Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagur

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagur

						69. árgangur
Akureyri, mánudagur 5. maí 1986
82. tölublað
Grænt Ijós frá fjármálaráðuneytinu:
Fimm þús. kindur
verða skornar niður
- vegna riðuveiki á svæðinu frá Jökulsá á
Fjöllum að Skjálfandafljóti
Nú getur fátt komið í veg fyrir
að allt riðufé á svæðinu frá
Jökulsá á Fjöllum að Skjálf-
andafljóti verði skorið niður í
haust. í lok síðustu viku gaf
fjármálaráðherra vilyrði fyrir
því að fjármagn fengist til að
gera bændum á þessu svæði
kleift að skera niður fjárstofn-
inn á þeim bæjum sem riðu-
veiki hefur orðið vart. Bændur
fá greiddar bætur samkvæmt
reglugerð þar að lútandi.
Allir bændur á svæðinu, að
einum undanskildum, eru búnir
að samþykkja niðurskurð en
landbúnaðarráðherra     hefur
heimild til að fyrirskipa niður-
skurð og hann hefur sagt að það
verði skoðað ef á þurfi að halda.
„Ég óttast að riðuveikin sé til
staðar á fléiri bæjum. Núna ligg-
ur einn bær undir grun og sýni úr
kind frá þeim bæ er í rannsókn að
Keldum. Pað gætu þannig bæst
við fleiri bæir til haustsins, þótt
erfitt sé um það að spá," sagði
Ari Teitsson á Hrísum en hann er
formaður fjárskiptanefndar í
Þingeyjarþingi en sú nefnd hefur
haft með riðumálið að gera.
Bæturnar sem bændur fá nema
65% af svo kölluðu frálagsverði
15 kílóa dilks. Vestfirðingar
fengu greiddar bætur vegna
niðurskurðar í nóvember s.l. og
voru þær á bilinu 17-1800 krónur
á hverja kind. Talið er nauðsyn-
legt að þau bú sem verða fyrir
niðurskurði verði fjárlaus í 2 ár á
eftir og fá bændur bætur fyrir þau
ár. Alls munu um það bil 20 aðil-
ar þurfa að skera niður fjárstofn
sinn í haust, alls um 5 þúsund
fjár.                   BB.
Kaffibrennsla Akureyrar:
Helgi M. Bergs
ráðinn fram-
kvæmdastjóri
Svo sem fram hefur komið í
fréttum, lætur Gunnar Karls-
son viðskiptafræðingur af
störfum á næstunni sem fram-
kvæmdastjóri Kaffibrennslu
Akureyrar h.f. en þá tekur
hann við starfi hótelstjóra á
Hótel KEA.
Stjórn Kaffibrennslu Akur-
eyrar h.f. hefur ráðið Helga M.
Bergs sem framkvæmdastjóra
og tekur hann við starfinu um
miðjan júní.
Helgi M. Bergs er fæddur 21.
maí 1945. Hann varð stúdent
frá MA 1967, lauk kandidats-
prófi í viðskiptafræði frá
Háskóla íslands 1971 og MSC
prófi í hagfræði frá University
of London 1974. Helgi starfaði
hjá Fiskifélagi íslands 1974-
1976 en frá því ári hefur Helgi
verið bæjarstjóri á Akureyri.
Eiginkona Helga er Dórothea
Bergs og eiga þau 3 börn.
„Kaffibrennsla Akureyrar
h.f. þakkar Gunnari Karlssyni
vel unnin störf og væntir mjög
góðs af starfi nýs framkvæmda-
stjóra," segir í fréttatilkynningu
frá Kaffibrennslu Akureyrar.
BB.
Bryggjuspjall
Þegar trillurnar eru að tínast að Iandi eftir veiðiferð dagsins, er fjörugt
skeggrætt, jafnvel knattspyrna.
mannlíf á bryggjunni. Þar er margt
Mynd: KGA
Fækkar íbúum lands-
byggðarinnar til aldamóta?
A ráðstefnu sem Líf og land
hélt á Akureyri um helgina
kom fram í ræðu Áskels Ein-
arssonar, framkvæmdastjóra
Fjórðungssambands Norð-
lendinga, að miðað við mann-
aflaþróun og samkvæmt nýj-
ustu mannfjöldaspá verða íbú-
ar hðfuðborgarsvæðisins 157-
160 þusund um næstu aldamót,
Húsavík:
Fjárhagsáætlun
samþykkt
Á fundi bæjarstjórnar Húsa-
víkur í síðustu viku var fjár-
hagsáætlun bæjarsjóðs og
bæjarfyrirtækja tekin til síðari
umræðu og samþykkt.
