Dagur - 22.05.1985, Blaðsíða 1

Dagur - 22.05.1985, Blaðsíða 1
GULLSMIÐIR l SIGTRYGGUR & PÉTUR 1 AKUREYRI FERMINGAR- GJAFIR í MIKLU ÚRVALI 68. árgangur Akureyri, miðvikudagur 22. maí 1985 55. tölublað - sagöi Jón Sigurðarson, bæjarfulltrúi, um yfirlýsingu hitaveitustjóra „Bæjarstjóm getur ekki annað en vakið athygli á því að hita- veitustjóri var ekki að túlka hennar sjónarmið. Iðnaðarráð- herra hefur lagt til að komið verði til móts við þær hitaveitur sem verst eru settar og það er óhæfa að framkvæmdastjóri hita- veitunnar skuli afneita slíkri aðstoð. Það gengur í berhögg við skoðanir sem fram hafa komið í bæjarstjórn og hitaveitustjórn. Þessi yfirlýsing var bæði óþörf og óþolandi,“ sagði Jón Sigurðar- son, bæjarfulltrúi, á bæjarstjórn- arfundi í gær, en hann vakti máls á yfirlýsingu hitaveitustjóra sem fram kom í viðtali í Degi. Jón sagði að heildarorkureikn- ingur væri hærri á Akureyri en víðast annars staðar. Akureyr- ingar hefðu greitt 18,7 milljónir í verðjöfnunargjald á raforku, til að greiða niður orkureikninga hjá öðrum landsmönnum, og þessi tala yrði 19,1 milljón á þessu ári. Það væri því ekki óeðlilegt að ráðherra væri tekinn á orðinu og því legði hann fram svohljóðandi tillögu: „Vegna um- fjöllunar í fjölmiðlum um mál- efni HA og þeirra skoðana sem fram hafa komið í viðtölum við hitaveitustjóra vill bæjarstjórn taka fram að hún telur eðlilegt að eiga viðræður við iðnaðarráð- herra um það, á hvem hátt stjóm- völd geti komið inn í lausn á vanda HA.“ Þessi tillaga var samþykkt með atkvæðum allra bæjarfulltrúa og bæjarstjóra falið að eiga könnunarviðræður um málið við ráðherra. Jón Sigurðarson sagði að það væri verið að stórhækka orku- reikninga á Akureyri og að segja annað væri að slá ryki í augu fólks. Hann sagðist hins vegar ekki hvika frá þeirri skoðun sinni að nauðsynlegt væri að framkalla meiri tekjur fyrir veituna og þær aðgerðir sem nú væri verið að gera væru því réttar. Sigurður J. Sigurðsson kvaðst ekki geta tekið undir orð hitaveitustjóra og varp- aði fram þeirri hugmynd að það væri t.d. ekki óeðlilegt að HA fengi þær rúmlega 19 milljónir króna sem Akureyringar legðu í að lækka orkureikninga annarra landsmanna. Hann sagði að bæj- arbúar myndu búa við þetta hátt orkuverð næsta áratuginn, nema eitthvað kæmi til. Það væri raun- hæft að tala við stjórnvöld um þessi mál eftir gjaldskrárbreyt- ingu og það væri ekki eðlilegt að forsvarsmenn bæjarstofnana settu fram slík sjónarmið. Björn Jósef Arnviðarson lýsti fullum stuðningi við tillögu Jóns og sagði orðið tímabært að tala skýrt. Hitaveitan væri á hausnum og allt tal um að einstakir neyt- endur gætu iækkað orkureikn- inga sína væri blekking - orku- reikningarnir myndu hækka vegna þess að verið væri að hækka gjaldskrána mjög veru- lega. Fleiri tóku til máls á fundinum og allir lýstu yfir stuðningi við til- lögu Jóns Sigurðarsonar. HS Þróunarfélag og byggða- stofnun til Akureyrar Fjórðungsráð Norðlendinga, sem allir stærstu þéttbýlisstaðir á Norðurlandi eiga fulltrúa í, samþykkti á fundi sínum Eftir miklar umræður um hitaveitumál á bæjarstjórnarfundinum í gær, slógu bæjarfulltrúar á léttari strengi og glöddust með Helga M. Bergs, bæjarstjóra, sem átti fertugsafmæli. Lyftu menn kampavínsglösum, bitu í kransa- köku og bæjarstjóm færði stjóra Skarðsbók að gjöf. Mynd: KGA mánudag að styðja hugmyndir um að þróunarfélagið verði staðsett á Akureyri, svo og byggðastofnun. í ályktun sem samþykkt var segir: „Fjórðungsráð tekur undir ályktun bæjarstjórnar Akureyrar um að fyrirhugað þróunarfélag verði staðsett á Akureyri. Fjórð- ungsráð fer þess á leit við þing- menn á Norðurlandi að þeir stuðli að framgangi þessa máls á Alþingi. Jafnframt skorar Fjórð- ungsráð á Alþingi um að fyrir- hugaðri byggðastofnun verði val- inn staður á Akureyri.