Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagur

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagur

						69. árgangur
Akureyrí, miðvikudagur 14. maí 1986
88. tölublað  I
* Ritvinnslufonit
* Aætlanagerðarfonit
* Teiknifonit
Tölvutæki s/.
Gránufélagsgötu 4, 2. hæð ¦ Akureyri • Sími 96-26155
Geysilegur samdráttur í sölu á dilkakjöti:
„Utsalan það versta
sem gert hefur verið"
- segir Gunnar Guðbjartsson hjá Stéttarsambandi bænda
Utsalan er það versta sem hef-
ur verið gert," sagði Gunnar
Guðbjartsson hjá Stéttarsam-
bandi bænda, þegar hann var
spurður um áhrif dilkakjöts-
útsölunnar síðastliðið haust.
Hann sagði að útsalan hefði
orðið til þess að svínakjöt hafi
farið á útsölu og skömmu síðar
einnig kjúklingakjöt og hvort
tveggja væri reyndar á útsölu
enn.
Sala á dilkakjöti hefur dregist
verulega saman eins og sjá má af
því að á tímabilinu frá 1.9. '85 til
1.4. '86 var salan 5402 tonn en á
sama tíma fyrir ári nam hún 5571
tonni. Birgðir í landinu munu nú
55
Ætli menn
verði ekki
kauplausir"
- segir Ævarr Hjartarson ráöunautur
„Það má segja að nienn verði
kauplausir það sem eftir er
ársins," sagði Ævarr Hjartar-
son hjá Búnaðarsambandi
Eyjafjarðar um útlitið hjá refa-
bændum um þessar mundir.
Þetta mun stafa af því hve lágt
verð hefur verið á skinnum
undanfarið og næstu uppboð
sem íslendingar ná inn á verða
að öllum líkindum ekki fyrr en
í febrúar eða mars '87.
Ævarr sagði að got væri rétt
hafið hjá refnum og því lítið hægt
að segja um útkomuna, en þó
virtist sér sem útkoman væri við-
unandi enn sem komið væri. Aft-
ur á móti er goti nánast lokið hjá
minknum og virðist hafa tekist
vel þannig að segja má að staðan
í minkaræktinni sé viðunandi.
Varðandi útlitið í nánustu
framtíð sagði Ævarr að á upp-
boðum sem fram færu núna i
fengist  kannski  hugmynd
mai
um
hver verðþróunin yrði á næstu
mánuðum, þá segðu spár að
verðið ætti að fara hækkandi, „en
spá er alltaf spá og það er náttúr-
lega kaupandinn sem ræður hvert
verðið verður," sagði Ævarr
Hjartarson að lokum.    G.Kr.
vera um 6820 lestir og af því fara
um 600 í útflutning en annað til
innanlandssölu, láta mun því
nærri að salan þyrfti að vera um
eitt þúsund tonn á mánuði. Lítil
von verður þó að teljast til að
takast megi að selja það magn sé
tekið mið af sölu síðustu mán-
aða, en í febrúar og mars var sal-
an rétt um 400 tonn hvorn mánuð
en talsvert minni í janúar.
Helstu ástæður þessa mikla
samdráttar í sölu dilkakjöts taldi
Gunnar vera að álagning var gef-
in frjáls og niðurgreiðslur stór-
lega skertar þannig að dilkakjöt
væri orðið óhóflega dýrt, „og svo
þetta frjálsræði sem gildir í verð-
lagningu svína- og alifuglakjöts".
Þá sagði hann að aukin heima-
slátrun bænda á nautgripum og
bein sala til neytenda hefði stór-
aukist, auk alls þessa, væri fólk
svo farið að borða fisk meira en
áður.
Aðspurður um hvað væri helst
til ráða sagði Gunnar að það
þyrfti að hækka niðurgreiðslurn-
ar og taka upp stjórnun á sölu
svína- og alifuglakjöts. „Annars
er þetta fyrst og fremst spurning
um pólitískan vilja," sagði Gunn-
ar Guðbjartsson að lokum.
G.Kr.
Þeir voru að fylgjast með brunanum hjá Skipasmíðastöðinni Vör á Akureyri
á dögunum og virtust bara skemmta sér vel.              Mynd: G.K.