Á sama fundi var samþykkt að
lækka fyrirframgreiðslu útsvara
úr 65% af álögðum gjöldum fyrra
árs í 61%.        IM.-Húsavík
en íbúafjöldi landsbyggðar-
innar á bilinu 90-101 þúsund.
Þetta þýðir fækkun á lands-
byggðinni um 8-9 þúsund
manns.
Áskell sagði að íbúahlutfall
landsbyggðarinnar myndi lækka
úr 45% í 38% um næstu aldamót.
Hann rakti þá búsetuþróun sem
verið hefur undanfarin ár og
skýrði hana með hliðsjón af stór-
aukinni þjónustustarfsemi, sem
nær einvörðungu hefði byggst
upp á höfuðborgarsvæðinu.
„Ef hin íslenska þjóð ætlar að
eiga ein sitt land verður nú að
taka upp framleiðslustefnu, sem
jafnframt er landkostastefna og
byggðastefna fyrir landið í heild.
Þetta tekst ekki ef áfram verður
stuðlað að myndun borgríkis
stefnulaust, án tillits til raunveru-
legra búsetuhagsmuna, sem þessi
þjóð verður að sætta sig við.
Það verður að hverfa frá þjón-
ustustefnu til landkosta- og
byggðastefnu, sem er undirstaða
sjálfstæðis og velgengni þessarar
þjóðar í bráð og lengd. Höfuð-
borgarsvæðið á mest undir því að
þetta takist og að þjóðarsátt
náist, í stað hyldýpis milli lands-
byggðar og höfuðborgar," sagði
Áskell Einarsson í ræðu sinni á
ráðstefnunni. Hann sagði að
beina yrði fjármagni í auknum
mæli til undirstöðugreinanna,
sjávarútvegs og vanræktrar iðn-
aðaruppbyggingar í landinu. HS
Vinnu-
slys
a
Sauðár-
króki
Skömmu fyrir hádegi s.I. föstu-
dag vildi það slys til í ísklefa
hraðfrystihússins Skjaldar á
Sauðárkróki að 18 ára piltur
lenti með annan fótinn í snigli.
Pilturinn var við annan mann
að vinna í ísklefanum og var að
ýta kögglum niður á milli rimla í
rist með fætinum, þegar snigillinn
greip fótinn. Er jafnvel talið að
pilturinn hafi hrasað áður.
Vihnufélagi hans slökkti strax
á sniglinum en fóturinn hafði þá
fest undir ristinni. Nokkrar tafir
urðu á að koma piltinum undir
læknishendur þar sem ekki náðist
í lækni og sjúkrabíl vegna mikils
álags á símanum. Jafnframt
þurfti að brenna burtu tvo rimla
úr ristinni til að losa fótinn.
Hinum slasaða var síðan ekið í
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
þar sem gerð var aðgerð á fætin-
um. Pilturinn liggur nú á gjör-
gæsludeild og er líðan hans sæmi-
leg eftir atvikum.         ÞÁ.
Skorað á bæjarstjóm
„Hér með er skorað á Bæjar-
stjórn Akureyrar að taka
afstöðu með því að stólar
Verkmenntaskólans     verði
framleiddir á Akureyri."
Þetta er texti undirskriftalista
sem Akureyringum hefur verið
gefinn kostur á að skrifa nafn sitt
á undanfarna daga. Listinn er til-
kominn vegna þeirrar ákvörðunar
Byggingarnefndar Verkmennta-
skólans að hafna stól þeim sem
Húsgagnaverkstæðið Kótó lagði
fram fyrir byggingarnefndina, en
eins og fram hefur komið í Degi
stendur til að kaupa fyrir skólann
300 norska stóla. Bæjaryfirvöld á
Akureyri hafa síðan sent frá sér
fréttatilkynningu að þau hafi ekki
fjallað um málið og það því ekki
hlotið endanlega afgreiðslu.
„Það er verið að kvarta og
kveina yfir atvinnuástandinu hér
í bænum og mér finnst ekki hægt
að láta það viðgangast að gengið
sé framhjá fyrirtæki á Akureyri
sem getur framleitt þessa stóla,
einungis vegna þess að þeir þykja
að mati þessara manna ekki nógu
fallegir," sagði Elísabet Guð-
mundsdóttir á Akureyri, en hún
stendur að baki undirskriftalist-
anna sem legið hafa frammi víða
í bænum að undanförnu.
„Ég þekki ekki til þessa fyrir-
tækis sem um ræðir, en málsmeð-
ferðin fór í taugarnar á mér
þannig að ég ákvað að fara af
stað með undirskriftalistana, og
mér hefur verið mjög vel tekið og
margir skrifað nöfn sín á þá,"
sagði Elísabet.           gk-.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12