Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagur

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagur

						69. árgangur
Akureyri, miðvikudagur 21. maí 1986
92. tölublað
í Filman þin
á skiliö þaö
besta!
FILMUHUSIÐ
Hafnarstræti 106 Sími 22771 • Pósthólf 198
gæðaframköllun
Filman inn fyrir
kl. 10.45.
Myndirnar tilbúnar
kl. 16.30.
Opiðá
laugardögum
frákl. 9-12.
Hlutabréf í Orangi:
Seld á 10%
af nafnveröi
- Siglir áfram á Karabíska hafinu
Það er Ijóst að Finnbogi Kjeld
mun kaupa hlutabréf ríkis,
sveitafélaga og Jóns Steindórs-
sonar sem var framkvæmda-
stjóri Drangs á Akureyri. Ekki
er fullfrágengið með undir-
skrift samnings, en allt bendir
til þess að af kaupunum
verði.
Finnbogi Kjeld á sjálfur 30%
af hlutabréfum fyrirtækisins og
kaupir væntanlega þau 70% sem
upp á vantar, en þau eru í eigu
ríkisins, Siglfirðinga, Ólafsfirð-
inga, Hríseyinga, Grímseyinga
og Akureyringa. Allir þessir aðil-
ar hafa tekið afstöðu til kaup-
anna, nema Ólafsfirðingar og
Siglfirðingar, auk Jóns Steindórs-
sonar. Eins og komið hefur fram,
eru Siglfirðingar óánægðir með
að hafa ekki fengið að sjá endur-
skoðaða reikninga félagsins. Eft-
ir því sem næst verður komist
hafa þeir átt greiðan aðgang að
öllum reikningum félagsins, en
hafa ekki mætt til boðaðra funda
þess.
Kristján syngur
á Akureyri
Kristján Jóhannsson, óperu-
söngvari, er staddur á Akur-
eyri um þessar mundir og
heldur tónleika í íþrótta-
skemmunni laugardaginn 24.
maí klukkan 21. Ennfremur
heldur hann tónleika fyrir
gamla fólldð á Ðvalarheimil-
inu Hlíð í dag kl. 4.
Kristján sagði að þetta yrðu
léttklassískir tónleikar með
íslenskum og skandinavískum
lögum, auk óperuaría. Undir-
leikarar eru tveir, Kristinn Örn
Kristinsson f íslensku lögunum
og Maurizio Barbacini í hinum
hluta söngskrárinnar. í athugun
er að Kristján syngi einnig fyrir
sjúkiinga á Fjórðungssjúkra-
húsinu,
Forsala aðgöngumiða er f
Bókabúðinni Huld.       HS
Kaupverð hlutabréfanna er
10% af nafnverði og þykir mörg-
um sem það sé of lágt verð fyrir
þau. Eftir því sem næst verður
komist ætlar Finnbogi Kjeld að
halda áfram siglingum Drangs í
Karabískahafinu, en þar héfur
skipið verið undanfarna mánuði.
Er því ljóst að samgöngur með
Drangi eru úr sögunni. Eða eins
og einn stjórnarmaður Drangs h/f
sagði: „Eftir að vegakerfið batn-
aði og samgöngur á landi hafa
aukist er rekstur flóabáta eins og
Drangs vonlaus og jafnvel úreltur
og ætti að leysa með ferðum með
þyrluflugi. Hins vegar er því ekki
að leyna að Grímseyingar verða
harðast úti vegna þessara
aðgerða."               gej-
Norðurland:
Tæp 50%
aukning á
þorskafla
bátanna
Þorskafli bátaflotans á
Norðuriandi jókst verulega
fyrstu fjóra mánuði ársins mið-
að við árið í fyrra, eða úr rösk-
lega 9.300 lestum í 13.700
lestir, samtals um 4.400 lestir.
Þetta er um 47% aukning milli
ára.
Þorskafli togaranna jókst
miklu minna, eða úr 17.100 lest-
um í 18.900 Heildarþorskaflinn á
Norðurlandi jókst því úr um
26.450 lestum í 32.650 lestir.
Heildarafli norðlenskra skipa
fyrstu fjóra mánuðina í ár varð
allmiklu minni en í fyrra, eða
46.900 lestir á móti 68.900
lestum. Munar þar mest um það
að loðnuveiðin það sem af er
árinu varð ekki nema 28 þúsund
lestir á móti 54.300 lestum á sama
tíma í fyrra.             HS
r
Þetta er nú eiginlega of hátt fyrir mig.
