Dagur - 26.08.1986, Blaðsíða 9

Dagur - 26.08.1986, Blaðsíða 9
26. ágúst 1986 - DAGUR - 9 Umsjón: Kristján Kristjánsson Sveitakeppni GSI: Kvennasveitir GA valdar - en ekki Ijóst enn hverjir skipa karlasveitirnar Inga Magnúsdóttir sigraði á opna golfmótinu á Eskifirði. Opna Mazda-mótið: Sigurður og Inga sigruðu ívar Webster. Körfubolti: Webster byrjaður þjálfun Meistaraflokkur Þórs í körfu- bolta sem leikur í 1. deild í vetur, hefur hafið ætlngar að fullu fyrir komandi keppnis- tímabil, undir stjórn hins nýja þjálfara Ivars Webster. Webster er mjög stór og sterk- ur körfuknattleiksmaður og mun hann jafnframt leika með liðinu. Hann hefur leikið með Haukum í Úrvalsdeildinni undanfarin ár með góðum árangri. Fyrir í Þórsliðinu eru margir snjallir körfuknattleiksmenn og má því búast við góðum árangri af liðinu í vetur og jafnvel að lið- ið nái að vinna sér sæti í Úrvals- deild að ári. Sveitakeppni Golfsambands íslands fer fram um aðra helgi. Keppnin sem stendur yfir í tvo daga er 72 holu höggleikur án forgjafar. I karlaflokki eru 4 í sveit en 3 í kvennasveitum. Hjá körlunum telja þrír bestu í hverju liði eftir hverjar 18 hol- ur en hjá kvenfólkinu telja tvær bestu. GA sendir tvær sveitir í hvor- um flokki og leika báðar karla- sveitirnar í 2. deild en A-sveit kvenna leikur í 1. deild og fer sú keppni fram á Grafarholtsvelli, B-sveitin leikur í 2. deild. David Barnwell golfkennari hjá GA hefur valið í báðar kvennasveitirnar og í A-sveitinni eru þær Inga Magnúsdóttir, Jón- ína Pálsdóttir og Katrín Frí- Þór-KA í kvöld kl. 19 leika Þór og KA, í meistaraflokki karla, knatt- spyrnuleik á Akureyrarvellin- um. Viðureignin er minningar- leikur um Oskar Gunnarsson er lést í vor. Frændsystkini Óskars, færðu knattspyrnudeild Þórs, bikar að gjöf í sumar, sem þau vildu að mannsdóttir. í B-sveitinni eru Árný Lilja Árnadóttir, Andrea Ásgrímsdóttir og Rósa Pálsdótt- ir. Barnwell hefur enn ekki til- kynnt endanlegt val á karlasveit- unnuin og mun ekki gera það fyrr en eftir næstu helgi. En þeir 10 kylfingar sem berjast um þessi 8 sæti eru, Björn Axelsson, Krist- ján og Ólafur Gylfasynir, Sverrir Þorvaldsson, Viðar Þorsteinsson, Þórhallur Pálsson, Árni S. Jónsson, Sigurður H. Ringsted, Jón Aðalsteinsson og Konráð Gunnarsson. Eins og sést á þessari upptaln- ingu berjast margir snjallir kylf- ingar fyrir sæti í sveitunum tveimur og eru flestir þeirra mjög ungir að árum. íkvöld keppt yrði um til minningar um hinn látna frænda þeirra. Að þessu sinni eru það KA- menn sem mæta Þórsurum en leikir þessara liða hafa oftast ver- ið jafnir, spennandi og frekar skrautlegir á að horfa. Bæði lið verða með sína sterkustu menn í kvöld og má búast við jöfnum leik. Fyrsta opna golfmótið á vegum Golfklúbbs Eskifjarðar fór fram um helgina á Byggðar- holtsvelli. Það var opna Mazda-mótið sem haldið var í tiiefni 200 ára afmælis kaup- staðarins og 10 ára afmælis Golfklúbbsins á Eskifirði. Leiknar voru 36 holur með og án forgjafar og keppt í karla- og kvennaflokki. Alls mættu 76 keppendur til leiks. Það var Mazda-umboðið Bíla- borg sem gaf öll verðlaunin á mótinu og voru þau hin glæsileg- ustu. Einnig voru ýmis aukaverð- laun og m.a. var bíll í verðlaun fyrir að fara holu í höggi á 5. braut en það tókst því miður ekki að þessu sinni. í karlaflokki var keppnin jöfn og spennandi en það var Sigurður Sigurðsson GS sem sigraði eftir harða baráttu við Gylfa Garðars- son GV í keppni án forgjafar. Úrslitin í karlaflokki urðu þessi: Án forgjafar: 1. Sigurður Sigurðsson GS 148 2. Gylfi Garðarsson GV 149 3. Björgvin Þorsteinsson GR 156 Með forgjöf: 1. Óskar Garðarsson GE 137 2. Jónas Guðmundsson GR 138 3. Bjartur Finnsson GHH 138 í kvennaflokki var ekki síður mikil spenna. Eftir hnífjafna keppni var það Inga Magnúsdótt- ir GA sem stóð uppi sem sigur- vegari í keppni án forgjafar en hún sigraði Ágnesi Sigþórsdóttur í bráðabana um fyrsta sætið. Úr- slitin urðu þessi í kvennaflokki: Án forgjafar: 1. lnga Magnúsdóttir GA 187 2. Agnes Sigþórsdóttir GE 187 3. Erla Charlesdóttir GE 205 Með forgjöf: 