“ í Fjórðungsráði eiga sæti 7 bæjar- og sveitarstjórar, auk 2ja sýslumanna og 3ja kjörinna bæjarstjórnar- og hreppsnefndar- fulltrúa. - HS min - segir Wilhelm „Það er alveg ljóst, að ég svara þessari gagnrýni, því ég er til- búinn að standa við þær skoðanir sem ég setti fram í því blaðaviðtali, sem öllu þessu fjaðrafoki hefur valdið,“ sagði Wilhelm V. Steindórs- son, hitaveitustjóri, spurður um viðhorf hans til ummæla bæjarfulltrúanna, sem fram koma á öðrum stað hér á síð- unni. „Ég læt ekki Jón Sigurðar- son eða aðra bæjarfulltrúa kúga mig til að skipta um skoðun, gagnstætt minni sann- færingu. Jón talar um að um- mæli mín séu óþolandi, en í mfnum huga eru kveinstafir og betlimennska forráðamanna Akureyrarbæjar „óþolandi“ og bæjarfélaginu ekki til fram- dráttar,“ sagði Wilhelm V. Steindórsson. - GS Vatnsveitan hugar að útflutningi - Framkvæmdir ekki að svo stöddu Fleiri en mjóikursamlagsmenn á Norðurlandi hafa kannað möguleika á vatnsútflutningi, því Vatnsveita Akureyrar hef- ur haft þetta mál til athugunar frá því í aprfl 1982, með út- flutning til Bandaríkjanna í Háskólakennsla á Akureyri: Fulltrúar í þrounarnefnd sýndu málinu skilning „Fulltrúar í þróunamefndinni sýndu málinu skiining,“ sagði Tryggvi Gíslason skólameist- ari, en hann á sæti í nefnd á vegum bæjarráðs sem hélt suð- ur til Reykjavíkur fyrir síðustu helgi og kynnti þróunarnefnd Háskóla Islands samþykkt bæjarráðs frá 14. maí sl. f samþykktinni kemur fram að bæjarráð samþykkir að bjóða fram eignarhluta bæjarsjóðs Ak- ureyrar í gamla Iðnskólahúsinu til háskólakennslu með þeim skilmálum sem um semst við Háskóla íslands og menntamála- ráðuneytið. Á þann hátt vill bæjarráð stuðla að því að kennsla á háskólastigi hefjist á Akureyri haustið 1986. „Hér er um eflingu Háskóla ís- lands að ræða, það hefur aldrei komið ti! tals að stofna hér sjálf- stæðan háskóla. Háskólann vant- ar sífellt meira húsnæði og því teljum við eðlilegt að útibú frá honum verði stofnað hér á Akur- eyri, en ekki sé stöðugt verið að byggja í Reykjavík." _ mþþ Sjá nánar á bls. 3. huga. Ekki verður farið í fram- kvæmdir að svo stöddu. Ráðgjafafyrirtækið Iðnráðgjöf sf. var fengið til að kanna þetta mál og lauk fyrirtækið skýrslu- gerð í apríl sl. Helstu niðurstöður skýrslunn- ar eru þær að vatnið standist þær gæðakröfur sem gerðar eru til neysluvatns erlendis. Miðað við verð vatns á Bandaríkjamarkaði gæti verksmiðja sem framleiddi 24 millj. lítra á ári staðist kröfur um arðsemi. í slíkri verksmiðju myndu vera 35—45 ársstörf. Kostnaður við hönnun og öflun markaða fyrir vatn erlendis er fyrirsjáanlega mikill, þær upplýs- ingar sem fyrir liggja um markaði benda til að um áhættusaman rekstur sé að ræða. Vatnsveitan stendur nú í fjárfrekum vatns- öflunarframkvæmdum sem standa munu yfir næstu ár. Með hliðsjón af þessu telur vatnsveitustjórn ekki eðlilegt að vatnsveitan fari í framkvæmdir af þessu tagi að svo stöddu. „Óþörf og óþolandi“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.