Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagur

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagur

						70. árgangur
Akureyri, mánudagur 7. desember 1987
233. tölublað
All-t
eppöbodio
HAFNARSTRÆTI 92 . 602 AKUREYRI. SÍMI 96-26706 . BOX 397
Veðurblíðan:
Jólakartöflur
í Öxarf irði!
Tonn af kartöflum tekið upp 3. desember
Miðað við árstíma voru bræð-
urnir í Sandfellshaga í Öxar-
firði við allóvenjuleg störf síð-
astliðinn fimmtudag. Þá tóku
Loðnuverksmiðjan
á Raufarhöfn:
Samið við
starfsmenn
Á föstudagskvöld tókust samn-
ingar í launadeilu starfsmanna
loðnubræðslunnar á Raufar-
höfn og Sfldarverksmiðja ríkis-
ins. Boðað hafði verið verkfall
á hádegi á laugardag og var
verkfalli því aflýst. Krafa
starfsmanna var að fá að halda
212 kr. tímakaupi sem í gildi
var í sumar og afnumið var 27.
nóvember sl. Nýi samningur-
inn hljóðar upp á 199,10 kr.
tímakaup og greiddar 20
mínútur aukalega fyrir hverja
vakt.
Að sögn Stefáns Óskarssonar,
trúnaðarmanns starfsmanna í
loðnuverksmiðjunni kom rekstr-
arstjóri Síldarverksmiðja ríkisins
til Raufarhafnar fyrir helgi til við-
ræðna við starfsmenn. Stefán
sagði að tilboð hafi verið lagt
fram um að starfsmenn fengju
greiddar 20 mínútur aukalega
fyrir hverja vakt og 199,10
kr. tímakaup. Þetta samþykktu
starfsmenn einróma enda taldi
Stefán að þessi greiðsla væri hlið-
stæð 212 kr. tímakaupi.
Byrjað er að taka á móti loðnu
á ný á Raufarhöfn en hætt var
móttöku aðfaranótt miðvikudags
sl.                    JÓH
þeir upp um tonn af kartöflum
úr Bakkalandi.
Það er ekki á hverju ári sem
fólki gefst kostur á að fá nýupp-
teknar íslenskar kartöflur á jóla-
borðið. Að sögn Víkings Björns-
sonar í Sandfellshaga voru hinar
nýuppteknu kartöflur sætar og
góðar og alveg óskemmdar, að-
eins hafði séð á þeim kartöflum
sem efst voru í jarðveginum.
Jarðhiti er í Bakkalandi og þar
rækta Gunnar Björnsson og Sig-
þór Þórarinsson talsvert af kart-
öflum en þeir eru með kartöflu-
ræktarfyrirtækið Monaco sf. í
haust vannst ekki tími til að taka
upp alla uppskeruna og í síðustu
viku var farið að huga að því að
taka eitthvað upp til að gefa
kindum. J?að kom á óvart að
kartöflurnar skyldu vera svo góð-
ar sem raun var á.         IM
Verslanir á Akureyri voru opnar til kl. 16.00 á laugardaginn og notuðu margir tækifærið til að gera jólainnkaupin.
Eins og sjá má á þessari mynd var ys og þys í göngugötunni og bæði ungir sem aldnir kepptust við undirbúning jól-
anna.                                                                            Mynd tlv
Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar:
Tollar og óbeinir skattar
taka veiulegum breytingum
Ríkissfjórnin náði á föstudag
samkomulagi um fjölmörg atr-
iði tekjuhliðar fjárlagafrum-
varpsins. í samkomulaginu
felst að gerðar verðar veruleg-
ar breytingar á tollum, vöru-
gjaldi og söluskatti. Á blaða-
mannafundi á föstudag sagði
forsætisráðherra að þetta sam-
komulag ríkisstjórnarinnar
fæli í sér mestu kerfisbreyting-
ar í óbeinni skattheimtu um
áratuga skeið.
