Dagur - 19.02.1986, Blaðsíða 1

Dagur - 19.02.1986, Blaðsíða 1
69. árgangur Akureyri, miðvikudagur 19. febrúar 1986 34. tölublað Sjallinn undir smásjá fjölmiðla - Jón Kr. Sólnes stjórnarmaður segir það lið í prófkjörsslag Þrálátur orðrómur hefur verið á kreiki um það á Akureyri að ýmislegt gruggugt væri varð- andi rekstur og fjárreiður Lágheiði: Mokstur kostar rúmar 200 þ. krónur - Til tals hefur komið að opna heiðina vegna blíðunnar undanfarið Fyrir síðustu helgi var rætt um að moka Lágheiðina, en því var frestað fram yfír helgina. Það verk er ekki hafíð enn,“ sagði Björn Brynjólfsson vega- eftirlitsmaður hjá Vegagerð- inni. í síðustu viku var mikið talað um að moka heiðina og var búist við því að það yrði gert. Vega- gerðarmenn telja að moksturinn sé mikið verk og kosti ekki inn- an við 200 þúsund krónur. Það er ekki á valdi Vegagerðarinnar á Akureyri að framkvæma verkið, því samráð verður að hafa við bæði Sigifirðinga og Skagfirðinga um moksturinn. Aleit Björn að þeim hafi þótt kostnaðaráætlunin nokkuð há. Skagfirðingar hafa mokstur Lágheiðar á sinni könnu. Björn sagði að Vegagerð- in færi ekki út í mokstur vega án þess að hafa samband við heima- menn þar sem kostnaðurinn er þeirra. gej- sjálfsátæðismanna á Akureyri Sjallans. Blaðamaður Dags hefur um nokkurt skeið unnið að könnun á þessu máli, sem sagt er að snerti m.a. sölu- skattssvik í tengslum við van- talningu gesta inn í húsið, smygl á áfengi og kjötvörum og að lögboðaðir hluthafa- fundir hafí ekki verið haldnir sem skyldi. í gær bárust svo fréttir um það úr Reykjavík að fjölmiðlar þar væru á kafi í þessu máli, sem átti þá einnig að tengjast væntanlegu gjaldþroti Sjallans. Sjónvarpið vann m.a. að könnun á málinu á mánudag og í gær og var beðið um myndir af Sjallanum í miklu hasti, sem væntanlega átti að nota með frétt um málið. Að minnsta kosti þrjú dagblöð í Reykjavík voru einnig að vinna í málinu í gær. í samtali við Dag í gær sagði Jón Kr. Sólnes stjórnarmaður í Akri hf. að hann ætti erfitt með að skilja þessar aðdróttanir, sem virtust beinast að sér persónulega vegna þátttöku hans í prófkjöri sjálfstæðismanna á Akureyri. Hann sagði að sérstaka athygli sína hefði vakið að einn þátttak- enda í áðurnefndu prófkjöri hafi komið með blaðamanni á sinn fund út af þessu máli. í beinu framhaldi af því hafi aðrir fjöl- miðlar farið að spyrjast fyrir um málið, vafalaust eftir ábendingu. Jón sagði að umræddur keppi- nautur sinn í prófkjörinu hefði reyndar sagt við sig að von mætti eiga á sprengju í fjölmiðlum vegna þessa máls. Keppinauturinn sem Jón minn- ist á er Steindór G. Steindórsson. Þegar þetta var borið undir Steindór, sagðist hann ekki vera í neinum prófkjörsslag við Jón Kr. Sólnes. Það væri hins vegar rétt, að hann hefði farið á fund Jóns í fylgd blaðamanns, vegna beiðni blaðamannsins. „Ég vildi einung- is fá upplýsingar um stöðu Akurs hf., sem hluthafi, en ég hef ekki fengið nein svör. Hins vegar er úr lausu lofti gripið, að ég hafi lekið þessu máli til fjölmiðla,“ sagði Steindór. Burtséð frá þessum hugleiðing- um um erjur í Sjálfstæðisflokkn- um á Akureyri og hugsanlegar ábendingar til sunnanblaðanna í þvf