Dagur - 30.11.1978, Blaðsíða 1

Dagur - 30.11.1978, Blaðsíða 1
I MIKLU ÚRVALI GULLSMiÐIR , SIGTRYGGUR & PÉTUR 1 AKUREYRI DAGXJR LXI. árg. Akureyri, fimmtudagur 30. nóvember 1978 75. tölublað Baggaböndin Rosknir menn í Skjald- arvík bregða gjarðir og fleira, sem hestamenn nota oft en vantar stundum. Baggaböndin, sem til falla á vetrum og er að mestu fleygt á bæjum, væru vel þegin í Skjaldarvík. Árni Haraldsson í Böggla- geymslu KEA á Akur- eyri veitir baggaböndum móttöku, ef bændur vildu koma þeim þangað og hann mun síðan komá þeim í réttar hendur. Norðmenn voru í ,,bindindi“ Norðmenn voru margar vikur í einskonar bind- indi vegna verkfalls starfsmanna áfengis- verslunarinnar þar í landi. Sala áfengis jókst mjög í “Svíþjóð á sama tíma vegna kaupa Norð- manna þar, en áfengis- neyslan í Noregi var þó mjög lítil, miðað við venju, þennan tíma. Áhrifin létu ekki á sér standa: Slysum fækkaði, færri leituðu til afvötn- unarstöðva, handtökum ölvaðra fækkaði og af- brot urðu færri. Verk- falli starfsmanna áfeng- isverslana er nýlega lok- ið. •K* Fullveldis- tónleikar Tónlistarskólinn á Ak- ureyri efnir til fullveld- istónleika í sal skólans, sunnudaginn 3. des. kl. 17. Flutt verða verk eftir íslenska höfunda, söng- lög eftir ýmis tónskáld, fiðlusónata eftir Jón Nordal, ísl. þjóðlög fyrir píanó og sessó eftir Haf- liða Hallgrímsson og kvartett og píanóstykki eftir Leif Þórarinsson. Flytjendur eru Kennar- ar og nemendur Tónlist- arskólans. Aðgangur er ókeypis. Jafnframt verða laugardagstónleikar kl. 13 að venju, en þeir eru einnig ókeypis og haldnir vikulega. Rétt er að benda fólki á ágæta fyrirlestra Leifs Þórar- inssonar um kvartetta Beethovens, en þeir eru á þriðjudögum kl. 20.30. (Fréttatilkynning) "■ y-.. A'i SJálfvirka símstöðiná Akureyri stækkuðum 10OO númer á moraun Á morgun, föstudag, verður tek- in í notkun 1000 nr. stækkun sjálfvirku símstöðvarinnar á Akureyri. Um leið verður hægt að afgreiða þá sem eiga pantaða síma og má gera ráð fyrir að það verði hægt næstu eitt og hálft til tvö ár án frekari stækkunar. Nú er að verða um eins og hálfs árs bið frá því að númeralaust varð og liggja fyrir um 450 pantanir og 30 millistöðva flutningar sem ekki hefur verið hægt að af- greiða fyrr en nú. Ekki er lokið við uppsetningu sima á öllum þessum pöntunum en unnið er að því að fullum krafti, helstu erfiðleikar eru línuleysi í eldri hverfum bæjarins og að fólk er ekki heima. Með þessari stækkun er lokið mikilli breytingu í sjálfvirku sím- stöðinni á Akureyri þar sem 1. áfangi var útskipting sjálfvirku langlínumiðstöðvarinnar. 2. áfangi var útskipting á 1000 nr. i stað eldri gerðar sjálfvirku sím- stöðvarinnar hér á Akureyri 3. áfangi var síðan 1000 nr. stækkun þannig að með því er símstöðin orðin 5000 nr.stöð. Þrátt fyrir þessa stækkun eru fyrirsjáan- legir erfiðleikar á því að hægt verði að afgreiða síma í ný hverfi á næsta ári vegna vöntunar á stofnlínum frá símstöð þar sem ekki liggur fyrir samþykkt á lagningu þeirra vegna fjárskorts. Kísiliðjan í Mývatnssveit DæSingu lokið Framleiðslan hefur sjaldan gengið betur Fyrir skömmu hættu starfsmenn Kísiliðjunnar í Mývatnssveit að dæla kísilgúr úr Mývatni. Á þessu ári hafa fengist u.