Dagur - 27.05.1987, Blaðsíða 1

Dagur - 27.05.1987, Blaðsíða 1
NotarþúCfio? Þjónusta í miðbænum KARL GLERAUGNAÞJONUSTAN DAVÍÐSSON SKIPAGÖTU 7 - BOX 11 - 602 AKUREYRI - SÍMI24646 Húsbmni á Skagaströnd - Maður brenndist illa Gamalt hús á Skagaströnd eyðilagðist í eldi síðastliðna nótt. Einn maður var í húsinu þegar eldurinn kom upp og slapp hann út um glugga en brenndist nokkuð og skarst. Eldsins mun hafa orðið vart á sjötta tímanum og var þá orðinn nokkuð magnaður og mikinn reyk lagði upp frá húsinu enda þekjan einangruð með torfi og spónum. Eigandi hússins var ekki heima en bróðir hans var einn í Fjörkippur í áburðarsölu húsinu og komst út um glugga og í næsta hús. Maðurinn var illa brenndur að sögn læknis á Héraðs - hælinu á Blönduósi og því var þyrla Landhelgisgæslunnar feng- in til að flytja hann á sjúkrahús í Reykjavík. Einnig hafði hann hlotið slæma skurði. Talið er lík- legt að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagni og að sögn lögreglu virðist sem hann hafi verið mest- ur við ísskáp sem stóð á ganginum framan við herbergið sem maður- inn svaf í. Húsið sem heitir Sæból er mjög illa farið og sumir telja ónýtt. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en nokkurn tíma tók að slökkva glæður í einangrun og var höfð vakt við húsið nokkurn tíma eftir að slökkvistarfi var lokið. G.Kr. Sæból á Skagaströnd er mjög illa farið eftir brunann. Maðurinn komst út um gluggann sem er lengst til hægri á myndinni. Húsavík" Um 30 jarðskjálftar í fyrrinótt „Það hefur verið gífurlega mikið um áburðarpantanir síð- ustu daga og hafa verið pöntuð ein 200 tonn á stuttum tíma. Það er eins og bændur séu eitthvað að taka við sér með áburðarkaup eftir að hafa ver- ið tvístígandi í vetur,“ sagði Sigtryggur Björnsson í Kaup- félagi Skagfirðinga þegar hann var spurður um áburðarkaup bænda nú í vor. Ekki er ólík- legt að hin góða tíð undan- farna daga, sem drifíð hefur grasið upp úr jörðinni hafí orð- ið til að ýta undir áburðar- kaup. Sigtryggur sagði erfitt að segja til um það hve áburðarkaup bænda yrðu mikil miðað við síð- asta ár. Nú væri kominn rúmlega helmingur af sölu síðasta árs og sér sýndist þetta ætla að verða svipað og í fyrra. Því virtist eins og áhrifa niðurskurðar vegna riðu og búháttabreytinga ætlaði ekki að gæta í minnkandi áburð- arsölu eins og menn höfðu búist við. Hins vegar sagði hann það greinilegt að bændur stæðu nú betur en áður við þær áburðar- pantanir sem þeir hafi gert og benti það til þess að menn hefðu sparað of mikinn áburð á síðasta ári og ætli ekki að brenna sig á því sama nú. -þá Fasteignaverð á Akureyri hefur hækkað mjög mikið frá því í fyrra. Þannig hafa vinsælustu stærðirnar, þ.e. 3ja og 4ra herbergja íbúðir, hækkað um 50-60% frá því í júlí og meirihluti þeirrar hækkunar hefur átt sér stað síðustu þrjá mánuði, eða frá því að áhrifa nýja húsnæð- islánakerfísins fór að gæta að einhverju marki. 2ja her- Um 30 jarðskjálftar urðu á Húsavík í fyrrinótt og voru tveir þeirra stærstir, sá fyrri kom 43 mín. 32 sek. yfír tvö og mældist 4,2 stig á Richter en hinn mældist 50 sek. síðar og var 4 stig. Fyrsti skjálftinn varð kl. 12:34, um hálftíma síðar kom skjálfti sem mældist 3 stig og nokkrir skjálftanna mæld- ust um 2,5 stig. Ekki er vitað um neitt tjón eða óhapp af völdum skjálftanna en á stöku stað skekktust myndir á veggjum og hlutir duttu niður úr hillum. Flestir þeir Húsvíkingar, sem Dagur hafði tal af í gær, vöknuðu við stærstu jarðskjálftana en yfir- leitt kipptu þeir sér ekki upp við kippina. „Jarðskjálftinn truflaði mig ekkert en það var verra með skjálftann í konunni," sagði einn viðmælenda blaðsins. Annar sagðist aldrei hafa ætlað að sofna aftur vegna láta í páfagaukunum sínum, einn sagðist hafa verið hræddur um að skorsteinninn væri að detta af húsinu sínu og bergja íbúð á Akureyri í dag kostar u.