Dagur - 15.10.1985, Blaðsíða 1

Dagur - 15.10.1985, Blaðsíða 1
68. árgangur Akureyri, þriðjudagur 15. október 1985 120. tölublað k Filman þín á skiliö ibaö besta / r FILMUHÚSIÐ Hafnarstræti 106 Simi 22771 Pósthólf 198 gæðaframköllun Filman inn fyrir kl. 10.45. Myndirnar tilbúnar kl. 16.30. Opið á laugardögum frá kl. 9-12. x Sverrir Hermannsson verðandi menntamálaráðherra: „Eg mun beita mér fyrír háskólakennslu á Akureyri “ - að miklar ryð- skemmdir séu í kanadíska togaranum segir Gunnar Ragnars „Það hefur ekki verið talað um að farið verði út fyrir þann verksamning sem gerður hefur verið,“ sagði Gunnar Ragnars, forstjóri Slippstöðvarinnar, aðspurður um það hvort ein- hver aukaverk væru fyrirsjáan- leg við togarann sem verið er að breyta fyrir Kanadamenn. Dagur hafði fregnað að miklar ryðskemmdir væru á skipinu og þær þyrfti að bæta en Gunnar taldi að það væri stórlega orðum aukið. Gunnar sagði að vinnan við breytingarnar stæðist gerða áætl- un og verður fyrsta togaranum skilað fyrir jól. Annar togari kemur í nóvember og á að skila honum í janúar. -yk. „Ég er jákvæður í þessu máli, ég mun áreiðanlega beita mér fyrir því að háskólakennsla hefjist á Akureyri fyrr en síðar,“ sagði Sverrir Her- mannsson, iðnaðarráðherra og verðandi menntamálaráð- herra, í samtali við Dag. „Ég hef áður lýst yfir stuðningi við þessa hugmynd," sagði Sverrir, „og afstaða mín breytist að sjálfsögðu ekkert við það, að nú get ég farið að hafa áhrif á framkvæmdina. Ég á fósturlaun að gjalda til Akureyrar, því að hafi ég einhverja menntun hlotið frá því að ég kom úr foreldrahús- um, þá var það þar. Þetta er skólabær og ég held að það sé mjög mikilvægt fyrir Akureyri og Norðurland, að þarna rísi upp kennsla á háskólastigi. En ég er ekki byrjaður sem menntamála- ráðherra og á meðan svo er er best að tala af hógværð. Ég hef ekki kynnt mér með hvaða hætti Aukinn afli á Norðurlandi: Mest aukning á loðnu og þorski Það sem af er árinu, eða fram til síðustu mánaðamóta, höfðu samtals 212.804 tonn af fiski borist á land á móti 144.008 á sama tíma í fyrra. Þessi munur liggur aðallega í þeim 113.978 tonnum af loðnu sem borist hafa á iand á þessu ári en á sama tíma í fyrra höfðu aðeins 54.066 tonn af loðnu komið á land á Norðurlandi. Þessar upplýsingar eru úr bráðabirgðatölum sem Fiskifélag íslands hefur gefið út um veiðina í september og það sem af er ár- inu. Þessi aukna loðnuveiði nægir þó ekki ein sér til þess að útskýra þessa aukningu á afla og kemur þar fleira til. Afli togara er mjög svipaður því sem var í fyrra en bátar hafa landað 20.026 tonnum af þorski á Norðurlandi á móti 12.693 tonnum í fyrra. Hvað aðr- ar tegundir, en þær sem hér hafa verið nefndar, varðar þá hefur afli verið svipaður því sem var í fyrra. -yk. Ekkert svar frá ráðuneytinu best er að ýta úr vör, en ég mun vinna að því að úr því geti orðið.“ - Hefst háskólakennsla á Ak- ureyri næsta haust? „Ég þori ekki að svara þér, en svo fljótt sem kostur er. Ég hef líka mikinn hug á að efla verk- menntun og ekki síst á Akureyri, í iðnaðarbænum. Þar er verk- menntaskóli, en ég held að það þurfi að gera miklu betur. Þetta helst í hendur og styrkir hvort annað, menntun á háskólastigi og verkmenntun, því við megum ekki missa fólk í burtu. Ef hægt er að ná skólastigunum öllum, sem flestum og bestum, þeim mun fleiri verða kyrrir, til gagns sínu umhverfi," sagði Sverrir Her- mannsson. GS Písladagur var í VMA í gær og var mikið sem gekk á. Það voru nemendur í fyrsta bekk - píslirnar - sem voru teknir inn í samfélag eldri nemenda. Píslirnar voru m.a. látnar setjast á blauta dýnu og urðu botnvotar fyrir vikið. Ekki voru allir á því að blotna og þurftu nemendur í efsta bekk þá að neyta aflsmunar. Mynd: KGA. Hlutlaus aðili vinnur úttekt Á fundi skólanefndar Verk- menntaskólans sem haldinn var fyrir helgina kom fram að ekkert svar hefur borist frá menntamálaráðuneytinu við crindi skólanefndarinnar frá 24. júní um kaup skólans á „vélarúmshermi“. Vegna þessa hefur nefndin ítrekað bókun sína sem er svo- hljóðandi: „Vegna kaupa á véla- rúmshermi óskar skólanefnd Verkmenntaskólans á Akureyri eftir heimild menntamálaráðu- neytisins til að verja allt að Vi stöðugildi kennara í fullu starfi á vorönn 1986 til undirbúnings kennslu, öflunar og aðlögunar námsefnis að nýjum kennsluhátt- um.“ Skólanefnd óskar svars frá ráðuneytinu við erindi þessu hið fyrsta. - á hagkvæmni þess að flytja Byggðastofnun til Akureyrar Stjórn Byggðastofnunar sam- þykkti á fundi sínum síðastlið- inn föstudag að fela formanni stjórnar, Stefáni Guðmunds- syni, og framkvæmdastjóra, Guðmundi Malmquist, að leita til ráðgjafafyrirtækis til að kanna möguleika á að Byggða- stofnun verði flutt til Akureyr- ar. Stefán Guðmundsson sagði í samtali við Dag að þeir hefðu tal- ið þetta bestu leiðina til að láta fara fram nauðsynlega könnun á kostum þess og göllum að flytja stofnunina til Akureyrar, að fá til þess utanaðkomandi og hlutlaus- an aðila. Stefán kvaðst ekki geta sagt til um það hvenær þessari úttekt lyki þar sem ekki hefur verið gengið til samninga við neinn um þetta verkefni en hann sagðist þó ímynda sér að niðurstöður gætu legið fvrir öðru hvorum megin við áramót. Þegar niðurstöður liggja fyrir ætti stjórn Byggðastofnunar ekki að vera neitt að vanbúnaði að ákveða hvar stofnunin skuli vera í framtíðinni en þegar hafa 4 af 7 stjórnarmönnum lýst áhuga sín- um á því að stofnunin verði á Ak- ureyri. -yk.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.