Dagur - 22.04.1985, Blaðsíða 1

Dagur - 22.04.1985, Blaðsíða 1
Litmynda- framköllun FILMUhusid AKUREYRI - 68. árgangur Akureyri, mánudagur 22. aprfl 1985 45. tölublað Tillögur miðstjórnar Framsóknarflokksins: Ýttu Skódanum Eyjafjarðarhringinn. Krakkar í níunda bekk Glerárskóla ýttu sleitulaust frá föstudegi til laugar- dags. Með uppátækinu söfnuðu krakkarnir fé í ferðasjóð sinn. Myndin var tekin þegar lagt var af stað frá Glerár- skóla síðdegis á föstudag. Mynd: KGA Aðqerðir til að efla nysköpun í stjórnmálaályktun sem sam- þykkt var á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins um helg- ina var m.a. rætt um þá ný- sköpun í atvinnulífinu sem nú er að hefjast og ákveðið hefur verið að verja 500 milljónum króna til. Meðai þeirra skrefa sem Framsóknarflokkurinn vill að stigin verði eru að aðflutn- ingsgjöld og söluskattur af stofnkostnaði verði felld niður til aðstoðar fyrirtækjum sem teljast til nýsköpunar í at- vinnulífinu og selja á erlendan markað. Þá verði tekjuskattur þeirra felldur niður í 5 ár. í sama tilgangi vill miðstjórn Framsóknarflokksins að sölu- skattur og verðjöfnunargjald af raforku verði felld niður og að með beinum skattafrádrætti og/ eða mótframlagi úr ríkissjóði verði hvatt til aukinnar rann- sóknar- og þróunarstarfsemi fyrirtækja. Leitað verði leiða til að örva samvinnu innlendra og erlendra fyrirtækja í nýjum at- vinnugreinum þar sem íslending- ar geta öðlast reynslu og þekk- ingu á sviði háþróaðrar tækni og markaðsmála. Komið verði á fót samkeppnis- og útflutningslána- kerfi sambærilegu því sem er- lendir samkeppnisaðilar njóta. Þá verði lög um ríkisábyrgðir endurskoðuð þannig að ríkis- ábyrgðakerfinu megi beita til hvatning^r nýsköpunar í atvinnu- lífi. í stjórnmálaályktuninni segir ennfremur: „Höfuðviðfangsefni íslenskra stjórnmála er að varð- veita frjálst velferðarþjóðfélag á íslandi þar sem manngildi er met- ið ofar auðgildi og þjóðfélagslegt réttlæti ríkir.“ - HS „Eykur verðmæti aflans“ Bændur á meðalbúum: Spara góð mánaðarlaun opinberra starfsmanna - vegna minni áburðarnotkunar í sumar Vegna góðærisins í vetur og mikilla og góðra heyja í fyrra- sumar, a.m.k. víðast hvar á Norðurlandi, er útlit fyrir að - Það er ekki hægt að standa í þessari vitleysu lengur. Það eru takmörk fyrir því hvað menn geta lengi látið hafa sig að fíflum, sagði Rögnvaldur Olafsson, annar eigandi Trésmiðjunnar Eikarinnar í samtali við Dag en fyrirtækið hefur nú verið auglýst til sölu. Að sögn Rögnvaldar eru ástæðurnar fyrir því að þeir revna að selja fyrirtækið ósköp einfaldar. Húsnæðið og fyrirtækið voru byggð upp á versta tíma þegar bændur geti sparað sér stórar upphæðir í ár vegna minni áburðarnotkunar. Mun þetta vafalaust koma sér vel fyrir verðtryggðu lánin voru að koma til sögunnar og nú er svo komið að sama er hve mikið er borgað í af- borganir og vexti, skuldirnar aukist stöðugt. Ástandið er nán- ast hið sama og hjá skuldatogur- unum margfrægu. - Við seldum hluta af þessu húsnæði fyrir tveim árum og héldum þá að ástandið myndi lagast. En það var öðru nær. Ástandið er jafn bölvað og þeir einu sem hafa grætt á þessum rekstri hér eru bankarnir og lána- stofnanir, sagði Rögnvaldur. bændur ekki síst vegna þess að áburður hækkaði á dögunum um 40%. Engar upplýsingar fengust um Þrátt fyrir vaxtapólitíkina hef- ur ekki komið til tals að flytja fyrirtækið úr bænum. Að sögn Rögnvaldar hefur verið þó nokk- uð að gera á köflum í þessum rekstri þannig að ekki þýði að kvarta yfir því. Samkeppni hafi að vísu verið hörð en ekki harð- ari en gengur og gerist í dag. - Það er eina leiðin að selja þetta hús og ef okkur tekst það þá getum við borgað okkar skuldir og vexti og komumst sæmilega frá þessu, sagði Rögnvaldur Ólafsson. - ESE þetta mál hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar en samkvæmt upp- lýsingum Óttars Geirssonar, ráðunauts hjá Búnaðarfélagi ís- lands eru horfur mjög góðar víða um land vegna mikilla fyrninga og góðæris í vetur. - Það er nánast enginn klaki í jörð og kalhætta virðist lítil nema miklir vorkuldar kæmu til. Ef bændur hafa hagað áburðarnotk- un skynsamlega undanfarin ár og ekki sparað sér til tjóns þá tel ég víst að á meðalbúum, með um 400 ærgildi eða 20 kýr, ætti að vera hægt að spara áburð um a.m.k. 20%. Miðað við 40% hækkun á áburði eru þetta um 30 þúsund krónur sem þannig er hægt að spara á meðalbúi. Það eru a.m.k. góð mánaðarlaun op- inberra starfsmanna, sagði Óttar Geirsson. Þess má geta að þar sem hey voru mikil og góð í fyrra og áburðarnotkun hefur verið eðli- leg undanfarin ár, þar ætti sparn- aður bændanna að geta orðið mikið meiri. Það er hins vegar mismunandi eftir landshlutum hvort bændur eiga miklar fyrn- ingar. -ESE Kostnaður við að setja frysti- tæki um borð í Stakfellið frá Þórshöfn nam tæpum tíu millj- ónum króna en verkinu lauk fyrir skömmu hjá Stálvík í Garðabæ. Að sögn Þórólfs Gíslasonar, kaupfélagsstjóra á Þórshöfn þá kom Stakfellið hingað til lands útbúið sem frystiskip með til- heyrandi frystilestum og vélum til frystingar en sjálfan frystibúnað- inn vantaði. - Við ætlum okkur ekki að fara inn á hina hefðbundnu frysti- togaralínu eins og t.d. Akureyr- ingarnir sem gera út Akureyrina, heldur ætlum við að heil- frysta ýmiss konar skrapfisk s.s. karfa og grálúðu. Með þessu móti ættum við að geta aukið verðmæti aflans mjög mikið, sagði Þórólfur Gíslason. Stakfellið fór í reynslusiglingu sl. fimmtudag en þá var m.a. um borð fulltrúi japanskra fisk- kaupmanna sem hafa mikinn áhuga á að kaupa heilfrystan karfa á góðu verði. - ESE Dagur kemur ekki út nk. föstudag vegna frídags á fimmtudag. Þeir sem þurfa að koma efni og auglýsingum í blaðið á miðvikudag, þurfa að hafa gert það fyrir hádegi á morgun, þriðjudag. Trésmiðjan Eikin til söiu: „Látum ekki hafa okkur lenqur að fíflum“ - segir Rögnvaldur Ólafsson

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.