Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagur

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagur

						
70. árgangur
Akureyri, föstudagur 4. desember 1987
232. tölublað
Akureyri:
Verða dagheimilin
rekin fóstmlaus?
- „Neyðarúrræði," segir dagvistarfulltríji
Fóstruskorturirin á Akureyri
tekur á sig æ alvarlegri mynd.
Að sögn Sigríðar M. Jóhanns-
dóttur dagvistarfulltrúa liggja
nú fyrir 5 uppsagnarbréf frá
fóstrum og hún bjóst jafnvel
við fleiri uppsögnum á næst-
unni. Ef fram fer sem horfir
verða dagvistir bæjarins allt að
því fóstrulausar upp úr ára-
inótuni og ljóst að grípa verður
til róttækra aðgerða hið bráð-
astá.
Á fundi félagsmálaráðs sl.
mánudag var samþykkt bókun
þar sem skorað er á kjaranefnd
og bæjarráð að leita leiða til að fá
fóstrur aftur til starfa. Sem dæmi
um ástandið sagði Sigríður að um
áramótin verða tvö dagheimili án
forstöðumanna, auk þess sem
ekki verður hægt að manna nýtt
heimili sem á að taka í notkun.
Félagsmálaráð hefur falið Sig-
ríði að sækja um undanþágu til
menntamálaráðuneytisins til að
fá að ráða fólk með aðra uppeld-
ismenntun til að veita heimilun-
um tímabundna forstöðu. „Með
þessari undanþágu getum við
fengið að reka heimilin fóstrulaus
um tíma, en við viljum helst ekki
þurfa að grípa til þess ráðs að
reka heimilin með ófaglærðu
starfsfólki eingöngu. Þetta væri
neyðarúrlausn," sagði Sigríður.
„Við erum það fáar fóstrur í
starfi að það munar mikið um
hverja sem út fer. Ég býst við að
fá fleiri uppsagnir meðan launin
eru svona lág. Ég er mjög svart-
sýn á fóstrumálin í dag. Þær fara
í betur borguð störf og ég get
ekki séð að þetta muni breytast
meðan ekkert er gert í kjaramál-
um fóstra," sagði Sigríður að
lokum.                  SS
Dalvík:
Fiskvinnsluskóli
í undirbúningi
Nefnd sem skipuð er af sjávar-
útvegsráðuneyti vinnur nú að
athugun og undirbúningi að
uppsetningu fískvinnsluskóla á
Dalvík. Tveir fulltrúar í nefnd-
inni koma úr ráðuneytinu og
tveir fulltrúar eru heimamenn,
þeir Gunnar Aðalbjörnsson,
frystihússtjóri og Trausti Þor-
steinsson, forseti bæjarstjórn-
ar. Ef leyfi fæst til að setja
skólann á fót er vilji fyrir að
hann taki til starfa næsta
haust.
Gunnar Aðalbjörnsson sagði í
samtali við Dag að nú væri unnið
að kostnaðaráætlun fyrir upp-
setningu skólans. Kostnaður er
talinn vera um 5-6 milljónir
króna en húsnæði fyrir kennsluna
er til á staðnum.
Stefnt er að því að útskrifaðir
verði fiskiðnaðarmenn úr skólan-
um. Námið tekur 5 annir eða tvö
og hálft ár og er bæði bóklegt og
verklegt. 1 framhaldi af þessu
námi geta nemendur farið í Fisk-
vinnsluskólann í Hafnarfirði og
útskrifast þaðan sem fisktæknar
eftir 2 annir.
Búið er að senda út bréf til að
kanna hug fólks til þessa náms og
hafa þegar ýmsir sýnt þessu
áhuga. Gunnar sagðist telja full-
komnar aðstæður fyrir slíkan
skóla á Dalvík enda hefur bærinn
verið mjög vaxandi útgerðarbær
á undanförnum árum.
Þegar nefndin verður búin að
gera kostnaðaráætlun og sínar til-
lögur varðandi skólann munu
gögnin verða send menntamála-
ráðuneyti til ákvarðanatöku.
JÓH
Herra Ijósmyndari, viltu brjóta rúðuna fyrir mig?
Mynd: TLV
Sauðárkrókur:
Hráefnisskortur vegna
siglinga togaranna
Fiskvinnslufólk á Sauðárkróki
sér nú fram á mjög rýran jóla-
mánuð vegna sigíinga togar-
anna á staðnum. Allt útlit er
fyrir að hráefnisskortur frá
miðri þessari viku muni vara í
það riiinnsta næstu tvær vik-
urnar. Skafti mun selja í
Þýskalandi í næstu viku og
stefnt er að sölu Hegraness í
Englandi þann 17. Gangi það
eftir er í besta falli hægt að
búast við físki úr Skafta í jóla-
vikunni og vonast eftir hráefni
frá fískmörkuðunum. Drang-
eyjan, sem búin er með
kvótann, mun fara fara á veið-
ar fyrir Ólafsfírðinga er hún
ke in in úr slipp.
„Ég átti ekki von á þessum
siglingum togaranna núna, allra
síst vegna þess að Drangeyjan er
í slipp og togarar því bara tveir á
veiðum. Svo finnst mér það
skjóta svolítið skökku við, að við
ásamt flestum aðilum hér fyrir
norðan erum búnir að borga 10%
meira en aðrir fyrir fiskinn, frá
því fiskverð var gefið frjálst í vor.
Einmitt í þeim tilgangi að stöðva
útflutning á fiski, bæði með gám-
um og með siglingum skipanna.
Það hefur þö ekki gert betur en
svo að togarar Útgerðarfélags
Skagfirðinga hafa aldrei siglt
meira en á þessu ári. Mér finnst
þetta nokkuð mikið ábyrgðar-
leysi hjá þeim í útgerðinni og
benda má á að sumar útgerðir
hafa það fyrir reglu að iáta skip
sín ekki sigla. Má þar nefna
Útgerðarfélag Akureyringa,"
sagði Einar Svansson hjá Fiskiðj-
unni, aðspurður um þessi mál.
í  báðum  frystihúsunum  á
Króknum, Fiskiðjunni og Skildi
er lausráðið fólk komið á
atvinnuleysisbætur. Það fast-
ráðna heldur að sjálfsögðu dag-
vinnunni, en verður af bónus-
greiðslum.
Gísli Kristjánsson hjá Hrað-
frystihúsinu á Hofsósi sagðist
reikna með að ná endum saman
svo framarlega sem gæftir leyfðu
og fiskirí héldist hjá línubátunum
tveim, Hafborginni og Víkur-
berginu. En þeir hafa verið með
um 6 tonn yfir daginn undanfar-
ið.                     -þá
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24