Dagur - 07.10.1987, Blaðsíða 1

Dagur - 07.10.1987, Blaðsíða 1
70. árgangur__________Akureyri, miðvikudagur 7. október 1987____ 190. tölublað Filman þin á skiliö þaö besta' Nýja Filmuhúsið Hafnarstræti 106 • Sími 27422 • Pósthólf 196 gæðaframköllun Hrað- framköllun Opið á laugardögum frá kl. 9-12. Skipulagsnefnd: Lokað verði fyrir umferð um Ráðhústorg - frá kl. 22-06 Skipulagsnefnd Akureyrar- bæjar leggur til að lokað verði fyrir umferð um Ráðhústorg frá kl. 22.00 til 06.00. Ef tillag- an verður samþykkt mun „rúnturinn“ enn breytast því hringsólið um torgið leggst niður svo og umferð upp Brekkugötu. Sem kunnugt er mótmæltu íbúar við Ráðhústorg og Brekku- götu umferð á þessu svæði vegna hávaða og ónæðis að næturlagi. Skipulagsnefnd var falið að leita lausnar og hún leggur til að merki verði sett við Landsbankann sem banni umferð um Ráðhústorg á áðurgreindu tímabili. Undan- þegnir banninu verði íbúar við Brekkugötu 1-15. Ragnheiður Kristjánsdóttir, íbúi í Miðbænum, tók vel í þessi tíðindi enda tekur tillagan mið af óskum íbúanna. „Verði þetta samþykkt, þá verðum við náttúr- lega öll himinlifandi, eins og þú getur ímyndað þér,“ sagði Ragn- heiður. SS íþróttahúsið á Siglufirði: Ríkiö skuldar ■ Skip við Torfunefsbryggju í gær. 11,9 milljómr „Það er búiö aö loka húsinu, klæða það, allir útveggir eru einangraðir, nema gaflar. Það á eftir að steypa gólf, setja hita í húsið og lýsingu,“ sagði ísak Ólafsson bæjarstjóri á Siglu- firði er hann var spurður um framkvæmdir við nýja íþrótta- húsið. ísak sagði að nú væri búið að byggja um 60% af húsinu en ekk- ert væri hægt að fullyrða um framhaldið. Ekki væri hægt að áætla verklok fyrr en fjárveiting- ar liggja fyrir, en ríkið skuldar Siglufjarðarbæ umtalsverða fjármuni vegna byggingarinnar. „Við erum að sækja um fjár- veitingu til að reyna að ljúka verkinu á næsta ári en það kemur ekki í ljós fyrr en fjárlög verða samþykkt um næstu áramót hvaða viðtökur við fáum,“ sagði ísak. Siglufjarðarbær gerði samning við ríkið unt byggingu íþrótta- hússins og að sögn ísaks á bærinn, samkvæmt þessum samn- ingi, 11,9 milljónir inni hjá ríkinu miðað við fullbúið hús. Aætlað er að það kosti 12-15 milljónir að ljúka við íþróttahúsið, þannig að ljóst er að framhaldið veltur á fjárveitingum ríkisins. SS Bræla er nú á miðunum norð- an við land og í fyrrakvöld leit- uðu nokkuð mörg skip hafnar á Akureyri og víðar af þeim sökum. Skipin sem leituðu vars á Akureyri voru mörg hver frá Árskógssandi og Hrís- ey en vegna aðstöðuleysis þar Tölvur gegna lykilhlutverki hjá Fiskmarkaði Norðurlands. Mynd: TLV Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri: „Má búast við vandræðum" - segir Halldór Jónsson um starfsmannaskortinn „Lyflækningadeildin er deild sem tckur við öllum bráðatil- felium og öllum slíkum tilfell- um er að sjálfsögðu sinnt. Þetta er eingöngu spúrning um að menn taka ekki jafnmarga inn af biðlistum og æskilegt væri,“ sagði Halldór Jónsson, framkvæmdastjóri Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri, um áhrif starfsmannaskorts á hin- um ýmsu deildum hússins. Hann sagði það miserfitt að manna deildirnar. Oft væri t.d. erfitt að manna ellideild og lyf- lækningadeild og sjúklingar yrðu að stoppa skemur við en ella þar eð ekki væri starfsfólk fyrir hendi til að hugsa