Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagur

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagur

						%s$^
70. árgangur
Akureyri, föstudagur 18. desember 1987
242. tölublað
Það voru þeir Kristján Karl Guðjónsson (t.v.) og Ragnar Magnússon sem flugu 300. ferðina út í Grímsey. Hér eru
þeir félagar og heldur Ragnar á blómaskreytingu sem þeir fengu að gjöf við komuna út í Grímsey.    Mynd: tlv
Flugfélag Norðurlands:
Yfir 300 ferðir til
Grímseyjar á árinu
Á miðvikudag var farin 300.
flugferðin til Grímseyjar á veg-
um Flugfélags Norðurlands frá
áramótum. Sigurður Aðal-
steinsson hjá FN sagði að þess-
ar ferðir og þjónusta Ríkis-
skipa væru einu reglulegu sam-
göngur Grímseyinga við
meginlandið. Þjónusta Flugfé-
lags Norðurlands við Grímsey
er mjög mikilvæg fyrir íbúana
því segja má að allir fólksflutn-
ingar þangað séu á vegum fé-
lagsins.
Fyrstu reglulegu flugferðirnar
frá Akureyri til Grímseyjar hóf-
ust um 1960 á vegum Norður-
flugs, og var Tryggvi Helgason sá
flugmaður sem flaug þangað á
þeim árum. Þá mun Flugfélag
Islands hafa haft einhverjar áætl-
unarferðir til Grímseyjar á árum
áður.
Að sögn Sigurðar Aðalsteins-
sonar var þúsund metra iöng mal-
arflugbraut í Grímsey en hluti
hennar hefur nú verið gerður að
öryggissvæðum. Heildarlengd
brautarinnar er því nokkuð
styttri. Aðbúnaður á flugvellin-
um er líkur því og almennt gerist
á minni stöðum.
„Við förum þrisvar í viku á
veturna til Grímseyjar en yfir
hásumarið förum víð sex sinnum
í viku. Fyrir utan þetta eru farnar
aukaferðir og alltaf er töluvert
um leiguflug. Síðastnefndu ferð-
irnar eiga sinn þátt í að ferðirnar
eru komnar yfir 300 á árinu. Auk
þess hefur orðið mikil aukning í
farþegaflugi til Grímseyjar
undanfarin ár," sagði Sigurður
Aðalsteinsson.          EHB
Hlíð og Skjaldarvík:
Nauðsynlegt að
bæta eldvarnir
„Fyrir u.þ.b. tveimur árum var
gerð úttekt á báðum dvalar-
heimilunum með tilliti til eld-
varna. Hvorugt þeirra uppfyllti
nýjustu kröfur, frekar en ýms-
ar aðrar stofnanir í bænum.
Aætlun var gerð um úrbætur
en henni hefur ekki verið fylgt
vel vegna fjárskorts," sagði
Cecil   Haraldsson,   fram-
Ákveðnar aðgerðir samþykktar
- vegna þéttingar byggðar í Síðuhverfi
Bæjarstjórn Akureyrar sam-
þykkti samhljóða bókun
bæjarráðs frá 10. des. á síðasta
fundi sínum varðandi einbýlis-
húsalóðir í Síðuhverfi. Þar
með hefur byggingafulltrúa,
Jóni Geir Ágústssyni, verið
falið að gera tillögu að sérskil-
málum um framkvæmd ákveð-
inna aðgerða til að létta undir
með húsbyggjendum á þeim
einbýlishúsalóðum í hverfinu
dýpri
þar  sem  grafa  þarf
grunna en 2 metra.
í Síðuhverfi er sums staðar
langt á milli einbýlishúsa og
óbyggðar lóðir margar, en hús-
byggjendur hafa af eðlilegum
orsökum reynt að velja þær lóðir
sem hentugastar eru og ódýrastar
með tilliti til jarðvegsskipta.
Bæjarfulltrúar framsóknarmanna
lögðu til í bæjarstjórn í haust að
kannaðar yrðu leiðir til úrbóta
með þéttingu byggðar í hverfinu
fyrir augum. Sú tillaga hlaut
jákvæðar undirtektir og er
afrakstur hennar nú að koma í
ljós.
Bæjarráð leggur til að Akur-
eyrarbær greiði lóðarhafa kostn-
að við útgröft og malarfyllingu
miðað við rúmmál fyllingar, sem
þarf undir húsgrunn, samkv.
stöðluðum húsgerðum og jarð-
vegsskiptaplani,   frá   föstum
grunni upp í kóta - 2,0 m miðað
við gólfkóta 0,0 sem áætlaður er
0,3 m yfir götu. Bæjarráð ákveð-
ur einingarverð á útgreftri og
malarfyllingu og breytist það
með byggingargjaldi.
Áætlaður kostnaður bæjarins
vegna þátttöku í jarðvegsskiptun-
um er um átta milljónir króna
umfram byggingargjöld sem áætl-
uð eru um ellefu milljónir króna.
EHB
öldrunarmála á
kvæmdastjóri
Akureyri.
í bókun öldrunarráðs frá 7.
desember kemur fram að bréf
hafi borist frá Eldvarnaeftirliti
Akureyrar. í bréfinu er sagt frá
því að ekki hafi verið unnið sam-
kvæmt áætlun um eldvarnir í
Dvalarheimilinu Hlíð. Erindinu
var vísað til gerðar fjárhagsáætl-
unar dvalarheimilanna.
„Ég hef átt viðræður við
starfsmann     Eldvarnaeftirlits
Akureyrar um þessi mál og tillög-
ur um úrbætur verða fyrsta verk-
efni í viðhaldsáætlun beggja dval-
arheimilanna fyrir næsta ár. Bréf-
ið frá Eldvarnaeftirlitinu var lagt
fram samtímis og ný viðhalds-
áætlun þannig að hér var fyrst og
fremst um áréttingu að ræða.
Aðalvandinn er að svokölluð
brunahólf eru of stór. Við þurf-
um að skipta húsnæðinu niður í
smærri einingar með eld- og
reykvarnarhurðum. Við munum
gera allt sem hægt er til úrbóta og
röðum verkefnum niður eftir því
hvað er brýnast úrlausnar hverju
sinni," sagði Cecil Haraldsson.
EHB
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24