Dagur - 17.03.1987, Blaðsíða 1

Dagur - 17.03.1987, Blaðsíða 1
70. árgangur Akureyri, þriðjudagur 17. mars 1987 52. tölublað 3K skyrtur Fjölbreytt úrval % jm HERRADEILD Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599 Skoðanakönnun Dags og Félagsvísindastofnunar í Norðurlandskjördæmi eystra: Flokksbrotin fylgislaus - Stjórnarflokkarnir tapa fylgi, Framsóknarflokkurinn mest - Alþýðubandalagið vinnur á, Alþýðuflokkur með sama fylgi og síðast ef fylgi Bandalags jafnaðarmanna er lagt við - Stefán Valgeirsson ekki inni Samkvæmt niðurstöðum skoð- anakönnunar, sem Félagsvís- indastofnun Háskóla Islands vann fyrir Dag, um fylgi stjórnmálaflokkanna í Norður- landskjördæmi eystra, fær Sjálfstæðisflokkurinn flest atkvæði í kjördæminu í kom- andi alþingiskosningum og tvo þingmenn kjörna, Framsókn- arflokkur fær næstflest atkvæði og tvo menn, Alþýðu- bandalag einn mann og Al- þýðuflokkur einn. Alþýðu- bandalag er svo næst því að hljóta 7. þingsætið, sem er uppbótarþingsæti, en það fer þó að sjálfsögðu eftir úrslitum annars staðar á landinu hvaða flokkur hlýtur það. Samkvæmt þessari skoðanakönnun er Stefán Valgeirsson ekki inni og aðrir flokkar eru langt frá því að ná manni inn. Alls svöruðu 346 manns í kjör- dæminu. Spurt var: „Ef alþing- iskosningar væru haldnar á morgun, hvaða flokk eða lista heldurðu að þú myndir kjósa?“ AIIs gáfu 259 manns upp ákveð- inn flokk eða lista, 18 sögðust ekki ætla að kjósa, 7 sögðust skila auðu, 11 neituðu að svara og 19 voru óákveðnir. Það voru því hvorki meira né minna en 78,6% aðspurðra sem voru búnir að ákveða hvaða stjórnmálaflokk þeir ætluðu að kjósa. Það er mjög hátt hlutfall og verður því að telja könnunina mun mark- tækari en aðrar skoðanakannanir um þetta efni sem gerðar hafa verið að undanförnu, auk þess sem úrtakið er stórt. Ef einungis eru teknir þeir sem afstöðu tóku ætla 25,3% að kjósa D-lista Sjálfstæðisflokks, 20,6% kjósa B-lista Framsóknarflokks, 18,2% G-lista Alþýðubandalags og 16,9% A-lista Alþýðuflokks. 8,1% segjast kjósa J-lista Sam- taka jafnréttis og félagshyggju (Stefán Valgeirsson), 4,7% Kvennalista, 3,4% Þjóðarflokk- inn, 2,4% M-Iista Flokks manns- ins og 0,3% C-lista Bandalags jafnaðarmanna. Samkvæmt þessum niðurstöð- | um tapar Framsóknarflokkurinn Ólafur Þ. Harðarson Félagsvísindastofnun: Skekkjumörk em 4-5% - Aðalbaráttan milli „Skekkjumörkin í svona könn- un eru mismunandi eftir því hversu hátt prósentuhlutfall flokkur fær. Flokkur sem fær um 20% lendir í skekkjumörk- um plús eða mínus 4% og þau væru 5% ef flokkur væri með 30% atkvæða,“ sagði Ólafur Þ. Harðarson hjá Félagsvís- indastofnun Háskólans, sem vann könnunina fyrir Dag ásamt Stefáni Ólafssyni, for- Háskóli á Akureyri: Engar umsóknir - um störf námsbrautarstjóra Fyrir nokkru auglýsti mennta- málaráðuneytið laus til umsóknar störf námsbrautar- stjóra í hjúkrunarfræði og iðn- rekstrarfræði við háskóla á Akureyri. I gær höfðu engar umsóknir borist um þessi störf. Að sögn Árna Gunnarssonar deildarstjóra í ráðuneytinu hefur nú verið ákveðið að framlengja frest til umsókna til 15. apríl. Þá rennur einnig út frestur til að sækja um starf forstöðumanns háskólakennslunnar á Akureyri. ET Stefáns og Valgerðar stöðumanni og Friðriki H. Jónssyni. Þetta þýðir með öðrum orðum að það eru 95% líkur á því að flokkur með 20% atkvæða sam- kvæmt könnun með 350 svarend- ur fái í kosningum 16-24%. Þetta hljómar sem mikil skekkja, en að sögn Ólafs er sú niðurstaða sem könnunin gefur