Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagur

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagur

						70. árgangur
Akureyri, mánudagur 28. desember 1987
247. tölublað
Ódýr
Ijósrilunaipappír
BÓKVÆL
Kaupvangsstræti 4 ¦ Símar 26100 og 26155
Fjölmenni var í Akureyrarkirkju á annan jóladag. Kór Barnaskóla Akureyrar söng undir stjórn Birgis Helgasonar
og Páll Jóhannesson söng með kórnum. Prestur var sr. Birgir Snæbjörnsson.                     Mynd: ehb
Loðdýraræktin:
„Menn ætlu að fara
yfir í minkinn"
- segir Þorsteinn Már Aðalsteinsson
„Síðasta uppboð undirstrikar
minkinn enn og aftur, setur
punktinn yfir i-ið. Hann lækk-
aði að vísu dálítið í verði en
það er þó viðunandi og hefur
verið það um hríð og þetta er
ábending til loðdýrabænda um
það sem margir hafa alltaf vit-
að að refurinn er lotterí. Verð-
ið á honum getur vissulega far-
ið upp en líka langt niður og
verið þar lengi," sagði Þor-
steinn Már Aðalsteinsson
framkvæmdastjóri loðdýrabús-
ins Pólarpels.
Hann sagði að verð á refa-
skinnum hefði verið lágt undan-
farin tvö ár og þriðja árið lofaði
ekki góðu. Menn hefðu vonast
eftir hækkun en það hefði ber-
lega komið í ljós að minkurinn
væri flaggskipið í loðdýrarækt-
inni og kjölfestan í þessari bú-
grein.
Þorsteinn taldi að loðdýra-
bændur væru þokkalega staddir
hvað minkinn varðaði en mikið
tap væri á refaræktinni. Refa-
skinn væru háðari sveiflum og
líklegt að þeir sem leggja höfuð-
áherslu á refinn væru illa staddir
um þessar mundir.
„Eg tel að menn ættu að fara
Tjarnir í Eyjafirði:
Stórbruni á jólanótt
Laust eftir kl. 23 á aðfanga-
dagskvöld var slökkviliðið á
Akureyri kallað að bænum
Tjörnum í Saurbæjarhreppi í
Eyjafirði þar sem eldur var
laus í útihúsum. Mikill eldur
var þá í gömlu fjósi og barst
hann yfir í nýrra fjós og þaðan
í heyhlöðu þar sem inni voru
1200 hestar af heyi. Fjórar
mjólkurkýr og fjögur geldneyti
brunnu inni í nýja fjósinu en
bæði fjósin og áfast mjólkur-
hús eru ónýt. Ennfremur er
mikill hluti af heyi í hlöðunni
ónýtur.
Um 50 km leið er frá Akureyri
að  Tjörnum  og  tók  það  því
Fljótahrepparnir sameinaðir á næstunni:
Yfirgnæfandi meiri-
hluti fylgjandi
í gær fór fram atkvæðagreiðsla
um sameiningu hreppanna
tveggja í Fljótunum, Holts-
hrepps og Haganeshrepps. Var
sameiningin samþykkt með
samtals 74 atkvæðum gegn 18.
í Holtshreppi voru 67 á
kjörskrá og kusu 52. 37 voru
meðmæltir sameiningunni en 13 á
móti. Einn seðill var auður og
annar ógildur. í Haganeshreppi
voru 63 á kjörskrá og 42 kusu.
Vildu 37 sameiningu en 5 voru á
móti.
Að sögn Georgs Hermanns-
sonar á Ystamói er gert ráð fyrir
að hreppsnefndirnar komi sér, í
framhaldi að þessari niðurstöðu,
saman um nafn á hinum nýja
hreppi og þegar gengið hafi verið
frá sameiningunni verði boðað til
hreppsnefndarkosninga, vænt-
anlega fljótlega á nýju ári.
Fljótin voru áður eitt hrepps-
félag sem hét Fljótahreppur. Um
áramótin 1897-98 þegar um 700
manns bjuggu í hreppnum var
honum skipt í tvö hreppsfélög.
Um síðustu áramót voru um 80
manns með lögheimili í Haganes-
hreppi og um 100 í Holtshreppi.
