Dagur - 11.05.1982, Blaðsíða 10

Dagur - 11.05.1982, Blaðsíða 10
SJÖTUGUR: Erlingur Davíðsson Þann 11. apríl s.l. varð Erlingur Davíðsson fyrrverandi ritstjóri á Akureyri sjötugur. Eins og við vitum hér norðan heiða, fæddist hann og ólst upp á Stóru-Há- mundarstöðum á Árskógsströnd, sonur heiðurshjónanna Maríu Jónsdóttur og Davíðs Sigurðs- sonar hreppsstjóra, er þar bjuggu lengi myndarbúi og ólu upp mörg börn. Erlingur stundaði nám að Laugum í Reykjadal og að Hvanneyri og síðar í Garðyrkju- skólanum í Ölfusi. Um þessar mundir gekk hann að eiga Katr- ínu Kristjánsdóttur frá Eyvík á Tjörnesi. Var þá á orði haft hve þessi ungu hjón væru samvalin að glæsileik. Þau hafa nú lengi búið að Lögbergsgötu 3 á Akureyri. Þeim varð fjögurra sona auðið og eru þeir löngu fulltíða menn. Eftir að Erlingur lagði að baki skólanám, vann hann nokkur ár sem bryti við Laugaskóla. Pá lá leiðin vestur til Eyjafjarðar og gerðist hann forstjóri við korn- ræktarbúskap KEA að Klauf í Öngulstaðahreppi og síðan við gróðurhúsin að Brúnalaug. Við þessi störf var Erlingur 11 ár. Þá fluttu þau hjónin til Akureyrar og árið 1950 hóf Erlingur störf við blaðið Dag, sem auglýsingastjóri og innheimtumaður. Jafnframt því annaðist hann afgreiðslu Tímans og Samvinnunnar. Segja má að þarna hafi ekki verið til set- unnar boðið og kom sér vel að maðurinn var röskur og störfum vanur og enn á góðum aldri. í byrjun ársins 1956, hvarf Haukur Snorrason ritstjóri Dags til Reykjavíkur og tók við Tíman- um. Þá gerðist Erlingur ritstjóri Dags og hélt því starfi óslitið til ársloka 1979. Þótt . skólamenntun Erlings Davíðssonar vísaði fremur til búskapar en blaðamennsku og ef til vill megi kalla það tilviljun að hann gerðist ritstjóri, reyndist hann ágætlega hæfur til starfsins og var blaðstjórn hans ávallt ör- ugg og traust. Hann gerði Dag að fréttablaði miklu fremur en verið hafði. Leitaði hann víða fanga og hafði samband við menn hvar- vetna um Norðurland og var ým- ist að fréttamenn sendu pistla úr héraði, eða ritstjórinn leitaði tíð- inda með aðstoð símans. Var Erl- ingi einkar lagið að koma þessu til skila í ljósu máli og oft bráð- skemmtilegu. í þessu sambandi minnist ég sérstaklega frétta- klausa frá þeim Baldri á Ófeigs- stöðum, Óla á Gunnarsstöðum og Sigurði Finnbogasyni í Hrísey. Að sjálfsögðu hélt blaðið sinni pólitísku vöku undir stjórn Erlings, en einhvern veginn fannst mér hann verða því feginn, þá aðrir buðust til að annast moksturinn. Man ég að fyrir kom að Gísli Guðmundsson al- þingism. var þarna viðriðinn í kosningaorustum, enda var þá annríkið mikið og í mörg horn að líta. Að öllum jafnaði mun þó Erlingur hafa ritað leiðara blaðs- ins sjálfur og talið sér það skylt. Erlingur er og hefur alltaf verið mikill starfsmaður. Hafði hann löngum svo fámennt lið við blaðið, að nú finnst manni það undrum sæta. Aldrei leit ég svo inn í skrifstofuna, að ekki sæti hann að hörkuvinnu. Var þá ekki alltaf svo að hann sprytti upp og fagnaði gesti, en lét hann þá frem- ur bíða um stund. í fyrstu, á með- an kynni okkar voru nánast engin, kom að flóni mínu sá grunur að maðurinn væri þumbari sem vildi sem minnst hafa saman við aðvíf- andi sveitakarla að sælda. Þá var mér ekki nógu ljóst að fátt er hvimleiðara þeim er einbeitir sér að starfi, en að stökkva frá því í hvert skipti þá hurð er hreyfð. Munu og fæstir ritstjórar nútím- ans láta vaða inn á sig utan af götu, heldur hafa þeir vörslulið Erlingur Davíðsson. framan við dyrastaf sinn, er