Dagur - 21.06.1979, Qupperneq 1
TRÚLOFUNAR-
HRINGAR
AFGREIDDIR
SAMDÆGURS
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
DAGUR
LXII. árg. Akureyri, fimmtudagur 21. júní 1979
41. tölublað
Takiö eftir!
Áskrifendur og auglýs-
endur Dags, vinsamlega
takið eftir, að næstu vik-
ur kemur Dagur út einu
sinni í viku á þriðjudög-
um, vegna sumarleyfa
starfsfólks. Auglýsingar
þurfa að hafa borist
blaðinu fyrir kl. 7 á
mánudagskvöldum.
Atvinnuleysis-
skráning
Þann 31. maí s.l. voru 45
skráðir atvinnulausir á
Akureyri, 32 karlar og 13
konur. Atvinnuleysis-
dagar í maí voru skráðir
664. Gefin voru út 50
atvinnuleysisbótavott-
orð með samtals 638
bótadögum. í Vinnu-
skóla Akureyrar voru
skráðir 255 unglingar og
í Skólagarða Akureyrar
130 börn.
Lárus Rist
Þriðjudaginn 19. júní
lögðu félagar í Akureyr-
ardeild íþróttakennara-
félags íslands blómsveig
að leiði Lárusar Rist,
íþróttakennara, en þá
voru liðin 100 ár frá
fæðingu hans. Lárus
starfaði sem íþrótta-
kennari á Akureyri til
ársins 1932 og átti stóran
þátt í öllu sem við kom
íþróttum og aðallega
sundíþróttinni. í því til-
efni var sett upp brjóst-
mynd af honum í and-
dyri sundlaugarinnar.
Lárus Rist var um
margra ára skeið starfs-
maður Dags.
Borað á Reyk-
húsum
Fyrir skömmu byrjaði
borinn Glaumur að bora
á Reykhúsum og í fyrra-
dag voru bormenn
komnir niður á 100
metra dýpi. Vatns er
ekki að vænta fyrr en
neðar dregur. Þetta er
fyrsta holan á Reykhús-
um sem boruð er á veg-
um Hitaveitu Akureyr-
ar, en þarna hafa verið
boraðar nokkrar holur
og gefa sumar töluvert
magn af heitu vatni.
RÍKISSTJÓRNIN setti á
þriðjudag bráðabirgðalög er
stöðva verkfall á farskipum og
verkbannsaðgerðir Vinnuveit-
endasambands Islands. Lögin
hafa öðlast gildi og gilda til
áramóta. Samkvæmt lögum er
því kjaradeilu farmanna vísað til
kjaradóms, sem ákveða á laun,
kjör og launakerfi áhafna á far-
skipum.
Tekið er fram i bráðabirgðalög-
unum að taka skuli tillit til þess sem
um hefur samist milli V.S.l. og far-
manna og samkvæmt því mun
gerðardómurinn fyrst og fremst
fjalla um launaliðina.
í bráðabirgðalögunum segir að
eftir 30. nóvember sé úrskurður
dómsins uppsegjanlegur, af hvor-
um aðila fyrir sig með eins mánað-
ar fyrirvara, miðað við mánaða-
mót. Eftir 31. desember gildir úr-
fFramhald á bls. 6).
Ávísanaþjófur handtekinn:
Afgreiðslufólk undar-
lega kærulaust
Gróðurleysi hrjáir bænd-
ur austur í Reykjadal
LAXVEIÐI hófst í Reykjadalsá
14. júní s.l. Enn hefur ekkert
fengist og að sögn Halldórs
Valdimarssonar, kennara á
Laugum, er áin leigð í allt sumar
af Húsvíkingum. 3 stangir eru í
sjálfri Reykjadalsá og 1 í Ey-
vindarlæk auk þess sem 2 eru
leigðar í Vestmannsvatni.
„Gróðurleysi hrjáir bændur í
Reykjadal og er útihagi lítið sem
ekkert sprottinn. Bændur eru
nokkrir búnir að losa sig við geldfé
og eitthvað er farið að bera á.“
„Hótelið að Laugum opnaði um
miðjan júní og eru ferðamenn, og
þá aðallega erlendir, rétt að byrja
að koma, en ferðamannastraumur-
inn er annars mestur hér í júlí,“
sagði Halldór ennfremur.