1. Agnes Sigþórsdóttir GE 127 2. Erla Charlesdóttir GE 145 3. Inga Magnúsdóttir GA 159 (slandsmeistaramótið í failhlífarstökki: Siguröur varði titilinn í fimmta sinn Knattspyrna: íslandsmeistaramótið í fall- hlífarstökki 1986 var haldið á Hellu dagana 16. og 17. ágúst og sá Fallhlífaklúbbur Reykja- víkur um framkvæmd mótsins. Keppt var í 2 greinum. Fjög- urra manna sveitir kepptu í munsturmyndun í frjálsu falli (4 way Relative Work) og síð- an var keppt í nákvæmnislend- ingum. I munsturmyndun lenti sveit Fallhlífaklúbbs Akureyrar í 3. sæti, en sveitir frá Fallhlífaklúbbi Reykjavíkur urðu í 1. cg2. sæti. Sveit FKA skipuðu: Kristinn Kristinsson, Ómar Þór Eðvarðs- son, Sigurður Baldursson, Sigurður Bjarklind. Staðan 3. deild Staðan í b riðli 3. deildar er þessi: Leiftur-Leiknir 7:0 Tindastóll-Þróttur N 2:2 Valur-Reynir Á 1:0 Austri-Magni 3:1 Leiftur 13 10-2- 1 33: 9 32 Tindast. 13 8-4- 131:1128 Þróttur N 13 6-6- 129:15 24 Austri E 13 5-3- 5 18:16 18 Reynir Á 13 5-3- 5 16:16 18 Magni 13 3-4- 6 19:23 13 Valur Rf 13 3-2- 8 17:29 11 Leiknir F 13 0-0-13 3:48 0 í lendingakeppninni gekk Akureyringum vel. íslandsmeist- ari í nákvæmnislendingum varð Sigurður Bjarklind FKA, í öðru sæti varð Kristinn Kristinsson FKA og í þriðja sæti Birgir Sigur- jónsson FKR. í byrjendaflokki stóð Brynjar Ágústsson FKA sig mjög vel, hreppti 3. sætið þrátt fyrir að Síðastliðinn föstudag hófst að Laugarvatni, knattspyrnuskóli K.S.I. þar sem saman eru komnir 24 efnilegustu knatt- spyrnumenn landsins sem fæddir eru árið 1972. Er skólinn hugsaður sem fyrsti undirbúningur drengjalandsliðs 1987. í vetur munu síðan bætast í hópinn piltar sem fæddir eru 1. ágúst og síðar. Kennarar skólans verða Lárus Loftsson, Sigfried Held og Guðni Kjartansson, þjálfarar K.S.Í. Einnig munu nokkrir 4. flokks þjálfarar taka þátt í kennslunni. Dómari, læknir og matvæla- fræðingur munu heimsækja skól- ann og flytja erindi. hann sé nýbyrjaður að æfa fall- hlífarstökk. Geysileg gróska er nú í fall- hlífarstökki og miklar framfarir hafa átt sér stað á síðastliðnum 2-3 árum. íslandsmeistaramót í fallhlífar- stökki var síðast haldið á Akur- eyri 1979, og varð þá Sigurður Bjarklind íslandsmeistari. Samtíma skólanum munu drengja- og unglingalandsliðin dvelja að Laugarvatni við æfing- ar, hálfa viku hvort lið. Munu lið- in hittast fyrir austan á þriðjudag- inn 26. ágúst og leika æfingaleik áður en drengjaliðið heldur heim. Þann dag verður því rjóminn úr íslenskri ung'.ingaknattspyrnu saman kominn að Laugarvatni og því kjörið tækifæri fyrir þá sem láta sér annt um unglingaknatt- spyrnuna í landinu að koma og fylgjast með því sem er að gerast. Unglingaþjálfarar eru vel- komnir alla dagana til að fylgjast með og jafnvel að taka þátt í starfinu. Knattspymu- skóli KSf 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 Þorleifur og Alfreð jafnir Þeir félagar Þorleifur Ananíasson og Alfreð Ahnarsson sem hófu getraunaleik Dags að þessu sinni urðu jafnir í 1. umferð, með 7 leiki rétta. Þeir verða því að reyna með sér aftur en þann- ig verður það í vetur, að ef menn eru jafnir einu sinni verða þeir látnir reyna aftur og ef þeir eru jafnir í annað sinn verður hlut- kesti látið ráða hvor þeirra heldur áfram í keppninni. Alfreð ætlar að hafa sína röð eins og síðast þar sem hann er ekki á land- inu til að tippa upp á nýtt. Þorleifur er aftur með nýja röð og svona lítur spá þeirra út: Þorleifitr: Alfreð: Coventry-Everton Liverpool-Arsenal Luton-Newcastle Man.United-Charlton Norwich-Southampton Nottm.Forest-Watford Oxford-West Ham Q.P.R.-Aston Villa Sheff.Wed-Chelsea Tottenham-Man.City Wimbledon-Leicester Portsmouth-Ipswich Coventry-Everton x Liverpool-Arsenal 1 Luton-Newcastle 2 Man.United-Charlton x Norwich-Southampton 1 Nottm.Forest-Watford 2 Oxford-West Ham 1 Q.P.R.-Aston Villa 2 Sheff.Wed.-Chelsea 1 Tottenham-Man. City 1 Wimbledon-Leicester 1 Portsmouth-Ipswich 1 Tipparar munið að skila seðlunum inn fyrir hádegi á fimmtudög- um svo enginn verði nú af vinningi. 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.