Dagur - 25.09.1979, Blaðsíða 1

Dagur - 25.09.1979, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI DAGUR LXII. árg. Akureyri, þriðjudagurinn 25. september 1979 62. tölublað papP'1 Fli Albert í framboð Ljóst er að Albert Guð- mundsson, alþingismað- ur, hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta. Er eftir Alberti haft að hann hyggist bjóða sig fram, hvort sem Kristján Eldjárn gefi kost á sér eða ekki. * Innritun hafin Innritun er hafin í Námsflokka Akureyrar. Fer innritun fram í Gagnfræðaskólanum alla þessa daga. * Hagkaup og Baugur Hagkaup mun ekki opna verslun í Baugshúsinu á þessu ári, eins og fyrir- hugað var. Séð er að ekki gefst nægur tími til að ganga frá húsinu að inn- an, og gera þær breyt- ingar sem þarf, áður en jólaösin hefst. Forráða- menn Hagkaups telja ekki svara kostnaði að hraða framkvæmdum, en láta þess í stað vinna við húsið þannig að hægt verði að opna næsta vor. * Akureyrar- togarar Kaldbakur landaði 143 tonnum 18. sept. Skipta- verðmæti 17 milljónir króna. Svalbakur land- aði 12. sept 230 tonnum. Skiptaverðmæti 24,7 millj. kr. Harðbakur landaði 6. sept 181 tonni. Skiptaverðmæti 29,2 millj. kr. Sléttbakur landaði 179 tonnum 10. sept. Skiptaverðmæti 20,5 millj. og hann kom á ný til löndunar í síð- ustu viku með um 150 tonna afla. Sólbakur seldi 86 tonn í Fleet- wood fyrir 41,2 millj. kr, og skilaði af sér gamla Harðbak í Skotlandi. Hofsjökull tók 20.505 kassa af freðfiski 10. september á Banda- ríkjamarkað og þann 13. sama mánaðar tók erlent skip 1315 kassa á Sovét- markað. Elva Guðnadóttir. Banaslys i Kræklingahlíð AÐFARANÓTT laugardags- ins varð banaslys skammt norðan Akureyrar, í Kræklingahiíð. Lést þar 16 ára stúlka, Elva Guðnadóttir, og 21 árs piltur stórslasaðist. Slysið bar til með þeim hætti að ungmennin voru að koma af dansleik í Hlíðarbæ og gengu suður veginn í áttina til bæjarins. Kom þá bifreið úr norðri og skipti engum togum, að hann ók á ung- lingána, með fyrrgreindum af- leiðingum. ÞÓRSHÖFN: Loðnu landað í fyrsta skipti Á FIMMTUDAGINN í síðustu viku komu til Þórshafnar tvö skip með 500 tonn af loðnu hvort og er þetta í fyrsta skipti í sögunni sem loðnu er landað til vinnslu á Þórs- höfn. Skipin voru Hilmir SU og örn RE. Loðnan er unnin í svokallaða „meltu“ og fer vinnslan þannig fram að loðnan er fyrst hökkuð í hakkavél í graut og síðan er blandað saman við hana sýru, loðnan er látin „meltast" í tönkum í hálfan mánuð og að endingu dælt um borð í tank- skip. Loðnan þykir gott skepnufóð- ur þegar hún er unnin á þennan hátt, en frá Þórshöfn er hún flutt til Danmerkur. Myndina tók Ólafur R. Jónsson þegar verið var að landa úr Hilmi SU. Flugfélag Norðurlands kaupir annan Twin Otter FLUGFÉLAG Norðurlands hefur fest kaup á notaðri Twin Otter véi í Frakklandi. Kaupverð véiarinnar, sem er 10 ára gömul, er 475 þúsund Bandaríkjadalir. Gert er ráð fyrir að vélin komi hingað til lands um mánaðamótin október/nóvember, en ýmsar lagfæringar verða gerðar á vélinni áður en hún verður afhent. „Það fór flugvirki frá okkur utan í byrjun september. Hann skoðaði tvær vélar og við höfum ákveðið að kaupa aðra þeirra,“ sagði Sigurður Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri F.N. „Þessi vél er ári yngri en sú vél sem við eigum fyrir. Nýja vélin var í eigu AIR ALPES og hún er til- tölulega lítið flogin miðað við það sem gengur og gerist. Vélin er vel útbúin og mun eflaust duga vel hjá okkur.