til- kynnir komur gesta. Nei. Sannar- lega reyndist Erlingur enginn þumbari við nánari kynni og oft settist ég að glaðlegu skrafi við hann og fleiri dándismenn þá stundir gáfust, í litlu kaffikomp- unni og alltaf var heitt á könnunni hjá þeim Jóni Samúelssyni og Runólfi. Eins og svo marga hendir býr Erlingur Davíðsson yfir áhuga- málum sem eru brauðstritinu óviðkomandi. Umfang þeirra veit ég ekki, utan þess að tveggja þeirra varð fyrir víst öðru hverju vart í blaðinu. Má það eðlilegt kalla. Bindindismál liggja honum mjög á hjarta og ber það síst að lasta, er menn halda uppi barátt- unni við Bakkus svo mjög sem ís- lensk þjóð er tröllriðin af risa þeim. Áð sjálfsögðu verður það aldrei mælt eða vegið, hverju klifandi viðleitni veldur í baráttu við hið neikvæða og illa. Öruggt er þó, að ekki veldur sá er varir. í annan stað er Erlingur unnandi útivistar og náttúruskoðunar. Hann er og laxveiðimaður drjúg- ur og munu honum ekki aðrar stundir ljúfari en þær er hann rölt- ir með vatnsföllum einhverjum með veiðistöng í hönd. Nú skal pennanum stýrt að því sem aflað hefur Erlingi mestra vinsælda og mun halda nafni hans hæst á lofti þá tímar líða. Þrátt fyrir ærið annríki, tók hann til þess fyrir allmörgum árum að setja saman bækur. Líður senn að því að bækur hans nái tölunni 20. Þar í flýtur bókaflokkurinn Aldn- ir hafa orðið. Nú eru þær bækur orðnar 10 að tölu. Þar innan spjalda er að finna æviágrip 70 karla og kvenna ásamt myndum. Að mestum hluta eru bækur þær sem Erlingur hefur sent frá sér viðtals- og minningabækur. Eru slíkar þeirrar náttúru að gildi þeirra vex með hverjum áratug sem líður. Nú hefði okkur þótt fengur í því að eiga hliðstæðar bækur frá hendi Ara fróða eða Sturlu Þórðarsonar. Jafnvel þótt ekki sé lengra aftur í tímann sótt en til Fjölnismanna. Ekki veit ég betur en að bókin Miðilshendur Einars á Einarsstöðum er út kom haustið 1979, hafi reynst metsölu- bókin það árið. Síðastliðið haust sendi Erlingur frá sér 4 bækur. Líklegt er að þarna sé um íslands- met að ræða. Heimsmetum er ég ekki nógu kunnugur. Allar bækur Erlings hefur bókaútgáfan Skjaldborg á Akureyri gefið út og vandað vel til. Ekki ætla ég mér þá dul að leggja dóm á bækur Erlings Dav- íðssonar að öðru leyti en því, að ég fullyrði að hann hefur aldrei sent frá sér ómerkilegt verk. Njóta og bækur hans mikilla vin- sælda og seljast vel. Oft hefur ver- ið sagt að margt sé skrýtið í kýr- hausnum. Þetta kemur mér í hug er ég minnist þess að Erlingur hef- ur aldrei hlotið eyrisvirði úr sjóð- um þeim opinberum sem verið er að sneiða niður ár hvert og píra í hendur þeim er nefndir eru rithöf- undar og skáld. Hins vegar virðast þeir ekki þurfa mikið fyrir að hafa sem búsettir eru á Reykjavíkur- svæðinu, sumir hverjir, til að hljóta þessa umbun. Tala dag- blöðin um klíkur í þessu sam- bandi. Erlingur stendur j afnréttur fyrir þessu. Auðvitað kemur eng- um til hugar nú að meta rithöfund eftir því, hvort hann er litinn hornauga af úthlutunarnefnd eða ekki. Þessar lítilsverðu línur eru rit- aðar sem afmæliskveðja til Er- lings Davíðssonar. Það er von mín að hann og frú hans megi enn njóta fjölmargra og góðra lífdaga. Með ósk um að svo megi verða og þökk fyrir frábær kynni á liðnum árum, ber ég fram kveðju mína. Jón Bjarnason frá Garðsvík. t MINNING Gréta R. Jónsdóttir Fædd 3.10.1910- Dáin 25.4.1982 Mánudaginn 3. maí var gerð frá Ak- ureyrarkirkju útför Grétu Rósnýjar Jónsdóttur, Helgamagrastræti 34þar í bæ. Gréta var fædd og