Dagur - 23.01.1986, Blaðsíða 1

Dagur - 23.01.1986, Blaðsíða 1
69. árgangur Akureyri, fímmtudagur 23. janúar 1986 15. tölublað Trúlofunarhringar afgrelddir samdæaurs GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Slippstöðin: lega þyrfti að fara við veiðarnar á þessu svæði því nógu oft væru menn búnir að brenna sig á of- veiði. IM./gk-. Mun minna atvinnuleysi Atvinnuleysi á Akureyri var mun minna á sl. ári en árið 1984, og var um helmingi minna suma mánuðina en sömu mánuði árið á undan. Heildaratvinnuleysisdagar árið 1985 voru 21587 en voru 33179 árið 1984 og munar þar um 35%. Nær alla mánuðina var atvinnu- leysið minna en árið á undan en þó var ástandið slæmt í mars enda stóð þá yfir sjómannaverk- fall. í desember sl. voru 120 á at- vinnuleysisskrá í lok mánaðarins, 90 karlar og 30 konur en þessi tala var 144 í desember 1984. Haukur Torfason hjá Vinnumiðl- unarskrifstofunni á Akureyri sagði í samtali við Dag í gær að áberandi væri að atvinnuleysi hjá konum hefði minnkað mikið á sl. ári. gk-. Júlíus fékk 38 tonn af rækju í 6 daga veiðiferð andi raðsmíðaskipin fjögur sem eru í smíðum hjá þremur skipa- smíðastöðvum, Slippstöðinni á Akureyri, á Akranesi og í Garðabæ, en Slippstöðin byggir tvö þessara skipa. Skipin verða boðin til kaups næstu daga og ættu línur að geta skýrst í mars varðandi kaupendur. „Við erum að vinna í skipun- um þótt það sé ekki fullur kraftur í þeirri vinnu,“ sagði Stefán. „Það er ýmislegt sem æskilegt er að bíða með þangað til ljóst er hverjir kaupendur verða því það þarf að vinna ýmislegt í samráði við þá. En þegar línur skýrast betur þá getum við skellt okkur af krafti í þetta verkefni." Stefán sagði að ekki væri hörg- ull á mannskap hjá Slippstöðinni, þannig að hægt yrði að vinna við skipin af fullum krafti án þess að það kæmi niður á öðrum verkefn- um sem stöðin hefur tekið að sér. Margir hafa spurst fyrir um skip þessi og áhugi á þeim greinilega mikill nú loks þegar ljóst er að þau fá kvóta, en sá kvóti verður fyrst og fremst miðaður við veið- ar á vannýttum fisktegundum s.s. rækju. Skipin tvö sem Slippstöðin byggir eru komin nokkurn veginn jafnt í byggingu. gk-. Áður en langt um líður rennur þetta skip af stokkunum hjá Slippstöðinni. Mynd: KGA. Sléttbakur EA-304. Mikil vinna hefur verið í Rækjuvinnslunni á Húsavík að undanförnu. Þar hefur verið unnið á tveimur vöktum og á þriðjudag þurfti að bæta þriðju vaktinni við er togarinn Július Havsteen kom með einn stærsta farm af rækju sem skipið hefur fengið. Þetta voru tæplega 38 tonn og að sögn Önnu Þormar verkstjóra í Rækjuvinnslunni góð rækja. Auk togarans stunda þrír bátar frá Húsavík rækjuveiðarnar. Togarinn var 6 sólarhringa í veiðiferðinni og var á svæðinu vestur og norður af Kolbeinsey. Brúttó aflaverðmæti er um 1400 þúsund krónur og hásetahlutur um 40 þúsund krónur. Jóhann Gunnarsson skipstjóri á Júlíusi Havsteen sagði að á Kol- beinseyjarsvæðinu þar sem skipið hefur stundað veiðar síðan í haust hefði ekki verið veidd rækja fyrr en í maí á sl. ári. Var- Trésmiðir á Akureyri: Afar óliyggt atvinnuástand