Dagur - 23.09.1987, Blaðsíða 11

Dagur - 23.09.1987, Blaðsíða 11
23. september 1987 - DAGUR - 15 Að gefnu tilefni Vegna blaðaskrifa undanfarið vill Skotveiðifélag Eyjafjarðar (SKOTEY) koma eftirfarandi á framfæri. Á fræðslufundum félagsins hefur verið rætt um veiðiaðferð- ir, kosti þeirra og galla og meðal annars kontið inn á kvöldveiðar. I framhaldi af þeim umræðum hafa félagsmenn verið hvattir til að stunda ekki veiðar eftir að skyggja tekur vegna þess að líkur á að tapa bráð eru mjög miklar auk þess sem veiðimaðurinn á erfiðara með að hafa yfirsýn yfir hættusvæði byssunnar. Á fjölmennum fræðslufundi SKOTEY þar sem dr. Arnþór Garðarsson fuglafræðingur var frummælandi kom fram nauðsyn þess að friða náttstaði gæsarinnar því hún er mjög fastheldin á þá. Ef hún er hrakin á brott t.d. vegna kvöldveiða eða annarrar umgengni neyðist hún til að fara* á aðra staði þar sem aðstæður eru henni ekki jafn hagstæðar og hef- ur það í för með sér verri afkomu stofnsins. Niðurstaða fundarins var sú að æskilegt væri að friða stórar kunnar náttstöðvar gæsarinnar t.d. ósasvæði Hörgár, Fnjóskár , og víðar. Skotveiðifélag Eyjafjarðar (SKOTEY) er tiltölulega ungt félag sem telur rétt um 100 félaga en það er aðeins lítill hluti skot- veiðimanna á Eyjafjarðarsvæð- inu. Af því má sjá að fræðsla félagsins takmarkast við lítinn hóp. í framhaldi af því má spyrja: Undirbýr löggjafinn til- vonandi byssuleyfishafa nægjan- lega? Er gerð krafa um að við- komandi kunni skil á veiðifugl- um, hegðan þeirra ag lifnaðar- háttum? Er næg kennsla í með- ferð skotvopna og eru menn fræddir um hættusvið þeirra? Þetta eru atriði sem SKOTEY hefur leitast við að fræða sína félagsmenn um. Á æfingasvæði sem félagið hefur til umráða er leirdúfudastari og þar gefst mönnum kostur á að æfa skotfimi með haglabyssum áður en haldið er til veiða. Að lokum vill SKOTEY beina eftirfarandi tilmælum til skot- veiðimanna. 1. 3. 4. 5. 6. Sýnið landi og lífríki fyllstu virðingu. Virðið lög og reglur um vopn og veiðar. Farið vel með veiðibráð. Virðið rétt landeigenda, standið vörð um eigin rétt. Vertu tillitssamur og háttvís veiðifélagi. Góður veiðimaður skilur ekk- ert eftir sig nema sporin sín. Með þessu móti ættu samskipti veiðimanna og landeigenda að haldast góð báðum aðilum til hagsbóta. Akureyri 15. sept. 1987 Stjórn SKOTEY. Norðurlandsmót í bridge 1987: Tvímenningur Laugardaginn 3. október nk. verður Norðurlandsmót í tví- menningi haldið á Siglufirði. Öll- um spilurum sem lögheimili eiga á Norðurlandi er heimil þátttaka og eru spilarar beðnir að tilkynna þátttöku fyrir 1. október. Mótið hefst kl. 10.00 f.h. og verða spiluð 64 spil (Mitchell 2x32). Keppnisgjald verður kr. 1.600 pr. par. Uppihald er ekki innifalið í þessu gjaldi. Tilkynna þarf þátttöku til eftir- talinna aðila eigi síðar en 1. okt. og veita þeir allar nánari upplýs- ingar: Jón Sigurbjörnsson Siglufirði, heimas. 71411 v.s. 71166. Sigurð- ur Hafliðason Siglufirði, heimas. 71650 v.s, 71305. Tryggvi Gunn- arsson Akureyri, heimas. 22089 v.s. 25939. Núverandi Norðurlandsmeist- arar eru Jón Sigurbjörnsson og Valtýr Jónasson frá Siglufirði. Stúlka óskast til afgreiðslustarfa Vinnutími 1-6. BÓKABÚÐIN HULD biTK. BÆNDASKOLINN HOLUM Starfsmaður óskast í mötuneyti Bændaskólans á Hólum. Skólaárið 1987-1988. Upplýsingar gefur Bryndís í síma 95-6589 og skóla- stjóri í síma 95-5961. Okkur vantar verkamenn og menn á bortæki strax Upplýsingar í síma 21777. YJ NORÐURVERKhf. Akureyri Sími 21777 SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA Á NORÐURLANDI EYSTRA Útboð Tilboð óskast í þriðja áfanga sundlaugarbyggingar við Vist- heimilið Sólborg, Akureyri, sem er einangrun húss og múr- verk svo og vatns-, hita- og loftræstikerfi. Útboðsgögn verða afhent á Teiknistofu Hauks Haraldssonar, Kaupangi við Mýrarveg. Tilboð opnast á sama stað fimmtu- daginn 1. okt. n.k. kl. 11.00 f.h. Forstöðumaður sambýlis á Húsavík Staða forstöðumanns fyrir sambýli þroskaheftra er taka mun til starfa á Húsavík í lok þessa árs er hér með auglýst laus til umsóknar. Umsækjendur skulu hafa menntun þroskaþjálfa eða aðra sambærilega menntun. Starfs- og stjórnunar- reynsla æskileg. Umsóknarfrestur er til 5. okt. n.k. og skal senda skriflegar umsóknir til Skrifstofu Svæðisstjórnar fatl- aðra í pósthólf 557, 602 Akureyri. Nánari upplýsingar veitir framkv.st. Svæðisstjórnar í síma 96- 26960 alla virka daga milli kl. 09.00 og 13.00. Kvöldvinna, helgarvinna, hlutastörf Viljum ráða starfsfólk í hlutastöður til kvöld- og helgarvinnu. Verkefni felast í vinnu með þroskaheftum. Upplýsingar veitir framkv.st. Svæðisstjórnar í síma 26960 alla virka daga milli kl. 09.00 og 13.00. Stuðningsfjölskyldur Við óskum aö kynnast fjölskyldum og/eða einstaklingum er gætu tekið fötluö börn eða unglinga til dvalar á eigin heimili um skemmri tíma, yfirleitt ekki fleiri en 3 sólarhringa að jafn- aði í mánuði. Hér er um að ræða verkefni er gæti hentað vel skólafólki eða öðrum þeim sem ekki eiga hægt með að stunda vinnu á hefðbundnum vinnutíma en vildu engu að siður drýgja tekjur sínar með hlutavinnu. Upplýsingar veitir framkv.st. Svæðisstjórnar í síma 26960 milli kl. 09.00 og 13.00 alla virka daga. Húsnæði óskast til kaups Við höfum verið beðin að útvega íbúðarhúsnæði til kaups er hentar sem tvær íbúðir. Hvor íbúð þarf að vera 4ra-5 herbergja. Einnig kæmu til greina kaup á tveimur samliggj- andi raðhússíbúðum af sömu stærö. Nánari upplýsingar veitir framkv.st. Svæðisstjórnar í síma 26960 alla virka daga milli kl. 09.00 og 13.00. Svæðisstjórn málefna fatlaðra á Norðurlandi eystra.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.