Laugaskóla var slitið í lok maí en
á liðnum vetri stunduðu þar nám
yfir 120 nemendur, þar af um
helmingur á grunnskólastigi, í 8. og
9. bekk, og hinir í 1. og 2. bekk
framhaldsdeilda. 1. bekkur skiptist
í heislugæslubraut, bóknámsbraut
viðskiptabraut, uppeldisbraut og
iðnbraut, sem var tvískipt, almennt
iðnnám og verknámsskóli. 12. bekk
framhaldsdeildar var stundað nám
á uppeldisbraut, iðnbraut og verk-
námsskóla.
Skólahald gekk alveg með ágæt-
um og stóð félagslífið með miklum
blóma. fþróttir hafa löngum verið
mikið stundaðar á Laugum og í
vetur var tekið í notkun nýtt
íþróttahús. Skólastjóri var Sigurður
Kristjánsson.
FYRIR skömmu var stolið
ávísanahefti og bankabók úr
húsi á Akureyri. Þar var að
verki utanbæjarmaður, sem
var gestkomandi í húsinu.
Samkvæmt upplýsingum lög-
reglunnar á Akureyri tókst
þjófinum að leysa út nokkrar
ávísanir samtals að upphæð
2-300 þúsund, en ekki hafði
hann reynt að taka út úr
bankabókinni. Þjófurinn var í
vörslu lögreglunnar þar til í
gær að honum var sleppt.
Heftinu náði hann af náttborði
eigandans, sem lá sofandi í rúmi
sínu og um leið tók hann skilríki
er voru þar hjá. Bankabókinni,
sem í var tæp 1.5 milljón, náði
hann á öðrum stað í sama húsi.
Þrátt fyrir að þjófurinn hefði
skilríki mannsins tókst honum
ekki að rita nafn hans rétt og
verður það að teljast furðulegt
hve afgreiðslufólk er kærulaust í
móttöku ávísana. Viðmælandi
blaðsins hjá lögreglunni sagði
ástæðu til að krefjast fullgildra
persónuskilríkja þegar ávísanir
væru annars vegar.
Stöðugt er unnið við malbikun gatna á Akureyri og er svo að sjá að verkið gangi
vel. Mvndina tók á.þ. þegar verið var að malbika Hjallalund i fyrradag.
Grenivík
Þaká
skólann
í sumar
í SUMAR kemst nýi skólinn á
Grenivík væntanlega undir þak.
Skólinn verður ekki notaður
næsta vetur, enda mikið verk
eftir við hann. f ár er framlag
ríkissjóðs til skólabyggingar-
innar um 18 milljónir og framlag
hreppsins er 60% af framlagi
ríkisins. Skólinn er 2 hæðir og er
rétt um 600 ferm. Næsta vetur
verður öll kennsla á Grenivík að
fara fram í gamla skólahúsinu,
sem er orðið allt of lítið. Það var
byggt upp úr 1925, og hefur
þjónað byggðinni bæði sem skóli
og samkomuhús.
Átta vikna verk-
falli loks lokið
e
Tel líklegt að framkvæmdir
tefjist verulega
ÞRÁTT FYRIR að búið sé
að leysa fartnannaverkfallið
með bráðabirgðalögum, er
allt eins víst að framkvæmdir
á vegum Hitaveitu Akureyrar
tefjist verulega. Mikið efni
liggur á hafnarbökkum er-
lendis og í Reykjavík er í
skipum ýmislegt sem Hita-
veituna bráðvantar.
„Við vitum ekki hvort hægt sé
að ná öllu því sem Hitaveitan á
erlendis í tæka tíð svo verktak-
arnir stoppist ekki,“ sagði
Gunnar Sverrisson, hitaveitu-
stjóri í samtali við Dag.
Unnið við lagningu hitavcitunnar i Glerárhverfi. Mynd: á.þ.
segir hitaveitustjóri um áhrif
farmannaverkfalls á framkvæmdir hitaveitunnar
Gunnar sagði, að efni í
greinibrunnana væri á hafnar-
bökkum erlendis, stál í miðlun-
argeyminn á Miðhúsaklöppum
er enn úti og sömuleiðis hluti af
stálrörum er eiga að fara í
götulagnir, en þau eru í Ham-
borg.
„Það má alveg reikna með
því að framkvæmdir á vegum
Hitaveitunnar tefjist verulega.
Hins vegar vil ég engu spá um
hvort einhverjir ákveðnir hlutar
bæjarins tefjist umfram aðra —
þetta mun koma jafnt niður á
öllum,“ sagði hitaveitustjóri.