Slæmar horfur eru í bygging- ariðnaði á Akureyri á þessu ári. Hvorki ríki né bær ætla í verulegar framkvæmdir og kostar það samdrátt hjá bygg- ingaverktökum. Samkvæmt skýrslum hefur ársstörfum trésmiða á Akureyri fækkað úr 800 í tæplega 600 á síðustu 6 árum. Byggingaverktakar á Akur- eyri sjá fram á verulegan sam- drátt og kostar það að smiðum verður sagt upp störfum. Stærstu verktakarnir á Akur- eyri, Aðalgcir og Viðar og Hí- býli sjá ekki fram á að geta haldið smiðum í vinnu nema 2-3 mánuði til viðbótar án veru- legra breytinga í þá átt að verk- efnum fjölgi. Samdráttur hefur orðið mikill í byggingu íbúða sem og opinberra bygginga og er það hluti vandans. Á árunum 1980-’84 fluttu margir smiðir úr bænum og leit- uðu sér að vinnu á öðru stöðum. Nú hefur orðið veru- legur samdráttur í byggingar- iðnaði á landinu öllu og hafa margir af þessum smiðum flutt til baka. Ekki virðist hafa orðið fækkun í stéttinni á síðasta ári. Þó hafa nokkrir smiðir upp- sagnarbréf í höndunum á þess- ari stundu, sem ganga í gildi á næstu vikum og mánuðum. Vcrktakar eru svartsýnir á framhaldið og sjá ekki fyrir um veruleg verkefni á næstu rnán- uðum. Þó benda þeir á að ókláraðir séu stórir áfangar, bæði við sjúkrahúsið og Verk- menntaskólann. Hins vegar fá- ist ekki fjármagn til að klára þá áfanga. Sjá nánar á bls. 3. „Það er ekki gott að segja ná- kvæmlega fyrir um það, en ég reikna með að bæði raðsmíða- skipin ættu að geta verið nokk- urn veginn tilbúin til afhend- ingar frá okkur eftir nokkra mánuði,“ sagði Stefán Reykja- lín stjórnarformaður Slipp- stöðvarinnar á Akureyri í sam- tali við Dag í gær. Þessa dagana er verið að leggja síðustu hönd á útboðsgögn varð- Utgerðarfélag Akureyringa: Sléttbak breytt í fiystiskip? „Þetta er til umræðu en það er ekki búið að taka neina ákvörðun í máiinu ennþá,“ sagði Sverrir Leósson formað- ur stjórnar Utgerðarfélags Ak- ureyringa er við spurðum hann hvort uppi væru áform um að breyta einhverjum af togurum félagsins í frystiskip. „Það hefur verið rætt um að breyta Sléttbak til að byrja með og ég á von á því að þetta verði tekið fyrir mjög fljótlega til af- greiðslu í stjórninni. Við höfum látið gera á þessu kostnaðar- könnun og þess háttar. Maður hefur tilhneigingu til að ætla að Útgerðarfélag Akureyringa sem er jafn stór rekstrareining og raun ber vitni að það eigi að taka þátt í þessu því það þarf hvað að styðja við bakið á öðru í þessu.“ - Komið þið til með að leita tilboða í þetta verk? „Það er ekki búið að taka neina ákvörðun um það, en við höfum lítillega rætt við Slippstöð- ina á Akureyri um þetta mál.“ - Eru togarar ÚÁ í dag orðnir það gamlir að það þurfi að fara að huga að endurnýjun þess vegna? „Nei. Hins vegar þarf að fara að gera eitt og annað fyrir Slétt- bak og Svalbak. Þeir eru báðir í mjög góðu ásigkomulagi, skrokk- arnir mjög góðir en það þarf þó að fara að huga að stífara við- haldi á þessum skipum. Það er bara eðlilegt,“ sagði Sverrir .Leósson. gk-. Raðsmíðaskipin tilbúin eftir nokkra mánuði

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.