Dagur - 29.05.1985, Blaðsíða 7

Dagur - 29.05.1985, Blaðsíða 7
29. maí 1985 - DAGUR - 7 llanum Bekkpr. Réttstl. Alls 55,0 150,0 312,5 62,5 125,0 287,5 112,5 185,0 442,5 75,0 0 úrleik 125,0 270,0 615,0 150,0 245,0 625,0 102,5 185,0 482,5 155,0 270,0 680,0 130,0 240,0 600,0 190,0 315,0 827,5 flokki og Víkingur Traustason í 125 kg flokki. Larsavic til KA Júgóslavneskur þjálfari mun koma til KA þann 8. júní nk. og þjálfa hjá félaginu 9. og 10. júní. Þessi þjálfari sem heitir Larsavic er annar tveggja Júgóslava sem hafa lýst áhuga sínum á að þjálfa lið KA næsta vetur. Larsavic þessi er hámenntaður þjálfari, er með svokallaða „doktorsgráðu“ í þjálfun og hef- ur því leyfi til að halda alþjóðleg námskeið fyrir þjálfara. Hann hefur þjálfað í Frakklandi að undanförnu og kemur hingað þaðan. Ef af ráðningu hans verður mun hann þjálfa meistaraflokk KA og einnig hafa yfirumsjón með öilum öðrum flokkum fé- lagsins. Hópferð KA-manna „KA-grúppan“ svokallaða hefur ákveðið að efna til hóp- ferðar til Húsavíkur nk. laug- ardag á leik Völsungs og KA í 2. deildinni. Farið verður frá íþróttamið- stöð KA í Lundahverfi kl. 14 en leikurinn hefst kl. 16. Þátttaka tilkynnist til Hauks Ásgeirssonar í síma 26222 (24154) eða Gunn- ars Níelssonar í síma 22287 &25077). Á björtum og fögrum vordegi fannst mér skyndilega dimma og að mér setti kuldahroll er ég frétti að vinur minn Ófeigur Baldursson hefði látist í umferðar- slysi daginn áður. Kynni okkar Ófeigs hófust ekki gæfulega frá minni hálfu því ég er einn af drengjunum hans Öfeigs en það eru drengirnir, sem lögðu út á ranga braut, en náðu með hans hjálp að verða nýtir og heiðarleg- ir menn. Ég vil ekki hugsa um hvar mín spor lægju í dag ef hann hefði sýnt mér tortryggni og kulda eins og mörgum hættir til gagnvart þeim er brjóta af sér í barnaskap og fávisku. Margir eiga erfitt með að ná aftur réttum áttum ef illa hefur farið. En þar kom Ófeigur til hjálpar alltaf boðinn og búinn að gefa góð ráð og leiðbeina með föður- legri hlýju og vináttu. Annríki var mikið í hans starfi, en þá eyddi hann oft sínum litla frítíma til að styðja við bakið á okkur drengjunum og sem betur fer var það oft sem hann sá ár- angur af þessu aukastarfi sínu, þó að ekki tækist að hjálpa öllum. Við sem hann hjálpaði á rétta leið eigum honum mikið að þakka og fjölskyldu hans líka því auðvitað naut hún ekki þess tíma er hann fórnaði okkur. Mikil var gleði hans þegar allt fór að ganga vel og vinátta hans var okkur mikils virði, hún brást aldrei. Minningin um hann mun fylgja okkur alla tíð og verða vegvísir á lífsleiðinni. Ég sendi samúðarkveðjur til fjölskyldu Ófeigs og þakka alla hans góðu leiðsögn, sem ég hlaut er ég þarfnaðist hennar mest. Blessuð sé minning hans. Hlynur. Stundum finnst okkur að lífið hreinlega leiki við okkur. Allt virðist vera með þeim hætti að það vekur gleði og ánægju. Veðurblíðan á ekki hvað minnst- an þátt í þessu. Það er eins og allt fas og viðmót manna verði með meiri einlægni og tillitssemi. Eng- inn vill verða til þess að gera stríðan óm í þeirri hljómkviðu skaparans, sem blíðast leikur við hug og hönd. Þegar horft er út í fagran vor- daginn er ekki margt sem okkur finnst að gæti sett skugga þar á. Allt virðist vera að vaxa, dafna og lifna. Samt hvílir þungur dómur skaparans yfir öllu þessu og innst inni reynum við að bæla þá hugsun, að þetta sé jú allt í hans hendi og hann einn viti hve