þ.b. það sama og 3ja herbergja íbúð kostaði fyrir ári. Aðrar fasteignir, bæði smærri og stærri, hafa einnig stigið jafnt og þétt í verði og framboð er minna en eftir- spurn. Þetta kernur fram í viðtali í blaðinu í dag við Pétur Jósefs- son, reyndan fasteignasölu- annar að allir lausir og léttir mun- ir í íbúðinni hefðu farið af stað. „Þetta voru bölvuð læti,“ sagði ein konan en þegar sumir voru spurðir í gærmorgun hvort þeir hefðu vaknað við skjálftann, Á morgun verður haldinn á Hjalteyri stofnfundur hlutafé- lags um lúðueldi í Eyjafírði. Hlutafjárloforð eru þegar komin frá um 20 aðilum við mann á Akureyri. Hann telur jafnframt að fasteignaverð á Akureyri sé sífellt að nálgast markaðsverð fasteigna í Reykjavík og sé nú 75-80% af því sem þar tíðkast. Einnig kemur fram að Akureyririgar eru farnir að fjárfesta í nýjum íbúðum aftur, eftir langt sam- dráttartímabil í slíkum bygg- ingaframkvæmdum á Akureyri. Sjá bls. 5 svöruðu þeir bara: „Hvaða skjálfta?“ Upptök jarðskjálftanna eru talin vera á Skjálfandaflóa um miðja vegu milli Flateyjar og Húsavíkur. Miklir jarðskjálftar Eyjafjörð, alls fyrir um 4,5 milljónum, en einnig er von á hlutafé frá Þróunarfélagi íslands og Byggðastofnun. Að sögn Inga Björnssonar framkvæmdastjóra Iðnþróunar- félagsins voru undirtektir svipað- ar og reiknað var með. Kostnað- aráætlun ársins hljóðaði upp á 9 milljónir en hægt er að komast af með minna fé. Einnig gera menn sér vonir um að einhverjir styrkir fáist til verkefnisins, frá innlend- um og erlendum aðilum og þegar hefur fengist loforð frá fóður- framleiðandanum Skretting A/S í Noregi, sem þarna sér bæði markað fyrir fóður og samstarfs- möguleika í því að þróa lúðufóð- ur. Stærstu hluthafarnir af heima- aðilum eru Akureyrarbær með 1 milljón, Iðnþróunarfélagið og ÚA með um 650 þúsund hvort og Arnarneshreppur með um hálfa milljón. Aðrir hluthafar eru m.a. ístess, Krossanesverksmiðjan, KEA og Samherji. hafa orðið á Húsavík, að meðal- tali einu sinni á öld og Hjörtur Tryggvason sagði að skjálftarnir í fyrrinótt gætu hugsanlega verið undanfari stærri skjálfta. Sjá nán- ar í viðtali við Hjört á bls. 3. IM íslandslax hf. í Grindavík hef- ur verið með rannsóknir á lúðu- eldi í rúmt ár í samvinnu við Rannsóknaráð ríkisins. Hlutafé- lag um lúðueldi í Eyjafirði mun njóta góðs af þeirri vinnu og þeim niðurstöðum sem þar hafa fengist auk þess sem notaðar verða niðurstöður rannsókna Norðmanna á þessu sviði. Nú um mánaðamótin koma hingað norður tveir fiskifræðing- ar sem í sumar munu vinna að rannsóknum á aðstæðum til eldis- ins í Eyjafirði og í lóninu á Hjalt- eyri, en þar verður starfsemin staðsett. Fljótlega verða hafnar tilraunir með lúðuna í kerum og einnig er veríð að huga að nýt- ingu gamalla lýsistanka á staðn- um til eldisins. Á fundinum á morgun verður kosin stjórn fyrirtækisins en Iðn- þróunarfélagið ætlar að sögn Inga að bjóðast til að fara með framkvæmdastjórn og bókhald fyrst um sinn. ET Fasteignaverð á Akureyri: Hækkað um 50-60% á einu árí - mest síðustu þrjá mánuði Hlutafélag um lúðueldi í Eyjafirði: Hlutafjárloforð komin frá um 20 aðilum - og von á innlendum og erlendum styrkjum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.