Dagur - 02.10.1985, Blaðsíða 1

Dagur - 02.10.1985, Blaðsíða 1
Svæðisútvarpið byrjað Það er skammt stórra högga á milli í fjölmiðlamálum Norð- lendinga um þessar mundir. Dagur nýorðinn dagblað og svæðisútvarpið á Akureyri orð- ið að veruleika. Fyrsta útsend- ingin var í gær og gekk vel. Starfsmenn svæðisútvarpsins gátu því fagnað og lyftu glösum í tilefni stundarinnar. Töluvert var reyndar um það að ungling- ar hringdu og kvörtuðu undan því að missa af þætti á Rás 2, en varla er við starfsmenn svæðis- útvarpsins að sakast í þeim efnum. Mynd: KGA Víkingur Traustason: „Hefði að fara í prófið" Siglufjörður: „Slátrum á blóðvelli" - fáum við ekki undanþágu „Það er yfírlýst stefna okkar að það fer engin Siglufjarðar- kind út úr fírðinum til slátrun- ar,“ sagði Ólafur Jóhannsson, stjórnarmaður í Sameignarfé- Mauragangur á Húsavík: Heilbrigðisfulltrúi lok- aði rækjuvinnslunni Heilbrigðisfulltrúinn á Húsa- vík lét í gærmorgun loka rækjuvinnslunni á staðnum. Þar hafði orðið vart við maura- gang og var ekki um annað að ræða en að loka húsinu á með- an eitrað var fyrir maurinn og reynt að komast fyrir þennan ófögnuð. „Jú, það er rétt að maurar voru komnir hér inn í húsið,“ sagði Guðmundur Aðalsteinsson hjá rækjuvinnslunni er við ræddum við hann í gær. „Ástæðan fyrir þessum mauragangi er sú að hér fyrir utan húsið er geymd skreið og þessir maurar sem eru afar smávaxnir og heita „sínusmaur- ar“ hafa komið úr skreiðinni. Við fórum í það í morgun að eitra fyrir maurana en þeir voru komnir á loftið fyrir ofan kaffi- stofu starfsfólksins og salernin og aðeins farið að bera á þeim á neðri hæðinni, en þeir voru ekk- ert komnir inn í vinnslusalinn. Við lokuðum hins vegar fyrir alla vinnslu í húsinu á meðan við vor- um að eitra og fluttum tvo bíl- farma af rækju sem átti að vinna hér í dag til Akureyrar í vinnslu þar.“ - Heldur þú að ykkur takist að komast fyrir þennan mauragang? „Ég vona það, en við erum ansi hræddir um að þetta geti orðið þrálátt. Þetta eru smákvik- indi, ekki nema um einn milli- metri á stærð sem smjúga alls staðar." - Guðmundur sagði að þeir hygðust ljúka hreinsun á húsinu á einum degi og átti vinnsla að hefjast á eðlilegan hátt í morgun. Mjög mikið hefur verið að gera í rækjuvinnslunni að undanförnu og hefur verið unnið þar í allt að 14 klukkustundir daglega. IM/gk-. lagi fjáreigenda á Siglufírði, í samtali við Dag. „Fáum við ekki undanþágu verður öllu fé hér slátrað á svokölluðum blóðvelli, eins og það heitir á lagamáli.“ I gærmorgun var haldinn fund- ur með öllum þingmönnum kjör- dæmisins þar sem þeir hétu ölíum þeim stuðningi sem þeir réðu yfir til þess að það fengist í gegn að Siglfirðingar fengju að slátra sínu fé í eigin sláturhúsi á Siglufirði. Náist samþykki landbúnaðarráð- herra fyrir því munu Siglfirðingar ekki taka fé til slátrunar af Fljótamönnum, eins og tíðkast hefur í einhverjum mæli á undan- förnum árum. Líklega ræðst það strax í dag hvort ráðherra stendur við fyrri ákvörðun sína um að synja Sigl- firðingum um undanþágu til slátrunar eða hvort þeir fá að slátra. -yk. Folkið a myndinni var að bíða eftir að komast að á skrifstofu Sjúkrasam- lags Akureyrar í gær. Erindi fólksins var að velja sér heimilislækni, en þrír læknar sem störfuðu að heimilislækningum á Akureyri hafa látið af því starfi og þrír aðrir verið ráðnir í þeirra stað. „Við auglýstum að fólk gæti komið og valið sér lækni en áttum alls ekki von á þessari örtröð,“ sagði Ragnar Steinbergsson forstjóri Sjúkrasamlagsins í samtali við Dag í gær. Mynd: KGA 68. árgangur Akureyri, miðvikudagur 2. október 1985 111. tölublað „Varla hægt að kalia þetta fyrirtæki“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.