lengi þetta allt er okkar. Og lífið gengur áfram, hver dagur fylgir öðrum. Verund gærdagsins verð- ur að minningu morgundagsins og við leyfum okkur að leggja á ráðin með það hvaða viðfangs- efni skal glímt við með komandi degi. Það er manninum eiginlegt að stefna sífellt fram á veginn, læra af hinu liðna og láta reynslu og tilfinningar verða sem millispil í hljómkviðunni miklu. Ef til vill finnst okkur að við, hvert og eitt, skiptum ekki sköpum mitt í til- verunni en bresti einn hlekkur í þessu samspili, þá finnst okkur sem allt hafi hrunið. Vorið og angan þess verður ekki söm og áður og öll okkar hugsun verður bundin þeim eina hlekk sem brostinn er. Okkur starfsfélögunum á Lög- reglustöðinni á Akureyri fannst sem nístingskulda setti að þegar við fréttum lát vinar okkar og starfsbróður, Ófeigs Baldursson- ar. Vorið sem við höfðum horft samaii á að morgni, verður aldrei hið sama og áður. Öll gleðin og fegurðin, sem Ófeigur talaði síð- ast um þegar hann kvaddi um morguninn verður í minningu okkar starfsbræðra hans, sem rammi um sorgarfregn sem erfitt er að sætta sig við. Hvað gerist og hvað veldur þegar svo þungur dómur er felldur? Skýringar eig- um við engar en við eigum þá trú að hans hafi verið beðið á hærri stöðum og að þar sé nú hans vett- vangur. f ríki því sem eilíft er sí- fellt vor og þar nær aldrei níst- ingskuldi hins ósættanlega að blása. Enda þótt tilveran virðist stöðvast við slíka harmafregn, þá finnst okkur að hinn síðasti sólardagur sem hann var okkar á meðal hafi í raun verið eins og umgjörð um allt hans Iff. Ófeigur bar sól og gleði með sér hvert sem hann fór. Gleði hans og glettni var geislandi og einlæg og það var orðið dapurt ástand hjá þeim sem ekki fann fyrir þeim mannkostum sem hann gaf af sér í öllum kynnum og samskiptum við aðra. Það traust og virðing sem hann naut í starfi sínu sem yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á Akureyri segir meira en mörg orð um það hvern mann hann hafði að geyma. í festu og ákveðni gleymdi hann aldrei að viðfangsefni hans, hverju sinni, var fólk sem hafði sterkar tilfinn- ingar, þó svo því hefði skrikað fótur. Ófeigur bar virðingu fyrir líf- inu og trúði á hið góða sem hverj- um og einum er gefið í vöggu- gjöf. Það var sama hvað henti og hvernig aðstæður gátu verið, að með bjartsýni sinni og uppörvun lagði hann oft grunn að þeim skrefum, sem lágu upp úr öldu- dalnum. Ófeigur Baldursson var fæddur á Ófeigsstöðum í Kinn 31. janúar 1940 sonur hjónanna Baldurs Baldurssonar bónda þar, sem nú er látinn, og konu hans Sigur- bjargar Jónsdóttur, sem lifir mann sinn. Ófeigur var gæfu- maður í einkalífi sínu og reisti ásamt konu sinni Þorbjörgu Snorradóttur fallegt heimili að Klapparstíg 7 hér í bæ, þar sem þau bjuggu í sambýli við foreldra Þorbjargar. Þau Þorbjörg og Ófeigur voru samhent og samstillt um að prýða og fegra heimili sitt og þar áttu þau þann augastein, sem þau þökkuðu meir en allt annað, dótturina Valgerði Guðlaugu, sem fermd var nú í vor. Með Ófeigi Baldurssyni er genginn góður drengur, sem skilur eftir sig bjarta og góða minningu í hugum allra þeirra, sem hann þekktu. Hann var sterklegur á velli, prúðmenni með mikla íþrótta- og keppnis- lund. Enda þótt okkur vinum hans finnist að vorið hafi vikið af leið við fráfall hans, þá skulum við muna að hann óttaðist ekki þenn- an aðskilnað því hann bar þá trú í brjósti sínu, að sá skapari, sem