sambandi, hefur þrálátur orð- rómur gengið um vafasama við- skiptahætti í tengslum við rekstur Sjallans. Sú var ástæða þess að blaðamaður Dags hefur um all- langt skeið kannað málið. Frá- sögn hans er að finna á bls. 3. -yk./GS/HS - KGA. „Eitthvað verðum við að gera gegn samdrættinum“ - segir Bjarni Hólmgrímsson, oddviti Svalbarðsstrandarhrepps, en heimamenn hafa stofnað nýtt útgerðarfélag Atvinnumálanefnd og hrepps- nefnd Svalbarðsstrandar- hrepps ákváðu á sameiginleg- um fundi í síðustu viku að beita sér fyrir stofnun hlutafé- lags um rekstur útgerðar frá Svalbarðsströnd. Söfnun hlutafjár hefst næstu daga og að sögn Bjarna Hólm- grímssonar oddvita Svalbarðs- strandarhrepps er ætlunin að leita eftir stuðningi meðal íbúa á staðnum og annarra velunnara hreppsins. „Það er samdráttur í hreppn- um og eitthvað verðum við að „Nauðsynlegt til að sleppa frá stressinu“ - sagði Gunnar Kristdórsson sem „lagðist út“ í nokkra daga „Þetta er ekkert fréttnæmt og gerist í rauninni oft hjá atvinnurckendum. Þeir finna hjá sér þörf til að komast í burtu. Þú getur al- veg eins skrifað um að fallhlífarstökk sé ágætt fyrir atvinnu- rekendur. Þeir hugsa ekki um ann- að en stökkið á meðan,“ sagði Gunnar Kristdórs- son eigandi Dekkjahallarinnar á Akureyri í samtali við Dag. Gunnar tók sig til fyrir helgi og lét sig hverfa út úr bænum, með nesti og nýja skó, eins og segir í ævintýrunum. Við Þverá settist hann á vélsleðann sinn og hélt sem leið lá inn í Flateyjardal, sam- bandslaus við um- heiminn en vel birgur af bensíni. „Síðan ég opnaði mitt fyrirtæki hef ég ekki slappað af eina stund. Fyrirtækið er svo gott sem inni á mínu heimili og þetta hefur verið ákaflega erfitt fyrir mig. Þess vegna datt mér í hug að skella mér burt úr stressinu smá stund,“ sagði Gunnar. Gunnar var í út- legðinni í þrjá daga. „Eg hafði svo sem ekki nrikinn frið út úr þessu, enda ætlaði ég að vera mikið lengur. En þetta var ágætt svo langt sem það náði. Ég fer bara aft- ur við fyrsta tæki- færi.“ BB. gera til að bregðast við honum. Við stefnum að því að safna 15 milljónum áður en við förum að huga að bátakaupum. Engin akvörðun hefur þó verið tekin um það í hvers konar útgerð við förum en þar kemur flest til greina." sagði Bjarni. Samkvæmt upplýsingum Dags ætlar nýja útgerðarfélagið á Sval- barðsströnd að bjóða í eitt hinna svonefndu raðsmíðaskipa. í sam- vinnu við aðila á Árskógsströnd. Bryggja er á Svalbarðseyri og aðdjúpt. þannig að 3000 lesta skip getur lagst þar að. Útgerö hefur hins vegar ekki verið stund- uð frá Svalbarðsströnd undanfar- in ár að öðru levti en því að trill- ur hafa róið þaðan seinni hluta vetrar og afli verið saltaður hjá kaupfélaginu á staðnum. BB. Blíða með smáéljum „Þetta er himnaríkisveöur og verður þannig á morgun líka." sagði Bragi veðurfræðingur. Þið fáið hægviðri í dag og síðan mætti búast við því að hann fari að halla sér í norðrið. Á ntorgun og t'östudaginn má kannski búast við smáéljum, en það verður ekki mikið. enda þolið þið slíkt jafn- vel þótt nteira væri. Það verður í mesta lagi skýjað en annars virð- ist þatta lofa góðu áfram." gej-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.