Mynd: KGA
Almennur fundur á Kópaskeri:
„Innflutt rækjuskip
eini kostunnn"
- segir í ályktun fundarins
Almennur fundur um sjávarút-
vegs- og atvinnumál var hald-
inn á Kópaskeri sl. fimmtudag.
Fundurinn var fjölmennur og
auk heimamanna sóttu fund-
inn fímm alþingismenn
Norðurlandskjördæmis eystra.
Sjávarútvegsráðherra og for-
maður  og framkvæmdastjóri
Byggðastofnunar sáu sér ekki
fært að mæta en Sigfús Jóns-
son stjórnarmaður í Byggða-
stofnun mætti fyrir hönd stofn-
unarinnar.
Á fundinum urðu miklar
umræður um sjávarútvegsmál,
neyðarástand sem blasir við hjá
Rækjuvinnslunni  á  Kópaskeri
„Algjör málefnafátækt"
- segir Sigurður Jóhannesson um gagnrýni minnihlutans í
bæjarstjórn Akureyrar, sem hann telur raunar vera sjálfsgagniýni
„Frá hendi minnihlutans í
bæjarstjórn Akureyrar hafa
aldrei á kjörtímabilinu komið
fram neinar sérstakar tillögur
um nýjar leiðir í atvinnumál-
um, auk þess sem bæjarstjórn
stóð einhuga að þeim aðgerð-
um sem framkvæmdar voru.
Frambjóðendur minnihluta
sjálfstæðismanna og alþýðu-
flokksmanna eru því ekki síst
að gagnrýna sína eigin menn í
þeiin ræðum og ritum sem nú
cl.vn.ja á Akureyringum, svona
rétt fyrir kosningarnar".
Þetta sagði Sigurður Jóhannes-
son, efsti maður á framboðslista
Framsóknarflokksins á Akureyri
í viðtali við Dag, en nokkuð hef-
ur borið á gagnrýni minnihlutans
hvað varðar atvinnumálin.
„í stefnuskrám og ræðum
frambjóðenda þessara flokka er
ekki heldur að finna tillögur um
neinar nýjar leiðir í atvinnumál-
unum. Þeir tala bara og gagnrýna
en hafa engar lausnir á málum og
boða engar nýjar hugmyndir. I
gegnum hávaða þessara manna
skín algjör málefnafátækt um
nýjar leiðir í atvinnumálum.
En talandi. um meirihluta og
minnihluta vil ég benda á að um
90%  allra  mála sem  afgreidd
voru í bæjarstjórn á síðasta kjör-
tímabili voru afgreidd samhljóða
með öllum greiddum atkvæðum.
í þeim málum sem ekki náðist
samstaða var oftar um að ræða
klofningu innan flokka en á milli
þeirra. Þetta á ekki síst við um
Sjálfstæðisflokkinn, þar sem
skoðanaágreiningur var oft mikill
og einhugur lítill," sagði Sigurður
Jóhannesson að lokum.
HS
vegna hráefnisskorts, svo og
atvinnu- og byggðamál að
ógleymdri sölu á raðsmíðaskipi
frá Slippstöðinni á Akureyri sem
íbúar Kópaskers gagnrýndu
harðlega.
Á fundinum var samþykkt
ályktun um sjávarútvegsmál og
er hún svohljóðandi:
„Almennur fundur haldinn á
Kópaskeri 15. maí 1986 skorar á
stjórnvöld að hlutast nú þegar til
um að rækjuvinnslunni á Kópa-
skeri, sem hefur verið lokuð síð-
an í byrjun ágúst sl., verði tryggt
nægilegt hráefni til vinnslu, svo
koma megi í veg fyrir neyðar-
ástand í atvinnumálum og áfram-
haldandi byggðaröskun. Fundur-
inn bendir á að heimamenn hafa
gert það sem í þeirra valdi stend-
ur til að komast yfir skip til veið-
anna en án árangurs. Að veita
undanþágu til innflutnings á skipi
til rækjuveiða á Kópaskeri virðist
eini kosturinn í dag. Því verður
ekki trúað að stjórnvöld stefni
atvinnumálum og byggðarþróun
heils byggðarlags í voða með því
að veita ekki undanþágu fyrir
innflutningi á skipi sem einungis
yrði notað til rækjuveiða."   IM
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12