Dagur - 13.06.1986, Blaðsíða 10

Dagur - 13.06.1986, Blaðsíða 10
10-DAGUR- 13. júní 1986 t í minningu Jóns G. Sólnes Fæddur 30. sept. 1910 - Dáinn 8. júní 1986 Jón G. Sólnes, fyrrum banka- stjóri og alþingismaður, varð bráðkvaddur á heimili sínu að Bjarkarstíg 4 á Akureyri að morgni sunnudagsins 8. júní. Jón fæddist á ísafirði þann 38. sept- ember 1910 og var því 75 ára. er hann lést. Með honum er geng- inn einn litríkasti borgari þessa bæjar. Sönn hetja er horfin af sjónarsviðinu. Ég, sem þessar línur rita, átti því láni að fagna að kynnast Jóni G. Sólnes náið og eiga við hann margvíslegt samstarf. Samskipti mín sem kaupfélagsstjóra og hans sem bankastjóra Lands- bankans á Akureyri voru byggð á gagnkvæmu trausti, en Jón hafði skarpan skilning á atvinnurekstri og þörfum hans og var góður ráð- gefandi í þeim efnum. Við áttum langvarandi samstarf í stjórn Laxárvirkjunar og unnum sam- eiginlega að lausn Laxárdeilu. Við unnum sameiginlega með öðrum að því að móta framtíðar- stefnu Akureyrar í raforkumál- um og var sú stefna mjög í sam- ræmi við skoðanir Jóns G. Sól- nes, sem hann hafði barist fyrir allar götur frá 1965. Leiðir okkar lágu saman í bæjarstjórn Akur- eyrar á tímabilinu 1970-1978 og einnig þar áttum við margvíslegt samstarf. Allt samstarf við hann var skemmtilegt. Jón hafði ákveðnar skoðanir og einurð til þess að bera þær fram. Hann var trygglyndur, traustur og stóð við orð sín. Um menn með svo ákveðnar skoðanir sem Jóii G. Sólnes hafði, samfara hreinskilni og hispursleysi í framsetningu, stendur oft styr, ekki síst þegar menn brjótast í miklu. Pað stóð stundum styr um Jón G. Sólnes sem um alla aðra, sem í fylking- arbrjósti fara. Að leiðarlokum verður þeirra minnst enn meir en ella. Jón G. Sólnes vann bæjarfélagi sínu, landi og landshluta af heil- indum. Hann starfaði fyrir Sjálf- stæðisflokkinn og var bæjarfull- trúi hans á Akureyri. Hann var þannig ekki í hópi þeirra, sem sérstaklega tala fyrir samvinnu- starfi, en ég var þess oft var að hann mat samvinnufélögin mikils og framlag þeirra til atvinnuupp- byggingar og atvinnuöryggis. Hann sagði oft í góðlátlegu gamni, að hann einn hefði leyfi til þess að bæta V.K. við nafnið sitt, sem táknaði vinur KEA, og sann- arlega var hann vinur flestra þeirra, sem brutust í að byggja upp bæinn og héraðið. Á samstarfsárunum áttum við hjónin og annað samstarfsfólk sérstaklega yndislegar stundir á heimili þeirra Jóns og eiginkonu hans Ingu Pálsdóttur Sólnes, sem lifir mann sinn. Mikill lánsmaður var Jón G. Sólnes að eignast þennan glæsilega og glaðværa lífsförunaut. Við þökkum allar þessar samverustundir og önnur samskipti. Ég bið Jóni G. Sólnes Guðs blessunar á vegferðinni miklu í austrinu eilífa. Ég sendi konu hans, börnum og fjölskyldunni allri innilegar samúðarkveðjur okkar hjónanna. Valur Arnþórsson, kaupfélagsstjóri. Enn einu sinni kveðjum við félagar í Golfklúbbi Akureyrar einn af félögum okkar. Að þessu sinni er það Jón G. Sólnes sem lést sl. sunnudag 75 ára að aldri. Enginn kylfingur á Akureyri hefur leikið golf jafn lengi og Jón G. Sólnés og enginn