Dagur - 20.11.1987, Blaðsíða 7

Dagur - 20.11.1987, Blaðsíða 7
0 0 20pmóvember 1987 - DAGUR - 7 Fundað um afdrif ræningjanna. Ræningjarnir: Jasper (Guðni Friöriksson), Jónatan (Kristján Gíslason) og Kasper (Viðar Sverrisson), Bastían bæjarfógeti (Haukur Þorsteinsson), bakarinn (Gunnar Ingimarsson), pylsugerðarmað- urinn (Ólafur Antonsson) og Soffía frænka. Kardimommubæingar bregða á leik á Króknum Leikfélag Sauðárkróks frum- sýndi sl. sunnnudag barna- og bjartsýnisverkið Kardi- mommubæinn eftir norska snillinginn Thorbjörn Egner. Hafa sýningar verið vel sóttar og leiknum vel tekið. Það hefur verið í nógu að snú- ast undanfarnar vikur hjá félög- um í Leikfélagi Sauðárkróks. Yfir 50 manns koma nærri þessari sýningu og má nærri geta að plássið í litlu Bifröst er vel nýtt. Eins og áður segir er Kardi- mommubærinn bjartsýnisverk og ekki aðeins fyrir börn, heldur líka fyrir þá fullorðnu sem tekist hefur að varðveita agnarlítið af barninu í sjálfum sér. Sögusviðið er smábær þar sem allir þekkja alla, ekki ólíkt samfélögunum hér fyrir norðan, og eflaust eiga v* TofilAS Tobías gamli í turninum gáir til veðurs. leikhúsgestir eftir að hitta fyrir kunnuga karektera í Kardi- mommubænum. A.m.k. gat und- irritaður ekki betur séð þegar hann var viðstaddur lokaæf- inguna á laugardag og meðfylgj- andi myndir voru teknar. Kardimommubærinn er frægt verk, sem flutt hefur verið víða um heim; á sviði, í útvarpi og sjónvarpi, og til að mynda er nú verið að sýna teiknimyndaflokk byggðan á leikritinu í Ríkissjón- varpinu. Samt hefur leikurinn ekki verið færður á svið víða hér á landi og ræður þar sjálfsagt mestu um hvað sýningin er mannfrek. Það var Hulda Valtýsdóttir sem þýddi leikinn. Söngtextar eru eftir Kristján frá Djúpadal og Guðjón Ingi Sigurðsson leik- stýrir. -þá Haldið á Kardimommuhátíðina. Kamilla litla (Margrét Viðarsdóttir) á baki asnans Pontíusar, Tommi (Ellert Jóhannsson), Tobías gamli (Hafsteinn Hannesson) og Soffía frænka leikin af Helgu Hannesdóttur. Opinn kynningarfundur AA samtakanna verður haldinn í Borgarbíói á Akureyri laugardaginn 21. nóvember kl. 14.00. ★ ÆlHr velkoinnir ★ Sættir þú þig við aðgerðir ríkisstjómarinnar? Fundur í Hafralækjarskóla nk. laugardag kl. 14.00. Frummælendur: Stefán Valgeirsson, alþingismaður og Pétur Þórarinsson, sóknarprestur. Samtök jafnréttis og félagshyggju. Hótel KEA í samvinnu við Skotveiðifélag Akureyrar halda sitt árlega Villibráðarkvöld laugardaginn 21. nóvember Bókaðir miðar óskast sóttir föstudaginn 20. nóvember kl. 14-20. Ósóttar pantanir seldar laugardaginn 21. nóvember kl. 12-15. Hljómsveitin PASS leikur fyrir dansi til kl. 03.00. SÚLNABERG Sunnudaginn 22. nóvember. Glæsilegt kökuhladbord frá kl. 15-17. Verid velkomin. Ritstjórn • Afgreiðsla • Auglýsingar Strandgötu 31 - Síml 24222.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.