55
Siglfirðingar hafa ekki fengið að sjá endurskoðaða reikninga Drangs í 3 ár:
Hlutafélagalög þverbrotin
- segir Jón Pálmi Pálsson bæjarritari á Siglufirði
„Við höfum ekki fengið árs-
reikninga Drangs og ÖII skila-
boð og spurningar sem til okk-
ar berast, koma annað hvort
munnlega eða í einhvers konar
skeytaformi. Má þar nefna
spurningar eins og hvort við
Lögbann
sett á Pan
„Það er búið að setja lögbann
á póstverslunina Pan í Reykja-
vík, eins og við fórum fram á,"
sagði Magnús Ingólfsson einn
eigenda Trésmiðjunnar Pan h/f
á Akureyri.
Við fórum fram á þetta vegna
þess að við höfum orðið fyrir
töluverðum óþægindum vegna
póstverslunarinnar Pan. Það hafa
komið hér stöðumælasektir sem
skráðar eru á fyrirtækið í Reykja-
vík og eins hafa komið tilkynn-
og
ingar um gjaldfallna víxla
fleira tengt því," sagði Magnús.
Hann sagði að Pan h/f hefði
þurft að leggja fram 180 þúsund
króna tryggingu vegna lögbanns-
ins. Þegar Magnús var spurður
hvort þeir hefðu leitað eftir því
við Pan í Reykjavík að skipta um
nafn sagði hanri, „Lögfræðingur
okkar ræddi við þá, en þeir vildu
ekkert gera og ætluð að láta
reyna á hvað kæmi út úr mála-
ferlum," sagði Magnús Ingólfs-
son.                   gej-
vildum nýta okkur forkaups-
rétt okkar í hlutabréfum
félagsins. Þetta er allt mjög
furðulegt, þar sem nokkrum
dögum áður kom munnleg
beiðni til okkar um það hvort
við vildum selja hlutabréf okk-
ar á 0 kr. Síðan kom svo skeyti
með fyrirspurn um það hvort
i \   ?
við vildum falla frá forkaups-
rétti á 0 kr," sagði Jón Pálmi
Pálsson bæjarritari á Siglufirði
og sagði málefni Drangs öll hin
furðulegustu.
Eins og komið hefir fram hefur
rekstur Drangs ekki gengið sem
skyldi og siglir Drangur nú á
kaupleigusamningi um Karab-
íska hafið.
Jón Pálmi sagðist hafa fengið
upplýsingar um það símleiðis að
stjórn Drangs væri búin að undir-
rita samninga um kaup á hluta-
bréfunum við nýjan aðila fyrir
sunnan. Mun stjórnin leggja það
til að hluthafar selji hlut sinn á
10% af nafnverði. „Þetta þýðir
að við þyrftum að afskrifa okkar
hlutafé, að undanskildum þess-
um 10%, sem eru um 16 þúsund
krónur," sagði Jón Pálmi.
Hann sagðist ekki vita hvernig
mál félagsins stæðu í dag, þar
sem ekki hefðu fengist endur-
skoðaðir ársreikningar félagsins
undanfarin 3 ár, þrátt fyrir ítrek-
aðar tilraunir til þess. „Við höf-
um óskað eftir ársreikningum og
öðrum upplýsingum um félagið,
bæði frá framkvæmdastjóra og
stjórnarformanni, en við fáum
einfaldlega ekki þær upplýsingar
sem við óskum eftir," sagði Jón
Pálmi. Hann tók fram að Siglfirð-
ingar hefu fengið aðgang að árs-
reikningum fyrir 1983-84, en þeir
reikningar hafi ekki verið endur-
skoðaðir, hvorki af löggiltum
endurskoðendum né kjörnum
endurskoðendum félagsins. „Þar
af leiðandi eru hlutafélagslög
þverbrotin. En eins og málið
stendur í dag, virðist sem verið sé
að selja hlutafé félagsins til ein-
hvers aðila í Reykjavík og losa
þannig eignaraðila út úr fyrirtæk-
inu. Enda held ég að eina leiðin
sé að losa sig við skipið ef það er
hægt. Spurningin er kannski hver
sé aðferðin við það," sagði Jón
Pálmi. Ekki sagðist hann geta
gefið upp nafn þess sem kaupir
hlutabréfin.
Þegar hann var spurður hve-
nær mætti búast við ákvörðun
bæjarstjórnar sagði hann: „Mér
skilst að upplýsingar frá sam-
göngumálaráðuneytinu eigi að
berast okkur fljótlega og þar eiga
að koma fram upplýsingar um
stöðu félagsins á síðasta ári. Það
verður engin ákvörðun tekin
fyrr."                  gej-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12