allt gefur og öllu ræður, leiði vini aftur saman. Megi góður Guð blessa og styrkja alla þá sem líf hans var tengt ástúðar- og vináttubönd- um. Ófeigi Baldurssyni fylgja þakklátar minningar, hans bros og hvatningarorð gleymast ekki. „Hér þótt lífið endi, rís það upp í Drottins dýrðarhendi." Matthías Einarsson. Með sviplegu fráfalli Ófeigs föðurbróður míns hefur einum traustasta og besta hlekknum í fjölskyldu okkar verið burtu svipt. Það skarð verður seint fyllt enda þótt við reynum af fremsta megni að þjappa okkur saman og treysta böndin. En þó hann sé frá okkur tekinn um stund, sem í raun er aðeins eitt augnablik í eilífðinni, þá hefur hann samt ekki skilið við okkur. Minning- arnar eigum við, og þó þær séu óendanlega sárar þessa dagana, þá megum við vita að þær munu verma okkur og styrkja um ókomin ár svo bjartar og glaðar sem þær eru. Ég minnist með sérstöku þakk- læti og gleði uppvaxtarára okkar Ófeigs á tvíbýlinu Ófeigsstöðum og Rangá. Aðeins 6 árum eldri var hann mér náinn sem bróðir. Naut ég þá eins og alla tíð síðan í ríkum mæli eðliskosta hans sem einkenndust af geðprýði, góðvild og glaðværð. Hygg ég að þeir kostir hafi ráðið mestu um gæfu hans og gengi á lífsbrautinni. Það var sama að hverju hann gekk - alls staðar naut hann trausts og hylli. Ég var mjög ungur þegar ég skynjaði þetta og upp frá því leit ég til hans sem fyrirmyndar bæði í starfi og leik. Ég minnist leikbróðurins og íþróttamannsins drenglundaða sem aldrei neytti aflsmunar í við- skiptum sínum við okkur sem minna máttum okkar. Ófeigur var um skeið meðal fremstu frjálsíþróttamanna Þingeyinga og vann til margra verðlauna m.a. á landsmótum. Ungmennafélagi var hann í bestu merkingu þess orðs. Ég minnist hans að störfum - heima við búskapinn sem átti ekki sérlega við hann þó hann ynni að búi foreldra sinna meira og minna til fullorðinsára. Hins vegar áttu vélar og bílar hug hans og léku í höndum hans enda varð bifreiðaakstur höfuðverkefni hans framan af starfsævinni. Seinna og lengst varð lögreglan starfsvettvangurinn. Var hann þar án efa réttur maður á réttum stað. Þar var honum sýndur mik- ill trúnaður en hann var yfirmað- ur rannsóknardeildar lögreglunn- ar á Akureyri mörg síðustu árin. Að hverju sem hann gekk - hvort sem honum líkaði betur eða verr - leitaðist hann alltaf við að sjá björtu hliðarnar á tilver- unni og var sífellt með spaugsyrði á vörum. Því var alltaf gott og gaman að vera í návist hans og ganga með honum í verk. Síðast en ekki síst minnist ég hans sem fjölskylduföðurins trausta og hlýja. Ófeigur átti því láni að fagna að eignast góða og kærleiksríka konu Þorbjörgu Snorradóttur. Var heimili þeirra ætíð einn helsti griðastaður okk- ar fjölskyldu á Akureyri og var þangað oft og mikið leitað. Segir það sína sögu um andrúmsloftið sem þar ríkti og hjartalag þeirra sem húsum réðu. Eina dóttur eignuðust þau hjónin, Valgerði, sem fermd var um síðustu páska. Var það mikil og gleðileg fjöl- skylduhátíð sem verða mun einn af mörgum ljósgeislum minning- anna. Fleira verður hér ekki tínt til úr þeim dýrmæta sjóði sem ég geymi innra með mér. Ófeigur var þeirrar gerðar að honum hefðu ekki hugnast langar lof- ræður um sjálfan sig, svo hógvær sem hann var og laus við tildur og prjál. Orð eru líka alls ónýt til þess að tjá það sem í huga mín- um býr. Ég kveð kæran frænda minn þakklátur og stoltur yfir því að hafa átt hann að. Megi minningin