Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagur

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagur

						70. árgangur
Akureyri, mánudagur 14. desember 1987
238. tölublað
Altt ¦fyríir
errabödin
HAFNARSTRÆTI 92 . 602 AKUREYRI. SIMI 96-26708 . BOX 397
Húsavík:
Harður árekstur
Mjög harður árekstur varð á
Húsavík sl. föstudagskvöld er
tvær bifreiðar skullu saman á
gatnamótum Ketilsbrautar og
Vallholtsvegar. Annar bíllinn
er talinn ónýtur en aðeins urðu
smávægileg meiðsl á fólki og
þykir það mesta mildi.
Á Akureyri var tilkynnt um
harðan árekstur og slys á föstu-
dagskvöld  en  þegar  til  kom
reyndist aðeins um minniháttar
aftanákeyrslu að ræða. Ökumað-
ur bifreiðarinnar sem árekstrin-
um olli fékk höfuðhögg og vank-
aðist lítillega en jafnaði sig mjög
fljótt.
Á Siglufirði var ekið á kyrr-
stæða bifreið aðfaranótt laugar-
dags og skemmdust bílarnir
nokkuð en ekki urðu slys á fólki.
SS
Skógerð Sambandsins:
Erfiðleikar
framundan
- „framtíð fyrirtækisins ræðst á
næstu mánuðum" -segir Hjalti Pálsson
Erfiðleikar steðja nú að skó-
verksmiðju Sambandsins á
Akureyri. Skógerðin heyrir
undir verslunardeild SÍS og
Hjalti Pálsson, yfirmaður
deildarinnar, sagðist ekki neita
því að á brattann væri að sækja
með afkomuna. Veturinn í ár
kom mun seinna en menn áttu
von á og rándýrt væri að liggja
með stóran, óseldan skólager.
Að sögn Hjalta mun framtíð
skóverksmiðjunnar ráðast á
næstu mánuðum. Skipulag og
afkoma fyrirtækisins munu verða
tekin til skoðunar og málefní
verksmiðjunnar eru nú til
umræðu meðal helstu ráðamanna
Sambandsins. Hjalti hefur rætt
málin við Guðjón B. Ólafsson,
forstjóra SÍS, en þar sem málin
eru ennþá í athugun hefur ekkert
verið ákveðið ennþá. Þó er ljóst
að ekki verður hjá því komist að
gera verulegar skipulagsbreyting-
ar ef koma á verksmiðjunni á
réttan kjöl.
Þeirri spurningu hefur verið
velt upp hvort nú sé rétti tíminn
til að stokka upp í rekstrinum í
kjölfar breytinganna á Iðnaðar-
deildinni, en skógerðin færðist
yfir til verslunardeildar SÍS eftir
að átak var gert til að bjarga
afkomu hennar frá hruni fyrir
nokkrum árum. Hjalti Pálsson
sagðist ekki vera frábitinn þeirri
hugmynd að sameina skógerðina
og Iðnaðardeildina undir sama
hatt því eðlilegast væri að yfir-
stjórn verksmiðjunnar væri á
Akureyri.
Úlfar Gunnarsson, núverandi
framkvæmdastjóri skógerðarinn-
ar, sagði starfi sínu lausu síðasta
sumar en ekki hefur verið ráðinn
maður í hans stað enn.    EHB
Fimm fjörugir jólasveinar sungu og sprelluðu á svölum Vöruhúss KEA í gær. Að vísu var eimi þeirra, Hurðaskellir,
dálítið seinn fyrir, en tilburðir hans vöktu mikla lukku hjá börnunum.                          Mynd: tlv
Ekki grundvöllur
fyrir staðgreiðsluafslætli
- nema á dýrari hlutum - segir Birkir Skarphéðinsson
„Við gefum ákveðinn stað-
greiðsluafslátt af stærri og dýr-
ari hlutum en það er ekki
grundvöUur fyrir afslætti í
smásöluversluninni með þeirri
álagningu sem við erum með
hérna. I Reykjavík er miklu
hærri álagning," sagði Birkir
Skarphéðinsson, formaður
Kaupmannasamtaka Akureyr-
ar.
Undanfarið  hafa þær fréttir
borist frá Reykjavík að verslanir
Annir í innanlandsflugi um jólin:
Tugir aukaferða hjá Flugleiðum
^         -18. og 23. desember mestu annadagarnir
Miklar annir eru framundan í
innanlandsflugi enda jóla-
hátíðin á næsta leiti. Flugferð-
um Flugleiða milli Reykjavík-
ur og Akureyrar á tímabilinu
frá 10. desember til 4. janúar
hefur verið fjölgað um 46 svo
að anna megi fólks- og vöru-
II ii I ii i n j> ii iii. Mestu annadag-
arnir verða 18. og 23. desem-
ber en þá verða farnar níu
ferðir hvorn dag en aldrei hafa
verið farnar svo margar ferðir
milli þessara staða á einum
degi.
Að sögn Gunnars Odds Sig-
urðssonar, umdæmisstjóra Flug-
leiða á Akureyri er hin eiginlega
jólaös byrjuð í fluginu því fyrsta
Wm%	-¦-: M* _ m. .	BMM'-B	m
		•¦Í®!	
			
	mm <'-fVJH mW * 93 KImm		
		Mf     "'^^Í	**
m\>	v ¦¦islm\%	'va^,*K'     ^F	
1	¦ :   ¦	i* *       tá	
I7Í	¦Énðr     *eLj|	f/  *	
aukaferð Flugleiða milli Akur-
eyrar og Reykjavíkur var farin
fyrir stuttu.
„Eitt af okkar vandamálum er
að fá íslendinga til að bóka sig
tímanlega í flug og ég vil benda
fólki á að panta í tíma. Pó fólk
hafi ekki nákvæmlega ákveðið
með hvaða ferð það vill fara þá er
gott að það sé búið að koma sér
inn í kerfið og auðveldara að
flytja bókanirnar milli véla,"
sagði Gunnar Oddur.
Með þessum 46 aukaferðum
eykst sætaframboð um 2000 á
hvorri leið. Bókanir eru í fullum
gangi um þetta leyti og því best
að drífa sig í að panta jólaflug-
farið.                 JÓH
bjóði í auknum mæli staðgreiðslu-
afslátt af vörum ef greitt er í pen-
ingum en ekki með greiðslukorti.
Kaupmenn syðra telja margir
hagstæðara að selja þannig gegn
staðgreiðslu í stað þess að þurfa
að bíða, jafnvel vikum saman,
eftir greiðslu fyrir vöruúttekt
gegn greiðslukortum.
„Álagningin má alls ekki vera
lægri með tilliti til þess að versl-
unin geti borið sig," sagði Birkir.
„Hún er jafnvel í Iægri kantinum
á mörgum vörum. Við erum á allt
öðru markaðssvæði en Reykvík-
ingar. Greiðslukortanotkun fær-
ist sífellt í aukana og eins og mál-
um er háttað í dag þyrfti að
breyta útborgunardegi kortanna
eða færa skiladag söluskatts til,
því þetta tvennt verður helst að
standast á.
Sá sem verslar eftir 17. des-
ember þarf ekki að greiða fyrr en
í febrúarbyrjun fyrir vöruna.
Þetta veldur erfiðleikum fyrir
verslunina gagnvart heildsölunni
því menn spila mikið upp á gjald-
daga kortanna. Kostnaður versl-
unarinnar eykst og þetta ruglar
hvert annað. Við erum að greiða
söluskatt af kortanotkun desem-
bermánaðar 25. janúar en fáum
ekki peninga sjálfir fyrr en 2.-3.
febrúar."              EHB
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20