einn maður hefur haft jafn mikil áhrif á fram- gang íþróttarinnar í bænum og hann. Jón hóf að leika golf á fyrsta velli Golfklúbbs Akureyrar á Gleráreyrum árið 1937 og lék að heita má stanslaust í 49 ár. Jón var formaður Golfklúbbs Akureyrar á árunum 1961-1964, en áhrif hans á sögu klúbbsins eru miklum mun meiri. Segja má að allt frá upphafi hafi hann verið sá maður sem leitað var til þegar um stórar ákvarðanir í sögu klúbbsins var að ræða, þá var leitað álits hans og ráða og menn komu ekki að tómum kofanum. Það yrði of langt mál að reyna að rekja hér þau mál sem hann kom í höfn fyrir klúbbinn. Þó verður ekki komist hjá að nefna afskipti hans af þeim málum er klúbburinn var að eignast sitt eig- ið landsvæði, fyrst við Þórunnar- stræti og síðan að Jaðri þar sem Golfklúbbur Akureyrar hefur yfir að ráða í dag einum besta velli landsins á stórkostlegu landi. Þeir sem best muna þessa tíma fullyrða að þar hafi áhrif Jóns og dugnaður fyrir hönd klúbbsins riðið baggamuninn. Á 50 ára afmæli Golfklúbbs Akureyrar sl. ár var Jón G. Sól- nes sæmdur æðsta heiðursmerki sem íþróttahreyfingin í landinu veitir. Á 75 ára afmæli Jóns skömmu síðar hlaut hann heið- ursmerki golfklúbbsins. Þess'ar viðurkenningar sýna hversu störf hans fyrir golfíþróttina og ekki síst fyrir Golfklúbb Akureyrar voru metin. En nú er hann allur, og vissu- lega erum við félagar í Golf- klúbbi Akureyrar fátækari eftir. Glaðværð hans og gáski verða í minnum höfð, hnyttin tilsvör hans og glíma við hvítu kúluna heyra sögunni til, en minningin um Jón G. Sólnes mun lifa. Golffélagar á Akureyri senda eftirlifandi konu hans Ingu og börnum þeirra hjóna innilegar samúðarkveðjur og eru þess full- vissir að minningin um hann mun auðvelda þeim að bera sorg sína. Blessuð sé minning Jóns G. Sólnes. Stjórn Golfldúbbs Akureyrar. Hún er oft stutt gangan gegnum hliðið sem skilur líf og dauða og þó hún sé fyrirsjáanleg og óum- flýjanleg hverjum lifandi manni Yeidivörukynning Föstudaginn 13. júní verður veiðivöru- kynning á eftirtöldum merkjum í verslun okkar: Mitchell veiðihjól, Mitchell veiðistangir, Royal Veiðihjól, Hercon veiðistangir, Sjiortex veiðilínur G.G. spænir. Asgeir Halldórsson frá Sportvörugerð- inni ásamt Ólafi Jóhannssyni veiðimanni verða á staðnum og eru áhrif þess að sjá samferða- mann óvænt hverfa gegnum hlið- ið ætíð mikil og viðkvæm. Maður er slíkum umskiptum óviðbúinn og þannig var mér farið þegar ég frétti lát Jóns G. Sólnes bæjar- fulltrúa, fyrrverandi bankastjóra og alþingismanns s.l. sunnudag 8. júní. Jón varð bráðkvaddur á heimili sínu að morgni þess dags. Hann var fæddur 30. september 1910 og var því 75 ára er hann lést. Jón kom fyrst til starfa í bæjar- stjórn Akureyrar sem kjörinn bæjarfulltrúi 1946 og átti þar sæti samfleytt til 1978 og síðan aftur á því kjörtímabili sem nú er að enda. Hann hefur því setið í bæjarstjórn Akureyrar í 36 ár eða lengur en nokkur annar. Hann var forseti bæjarstjórnar 1962 til 1968 og 1970 til 1974 og átti lengi sæti í bæjarráði. Störf Jóns að málefnum Akureyrar- bæjar eru mikil og farsæl og áhrifa hans hefur gætt