um hann verða okkur öllum sem nutum hans hvati til dáða. Henni höldum við best á lofti með þvt að rækta með okkur þá kosti sem prýddu hann. Frændur og vinir heima, í sorg okkar erum við öll á sama báti. Það er sárt að sjá á bak hraustum og tápmiklum vini í blóma lífsins. En svona er tilveran fallvölt og við vitum aldrei hvenær kallið kemur. í rauninni er jarðlífið sem örstutt skref á eilífðarbraut- inni, og þegar á heildina er litið skiptir það ekki öllu máli hvort það er stigið skemmra eða lengra. Kristur sagðist fara á undan okkur að búa okkur stað. Ég ef- ast ekki um það að hann hefur búið vini okkar góðan stað og að við munum þar sameinast honum að nýju í eilífu ríki Guðs þegar skrefið okkar er fullnað. Megi þessi bjartsýni boðskapur lífsins lýsa upp myrkur sorgarinnar sem nú grúfir yfir sálum okkar allra. Megi Huggarinn, Andinn Heil- agi, sem hvítasunnan vitnar um, leggja líknarhönd sína yfir okkur öll og þá sérstaklega mæðgurnar Þorbjörgu og Valgerði svo mikill sem missir þeirra er, og ömmu mína blessaða Sigurbjörgu, sem nú syrgir son sinn á sjúkrahúsinu á Húsavík. Megi Hann sefa sorg þeirra, styrkja þær og blessa. Jón A. Baldvinsson. Það var að kvöldi dags þess 15. sl. sem við félagar í Lögreglufé- lagi Akureyrar fréttum að vinur okkar og starfsbróðir Ófeigur Baldursson lögreglufulltrúi í rannsóknarlögreglunni á Akur- eyri, hefði beðið bana í umferð- arslysi í Norðurárdal þann sama dag. Skyndilega var sem ský drægi fyrir sólu á þessum fagra vordegi og tilveran breytti um svip í einu vetfangi. Á stundum sem þessum spyrja menn gjarnan ýmissa spurninga. Af hverju hann? Hver er tilgangurinn með að kalla á brott menn í blóma lífsins, frá ástvinum sínum og félögum. En þó við spyrjum þá fást engin svör, í það minnsta ekki á meðan við dveljum hér á jörðu. Á einu og hálfu ári hafa þrír menn úr lögregluliði Akureyrar verið kallaðir yfir móðuna miklu, allir fyrir aldur fram. Það segir sig sjálft að í ekki stærri hópi hlýtur það að setja sín merki á þá sem eftir standa. Hér verður ekki rakinn ævifer- ill Ófeigs, en kynni okkar hófust er hann gerðist lögreglumaður á Akureyri árið 1967. Störf hans sem lögreglumaður einkenndust if gætni og skilningi á mann- egum brestum, sem svo oft er lörf á í því starfi. Þessir eigin- leikar hafa eflaust komið honum að góðu gagni er hann seinna varð rannsóknarlögreglumaður, enda varð hann farsæll í starfi sínu. Ófeigur var góður íþróttamað- ur, og hafði mikinn áhuga á íþróttaiðkun lögreglumanna. Sérstaklega er okkur félögum hans sem æfðum með honum og kepptum í knattspyrnu minnis- stæður áhugi hans og dugnaður. Engum sem með honum voru á íslandsmóti lögreglumanna í innanhússknattspyrnu nú fyrir skömmu mun hafa dottið í hug að hann mundi ekki keppa með okkur framar, og erfitt er að sætta sig við að hafa hann ekki lengur við hlið sér í starfi og leik. Ófeigur starfaði einnig að fé- lagsmálum lögreglumanna. Hann var í stjórn Lögreglufélags Akur- eyrar og nefndum innan þess og vann þar mikið starf og óeigin- gjarnt sem seint verður fullþakk- að, og það skarð sem hann lætur eftir sig er stórt. Með þessum fá- tæklegu orðum viljum við félagar Ófeigs þakka honum samferðina á þessari allt of stuttu vegferð og biðjum Guð að blessa minningu hans um alla framtíð. Eiginkonu, dóttur og öðrum vandamönnum vottum við okkar dýpstu samúð. I.S.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.