Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagur

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagur

						69. árgangur,
Akureyri, þriðjudagur 27. maí 1986
96. tölublað
gæðaframköllun
FILMUHUSIÐ
Hafnarstrœti 106 Sími 22771 Pósthólf 198
Filman inn fyrir
kl. 10.45.
Myndimar tilbúnar
kl. 16.30.
Op'iðá
laugardögum
frá kl. 9-12.
Eyfirskir verktakar:
Athuga með
stórverkefni
á Grænlandi
„Það er rétt að Eyfirskir verk-
takar h.f. er að kanna mögu-
leika á því að bjóða í verkefni
á Græniandi. Þar er um fleiri
en eitt og fleiri en tvö verkefni
að ræða og sum þeirra stór,"
sagði Franz Árnason hjá
Norðurverki í samtali við Dag.
Eyfírskir verktakar h.f. er
samsteypa 5 byggingarfyrir-
tækja á Akureyri en þau eru:
Norðurverk h.f., Slippstöðin
h.f., Möl og sandur h.f., Aðal-
geir og Viðar h.f. og Híbýli
h.f.
Jón Sigurðarson formaður
atvinnumálanefndar Akureyrar
hafði milligöngu um að viðræður.
kæmust á milli þessara aðila og
héldu fulltrúar frá Eyfirskum
verktökum til Grænlands í morg-
• un til að líta á aðstæður og kynna
sér málin nánar. Margvíslegar
framkvæmdir standa fyrir dyrum
á Grænlandi og er um nokkur
stór verkefni að ræða. Þar má
m.a. nefna byggingu sútunar-
verksmiðju.
Vart þarf að fjölyrða um hvílík
lyftistöng það yrði fyrir norð-
lenskan byggingariðnað ef Ey-
firskum verktökum tækist að ná
fótfestu á grænlenskum markaði
en það mun væntanlega koma í
ljós á næstu dögum og vikum.
BB.
Flugvél Mýflugs hf:
Mikið skemmd
„Leitum að nýrri vél,"
segir Leifur Hallgrímsson
„Það sem mest skemmdist í
vélinni er burðarbiti í stjórn-
klefa og er mjög mikið verk að
skipta um hann," sagði Leifur
Hallgrímsson framkvæmda-
stjóri hjá flugfélaginu Mýflugi
h/f í Mývatnssveit, en eins og
kom fraiu í blaðinu s.l.
fímmtudag fauk flugvél félags-
ins á flugvellinum við'Reykja-
hlíð og skemmdist mikið.
Til að skipta um bogna bitann,
þarf nánast að rífa vélina til
grunna. Um aðrar skemmdir
sagði Leifur að mögulegt hefði
verið að koma vélinni í gagnið á
einum mánuði.
Svo virðist sem mjög snörp
vindhviða hafi tekið vélina og
þeytt henni á bakið með þessum
afleiðingum. „Þetta er stórmál
fyrir okkur, en við ætlum að
halda áfram flugrekstri og erum
þegar byrjaðir að leita að nýrri
vél, innanlands og utan. Þarna
fór mjög góð flugvél fyrir lítið og
er geysileg eftirsjá í henni," sagði
Leifur. Hann sagði að flugvirki á
vegum tryggingafélagsins hefði
komið að skoða vélina og væri
málið nú í höndum hans og trygg-
ingafélagsins.            gej-
Það þurfti mikið spark tíl að mölva rúðuna svo hægt væri að komast inn í íbúðina, en talið var líklegt að kona væri
þar inni. Það var Tómas Búi, slökkviliðsstjóri, sem ruddi þessari hindrun úr vegi og sem betur fer kom í Ijós að eng-
inn var í íbúðinni.     ^V '¦       r  rm   r *t    r    m ¦            ¦       Mynd: KGA.
Eldur i ibuð a Akureyn
Slökkviliðið á Akureyri var í
gærmorgun kallað út vegna
elds í íbúð í Smárahlíð 7.
íbúðin er á jarðhæð og fóru
slökkviliðsmenn inn um svalar-
dyr. Ekki var mikill eldur í íbúð-
inni en miklar skemmdir urðu af
völdum sóts og reyks. Enginn var
í íbúðinni þegar eldurinn kom
upp og tókst að komast hjá því
að skemmdir yrðu á gangi eða í
öðrum íbúðum þar sem hurðinni
á íbúðinni var lokað og reyknum
blásið út um svalardyrnar. Elds-
upptök eru ókunn.        gk-.
Akureyringar ánægðir
með ríkisstjórnina
Greinilegt er að Akureyringar
eru ánægðir með ríkisstjórn-
ina, því 65,3% þeirra sem
afstöðu tóku tU hennar í skoð-
anakönnun Dags sögðust vera
fylgjandi stjórninni, en 34,7%
sögðust vera andvígir.
