Dagur - 07.02.1980, Blaðsíða 1

Dagur - 07.02.1980, Blaðsíða 1
TRULOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR , SIGTRYGGUR & PÉTUR 1 AKUREYRI DAGUR LXIII. árgangur Akureyri, fimmtudagur 7. febrúar 1980 9. tölublað | Málefnasamningurinn: Megináhersla á kjara- og efnahagsmál i i J í MÁLEFNASAMNINGI 9 væntanlegrar ríkisstjórnar I undir forsæti Gunnars Thor- H oddsens er megináherslan lögð | á kjara- og efnahagsmálin. IGert er ráð fyrir hjöðnun verðbólgu i áföngum, þannig H að t.d. hækki verðlag ekki um Imeira en 8% um mánaðamótin maí-júní, 7% um mánaðamótin |j ágúst- september og 5% um ^ mánaðamótin nóvember-des- V. Utvarp Akureyri: I I I ember. í kjaramálunum er gert ráð fyrir samráði við aðila vinnumarkaðarins, þannig að samrýmst geti baráttunni gegn verðbólgunni. Meðal þess sem rætt hefur ver- ið um er 5-7 milljarða króna framlag til félagslegra mála, einkum íbúabygginga, niðurfell- ing útsvars á lægstu tekjum, hækkun tekjutryggingar aldraðra og öryrkja, verðtryggður lífeyris- I sjóður fyrir alla landsmenn, end- « urskoðun vísitölugrundvallarins | og einföldun launakerfis. Þá má nefna lækkun vöruverðs | og nýja verðlagslöggjöf, lækkun ■ vaxta, verðbótarþáttar, fram- I leiðniaukningu og staðgreiðslu- H kerfi skatta og virðisaukaskatt 2 innan tveggja ára. I opinberum | framkvæmdum verði aðaláhersla ■ lögð á orkuframkvæmdir. Nánar H er sagt frá helstu atriðum í upp- I kasti málefnasamningsins á ™ bls. 6 I xJ Fyrsti þátturinn full unninn í stúdíóinu DAGSKRÁRGERÐ er nú hafin fyrir aivöru í stúdíói útvarpsins á Akureyri og var fyrsti blandaði dagskrárþátt- urinn, með tali og tónum, tekinn þar upp á þriðjudag- inn. Það var Litli barnatím- inn í umsjá Heiðdísar Norð- fjörð og verður þættinum út- varpað á morgun klukkan 16.20. Nú hafa verið sett upp tæki í stúdíóinu, sem gera slíka dagskrár- gerð mögulega. Sett hafa verið upp hljóðblöndunartæki og plötuspil- ari, þannig að ekkert á að þurfa að standa því fyrir þrifum, að bland- aðir dagskrárþættir verði gerðir, nema hvað plöturnar með tónlist- inni vantar. Hugmyndin er sú, að plötur verði sendar norður frá tón- listardeild útvarpsins eftir því sem þörf krefur. Það fyrirkomulag get- ur þó haft erfiðleika í för mér sér og æskilegast væri vafalaust að hafa plötusafn fyrir norðan. Segja má, að vísir sé þegar kominn að því safni, því Heiðdís keypti plötu að sunnan, sem hún þurfti að nota í áðurnefndum þætti, og gaf hana stúdíóinu. Heiðdís sagði í viðtali við Dag, að þessi annar barnatími, sem hún sér um, fjallaði um tunglið og bæri nafnið „Tunglið, tunglið taktu mig“. Hún ræðir við tvo akureyrska bræður, 7 og 9 ára, auk þess sem þeir lesa og syngja í þættinum, og flutt verður frumsamin saga eftir Heiðdísi. Þetta er í fyrsta sinn sem Heiðdís hefur með höndum dagskrárgerð fyrir útvarpið, en áður hefur hún oft lesið sögur í morgunstund barnanna og fleiri dagskrárliðum. Framtalsfrestur lengdur aftur? BYRJAÐ verður að senda út skattframtölin á föstudag, en fólk þarf almennt ekki að búast við þeim inn um bréfarifurnar fyrr en undir miðja næstu viku. Ef allt gengur að óskum birtast leiðbeiningar með framtalinu Björgvin Júnfusson, tæknimeistari, og Heiðdfs Norðfjörð bera hér saman bækur sfnar f upptöku-„sal“ útvarpsins f gamlaReykhúsinu.Tækið með öllum tökkunum er „mixerinn“ eða hljóðblöndunartækið og i baksvn sést plötuspilarinn, sem einnig cr nýkominn í stúdíóið. Dagsmynd: á.