“ Eftir að nýja vélin kemur til sög- unnar verður nýting á Flugvélum F.N. ekki nógu góð, en á hinn bóg- inn var nauðsýnlegt að ráðast í kaupin til að tryggja rekstraröryggi félagsins. „Þegar Vængir hættu sóttum við um flugleiðina Siglufjörð- ur-Reykjavík til þess að fá örugg- lega nóg verkefni. Buðum við dag- legt flug, sem er meira en Arnarflug bauð ráðuneytinu og ætluðum að tengja það flugleiðinni Akureyri- Siglufjörður," sagði Sigurður. „Þetta fengum við ekki en var boðin leiðin Akureyri-Mývatn- Reykjavík, en ekki er víst hvort það boð verði þegið. Við erum þá á sama báti og s.l. vetur- verðum að finna sjálfir verkefni og ég vona að það takist.“ Núverandi flugvélakostur F.N. er ein Tvin Otter (19 farþega), Pip- er Chieftain (9 farþega), piper Az- tec (5 farþega) og lítil kennsluflug- vél. Hrefnuveiðum að Ijúka I SUMAR stunduðu 7 bátar hrefnuveiðar hér við land og hafa flestir hætt veiðum. Alls var leyft að veiða 200 hrefnur. Samkvæmt upplýsingum Eddu Guðnadóttur, starfsmanns Haf- rannsóknarstofnunar, voru bátarn- ir búnir að fá samtals 166 hrefnur þann 13. september og var þá hverjum bát heimilað að veiða þrjár hrefnur, en hætta síðan veið- um. Aflahæsti báturinn yfir vertíðina er Njörður E.A. sem var kominn með 55 hrefnur þann 13. septem- ber. Næstur honum var Sólfaxi EA með 33 hrefnur. Unnið við dælur „UNNIÐ er við að setja upp dælur við borholur hitaveit- unnar á Biönduósi og reiknum við með því að hægt verði að byrja að dæla um miðjan nóvember,“ sagði Hilmar Kristjánsson, oddviti „Hafinn er undirbúningur að lögn raflínu að holunum, og verður hún lögð eftir að lokið er við að leggja nýja raflínu út á Skagaströnd og erum við þess fullvissir að þetta verði komið í gott lag um áramót. HLIÐARFJALL: Alþjóðlegur skíða- og keppnisstaður ? í GÆRKVELDI kom til bæjarins Norðmaðurinn Sverre Lasse-Urdahl, en hann á að „taka út“ alpa-skíðasvæðið í Hlíðarfjalli. Undanfarin ár hefur verið unnið að því að fá Hlíðarfjall útnefnt sem alþjóðiegan skíða og keppnisstað fyrir alpa- greinar. Ef skýrsia Norðmannsins, sem hann leggur fyrir Alþjóða Skíðasambandið, verður samþykkt, mun skiðasvæðið verða útnefnt sem alþjóðlegur skíðastaður. Gæti það orðið fyrir áramót. „Við höfum verið að vinna að þessu máli í mörg ár,“ sagði Her- mann Sigtryggsson, æskulýðsfull- trúi. „Umsókn okkar var tekin fyrir a fundi Alþjóða-Skíðasambandsins í Nice í vor og var ákveðið að taka verkið út núna. Ef skíðasvæðið verður samþykkt megum við halda hér F.I.S. mót, þar sem menn fá ákveðinn stigafjölda sem er í sam- ræmi við styrkleika mótsins." Sverre Lasse-Urdahl mun rann- saka hvort öllum kröfum til þess að halda alþjóðlegt skíðamót í fjallinu sé fullnægt, hvað viðkemur lengd, hæð og halla svig- og stórsvigs- brauta, annarra aðstöðu til móta- halds s.s. byggingum fyrir tíma- töku, rásmark og hreinlætisað- stöðu, skíðalyftum og afkastagetu þeirra svo og öðrum tækjabúnaði, sem til þarf við að halda skíðamót á alþjóðlegan mælikvarða. „Við getum reiknað með að fyrsta aðþjóðlega mótið hjá okkur verði vetraríþróttahátíðin í vetur,“ sagði Hermann að lokum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.