uppalin á Akureyri, dóttir þeirra hjóna Jóns Björnssonar fyrrum skipstjóra og út- gerðarmanns og Kristínar Guðjóns- dóttur. AIls eignuðust þau Jón og Kristín átta börn, en nú eru aðeins þrjár systur á lífi. Fyrir rúmu ári lést einkabróðir Grétu, Steindór, sem um árabil hafði verið skipstjóri og út- gerðarmaður á Akureyri. Það var Grétu þungt áfall og leyndi sér ekki að hún tregði hann mjög, þó að hún væri ekki sú manngerð sem flíkaði tilfinningum sínum. Gréta var ákaf- lega fáguð og prúð kona, alltaf vel til höfð og vel til fara og bar heimili hennar ævinlega þess vott hve snyrti- leg og myndarleg hún var í hvívetna. Það var sama hvert litið var, hver hlutur átti sinn stað. Oft gerðum við að gamni okkar hvað nákvæmni hennar snerti í öllum frágangi og hló hún þáalltaf dátt aðöllusaman. Hún hafði ríka kímnigáfu og fátt var skemmtilegra en að hlusta á þau hjónin rifja upp endurminningar frá æsku barnanna þeirra sex. Eina slíka kvöldstund áttum við um sl. jól og mun minning um þá ánægjustund, sem var ein sú síðasta sem við áttum saman í þessu lífi, sem og margar aðrar góðar minningar, ylja okkur um ókomin ár. Gréta var lánsöm kona t einkalífi sínu. Hún giftist ung að árum Ingólfi Kristinssyni frá Akureyri, miklum ágætismanni og var hjónaband þeirra mjög farsælt. Má hann nú sjá á eftir kærri eiginkonu sinni eftir fimm- tíu ára hjónaband. Börn þeirra Ing- ólfs og Grétu eru: Hildur, gift og bú- sett í Keflavík, Örn, verkstjóri, kvæntur og búsettur á Seltjarnar- nesi, Örlygur, skipstjóri, kvæntur og búsettur á Akufeyri, Ingólfur, tækjastjóri, kvæntur og búettur í Njarðvíkum, Gréta, gift og búsett í Keflavík, Örvar, húsasmíðameist- ari, kvæntur og búsettur í Reykja- vík. Allt er þetta mikið prýðisfólk. Barnabörnin eru orðin tuttugu og þrjú og barnabarnabörnin sex. Þó að systkinin flyttu flest frá Ak- ureyri voru mjög sterk tengsl milli þeirra og foreldranna. Þau Ingólfur og Gréta komu oft suður til að hitta fólkið sitt og voru þá miklir fagnað- arfundir. Ekki var sjaldnar farið til Akrueyrar, til að dvelja hjá þeim hjónum og vorum við ávallt öll au- fúsugestir. Þá gátu þau á ferðum sín- um suður heimsótt systur Grétu, Gyðu og Sigurlaugu og þeirra fjöl- skyldur. Það var einstakt að sjá hve samband þeirra systra var innilegt og hve þær nutu þess að vera saman. Gréta hafði um árabil átt við van- heilsu að stríða, líkamlega hefur hún líkast til aldrei verið sterkbyggð. Alltaf lét hún þó vel af sér og kaus fremur að spjalla um annað en veik- indi sín. Hún var afar starfsöm kona og vann ýmsum málefnum mikið gagn. Má þar nefna að hún var ein af stofnendum kvennadeildar innan karlakórsins Geysis og var fyrsti formaður þess félags. Einnig var hún í Kirkjufélagi Akureyrarkirkju og í kvenfélaginu Hlíf og átti lengi sæti í stjórn barnaheimilisins Pálmholts og vann hún mikið starf í þágu þess. Gréta hafði einnig mikla ánægju af handavinnu og vann marga fallega muni, sem hún gaf svo vinum og ætt- ingjum við ýmis tækifæri. En það var eitt það ánægjulegasta sem hún gerði í Iffinu, að gefa öðrum og naut hún sín sjaldan betur en um jólaleytið þegar þau hjónin voru að ganga frá stóru kössunum sem þau ýmist fóru með eða sendu suður. Ferðalög voru henni mikil ánægja og voru þau hjónin ákveðin í að fara til Danmerkur á komandi sumri og heimsækja þar gamla og kæra vini, ef heilsa hennar leyfði. Allt var þó skipulagt með fyrirvara. Hún talaði stundum um dauðann, notaði reynd- ar sjaldnast það orð heldur talaði hún