í stuttu máli má segja að kerf-
isbreytingarnar feli aðallega í sér
eftirfarandi: Á næsta ári verður
söluskattur 25% og leggst jafnt á
allar vörur en söluskattur á þjón-
ustu verður lægri. í árslok 1988
leysir 22% virðisaukaskattur
söluskattinn  af  hólmi.  Einnig
Bygginganefnd Akureyrar:
Bæjaryfirvöld taki af skaríð
- vegna endurnýjunar húsa sem eru fyrir miðbæjarskipulagi
„Þetta var slys með Geislagötu
12, maður skilur ekki almenni-
lega hvernig svona getur
gerst," sagði Sigfús Jónsson,
bæjarstjóri á Akureyri. Bygg-
inganefnd Akureyrar hefur
ítrekað bókanir sínar þess efnis
að bæjaryfirvöld taki af skarið
um kaup á eignum í reitnum
iuilli Glerárgötu, Strandgötu,
Geislagötu og Gránufélags-
götu.
Nýlega var þak hússins Geisla-
gata 12 endurnýjað og verðmæti
þess þar með verulega aukið, en
þetta hús á að hverfa samkvæmt
skipulagi. Bygginganefnd er, að
sögn bæjarstjóra, í klemmu hvað
snertir mál sem þetta. Ef nefndin
neitar mönnum um leyfi til að
byggja við eða lagfæra gömul hús
á þeim forsendum að þau séu fyr-
ir skipulagi, geta eigendur þeirra
farið fram á að bærinn kaupi við-
komandi fasteignir. J?ó hefur
nefndin heimild til að veita svo-
nefnd bráðabirgðaleyfi.
Finnur  Birgisson,  skipulags-
stjóri, sagði að á meðan bærinn
héldi að sér höndum varðandi
kaup á fasteignum á þessu svæði
væri ekki hægt að hindra menn í
eðlilegu viðhaldi eigna sinna.
„Mér fyndist mjög æskilegt að
bærinn tæki til hendinni á þessum
stað og myndi vinna markvisst að
uppbyggingu svæðisins. Þó ræðst
það auðvitað af aðstæðum og
fjármagni á hverjum tíma hvaða
möguleikar eru á slíku," sagði
Finnur.
Að sögn Árna V. Friðriksson-
ar, bygginganefndarmanns, var
Akureyrarbæ boðið húsið Geisla-
gata 12 en bærinn hafnaði kaup-
um í bráð. Síðan væri búið að
lagfæra húsið mikið og til stæði
að lagfæra Glerárgötu 3b. ÖU
yrðu þessi hús dýrari fyrir
bragðið.
Að sögn Guðjóns Steindórs-
sonar, útibússtjóra Iðnaðarbank-
ans á Akureyri, hafa ýmsir aðilar
spurst fyrir um fasteignina
Geislagötu 10 hjá bankanum
undanfarna mánuði, en hún er
ennþá í eigu bankans.     EHB
verður undanþágum fækkað og
eftirlit hert.
Hæstu tollar verða lækkaðir úr
80% í 30% og fjöldi annarra
gjalda afnuminn. Fjörutíu mis-
munandi tollstig frá 0-80% falla
niður en í staðinn koma 7 jöfn
þrep frá 0-30%. Af 6 þúsund toll-
númerum munu 5 þúsund engan
toll bera. Þá verða tollar á mat-
vörum nær undantekningarlaust
felldir niður. Með þessu er stefnt
að því að vöruverð hér á landi
standist betur samanburð við
vöruverð í útlöndum.
Lagt verður á eitt 14% vöru-
gjald, sem leggst á vöruflokka
sem til þessa hafa borið vöru-
gjald á bilinu 17-30%.
Niðurgreiðslur verða auknar
um 1250 milljónir króna, sem
þýðir að ekki kemur til hækkunar
á mjólk, dilkakjöti, smjöri og
skyri. Jafnframt verður kjarnfóð-
urskattur lækkaður, þannig að
verðhlutfall dilkakjöts og svína-
og alifuglakjöts á ekki að breyt-
ast. Pá verður 600 milljónum
króna varið til hækkunar á bótum
lífeyristrygginga og barnabóta,
en þær verða greiddar út fyrir-
fram á þriggja mánaða fresti.
Gert er ráð fyrir að frumvörp
um vörugjald og söluskatt verði
lögð fram á þingi strax, þannig að
mögulegt verði að afgreiða þau
samhliða fjárlagafrumvarpinu.
BB.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16