Dagur - 13.08.1982, Blaðsíða 6

Dagur - 13.08.1982, Blaðsíða 6
„Nú væri ha heilu sv úr öskuhí Steindór Steindórsson fyrrverai Nú á dögunum geta skólamenn valið um mun flem kosti . . . í gær var Steindór Steindórs- son fyrrum skólameistari átt- ræður. Af því tilefni átti Dag- ur við hann stutt spjall á heim- ili hans að Munkaþverárstræti 40, Akureyri. Steindór fæddist að Möðru- völlum í Hörgárdal 1902 en ólst upp að Hlöðum hjá Stef- áni Stefánssyni og Margréti konu hans. Alla tíð síðan hef- ur hann kennt sig við þann stað. Steindór tók gagnfræða- próf á Akureyri og stúdents- próf utanskóla í Reykjavík en fór síðan til Hafnar þar sem hann lagði stund á náttúruf- ræði. ÍHöfn Að loknu stúdentsprófi hafði ég nokkuð jafnan áhuga á náttúru- fræði og íslensku og varð nú að gera upp við mig að hvoru ég ætti að snúa mér. Mig langaði til að sjá mig um í heiminum og ákvað því að taka þann kostinn sem ekki væri hægt að leggja stund á hérna heima, þ.e. nátt- úrufræðina. Ég held að tiltölu- lega fáir af skólafélögum mínum hafi verið ákveðnir í því hvað þeir hyggðust leggja fyrir sig að loknu stúdentsprófi og það var því fleirum en mér þraut að velja. Margir fóru í guðfræði enda fylgdu prestsembættunum yfirleitt góðar bújarðir. Það hefði aiveg eins getað hvarflað að mér. Nú á dögum geta skólamenn valið um mun fleiri kosti og skóiakerfið steypir ekki alla í sama mótið eins og þá. Nú velja menn hver sína braut fyrr en þá tíðkaðist og ég held að enn veit- ist ungu fólki jafn erfitt að velja. Það var auðvitað erfiðleikum bundið að fara í nám á þessum tíma. Ég vann fyrirmérþartil ég lauk stúdentsprófi með því að taka þá vinnu sem ég fékk besta. Eftir að til Hafnar kom fékk ég 100 kr. styrk á mánuði en auk þess var ég svo heppinn að Stef- án gamli sem ég ólst upp hjá lán- aði mér það sem upp á vantaði svo ég gæti verið í Höfn. Menn komust langt með að vinna fyrir námskostnaði hér heima á sumrin en í Höfn var það ógerlegt því að sumarfríið var stutt og það mátti gott heita, ef maður fór heim til Islands á sumrin, að maður ynni þar fyrir fargjaldinu fram og til baka. Það var tiltölulega lítið brot manna sem gat veitt sér þann munað að læra í skóla í þá tíð. Það var orðið lítið eftir af ís- lenskum stúdentum í Höfn þeg- ar ég var þar vegna þess að eftir 1918 var Garðstyrkurinn úr sögunni og við það fækkaði ís- lenskum námsmönnum í Höfn geysilega mikið. Það sem setti endahnútinn á mína Hafnarvist var það að ég veiktist af berklum. Það var ákaflega mikið um berkla í Höfn og ég varð fyrir barðinu á þeim eins og fleiri. Af þessum 20-30 manna hóp íslenskra náms- manna í borginni minnir mig að 5-6 hafi veikst af berklum. Ég tafðist í námi við þetta um eitt ár. Um þær mundir var kominn menntaskóli hér á Akureyri. Jónas frá Hriflu, sem réð þá öllu í landinu, greip mig glóðvolgan í rúminu og það var ekki um ann- að talað en ég tæki að mér nátt- úrufræðikennsluna í skólan- um. Þegar ég var búinn að ljúka prófi árið 1930varég send- ur hingað í Menntaskólann og var þar næstu 42 árin, lengst af sem kennari, en síðustu árin sem skólameistari. Þaraðaukivarég gamall nemandi, gagnfræðingur 1922, þannig að eiginlega má segja að ég hafi verið viðloðandi skólann frá 1920 þar til ég hætti árið 1970. Hermann Stefánsson hefur samt 3 ár fram yfir mig. Hann kom ári á undan mér og hætti 2 árum seinna. Það vorum við bekkjarbræðurnir, ég, Hermann og Brynjólfur Sveins- son, sem þá höfðum verið hér lengst. Jónas Snæbjörnsson var að vísu lengst allra fram að þeim tíma. Núna eru menn farnir að byrja þarna svo ungir að þeir verða örugglega miklu lengur. Æskan breytist ekkert í eðli sínu Ýmislegt hefur náttúrlega breyst við skólann síðan ég kom. Þá var hann þriggja vetra gagnfræða- skóli með svona í kring um 100 nemendur. Nú er hann búinn að vera menntaskóli í 50 ár og nem- endafjöldi á seinni árum hátt á sjötta hundraðinu. Einnig hefur skólinn breyst með breyttu skólakerfi. Upphaflega var hann 6 vetra skóli og tvískiptur en síð- an breyttist hann í 4ra vetra skóla. Deildum hefur líka fjölgað. Fyrsta veturinn var ein- ungis starfrækt máladeild. Síðan bættist við stærðfræðideild. Á minni tíð bættist við náttúru- fræðideild og nú hefur allt breyst 6 - DAGUR -13. ágúst 1982

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.