um að fara. Þetta var allt svo eðlilegt í hennar augum, hún átti svo marga góða að hinum megin; for- eldra, systkini og góða vini. Hún var sannfærð um að hún myndi hitta þau öll. Svona var Gréta, hún reyndi allt- af að sjá björtu hliðarnar á tilverunni og hefur það eflaust hjálpað henni eins og okkur hinum, sem þekktum hana, hve vongóð og hress hún var í tali, þó heilsan væri slæm. Við kveðjum nú með þakklæti en sárum söknuði elskaða og góða konu. Hennar skarð verður ekki fyllt, en minningin um hana mun lifa. Þakkir skulu hér færðar starfsfólki Sjúkrahúss Akureyrar fyrir góða umönnun og sérstakar þakkir til Huldu, systur Grétu og Kristínar, dóttir Huldu, fyrir alla þeirra elsku og umhyggju fyrir tengdaforeldrum mínum báðum þessar síðustu vikur. Ég bið Guð að styrkja Ingólf og alla hennar ættingja og vini á þess- ari sorgarstundu. Tengdamóður minni þakka ég fyrir allt og óska henni alls hins besta í nýjum heim- kynnum. Ég kveð Grétu með þeim orðum sem henni voru tömust þegar hún var að kveðja: Blessi þig elskan, við sjáumst. Megi góður Guð varðveita hana. Tengdadóttir. Mánudaginn 3. maí var borin til graf- ar frú Gréta Jónsdóttir, en hún lést þann 25. apríl sl. á Akureyri. Gréta var fædd á Akureyri 3. október 1910 og ólst þar upp. Foreldrar hennar voru Jón Björnsson skipstjóri og kona hans, Kristín Guðjónsdóttir. Þegar mér var tilkynnt lát þessarar góðhjörtuðu konu rifjuðust upp fyrir mér þeir fimm vetur, sem hún var „matmóðir" mín meðan ég bjó hjá þeim Ingólfi Kristinssyni, frænda mínum, að heimili þeirra að Helga- magrastræti 34 á Akureyri. Ég sé hana fyrir mér fagran októberdag árið 1963 þegar þau hjónin óku með mig um bæinn til að sýna mér hann í haustbúningi. þau voru stolt af þess- um fallega, rótgróna bæ. Mér hefur æ síðan fundist hann allra bæja feg- urstur, ef til vill vegna góðra minn- inga um Grétu og Ingólf. Þetta haust var ég að hefja nám í Menntaskólan- um á Akureyri og þau höfðu góðfús- lega tekið mig að sér. Þau tóku mér sem syni og hjá þeim bjó ég í góðu yfirlæti uns ég lauk stúdentsprófi þar árið 1968. Það var ekki síst fyrir þeirra hlýja viðmót, þolinmæði og uppörvun að mér tókst að komast í gegnum menntaskólann. Á ég þeim báðum margt að þakka. Gréta hafði ekki gengið menntaveginn svokall- aða sjálf, en hún bar mikla virðingu fyrir menntun og lagði mikið á sig til að styðja unga námsmenn, sem bjuggu hjá þeim hjónum, eða voru þar í fæði. Veit ég að margir, sem nutu gestrisni hennar og gæsku, hugsa til hennar með hlýhug og þakklæti. Gréta las margt og stundaði sjálfsnám, m.a. í ensku. Lýsir það vel áliti hennar á menntun að hún skyldi stundum leita til mín, mennt- skælingsins, með spurningar um stafsetningu og framburð á enskum orðum. Þar var ekki kynslóðabilinu fyrir að fara. Hún átti mörg áhugamál. Hún söng og lék á píanó. Og ekki kvart- aði hún þótt ég fiktaði við hljoðfærið hennar kunnáttulaus. Hún hafði brennandi áhuga á góðgerðarmál- efnum, tók virkan þátt í kvenfélag- inu og er mér minnisstætt tímabil þegar verið var að koma á fót barna- heimili að Pálmholti. Þá geislaði Géta af starfsgleði. Gréta var mér sem góð móðir þessa fimm vetur og mér er ljúft að þakka fyrir að hafa fengið að kynnast henni. Það var mitt lán. Þau hjónin eiga sex mannvænleg börn, mörg barnabörn og barna- barnabörn. Ingólfi ogbörnum þeirra Grétu færi ég innilegar samúðar- kveðjur. Hrafn Andrés Harðarson. 10 - DÁGÚFí -1 í; fríáí'tfÓ82'

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.