökutœki frá Kvart- míluklúbbnum í Reykjavík svo sem nákvœmastir tímarfengjust. Úrslit í mótorhjólaflokki urðu þau að Heiðar Jóhannsson varð sig- urvegari á 6.80 sek. Heiðar keppti á Kawazaki Z 1000. 1 öðru sceti varð Valgeir Guðmundsson á Yamaha 500 TT. Tími Valgeirs var 8.13 sek. í þriðja sœti hafnaði Stefán Finn- bogason á Yamaha 360. Tími hans var 8.29 sek. 1 fólksbílaflokki sigraði Þórir Tryggvason á Chevrolet pick-up með 283 kúbik tommu vél. Tími Þóris var 9,64 sek. (Tekið skal fram, að bíll Þóris er ekki með fjórhjóla- drifi). í öðru sœti varð Jóhann A. Kristjánsson á Ford Mustang með 400 kúbik tommu Chevrolet vél. Tími Jóhanns var 9,91 sek. í þriðja sœti hafnaði svo Steindór G. Stein- dórsson á Dodge Dart G.T. með 273 kúbik tommu vél. Steindór fékk tímann 12,47 sék. í jeppaflokknum var mœttur til leiks Benedikt Eyjólfsson, en hann á íslandsmetið í sandspyrnu - 5,53 sek. Til höfuðs honum voru mœttir skœðustu jeppar norðan heiða. Ekki höfðu þeir erindi sem erfiði i þetta sinn, því Benedikt sigraði og ók brautina á 7,07 sek. Vélin í Will- ys-jeppa Benedikts er 428 kúbik tommur, frá Pontiac. í öðru sœti var Sigurður Baldursson á Willys með 327 kúbik tommu Chevrolet vél. Tími Sigurðar var 7.91 sek. íþriðja sœti varð svo Haukur Jóhannsson á Ford Bronco með 302 kúbik tommu vél. Tími Hauks var 8.22 sek. Til gamans má geta þess, að tveir Akureyringar, þeir Heiðar Jó- hannsson og Sigurður Baldursson héldu viku síðar til keppni á ís- landsmeistaramótinu i sandspyrnu sem haldið var við Hraun i Ölfusi. Náðu þeir stórgóðum árangri - sigr- uðu báðir í sínum flokki. Heiðar sigraði í mótorhjólaflokki með sandspyrnudekkjum og Sigurður í jeppaflokki B, en þar er keppt á venjulegum dekkjum. Sigurður náði ennfremur nœst- besta tíma af öllum jeppum er til keppni komu og verður það að telj- ast mjög góður árangur. Er það von okkar klúbbsmeðlima að keppni þessi hafi vakið almenna athygli og orðið bifreiðaíþróttum til framdráttar og sýnt fram á þörfina á því að koma keppnum af þessu tagi á lokað svœði. Að lokum viljum við þakka þeim er hjálpuðu okkur að gera þessa keppni mögulega og þá ekki hvað síst slökkviliðsstjóranum á Dalvík og aðstoðarmanni hans, og einnig varaformanni Kvartmíluklúbbsins Jóhanni A. Kristjánssyni. Stjórn BA SpHfiyrr-'^tiánsson (v»rð sfTra J6hann., steindórs80” Q-'aurvegararVfó^sbtoflo^ Qg sS,gUTKrir Trygg^. 4’Jk 1. annar) Þórn i DAGUR.7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.