þ.b. 60 þúsund tonn af kísilgúr úr vatninu og á það magn að endast verksmiðjunni til vors. Nú standa yfir athuganir hvernig draga megi úr rykmengun í verksmiðjunni og vonast er til að mengun af þessu tagi verði úr sögunni innan tíðar. Þess má geta að athuganir á ryki í Kísilverk- smiðjunni voru gerðar í fyrsta sinn s.l. sumar. í sumar var dælt í þró nálægt verksmiðjunni, en um % hlutar kísilgúrsins fóru í nýja þró sem er utan sprungusvæðisins. Sú þró var byggð í sumar. Fyrstu máuði ársins var ein af gömlu þrónum notuð, en hún bilaði hvað eftir annað og olli það verulegum erfiðleikum. „Við áttum í örðugleikum fyrsíu fjóra mánuði ársins, en það voru afleiðingar sandmengunar sem stafaði af viðgerðum á þrónum," sagði Vésteinn Guðmundsson. framkvæmdastjóri Kísilverksmiðj- unnar. „Eftir að við fengunt nýtt hráefni í vor hefur þetta gengið ágætlegá. Gert er ráð fyrir að verk- smiðjan framleiði 21 þúsund tonn á þessu ári. Miðað við framleiðslutap fyrstu fjóra mánuðina er þetta meiri framleiðsla en undanfarin ár. Mest höfum við framleitt árið 1974, en þá komst framleiðslan í tæp 25 þúsund tonn. Á undanförnum ár- um hefur salan ekki alltaf haldist í hendur við framleiðsluna, en núna gerir hún það.“ Rauðsokkahatíð á Akureyri Rauðsokka hátíð verður haldin á Akureyri n.k. laugardag, 2. desember. Munu rauðsokkar flytja þar aðalþætti dagskrár hátíðarinnar „Frá morgni til kvölds,“ sem nýlega var haldin í Reykjavík við mikla aðsókn og frábærar undirtektir. Hátíðin verður 1 Sjálfstæðishús- inu og hefst kl. 2 eh. með flutningi samfelldrar dagskrár, „ Tal og tónar um samskipti karls og konu. “ Síðan verður skipt upp í umræðuhópa um ákveðna þætti jafnréttismála og getur fólk þá fengið sér kaffi um leið ef það kýs. Umræður standa í uþb. klukkutíma, en að þeim lokn- um lesa nokkrar konur úr eigin verkum og vísnasöngvarar flytja ljós og lög. Þrettán rauðsokkur úr Rvík af báðum kynjum koma norður yfir heiðar af þessu tilefni, en áhuga- fólk um jafnréttismál á Akureyri undirbýr umræðurnar og sér um móttökur. Meðal þeirra sem þarna koma fram eru Auður Haralds- dóttir, Norma Samúelsdóttir og Ingibjörg Haraldsdóttir, sem lesa úr eigin verkum og Silja Aðal- steinsdóttir les frásagnir Rögnu Steinunnar Eyjólfsdóttur verka- konu í Vestmannaeyjum. Þau sem Eftir helgina hlýnaði skyndilega í veðri og afleiðingarnar létu ckk á sér standa. Götur Akureyrar flóðu í vatni og snjóruðningstæki af ýmsum gerðum og stærðum höfðu næg verkefni. Mynd: á.þ. RÆKJUVEIÐAR í ÖX- ARFIRÐI STÖÐVAÐAR Á mánudag og þriðjudag fór Hilmar J. Hauksson, fiskifræðingur og starfsmaður útibús Hafrannsóknastofnunarinnar á Húsavík með Ásgeir ÞH á rækjumiðin í Öxarfirði og taldi fjölda seiða í afla rækjubátanna. Reyndist hann vera of mikill og var ákveðið í gærmorgun að stöðva veið- arnar- (Framhald á bls. 7). syngja og spila eru Stella Hauks- dóttir, Vestmannaeyjum, Kristín Á. Ólafsdóttir, Akureyri og Hjördís Bergsdóttir og Jakob S. Jónsson úr Reykjavík. Dagný Kristjánsdóttir hefur tekið saman samfelldu dag- skrána og stjómar flutningi hennar. Þess er vænst, að þeir sem áhuga hafa á jafnréttismálum fjölmenni á hátíðina, bæði karlar og konur. Aðgangur er kr. 1000, en ókeypis fyrir börn í fylgd með fullorðnum. Haft verður ofanaf fyrir þeim meðan foreldrarnir taka þátt í um- ræðum. Slæmt atvinnu- ástand á Húsavík Nokkuð óvissuástand ríkir nú í atvinnumáium Húsvík- inga. Starfár það m.a. af erf- iðum gæftum og litlum afla bátanna. Sem dæmi má nefna að í s.l. viku vann bæði fast- og lausráðið fólk í Fiskiðj- unni á Húsavík í einn dag, en það fyrrnefnda var alla dag- ana í vinnu. Lítið hefur verið um atvinnu hjá Rækjuvinnsl- unni. Útlitið er svart hvað viðvíkur iðnaðarmönnum og verkamönn- um f byggingariðnaði og sömu sögu er að segja um bflstjóra. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu vcrkalýðsfélaganna á Húsavfk hafa bílstjórar á eigin bflum að jafnaði vinnu í tvo daga f viku. Undanfarin ár hefur at- vinnuleysi ekki gætt hjá bfl- stjórum fyrr en upp úr áramót- um. Miðað við fyrrí ár eru Iftil verkefni framundan f bygging- ariðnaði, en til þessa hefur eng- inn iðnaðarmaður látið skrá sig atvinnulausan.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.