um viðkomandi sjúklinga. „Þetta er mjög baga- legt,“ sagði Halldór. Hann sagðist nánast alltaf get- að svarað spurningunni um skort á starfsfólki játandi. Ástandið var slæmt í sumar, þrátt fyrir aukið framboð á vinnumarkaðin- um, og því varla hægt að búast við því að ástandið batnaði í vetur. „Við stöndum frammi fyrir ákveðnum vandamálum hér við einstaka deildir á næstunni,“ sagði Halldór. Um þessar mundir sagði hann skort á sjúkraþjálfurum tilfinn- anlegan, en hvað sjúkraliða varðaði væri ástandið allgott, en þó miklar sveiflur. Þá vantaði alltaf hjúkrunarfræðinga til starfa. Ekki náðist í Ólínu Torfa- dóttur hjúkrunarforstjóra til að fá nánari upplýsingar, en ritari hennar sagðist geta tekið undir orð Halldórs, það vantaði alltaf hjúkrunarfræðinga. SS Aframhaldandi brœla þykir ekki ráðlegt að liggja þar í vondum veðrum. Loðnuskip eru flest í landi eða á landleið. Á veðurstofunni fengust þær upplýsingar í gær að á miðunum vestan við Grímsey væru 6-7 vindstig að norðan og blindbylir af og til en heldur hlýrra og ró- legra þegar austar drægi. Heldur er gert ráð fyrir að lægi í dag en síðan má búast við að aftur versni í veðri á rnorgun og leiðindaveð- ur verði fram á laugardag. Inn til landsins má búast við svipuðum breytingum. ET „ísing“ á gagnanetinu -olli töfum á fyrsta uppboði Fiskmarkaðar Norðurlands sem fram fór í gær í gær fór fram fyrsta uppboðið á Fiskmarkaði Norðurlands á Akureyri. Boðið var upp lítið magn af þorski og grálúðu, enda eins gott því tvívegis á meðan uppboðið stóð yfir „fraus“ tölvukerfi markaðar- ins vegna bilana í gagnaneti Pósts og síma. „Það er eins gott að við vorurn ekki að bjóða upp heilan togara- farm,“ sagði Sigurður P. Sig- mundsson framkvæmdastjóri fiskmarkaðarins að uppboði loknu og var að vonum ósáttur við það hvernig fór. Það var Súlan EA 300 sem lagði til fyrsta farminn sem boð- inn var upp. Um var að ræða 1,8 tonn af þorski og 2,1 tonn af grá- lúðu. Fyrir þorskinn voru hæst boðn- ar 38 krónur á kíló og var það Birgir Þórhallsson fiskverkandi á Akureyri sem hreppti fiskinn eft- ir harða keppni við fiskverkanda á Árskógssandi. Birgir var stadd- ur á skrifstofu markaðarins og sagðist í samtali við Dag vera að hefja söltun. Það voru frystihús KEA á Dal- vík og Útgerðarfélag Akureyr- inga sem börðust um grálúðuna. ÚKE hafði betur, greiddi 22 krónur fyrir kílóið. Til saman- burðar má geta þess að meðal- verð fyrir grálúðu á Faxamarkað- inum var í gær 34,5 krónur á kíló. Nokkra athygli vekur að ÚA skuli ekki liafa boðið hærra verð fyrir fiskinn sem landað er á Ákureyri þegar fyrirtækið ræður yfir litlu hráefni til vinnslu. Sverrir Leósson útgerðarmað- ur Súlunnar sagðist vera nokkuð sáttur við þorskverðið en grá- lúðuverðið þótti honum ansi lágt. ET Heilsugæslustöðin: Kona verði ráðin Eftir töluverðar umræður í bæjarstjórn Akureyrar í gær var eftirfarandi tillaga sam- þykkt með tíu atkvæðum: „í samræmi við tillögur jafnrétt- isnefndar Akureyrar fer bæjar- stjórn þess á leit við fulltrúa sína í stjórn heilsugæslustöðvarinnar og stjórn FSA að þeir vinni að því að kona fáist til starfa sem sérfræðingur í kvensjúkdómum.“ Flutningsmenn voru Sigríður Stefánsdóttir, Sigrún Svein- björnsdóttir og Úlfhildur Rögn- valdsdóttir. EHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.