víða. Störf hans verða ekki tíunduð hér. Skoðanir Jóns á mönnum og málefnum hafa oft verið umdeildar. Það er eðlilegt þegar í hlut á maður sem gengur til starfa af slíkri atorku og sannfæringu á ágæti sinna skoðana og Jón hefur ætíð gert. En staðgóð þekking hans á fjármálum og atvinnumál- um hefur ætíð verið viðurkennd og þökkuð og hann hefur notið virðingar þeirra sem átt hafa við hann samstarf á vettvangi bæjar- mála, ekki síður þeirra sem verið hafa stjórnmálalegir andstæðing- ar hans. Ég minnist með þakklæti og virðingu samvinnu og samstarfs við Jón að málefnum Akureyrar- bæjar um langt skeið, hjartahlýju hans og hreinskilni. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég eftirlif- andi eiginkonu hans Ingu, börn- um þeirra og fjölskyldum og bið þeim blessunar Guðs og huggun- ar í sárum söknuði. Sigurður Jóhannesson. Er mér barst sú harmafregn sunnudaginn 8. júní á hátíðisdegi sjómanna að Jón G. Sólnes væri látinn, setti mig hljóðan. Ég var þá að horfa á róðrar- keppnina, pollurinn spegilsléttur, fjörðurinn skartaði sínu fegursta, skyndilega fannst mér draga ský fyrir þessa fögru sýn. Góður drengur er hafði lagt sig allan fram í áratugi, að skapa þessa sterku mynd já björtu mynd, af betri bæ, farsælu mannlífi, góðu umhverfi, jákvæðri tíð er horfinn, skarðið er stórt, það verður seint fyllt. Mannkostir hans voru miklir, um þá mætti skrifa stórt. Glaður og hýr var hann, ætíð ferskleiki og lífsþróttur var hans aðalsmerki það var aldrei logn- molla, þar sem hann fór. Jón gat virkað hrjúfur, og stundum harður, þetta var aðeins skelin, innan við sló gott hjarta, er vildi öllum vel, og einkum þeim er minna máttu sín. Það sýndi hann oft í verki, þó það færi eigi hátt. Starfsævi hans var löng, og litrík, stormasöm á stundum, en að öllum verkum gekk hann af atorku og elju, vildi skila árangri. Að bæjarmálum vann hann í áratugi, og skilaði góðu verki, þau djúpu spor er hann markaði á þeim vettvangi fennir seint í. Störf bæjarfulltrúa, og þeirra er láta sveitarstjórnarmál til sín taka eru mismikið þökkuð, en ekki er vafi á því að Akureyring- ar munu minnast starfa Jóns G. Sólnes að bæjarmálum á Akur- eyri með virðingu og þökk. Hann vildi beina bæjarmálum og hags- munum bæjarins á jákvæðar brautir og draga fram sem já- kvæðastar hliðar á öllum málum. Þau verk er Jón ástundaði í stjórnmálum ætlaði hann að væru mannbætandi, og manngildi setti hann á oddinn. Við fráfall Jóns hafa Akureyr- ingar misst afkastamikinn og góðan borgara, höfum það hugfast, að þeir einir missa mikið, er mikið hafa átt. Dugnaður hans og ósérplægni, munu lengi verka sem lýsandi fyrirmyndir, og verk hans, munu lengi halda minningu hans á lofti. Það er huggun harmi gegn, að eiga stórar og bjartar minningar um Jón G. Sólnes, og hvetur okkur er enn höndlum lífsljósið, til dáða, að vinna í anda hans, byggja upp betri og bjartari framtíð. Ég sendi þér og fjölskyldu þinni Inga mín, mínar dýpstu samúðarkveðjur, með bæn til þess er öllu ræður að gefa ykkur mikinn styrk. Sverrir Leósson.:

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.