þ. Land og synir: Metaðsókn á Akureyri SÝNINGUM er nú lokið á kvikmyndinni „Land og syn- ir“ í Borgarbíói á Akureyri, að minnsta kosti að þessu sinni. Síðustu sýningar voru í gær og þegar yfirlauk höfðu rösklega 7 þúsund manns séð myndina á Akureyri. Myndin var sýnd í elleftu daga samfleytt, á 32 sýningum og mun þetta vera algjört met í aðsókn að kvikmynd á Akur- eyri, því meira en helmingur bæjarbúa sá myndina. „Land og synir“ verður sýnd á Sauðárkróki í dag og kvöld og e.t.v. næstu daga, en síðan fer hún til Siglufjarðar. Kalt á Akureyri Á AKUREYRI var meðalhitastig janúarmánaðar -t- 2,6 gráður, sem er 1,1 gráðu kaldara en í meðalári. Úrkoma var aðeins tveir þriðju hlutar þess sem venjulegt er á þessum árstíma, eða 30 mm. Bjart var yfir Akur- eyri í þessum fyrsta mánuði ársins og mældust sóiskinsstundir 12 og er það 5 stundum umfram með- allag. Meðalhiti í Reykjavík og á Höfn í Hornafirði var nálægt meðallagi. Félagsmála- fulltrúi ÆTLUNIN er að á næstunni taki til starfa félagsmálafulltrúi hjá Ólafsfjarðarkaupstað. Er ætlunin að hann hafi umsjón með félags- og tómstundamálurn hjá bænum. Þar með er talið rekstur leikskóla, leikvalla, opið hús, heimilishjálp, aðstoð við íþróttafélög, tóm- stundastörf fyrir aldraða og fleira. Vonast er til að þegar félags- málafulltrúinn tekur til starfa verði unnt að auka fjölbreytni þessarar þjónustu á vegum bæjarins. „Öngstrætið til Siglufjarðar Leikfélag Akureyrar sýnir leikrit- ið Fyrsta öngstræti til hægri, eftir Örn Bjarnason í Nýja Bíói á Siglufirði á n.k. þriðjudag klukk- an 18 og 21. Forsala aðgöngu- miða verður frá föstudegi í Aðal- búðinni. Verkið var sýnt við mjög góða aðsókn á Akureyri fyrir lok næstu viku og þá er að- eins rétt rúm vika, þar til fram- talsfresturinn er úti. Líkur benda nú til að framtalsfrestur- inn verði aftur lendgur, en hann var sem kunnugt er lengdur frá 10. til 25. febrúar. Hálfgert vandræðaástand ríkir nú í þessum málum. Skattafrum- varpið virðist enn jafn fjarri því að verða að lögum og heyrst hefur að enn nýjar breytingatillögur muni koma fram, áður en yfir lýkur. Upplýsingar vantar um ýmsa liði, s.s. námsfrádrátt, sjómanna- frádrátt, hjúskaparfrádrátt og frá- dráttarbæran arð af hlutabréfum. Skattavísitalan er ókomin, þannig að fólk getur nær enga grein gert sér fyrir því, hversu háa upphæð það kemur til með að greiða í skatta, þar sem þrepin vantar í skattstigann. Samkvæmt upplýsingum Halls Sigurbjörnssonar, skattstjóra. hófst endurskoðun skattframtala 3. (Framhald á bls. 6). Tónskólinn á Ólafsfirði INNRITUN fer nú fram í síðari önn í Tónskólanum á Ólafsfirði. Um 45 nemendur voru í skólan- um á fyrri önn. Helstu hljóðfæri sem kennt er á eru: Píanó, orgel, blokkflauta, gítar, harmónikka, melódíka, trommur og ýmis blásturshljóðfæri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.