Afstöðu með eða á móti ríkis-
stjórninni tóku 329 eða 65,2%
þeirra sem náðist í. Öákveðnir
varðandi afstöðu til ríkisstjórnar-
innar reyndust 27,7% aðspurðra
og 7,1% neituðu að svara spurn-
ingunni.
Eins og fram kom í frétt í gær
voru 32,3% þeirra sem náðist í í
skoðanakönnuninni óákveðnir
varðandi afstöðu til flokka í
bæjarstjórnarkosningunum    á
Boðveita á Akureyri:
Leiðslur lagðar í sumar
í nýjar götur og gangstéttir
AUt bendir til þess að Póstur
og sími muni leggja ídráttarrör
fyrir boðveitu í þær gangstéttir
sem áætlað er að malbika
og vinna við á sumrin á Akur-
eyri.
Á fundi bæjarráðs Akureyrar í
síðustu viku var gatnagerð bæjar-
ins heimilað að taka þátt í greftri
og og frágangi ídráttarröranna
þar sem fyrir liggur að Póstur og
sími er reiðubúinn að kosta og
leggja þau og kemur til með að
eiga stofnkerfi boðveitu í gang-
stéttum og götum.
Boðveitunefnd undir forystu
framsóknarmanna  hefur  haft
frumkvæði að viðræðum við Póst
og síma um þessi mál. Að sögn
Ársæls Magnússonar umdæmis-
stjóri Pósts og síma á Norður-
landi hefur stofnunin þegar
ákveðið að leggja rör fyrir boð-
veitu í allar þær gangstéttir sem
eru ófrágengnar svo og í þær göt-
ur sem veitustofnanirnar þurfa að
hrófla við vegna lagna.
„Boðveitukerfi kostar mikla
peninga og því er mikilvægt að
finna eins ódýra lausn á málinu
og hægt er og forðast allan tví-
verknað. Það er skylda okkar og
öll viðleitni hingað til hefur verið
í þá átt," sagði Ársæll.
„Þar sem malbika á mikið af
götum og gangstéttum í sumar,
taldi ég sem formaður boðveitu-
nefndar ekki annað fært en að
taka á þessu máli. Nefndin útbjó
greinargerð þar sem hún lagði
fram sundurliðaðar tillögur um
það sem hún telur rétt að verði
gert í þessu máli. Lagning ídrátt-
arröra í nýjar götur og gangstéttir
er ein tillagan," sagði Jónas Karl-
esson formaður boðveitunefnd-
ar.
„Með þessari ákvörðun er ekki
verið að marka endanlega stefnu
um kapalvæðingu eða dreifin£,u
sjónvarpsefnis á vegum bæjarins.
En að okkar mati er hér um
nauðsynlega aðgerð að ræða og
það er mat sérfræðinga að kap-
alkerfi sé það sem koma skal þeg-
ar fram líða stundir. Með þessari
ákvörðun sýna bæjaryfirvöld
mikla framsýni sem á eftir að
koma bæjarbúum til góða. Þá
verður minna um það en ella að
brjóta þurfi upp gangstéttir og
leggja kapla þegar þar að kemur
og verulegar fjárupphæðir munu
sparast. Kostnaðurinn í leiðslun-
um er sáralítill og jafnvel þótt
ekki yrði lagt út í kapalvæðingu
eru allar líkur til þess að rörin
nýtist fullkomlega fyrir Póst og
síma," sagði Jónas.       BB.
laugardag. Þegar skoðuð er af-
staða þessara óákveðnu til ríkis-
stjórnarinnar kemur í ljós að
32,7% þeirra eru fylgjandi ríkis-
stjórninni, 20,4% andvígir
stjóminni, 38,9% voru bæði
óákveðnir varðandi ríkisstjórn-
ina og bæjarstjórnarkosningarnar
og 8% neituðu að svara spurning-
unni um ríkisstjórnina.     HS
Alvarlegt
slysá
Dalvíkurvegi
Mjög alvariegt umferðarslys
varð í fyrrakvöld á veginum á
niilli Akureyrar og Dalvíkur,
nánar tiltekið á svo kölluðum
1 lilium sem eru á milli Fagra-
skógar og Rauðuvíkui.
í bifreiðinni sem fór út af veg-
inum voru hjón á leið til Dalvík-
ur. Bifreiðin mun hafa farið um
100 metra áður en hún stöðvaðist
og fallið var mikið: Maðurinn var
mikið slasaður og var fluttur til
Reykjavíkur eftir að farið hafði
verið með hann fyrst á Fjórð-
ungssjúkrahúsið á Akureyri.
Konan var mun minna slösuð og
henni tókst að komast upp á veg-
inn og gera viðvart um slysið.
gk-.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12