Dagur - 03.06.1987, Blaðsíða 1

Dagur - 03.06.1987, Blaðsíða 1
NotarþúCHo? Þjónusta . í miðbænum GLERAUGNAÞJONUSTAN DAVlÐSSON SKIPAGÖTU 7 - BOX 11 - 602 AKUREYRI - SÍMI24646 Opnunartími verslana stórlega rýmkaður Yerslunareigendur á Akureyri geta haft verslanir sínar opnar til klukkan 18.00 á laugardög- um framvegis ef þeim sýnist svo og eftir áramótin hafa þeir alveg frjálsar hendur um það hvenær þeir hafa opið, því þá verða reglur um opnunartíma verslana á Akureyri alveg felldar úr gildi. Bæjarstjórn Akureyrar sam- þykkti þetta á fundi sínum í gær eftir allnokkrar umræður, með 10 atkvæðum gegn einu. Hugmynd- in sem að baki liggur er að gera Akureyri að nokkurs konar versl- unarmiðstöð á Norðurlandi og með því að hafa verslanir opnar á laugardögum muni fólk úr ná- grannabyggðunum heimsækja Akureyri í ríkara mæli í verslun- arerindum. Sigurður Jóhannesson, bæjar- fulltrúi Framsóknarflokksins, greiddi atkvæði gegn tillögunni. Hann sagði að sér fyndist rangt að heimila lengri opnunartíma verslana án nokkurs samráðs við þá aðila sem málið varðaði, þ.e. verslunarfólk og félög þess og Neytendafélag Akureyrar. Til- laga hans um að ákvörðun yrði Atvinnuflug á Islandi: 50 ára í dag, 3. júní, eru 50 ár liðin frá stofnun Flugfélags Akur- eyrar, sem var flutt til Reykja- víkur árið 1940 og var þá nafn- inu breytt í Flugfélag íslands. Með stofnun Flugfélags Akur- eyrar hófst samfellt atvinnu- flug á Islandi og er það því eitt af forverum Flugleiða. Til að minnast þessara tímamóta heldur stjóm Flugleiða hátíðar- fund á Hótel KEA í dag kl. i dag Einnig verður börnunum boðið upp á gos í flugstöðinni. Að sögn Sæmundar Guðvinssonar, blaða- fulltrúa Flugleiða er gert ráð fyrir frekari hátíðahöldum í tilefni afmælisins í haust, en tími vinnst ekki til þess núna því miklar ann- ir eru í fluginu á þessum árstíma. -HJS frestað og bæjarstjóra falið að koma á viðræðum milli þessara aðila var felld með tveimur at- kvæðum gegn sjö. Sigfús Jónsson bæjarstjóri og bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks töldu fráleitt að með þessari samþykkt væri verið að lengja vinnudag verslunar- fólks, hér væri einungis verið að veita heimild til þess að hafa verslanir opnar lengur. Verslun- armönnum væri það síðan í sjálfsvald sett hvort þeir nýttu sér heimildina. Þeir sögðust ekki sjá nokkur rök fyrir því að hafa reglugerð um opnunartíma versl- ana áfram í gildi. Sigríður Stefánsdóttir, bæjar- fulltrúi Alþýðubandalagsins, sagðist ekkert hafa á móti því að tilraun yrði gerð í sumar með rýmri opnunartíma verslana á laugardögum. Hins vegar sæi hún ekki rök fyrir því að reglugerð um opnunartímann yrði alveg felld úr gildi. Það má því búast við að ein- hverjar verslanir á Akureyri verði opnar til kl. 18.00 á laugar- daginn. Svo er bara að sjá hvort fólk streymir í bæinn í verslunar- hugleiðingum. BB. Það er allt í lagi þótt sólin fari í nokkurra daga frí, pollafötin okkar og sullum pínulítið. við tökum bara fram Mynd: RÞB Kartöfluverksmiðjan á Svalbarðseyri: 17.30. Það eru um 100 manns sem koma frá Reykjavík til að sitja þennan fund, koma þeir með þotu Flugleiða. Á fundinum heldur Sigurður Helgason, stjórnarformaður hátíðarræðu, mun hann minnast stofnunar Flugfélags Akureyrar. Þá verður tilkynnt um gjöf frá Flugleiðum til Ákureyrarbæjar og borin upp tillaga um kaup á nýjum þotum. Væntanlega verður undirritaður kaupsamingur um þessar þotur á fundinum. Meðan hópurinn úr Reykjavík dvelur á Akureyri verður þeim sem áhuga hafa boðið að skoða þotuna á Akureyrarflugvelli, það er á milli kl. 17.30 og 19.30. Framleiðslu á frönskum kart- öflum hætt um miðjan mánuðinn Nú stefnir allt í að kartöflu- verksmiðjunni á Svalbarðseyri verði lokað um miðjan mánuð- inn og framleiðslu á frönskum kartöflum hætt um sinn, en annað uppboð á eignum þrota- bús Kaupfélags Svalbarðseyrar verður haldið 19. júní. Áfram verður þó tekið á móti matar- - rúmlega 100 tonna birgðir til kartöflum í verksmiðjunni til dreifíngar, þó pökkunar og framleiðsla á frönsku kart öflunum stöðvist. Hlutafélagið Kjörland hefur rekið verk- smiðjuna, en meirihluti Kjör- lands er í eigu Kaupfélags Ey- fírðinga. Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður í Kjörlandi sagði í samtali við blaðið að í byrjun maí hefði litið svo út sem samningar við skiptaráðanda um kaup Kjörlands á verksmiðjunni tækjust en síðan hefði það gengið til baka. Um framhaldið sagðist hann lítið vilja segja en sem stendur eru allar horfur á að Tillögur um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga: Taldar munu minnka útgjöld sveitarfélaga um 115 millj. Utgjöld sveitarfélaga eru talin munu minnka um 115 milljónir króna, samkvæmt nýjum til- lögum um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og breytingum á fjárhagslegum samskiptum þeirra á milli. Þetta kemur fram í sameiginlegu nefndar- áliti tveggja nefnda á vegum ríkisstjórnarinnar, þar sem gerðar voru tillögur um þessi mál. Tillögur verkaskiptinganefnd- ar um flutning verkefna frá rík- inu til sveitarfélaganna munu auka útgjöld þeirra um 1.095 milljónir kr. en verkefnaflutning- ur frá sveitarfélögum til ríkisins létta á útgjöldunum um 325 millj- ónir kr., segir í niðurstöðum nefndanna. Hins vegar munu til- lögur unt breytingar á fjármála- legum samskiptum létta útgjöld- um af sveitarfélögunum um 885 milljónir kr. Mismunurinn er því um 115 milljónir kr. sem útgjöld sveitarfélaga munu minnka á ári. Kaupstaðir og kauptún munu hagnast mest á þessum breyting- um, ef þær verða framkvæmdar, en útgjöld dreifbýlissveitarfélag- anna eru talin munu aukast vegna grunnskóla, tónlistarskóla og heilsugæslu. Hækkun þessi yrði nokkru meiri en sparnaður vegna þess að ríkið taki að sér sjúkarsamlögin, tannlækningar og sýsluvegina. Tillögur um breyttar úthlutunarreglur Jöfn- unarsjóðs sveitarfélaga eiga hins vegar að bæta dreifbýlinu upp þennan mun, þannig að hagur dreifbýlissveitarfélaganna eigi að vera betri en samkvæmt núver- andi kerfi. Á næstunni verður unnið að kynningu tillagnanna á vegum félagsmála- og fjármálaráðu- neyta og Sambands íslenskra sveitarfélaga. HS verksmiðjan fari á uppboð. Erf- iðlega hefur gengið að selja frönsku kartöflurnar sem verk- smiðjan vinnur og því eru til all- nokkrar birgðir nú þegar fram- leiðsla stöðvast. Þórður Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Kjörlands sagði að birgðir í verksmiðjunni væru eitthvað á annað hundrað tonn sem svarar til um 3 mánaða fram- leiðslu. Hann kvaðst bjartsýnn um að á næstu mánuðum tækist að selja þessar birgðir og gera upp við bændur en erfiðlega hef- ur gengið að gera upp við þá vegna þessarar birgðasöfnunar. Matarkartöflur hafa selst jafnt og þétt þó svo að enn séu til umtals- verðar birgðir hjá bændum. Einnig er nokkuð til af smærri premíukartöflum hjá bændum en óvissa ríkir nú um hvort hægt verður að selja þær. 5 manns vinna í verksmiðj- unni og missa þeir sín störf. Þeim Jóhannesi og Þórði bar saman um að framhald skuli vera á rekstri verksmiðjunnar, enda eðlilegt að þeir sem hafi sýnt þessum rekstri einhvern áhuga reki verksmiðjuna áfram. En ekkert er hægt að segja til um framvindu málsins fyrr en upp- boð á eignum Kaupfélags Sval- barðseyrar hafa farið fram. JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.