Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagur

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagur

						69. árgangur
Akureyri, miðvikudagur 7. maí 1986
84. tölublað
* Ritvinnsluforrít
* Aætlanagerðarfonit
+ Teikniforrít
Tölvutækisf.
Gránufélagsgötu 4, 2. hæð ¦ Akureyri • Sími 96-26155
33,4 milljónir
í gatnagerö
- þar af 15 milljönir til malbikunar
Tillögur um gatnagerð á Akur-
evr' »ggja n" fyrir og hafa ver-
ið samþykktar í bæjarráði.
Voru þær til umfjöllunar í
bæjarstjórn í gær og sam-
þykktar þar. TiIIögurnar
hljóða upp á 33 milljónir og
440 þúsund krónur.
Mest áhersla verður lögð á
malbikun gangstétta í bænum og
er áætlaður kostnaður við það
verk tæplega 7,8 milljónir króna.
Malbikaðir verða 19 þús. 670 fer-
metrar. Gangstéttar við eftirtald-
ar götur verða malbikaðar:
Ásabyggð, Goðabyggð, Norður-
byggð, Suðurbyggð, Vanabyggð.
Ásveg, Byggðaveg, Engimýri,
Grænumýri, Kambsmýri, Kringlu-
mýri, Löngumýri, Rauðumýri,
Víðimýri, Áshlíð, Einholt,
Langholt, Lyngholt, Miðholt,
Stafholt, Stórholt, Þverholt.
Austursíðu að Fjölnisgötu og
gangstétt að Verkmenntaskólan-
um.
Áætlaður kostnaður við mal-
bikun gatna er rúmar 7,1 milljón
króna og verða eftirtaldar götur
malbikaðar: Borgarbraut, Dals-
braut að innkeyrslu SÍS, Dals-
braut að Lundarskóla, Akur-
gerði, Kaldbaksgata, Múlasíða,
Vestursíða. Alls eru þetta 1.140
metrar og 9.560 fermetrar.
Auk þessara verka eru í til-
lögunum framkvæmdir við
endurbyggingu gatna, nýbygg-
ingu gatna, gerð gangstíga, mal-
bikun bílastæða og fleira.   gej-
Steinullarverksmiðjan:
Viðræður við Norð-
menn skammt undan
„Ég held að það sé óhætt að
segja að miðað við allt og allt
þá gangi reksturinn vel og það
er ekkert fyrirsjáanlegt sem
gæti orðið til þess að áætlanir
okkar standist ekki," sagði
Þórður I lilmarsson fram-
kvæmdastjóri SteinuIIarverk-
smiðjunnar á Sauðárkróki í
samtali við Dag í gær.
„Við munum hitta Norðmenn-
ina 21. maí, en það hefur því
miður orðið nokkur dráttur á
því," sagði Þórður er við spurð-
um hann hvað liði viðræðum við
norska fyrirtækið sem framleiddi
ofn verksmiðjunnar og hefur
ekki skilað þeim afköstum sem
ábyrgst var. „Við munum á þess-
um fundi okkar með Norð-
mönnunum leggja fram gögn um
fjárhagslegar afleiðingar þess fyr-
ir okkur að afköst ofnsins hafa
ekki verið eins og til stóð, en
þessi gögn eru enn í vinnslu."
Þórður sagði að afköst verk-
smiðjunnar í dag væru um 1100
kg á klukkustund en samkvæmt
loforðum Norðmanna ættu þau
að vera 1250 kg á klukkustund.
Varðandi sölumálin sagði hann
að þau væru í góðu gengi, að vísu
væri samdráttur í byggingariðn-
aði nú í augnablikinu sem hann
teldi ekki óeðlilegan, en hann
teldi að í kjölfar ráðstafana ríkis-
stjórnarinnar í lánamálum hús-
byggjenda kæmi fjörkippur í
byggingariðnaðinn að nýju.
„Þessi umræða kom bæði okk-
ur og starfsmönnum hér á óvart,"
sagði Þórður er við spurðum
hann hvað hæft væri í fréttum um
ólgu  meðal  starfsmanna  fyrir-
tækisins. „Ég held að þetta megi
rekja til þess að samningar eru
ekki langt undan og það er í
sjálfu sér ekki óeðlilegt að þá
Jleggi menn fram kröfur sínar,"
sagði Þórður.            gk-.
Hvíti miðinn settur á rúðuna til merkis um að allt sé í lagi. - Sjá heimsókn
í Bifreiðaeftirlitið á Akureyri bls. 8.                    Myml: KGA.