til kynna mjög líklega nærri lagi, eins og staðan var þegar könnunin var gerð, 10,- 13.mars. „Það sem einkennir niðurstöðu þessarar könnunar er raunar það fyrst og fremst hvað úrslitin virð- ast ætla að verða tvísýn, allt er opið og hvað sem er getur gerst,“ sagði Ólafur í samtali við Dag. Hann sagði að Sjálfstæðisflokk- urinn virtist öruggur með tvo menn og aðalbaráttan stæði milli Stefáns Valgeirssonar og Val- gerðar Sverrisdóttur. Töluvert vantaði á að Alþýðubandalag og Alþýðuflokkur blönduðu sér í þá baráttu. Þess má geta að þegar DV ger- ir sínar kannanir á landsvísu er úrtakið 600 manns og þar af um 60 í Norðurlandi eystra. Gefur auga leið að niðurstaða þessarar könnunar sent unnin var fyrir Dag ætti að vera mun marktæk- ari, þar sem svarendur voru 346. HS verulegu fylgi og einum þing- manni, fær tvo, en reyndar var nær útséð að svo færi vegna breyttra kosningalaga, Sjálf- stæðisflokkur tapar lítillega en heldur sínum þingmönnum, Alþýðubandalag bætir lítillega við sig 'en fær einn mann og er líklegast til að fá uppbótarþing- sætið í kjördæminu og Alþýðu- flokkur kemur út með sama fylgi og Alþýðuflokkur og Bandalag jafnaðarmanna fengu samtals í síðustu kosningum og fær einn mann, hafði engan síðast en Bandalag jafnaðarmanna á nú einn uppbótarþingmann í kjör- dæminu. J-Iistinn er talsvert frá því að koma inn manni og aðrir flokkar eru alls ekki inni í myndinni um þingsæti og virðast atkvæði greidd smærri flokkunum ónýtast með öllu. Sjá nánar um skoðanakönnun- ina á bls. 3 og ummæli efstu manna listanna á bls.3 og 8.BB. Síöastliöinn sunnudag hélt kór Barnaskóla Akureyrar mikla söngskemmtun í Alþýðuhúsinu. Kórinn heldur í vor til Færeyja og var skemmtunin haldin til fjáröflunar fyrir ferðina. Mynd: rþb Kennaraverkfallið: 14 gmnnskólakennarar í verkfalli á Akureyri - starfsemi MA liggur niðri - stundakennarar kenna áfram við VMA Verkfall háskólamcnntaðra kcnnara, sem hófst á miðnætti aðfaranótt mánudags, hefur þau áhrif að öll kennsla fellur niður í Menntaskólanum á Akureyri. I Verkmennta- skólanum á Akureyri kenna einungis stundakennarar. í grunnskólum Akureyrar hefur vcrkfallið misntikil áhrif eftir því hversu margir kennarar eru félagar í félagi háskóla- menntaðra kennara. Menntaskólinn á Akureyri verður opinn nemendum til sjálfsnáms, a.m.k. fyrir hádegi, þann tíma sem verkfall stendur. Þeir kennarar Verkmenntaskól- ans, sem ekki eru í verkfalli, munu kenna sína föstu tíma og að öðru leyti verður aðstaða opin fyrir þá nemendur sem vilja nýta sér húsnæði skólans til náms og vinnu. í Gagnfræðaskólanum á Akur- eyri eru sex fastráðnir kennarar í verkfalli auk eins stundakennara. Að sögn Sverris Pálssonar, skóla- stjóra, falla rúmlega 20% kennslustunda niður af þessum sökum. Verkfallið veldur því talsverðri röskun á starfsemi skólans. í Glerárskóla er enginn kennari í verkfalli og ekki heldur í Lundarskóla. í Barnaskóla Akur- eyrar eru fjórir kennarar í verk- falli. í Síðuskóla er einn kennari í verkfalli. Háskólamenntaðir skólastjórar og yfirkennarar sinna stjórnunarstörfum en ekki kennslu meðan á verkfalli stendur. „Það eru tveir kennarar í verk- falli hérna, og forskólakennsla fellur af þessum sökum niður, einnig danska í 9. bekk og að hluta til kennsla í 3. bekk. Þá fellur kennsla í bókasafninu niður. Þetta hefur því ekki nein stóráhrif hjá okkur," sagði Ind- riði Úlfsson, skólastjóri Oddeyr- arskóla, um verkfallið. EHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.