-þá
slökkviliðið um klukkustund að
komast að bænum. Dælubíll og
vatnsbíll fóru að Tjörnum og sex
slökkviliðsmenn unnu að slökkvi-
starfi ásamt fjölda manns úr
sveitinni. Búið var að slökkva
mesta eldinn um kl. 6 á jóladags-
morgun en eldur hafði komist í
þurrheyshlöðuna og þurfti því að
moka brunnu heyi út úr hlöð-
unni. Slökkvistarfi lauk á jóla-
dagskvöld.
Að sögn Harðar Gunnarsson-
ar, bónda á Tjörnum er ekki enn
ljóst hversu mikill hluti af heyinu
er nýtilegur en það sem ekki brann
hefur rýrnað að gæðum sökum
reyks og vatns. Hluti af þaki
hlöðunnar brann en í gær var
unnið að bráðabirgðaviðgerð á
þakinu og var verkinu lokið í
gærkvöld.
Fjárhúsbygging var einnig
áföst heyhlöðunni en í fjárhúsun-
um voru 250 kindur. Fénu var
hleypt út er eldurinn kom upp en
slökkviliðsmönnum tókst að
bægja eldinum frá húsunum
þanriig að þau skemmdust ekki.
Eldra fjósið sem er 100 ára
gamalt er ónýtt eftir brunann og
sama er að segja um nýrra fjósið.
Nýtt mjólkurhús og fóður-
geymsla eru gjörónýt og í
brunanum eyðilögðust einnig
rörmjaltakerfi  og mjaltatæki  í
fjósinu. Pá þykir líklegt að hey-
drejfikerfi í heyhlöðu sé einnig
ónýtt.
Eldsupptök eru ekki fullljós en
líklegt þykir að kviknað hafi í út
frá raflögunum í eldra fjósinu.
Ljóst er að hér hefur orðið mikið
tjón en ekki er búið að meta tjón-
ið til fulls.              JÓH
yfir í minkinn, þannig er þeim
þokkalega borgið. Best er að
vera með nokkuð öflugt minkabú
og ref með, en ég myndi ekki
veðja á þá sem eingöngu eru með
ref. Menn ættu að beina sjónum
sínum að minknum, þótt fyrr
hefði verið," sagði Þorsteinn.
Hann sagðist hafa verið óhress
með það að minknum hefði ekki
verið gert nægilega hátt undir
höfði þegar áróðurinn fyrir loð-
dýrarækt hefði verið rekinn á sín-
um tíma. Menn væru hins vegar
að átta sig á því að ekki þýddi að
treysta á eitt og eitt uppboð held-
ur þyrftu menn að líta til lengri
tíma.
„Ég held að það sem gerist
núna eða á næstunni ef verð á
skinnum fer ekki upp þá verði
skorið niður. Finnar eru snöggir
að breyta til, þeir eru með um
75% af heimsframleiðslunní, en
auðvitað spila tíska, efnahagur
fólks og fleira inn í. Ef neytand-
inn bregst hins vegar ekki við þá
gera bændur í Finnlandi það og
verðið fer upp á ný," sagði Por-
steinn.                  SS
Hreppsnefnd Blönduóshrepps:
Samþykkir
úrsögn úr FSN
Hreppsnefnd Blönduóshrepps
samþykkti á fundi sínum
fímmtudaginn 17. desember sl.
að Blönduóshi eppur segði sig
úr Fjórðungssambandi Norð-
lendinga. Við leituðum til
llauks Sigurðssonar sveitar-
stjóra til að fá nánari fréttir af
þessum málum.
„Það var samþykkt á fundi
hreppsnefndar, að Blönduós-
hreppur segði sig úr Fjórðungs-
sambandi Norðlendinga að höfðu
samráði við sveitarfélögin í Sam-
tökum þéttbýlissveitarfélaga á
Norðurlandi vestra. í áðurnefndri
samþykkt felst það að Blönduós-
hreppur hefur hug á að segja sig
úr fjórðungssambandinu. Fullt
samráð og samstarf mun verða
haft við sveitarfélögin á Norður-
landi vestra í þessu máli. Samfara
verða athugaðir möguleikar á
stofnun samtaka sveitarfélaga á
Norðurlandi vestra," sagði Hauk-
ur Sigurðsson sveitarstjóri.  pbv
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16