Dæmt í máli FM-90
- Hermann Sveinbjörnsson ábyrgöarmaöur stöðvarinnar
dæmdur í 6 þúsund króna sekt
Dómur er fallinn í máli ákæru-
valdsins gegn Hermanni Svein-
björnssyni, ritstjóra, sem var
einn skráður ábyrgðarmaður
lútvarpsstððvarinnar  FM  90,
sem starfsmenn Dags og
nokkrir aðrir settu á laggirnar í
verkfalli starfsmanna Ríkisút-
varpsins í október 1984.
Akærði var dæmdur til greiðslu
Unglingar á Akureyri:
Erfiðleikar með sumarvinnu
Samkvæmt þeim upplýsingum
sem Dagur hefur aflað sér
virðist nokkuð Ijóst að erfitt er
fyrir unglinga á Akureyri á
aldrinum 16-20 ára art verða
sér  úti  um  sumarvinnu,  og
Akureyri:
í veg fyrir
skellinöðru
Ekið
í fyrrakvöld varð umferðar-
óhapp á Skipagötu á Akureyri
er bifreið var ekið þar í veg fyr-
ir skellinöðru.
Bifreiðin var á leið suður
Skipagötu og hugðist ökumaður
hennar beygja inn á bifreiðastæði
austan götunnar. Hann ber að
hann hafi ekki séð til ferða skelli-
nöðrunnar sem kom á móti bif-
reiðinni fyrr en um leið og öku-
tækin skullu saman.
Meiðsli urðu óveruleg við
þennan árekstur, bifreiðin var
lítillega dælduð að framan en
skellinaðran skemmd á vinstri
hlið.                   gk-.
virðist jafnvel hætta á að ein-
hver fjöldi komi til með að
ganga atvinnulaus í sumar þess
vegna.
„Það er gífurleg aðsókn meðal
unglinga í vinnu hjá okkur,"
sagði Gunnar Skarphéðinsson
starfsmannastjóri Slippstöðvar-
innar er við ræddum þetta mál
við hann. „Við ráðum um 30
unglinga til sumarstarfa og
aðsóknin hefur verið mjög mikil í
þessi störf og sennilega höfum
við þurft að vísa tvöföldum þess-
um fjölda frá. Síðustu dagana
hefur verið hmgað stanslaus
straumur og þetta eru aðallega
unglingar á aldrinum 16-19 ára."
„Við ráðum ekki mikið af
unglingum til sumarstarfa," sagði
Birgir Marinósson starfsmanna-
stjóri hjá Iðnaðardeild Sam-
bandsins. „Það er ýmislegt sem
spilar þarna inn í, við ráðum ekki
unglinga undir 16 ára aldri vegna
bónusvinnunnar og helst ekki
unglinga undir 18 ára aldri vegna
þess hversu mikið er um véla-
vinnu. Það er þó töluvert spurt
um vinnu þótt við lokum hér í 5
vikur í sumar og heppilegra sé
þess vegna fyrir unglingana að
leita annað fyrst."
Hilmar Gíslason bæjarverk-
stjóri sagðist vera búinn að fylla
„kvóta" sinn, en mikil aðsókn er
meðal unglinganna eftir vinnu.
„Það er orðin stefna að mér skilst
að reyna að ráða sem mest af 15
ára unglingum til starfa hjá bæn-
um í gegnum vinnuskólann og
mér sýnist að það verði til þess að
16 ára unglingarnir verði harðast
úti og fái síðar vinnu en aðrir
árgangar," sagði Hilmar Gísla-
son.                   gk-.
6 þúsund króna sektar og
greiðslu málskostnaðar, sem var
hverfandi þar sem hann varði mál
sitt sjálfur. Talið var að um hefði
verið að ræða brot á ákvæðum
útvarpslaga.um einkarétt ríkisins
til útvarpsrekstrar og á fjar-
skiptalögum. Svipaðar varnir
voru hafðar uppi í málinu og öðr-
um keimlíkum, sem dómar hafa
þegar fallið í.
„Þessi dómur er í samræmi við
aðra sem fallið hafa og hann
kemur mér ekki á óvart. Við sem
að þessu stóðum gerðum okkur
grein fyrir því strax í upphafi að
svona myndi líklegast fara. Ég geri
ekki ráð fyrir að áfrýja dómnum,"
sagði Hermann í viðtali við Dag.
Hann var spurður að því hvort
hann hygðist kæra ólöglega starf-
semi myndbandakerfa á Akur-
eyri og Ólafsfirði í kjölfar þessa
dóms:
„Eg verð nú víst litlu bættari
með því. Ég veit það fyrir víst að
ríkissaksóknari fékk málefni
þessara ólöglegu myndbanda-
stöðva inn á sitt borð, en taldi
ekki ástæðu til að aðhafast neitt í
málinu, þrátt fyrir ótvírætt brot á
einkarétti útvarpsins. Réttvísin
verður vfst að hafa sinn gang, þó
að í þessum málum verði varla
sagt að menn séu jafnir fyrir
lögunum."              gk-..
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12